Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 37 Þorkell Gunnars- son bryti — Minning Fæddur 3. júlí 1907 Dáinn 18. mars 1983 Þorkell Gunnarsson bryti er lát- inn. Útför hans verður gerð frá Fossvogskapellu kl. 10.30 í dag. Mig langar til að kveðja „Kela“, eins og við systkinin kölluðum hann, með örfáum orðum. Um æsku- og unglingsár hans ætla ég ekki að skrifa um hér því þau eru mér ekki kunnug nema á sjó var hann frá 13 ára aldri, sem hann sagði mér einu sinni frá. Fyrst er ég man eftir Kela var hann á Gullfossi og ekki gleymum við systkinin því þegar hann var að koma að landi, spenningurinn var svo mikill. Þá var hann að segja okkur frá ýmsum stöðum sem hann hafði farið til langt úti í heimi og ekki var það verra þegar hann rétti okkur sætindi eða minjagripi sem hann hafði keypt, því eftir krökkunum mundi hann ætíð. Núna seinni árin var Keli hætt- ur á sjó enda orðinn fullorðinn, en „Far þú í friíi fríóur (fuð« þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt gekkst þú með guöi guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoNs þú hljóU skalt.“ (sálmur) Sunnudaginn 22. febrúar síð- astliðinn andaðist á heimili Ólínu, dóttur sinnar í Reykjavík, Guðný Halldórsdóttir, níutiu og þriggja ára að aldri. Mig langar til að minnast ömmu minnar með nokkrum orðum. Guðný amma var fædd 1. sept- ember 1889 að Rekavík Bak Látur, dóttir hjónanna Halldórs Þeófíl- usarsonar og konu hans, Kristjönu Jónsdóttur. Hún var ein af fimm- tán börnum þeirra hjóna, en að- eins 10 komust upp. Amma, sem og svo margir af hennar kynslóð, ólst upp við hin erfiðustu skilyrði og önnur harðindi einnar af- skekktustu byggðar landsins. Árið 1919 giftist amma afa mín- um, Kristni Grímssyni frá Horni. Þar byggðu þau sér tvílyft timb- urhús svo og vegleg gripahús. Jörðin gaf ekki mikið af sér, en afkoma fólks byggðist á að nytja önnur hlunnindi svo sem sjóinn, rekann og bjargið. Til þeirra að Horni fluttu svo nokkru seinna dóttir Guðnýjar, Guðveig Hinr- iksdóttir, sem gift er Gunnari Vilhjálmssyni, ásamt systur Guð- nýjar, Salbjörgu Halldórsdóttur frá N-Miðvík í Aðalvík. Dvaldist Salbjörg á heimili þeirra hjóna til dauðadags og var hún þeim jafnan mikil stoð og stytta. Heimili þeirra að Horni var mjög til fyrirmyndar að mörgu leyti, vatnslögn í nýja húsinu og raflýsing komin áður en þau fluttu, sem þá var fátítt á þessum slóðum. Að Homi eignuðust þau þrjú eftirlifandi börn sín: Ólínu, giftist Hréiðari Guðlaugssyni, en hann lést fyrir þremur árum; Guð- rúnu, búsetta í Kaliforníu, gift Torfa Þ. ólafssyni, og Magnús, kvæntur Svanhildi Eyjólfsdóttur. Einnig ólust upp á heimili þeirra tvö fósturbörn, Gróa Alexand- ersdóttir, bróðurdóttir Guðnýjar, giftist Gísla Hansen, sem er lát- inn, og Snorri Júlíusson, systur- sonur Kristins, kvæntur Sigriði Guðbrandsdóttur. Þegar byggð á Hornströndum fór í eyði árið 1946, fluttu afi og amma til ísafjarðar. Á ísafirði kynntist ég ömmu og afa fyrst, er ég var sendur þangað til dvalar fimm ára að aldri. Frá þeim tíma á ég margar góðar minningar sem ljúft er að geyma. Árið 1964 urðu enn tímamót í lífi þeirra hjóna er þau fluttu bú- ferlum til Reykjavíkur til að dvelja nær fjölskyldu sinni. Rúmu ári síðar lést afi skyndilega og var það mikið áfall fyrir okkur öll, og gamall fannst mér hann aldrei vera. Svo fínn og snyrtilegur eins og hann var alltaf hvort sem voru virkir dagar eða hátíðir. Alltaf var Keli hjá okkur fjöl- skyldunni á jólum og öðrum hátíð- um, nema tvenn jól fór svo að hann gat ekki komið og mikið voru þau jól tómleg. Keli er nú horfinn sjónum