Morgunblaðið - 30.03.1983, Side 12

Morgunblaðið - 30.03.1983, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 ÁGÚST INGI JÓNSSON AFINNLENDUM VETTVANGI Af byggingabasli — „Kannski á þetta bara að vera svona“ MOGGINN minn bauö mér góðan daginn í gær með fréttum um aö verðbólguhraöinn mældist nú 105% miðað við vísitölu byggingakostnaðar. l'tvarpið hafði svipaðar fréttir að færa um helgina. Þjóðviljinn sagði hins vegar á forsíðu í gær að nú væri komið að unga fólkinu í húsbyggingamálum. Það var mikið að þeir alþýðubandalagsmenn áttuðu sig á því, að ef til vill væri það unga fólkið, sem helzt þyrfti á því að halda að komast í eigið húsnæði. Undanfarið hafa hinir og þess- ir spekingar greint frá möguleikum í byggingamálum á opinberum vettvangi, sagt kosti og galla á þeim valkostum, sem fyrir hendi eru, bent á „patent-lausnir" og ýmislegt sætabrauð, sem þó virðist svo ógnar langt frá því fólki, sem stendur í byggingabasii um þessar mundir. A dögunum áttu fréttaritarar Morgunblaðsins víða um land viðtöl við húsbyggj- endur í sinni sveit. Þar kom ýmis- legt fróðlegt fram og hér á eftir verður gripið niður í nokkur af þessum viðtölum og einkum þar sem fjallað er um fjármögnun ævintýrisins á tímum hávaxta og verðtryggingar í 100% verðbólgu. Við áttum fyrir sökklinum og teikningunum sem gerðar voru samkvæmt okkar óskum. Síðan höfum við velt þessu á skammtímalánum, víxlum og vaxtaaukalánum," sögðu Ásdís Blöndal og Anton Antonsson á Egilsstöðum. „Húsið stendur núna í sex til sjöhundruð þúsundum króna. Það höfum við fjármagnað með húsnæðismálastjórnarláni, lífeyrissjóðsláni og láni hjá Spari- sjóðnum. Þetta hefur þó ekki dug- að til og hafa foreldrar Torfa hjálpað okkur þegar allt hefur verið að komast í strand," sögðu Torfi Júlíus Karlsson og Ingunn Jóhannesdóttir í Borgarnesi. „Um fjármögnun húsbyggingar- ínnar hafa þau það að segja, að þau seldu nýlega bifreið, sem þau áttu. Þá eiga þau litla íbúð í tví- býli, sem þau ætla að selja. Þau hafa tekið lán hjá húsnæðismála- stjórn og einnig lífeyrissjóðslán," sagði meðal annars í viðtali við Maríu Hákonardóttur og Benedikt Jóhannsson á Eskifirði. „Síðan munum við grípa til þeirra lána- möguleika, sem fyrir hendi eru. Við vitum alveg hvernig kjörin eru á lánamarkaðnum og munum reyna að taka eins lítið af lánum og við mögulega getum því pen- ingarnir eru dýrir í því verðbólgu- báli, sem hér snarkar," sögðu Sig- urjón Ingólfsson og Sigurrós Sverrisdóttir í Vestmannaeyjum meðal annars í samtali við frétta- ritara Morgunblaðsins. Ibúðin þarf að vera fokheld til að lánastofnanir sjái astæðu til að lána út á fyrirtækið, svo húsbyggjandinn þarf að eiga í buddunni fyrir húsinu fokheldu. Maður, sem er að byggja í fyrsta sinn og er kominn með fjölskyldu á í fæstum tilfellum meira en bót fyrir rassinn á sér og sínum. Svo menn geta séð að það dæmi getur ekki gengið upp ... Aumt þykir mér húsnæðismálastjórnarlánið, sem ætti að vera sú fyrirgreiðsla, sem fleytir manni yfir erfiðasta hjallann. Því er ekki úthlutað fyrr en 3—5 mánuðum eftir að fokheld- isvottorð er sent og þá i þrennu lagi. Fyrir nú utan hvað það er lítið og lélegt. Ég verð búinn að eyða því fyrirfram, í formi skammtímalána á háum vöxtum, löngu áður en það kemur. Þetta kerfi verður að laga svo ríkið þurfí ekki að bera ábyrgð á andlegri og iíkamlegri vanheilsu fleiri ungra húsbyggjenda. Ég sé fram á það, að allir þeir peningar, sem mér tekst að berja út renni beint í kaupverðið á íbúðinni fokheldri og þá er allt hitt eftir. Kannski á þetta bara að vera svona. En hvað sem því líður heldur maður áfram, sér til hvort ekki muni úr rætast. Ég er jú ekki sá fyrsti sem leggur út í svona fyrirtæki," sagði Krist- ján Hjartarson á Dalvík. í tillögum Alþýðubandalagsins að málefnagrundvelli undir slag- orðinu „Eining um íslenzka leið“, segir meðal annars um húsnæðis- mál: „Næstu fimm ár starfi sér- stakur sjóður — „íbúðir fyrir ungt fólk“ — sem fjármagni hóflegt húsnæði fyrir ungt fólk og þá sem eru að tryggja sér húsnæði í fyrsta sinn. Fjármagn sjóðsins komi með auknu framlagi lífeyr- issjóða, með lögbundinni þátttöku bankakerfisins í húsnæðislána- kerfinu og sérstakri tekjuöflun í þessu skyni." Ennfremur segir í þessu plaggi, að húsnæðislán verði greidd