okkar en minning hans geymi ég alltaf, svo góður var hann mér. Mikið eigum við eftir að sakna hans, sér- staklega á jólum og öðrum hátíð- um. Ég kveð Kela með söknuði. Ella Föstudaginn 18. þ.m. lést á heimili sínu, Bankastræti 11 hér í borg, gamall Reykvíkingur, Þor- kell Gunnarsson bryti. Hann var fæddur árið 1907 og voru foreldrar hans hjónin Ingibjörg Árnadóttir og Gunnar Vigfússon skósmiður, sem lengst af bjuggu á Laugavegi 27. Þegar Þorkell hleypti heim- þá sérstaklega ömmu. Þessi stutti tími með þeim báðum var einhver ánægjulegasti tími uppvaxtarára okkar bræðranna. Við nutum þess ríkulega að heimsækja þau og njóta hlýju þeirra og örlætis. Eftir lát afa flutti amma til dóttur sinn- ar og tengdasonar, ólínu og Heið- ars. Naut amma þar góðs atlætis og umönnunar þeirra hjóna. Haustið 1975 flutti fjölskylda mín til Bandaríkjanna. Það var erfitt fyrir okkur öll, sérstaklega fyrir Guðrúnu móður mína, að kveðja ömmu. Engu að síður var það sárt fyrir gömlu konuna að sjá á eftir okkur enda tíður auðfúsugestur á heimilinu. Enda þótt vegalengdin á milli okkar væri löng, hélst gott samband okkar á milli. Það var ávallt mikil eftirvænting á heimili foreldra minna að fá bréf eða seg- ulbandsspólu frá þeim mæðgum. Er ég rita þessar línur rifjast upp fyrir mér margar ljúfar minn- ingar um þessa heiðurskonu. Hún var fyrirmynd okkar allra, ávallt stillt og hljóð, en rösk þegar á þurfti að halda. Hún trúði á al- máttugan guð sem nú hefur kallað hana til sín. Sérstakt má telja, að á sinni löngu ævi þurfti amma mína aldrei á spítalavist að halda, og síðasta kvöldið sat hún við sjón- varpið með prjónana sína eins og hennar var venja. Að leiðarlokum bið ég fyrir hönd bræðra minna, Sæbjörns og Kristins Guðna, fyrir þakkir til allra, sem studdu ömmu'okkar síð- ustu árin. Megi Guð blessa minningu hennar. Guðný var jarðsett frá Bústaða- kirkju að viðstöddu miklu fjöl- menni fimmtudaginn 3. mars síð- astliðinn. Los Angeles, 10. mars 1983, Ingólfur R. Torfason. draganum tók sjómennskan við og varð hún ævistarf hans upp frá því. Þorkell sigldi lengst af með skipum Eimskipafélags íslands sem kokkur, búrmaður og bryti, en sérgrein hans sem aflaði honum mestrar viðurkenningar var „kalda borðið" svokallaða. Þar var hann listamaður og í hópi þeirra slyngustu. Ævi sjómanns, sem í áratugi siglir, er ekki hávaðasöm í heimssögunni, lokaður heimur lít- ils hóps manna sem lengst af ganga að störfum fjarri fóstur- jörðinni en þetta var sú veröld Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið^ stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. sem Þorkell lifði í, í stríði og friði, þorra ævinnar. Það verður því enginn héraðsbrestur þó slíkur maður taki pokann sinn og flytji í annað ver. Éngu að síður fer ekki hjá því að vinir sakni vinar í stað þegar svo fer. Um þrjátíu ára skeið hefur Þorkell verið heimilisvinur okkar hjóna og mikið uppáhald barna okkar, hluti af tilverunni, sjálf- sagður á tyllidögum og velkominn endranær, hvenær sem hann sjálf- ur kaus. Þorkell kvæntist danskri stúlku, en það hjónaband stóð stutt og slitu þau samvistir. Hann var því að kalla má einfari alla ævi. Eftir að hann hætti far- mennsku fyrir fáum árum, stund- aði hann ýmis störf í landi, var m.a. vaktmaður hjá skipafélögum og í afleysingum þegar svo stóð á. Þorkell hafði yndi af náttúr- unni, og eftir að hann hafði fast land undir fótum hafði hann afnot af landskika austur i Laugadal, þar sem hann átti góðu fólki að mæta í Lækjarhvammi í þeirri fögru sveit. Hann tók og nokkurn þátt í félagsstarfi og var m.a. í frímúrarareglunni. Forseti Is- lands og Sjómannadagsráð veittu honum heiðurspening fyrir unnin störf. Hann skal nú kvaddur með þökk fyrir samfylgdina, og hrædd- ur er ég um að það reynist sann- mæli sem konunni minni varð á orði þegar lát hans var rætt: „Það verða skrýtin jól að eiga hans ekki von.