út í tvennu lagi. Varla höfðar þetta til þess fólks, sem er að byggja eigið húsnæði, enn einn félagsmálapakkinn. stæðisflokksins er fjallað um hús- næðismálin og þar segir, að al- mennar húsbyggingar hafi á síð- ustu misserum dregist stórlega saman og framkvæmdir færst æ meira yfir á svið verkamanna- Kirkjulist á Kjarvalsstöðum Myndlist Valtýr Pétursson Hver kimi á Kjarvalsstöðum er notaður út í yztu æsar og sýn- ir það hve umfangsmikil sú sýn- ing er, sem Kirkjulistarnefnd hefur útbúið og komið fyrir í hinu mikla sýningarhúsi. Það hefur verið mikið og vandasamt verk að koma þessari sýningu á laggirnar. Það hefur verið leitað fanga víðar en í samtíðinni og fyrstu 29 sýningarnúmer í sýn- ingarskrá eru gamlir og virðu- legir kirkjumunir af margri gerð. Farið hefur verið í nokkrar kirkju landsins og fengið að láni: kertastjakar, altaristöflur og prédikunarstólar, ennfremur ýmsir hlutir úr söfnum. Má þar nefna muni úr Listasafni alþýðu og Þjóðminjasafni. Þessar línur ættu að gefa hugmynd um, hve margþætt þessi kirkjulistarsýn- ing er. Enn er samt ótalið allt það, er listamenn samtíðarinnar hafa látið af hendi rakna á þessa sýningu, en það munu vera 242 hlutir og eru þeir einnig af margri gerð og uppruna: Mál- verk, glermyndir, silfursmfð, höggmyndir, teikningar, textíl og vefnaður, svo að eitthvað sé nefnt. Allt þetta er sett upp í eina heild og stundum standa gamlir hlutir við hlið þess nýj- asta, en yfirleitt er sýningin | þannig upp sett að hver einstak- ur hlutur nýtur sín nokkuð vel. Þessi sýning er gríðarlegt fyrirtæki og vönduð sýn- ingarskrá fylgir, þar sem góð grein er gerð fyrir þeim gripum, sem til sýnis eru, en flestir þeirra sem komnir eru til ára sinna, eiga sér merkilega og fróðlega sögu. Grein er eftir Hörð Ágústsson um byggingu kirkna og önnur um kirkjulist eftir séra Gunnar Kristjánsson og Björn Th. skrifar um kór og skip. Allar eru þessar greinar veglega myndskreyttar, en svo undarlega bregður við að engar myndir fylgja framlagi núlifandi listamanna. Morgunblaðið hefur þegar birt mikið lesmál um þessa sýningu og útvarpið hefur flutt Sunnu- dagserindi um kirkjulist, en það mun vera sama efni og Björn Th. skrifar í sýningarskrá. Auglýs- ingar hafa að staðaldri verið í útvarpi, en samt hefur aðsókn ekki enn sem komið er náð sér á strik, eftir því sem ég bezt veit. Það er ekki gott til afspurnar til næstu bæja, ef fólk kann ekki að notfæra sér þetta einstaka tæki- færi til að kynnast því, sem listamenn okkar eru að leggja til kirkju og kristindómi í þessu landi. Eftir sýningu þessari að dæma eru fleiri listamenn að vinna verk fyrir kirkjuna í land- inu en mig grunaði. Það er því tímabært að gera nokkra úttekt á þessum hlutum, og nú er tæki-< færið. Það hefur stundum orðið að ágreiningsmáli, hvað er trúarleg list og hvað ekki. Sumir hafa haldið því fram, að öll góð list, sem sköpuð er af hjartans ein- lægni og með virðingu fyrir líf- inu og tilverunni, sé svo samofin trúarlegri hugsjón, að það hafi ekkert að segja, hvert innihaldið sé, hún túlki það bezta er fyrir- finnst í manneskjunni, og er þá auðvitað átt við hreinleika hjarta og hugar. Aðrir halda því fram að trúarlegar athafnir verði að túlkast í listaverkinu, ef vel eigi að vera. Ekki ætla ég að gera upp á milli þessara sjón- armiða hér, en persónulega held ég, að ég halli mér að því fyrr- nefnda. Mikið af því merkilegasta, sem við eigum af fornum listgripum í þessu landi, er komið úr kirkj- um. Hafa þeir verið gerðir fyrir kirkju af mönnum, sem voru all- ir í trúnni og gátu þannig tjáð hug sinn af þeim krafti, sem trú- arstyrkur einn getur orsakað. Yfirleitt má lesa þessa stað- reynd úr öllum eldri kirkjumun- um okkar, en því miður finnst mér nokkuð á skorta um þetta mikilvæga atriði í sumu af því er samtíðin hefur framleitt. Þetta virðist mér nokkuð áberandi á sýningunni á Kjarvalsstöðum og ég er hræddur um, að aðrir eigi eftir að reka sig á hið sama. Magnús Tómasson leikur sér að því að koma skilaboðum sín- um algerlega til skila með verki sínu nr. 191 „Handhæga settið", sem að mínum dómi sker sig nokkuð áberandi úr á sýning- unni. Yfirleitt finnst mér afar Koparstikur frá Bessastöðum, sálu- eða yfírbótargjöf?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.