“ Fari minn gamli vinur í friði. Grímur Guðmundsson Gestgjafinn kominn út GESTGJAFINN, timarit um mat, er nýlega komið út. Er það 1. tölublað ársins 1983. Ritstjórar eru hjónin Elín Káradóttir og Hilmar B. Jóns- son. Efni ritsins er fjölbreytt að vanda. Gestgjafar eru nokkrir hressir JC-félagar. Helstu greinar eru um Gestaboð að Bessastöðum, Heimsókn í Danaveldi og Hnífar og önnur eldhúsáhöld. Uppskriftir eru fjölmargar og er ekki mögu- legt að telja þær allar upp í þess- ari frétt. Kennsla er í gerð fyllts lambahryggs og þá er einnig kennd gerð páskaborðs. Margt fleira er að finna í ritinu. I ritstjórnargrein segir m.a.: „Árið 1983 virðist ætla að verða erfitt ár eftir öllum sólarmerkjum að dæma. Krepputal mikið, reynd- ar ekki einungis hér á iandi heldur einnig erlendis. En hér er verðbólgan meiri en víðast annarstaðar og kemur það m.a. fram á verði þessa tölublaðs Gestgjafans. Útseld vinna hefur sem sagt hækkað um rúm 34% síðan síðasta tölublað var unnið. Þess vegna urðum við, því miður, að hækka verð blaðsins svona og biðjumst velvirðingar á því, en hjá þessu varð ekki komist ef áfram- hald á að verða á útkomu blaðs- ins.“ t Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, fööur, tengdafööur og afa, ÞÓRÐARGUNNARSJÓNSSONAR, Samtúni 22. Elíaabat Björnsdóttir, Erla Þóröardóttir, Sigfriö Ólafsson, Guðrún Þóröardóttir, Höröur Sigmundsson og barnabörn. m W Áskriftarsíminn er 83033 Vélin geturauk boröviSar og uppistaSna hreinsaS flekamót úr timbri eða stáli Vélin er mjog einfóid í notkun og traust í rekstri og getur hreinsaB 40—530 mm breitt og 14—150 mm þykkt mótaefni eöa flekamót án þess að stilla þurfi sérstaklega fyrir hvern stærð arflokk Vélin fer einstaklega vel meS timbriö og hvorki klýfur þa8 e8a mer. Hugsanlegir naglar i timbrinu skaöa hvorki vélina eöa hreinsiskrfur hennar á neinn hátt. Hreinsiskifurnar (4 stk) eru úr slitsterku efni og endast til hreinsunar á u.þ.b. 20.000—30.000 ferm. timburs. Til hreinsunar á stálmótum eöa plastklæddum mótum eru notaöir til þess gerðir stálburstar. Vélin vinnur jafnt hvort heldur timbríð er blautt. þurrt eöa frosifi Vélin er mjög traustbyggð i alla staöi og nær án slitflata og þarf einungis að smyrja hana árlega. Vélin hreinsar samtimis tvo aSlæga fleti (á hliö og kant). Til hreinsunar á óllum fjórum flötum mótatimburs þarf a8 renna efninu tvisvar i gegn- um vélina Vélín dregur sjálf i gegnum sig timbr- GRINKE 20D MÓTAHREINSIVÉL GRINKE 20D er vél til hreinsunar á mótatimbri i8. vætir þaS ef þörf gerist, og innbyggBur blásari dregur til sin allt ryk og steypuhrongl og skilar því i haug eöa poka Vélin ásamt einum eÖa tveim mönnum vinnur á vi8 stóran flokk manna. Afkóst hennar eru 18.5 m/min. en þa8 samsvarar þvi, a8 555 m timburs séu hreinsaöir á klst (allar fjórar hliSar þess). Vóhn er 900 kg a8 þyngd og útbúin þannig aö flytja megi hana á milli staÖa á venjulegum fólksbíl meö dráttarkrók. Einnig eru festingar á henni svo a8 lyfta megi henni meö byggingar- krana. Stærö vélarinnar: HxBxL = 1.4 x 1.1 x 1,7 m. VI8 leigjum einnig út GRINKE 20D mótahreinsivél. GRINKE 20D er v-þýzk gæða- framleiðsla — Leitið nánari upplýsinga. Síðumúla 32, sími 38000 Gyðný Halldórsdótt- ir frá Horni — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.