Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 39 félk í fréttum Breytingar hjá Supertramp + Breska hljómsveitin Super- tramp kom fram í bandarískum sjónvarpsþætti á dögunum, rétt- um 4 árum eftir aö plata þeirra „Breakfast in America" sló í gegn þar í landi. Viö þaö tækifæri sögöu þeir, aö söngvari þeirra og hljómborðsleikari m.m., Roger Hodgson, hygöist hætta sam- starfi viö þá félaga fljótlega. Þeir munu þó allir fara í hljómleika- ferö um Evrópu í sumar og meöai annars er ætlunin aö koma fram í Gautaborg þar sem Rolling Stones geröu garöinn frægan fyrr í vetur. Roger Hodgson ætlar að spila upp á eigin spýtur eftir hljómleikaferöina en Roger er best þekktur fyrir lög eins og „The Logical Song“ og „It’s Rain- ing Again“ svo eitthvaö sé nefnt. Annar söngvari hljómsveitarinnar hættir líka í sumar en þaö er Rick Davies, og er þetta fyrsta breyt- ingin sem verður á hljómsveitinnl síöan 1974. Alexandrea og þingmennirnir + Eins og kunnugt er af fréttum kom upp mikiö hneykslismál í Sviss nú á dögunum. Ung og eiguleg bardama, Alexandrea Lincoln aö nafni, var staöin aö því aö hafa njósnaö fyrir Líbýu- menn og gefið þeim ýmsar upp- lýsingar um menn og málefni í Sviss. Þaö var þó ekki þaö, sem hneykslinu olli, heldur hitt, aö hún haföi vafiö mörgum þing- mönnum um fingur sér og sofiö hjá þeim sumum þegar ekki dugöu önnur brögö viö upplýs- ingaöflunina. Á myndinni brosir Alexandrea sínu breiöasta en þaö gera þing- mennirnir, kunningjar hennar, hins vegar ekki þessa dagana. + Þaö er illa komiö fyrlr George Best, knattspyrnumanninum fræga, sem einu sinni var dáöur og í hópi þeirra, sem hæstu launin höföu. Best, sem hvorki þoldi frægöina né flöskuna, hefur nú ver- iö ráöinn hjá enska þriöju deildar liðinu Bournemouth og er meðal þeirra, sem minnstu launin hafa í enska fótboltanum. Utankjörstaðakosning Utankjörstaöaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Valhöll Háaleitisbraut 1 — Símar 30866, 30734 og 30962. Sjálfstæöisfólk. Vinsamlega látiö skrifstofuna vita um alla kjósendur, sem veröa ekki heima á kjördegi. Utankjörstaöakosning fer fram í Miðbæjarskólanum alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22. Sunnudaga kl. 14—18. Gerið verösamanburð Sykur kr. 10.50 kg. Pillsbury’s Best hveiti 5 Ibs. kr. 34.90. Opið til 10 í kvöld miðvikudag ga Vörumarkaöurinn hfl wr Ármúla 1A. Sími 86111. Bladburöarfólk óskast! Vesturbær Austurbær Garöastræti Lindargata 39—63 SPUNNH) UM STAIÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN Mexíkó og spýr eitri um allar álfur. Óhróðri um hann og Sovétríkin. En í hjarta sínu fyrirlítur hann alla þessa grunnhyggnu útlendinga, sem virðast hafa sérþekkingu í því að einfalda alla hluti. Skrítnastur er samt Bernard Shaw. Ætli Bretar séu svona yfirleitt? Nei, auðvitað ekki. Hann er einfaldlega trúður eins og allir rithöfundar. Eða þessi lafði Astor! Ræðst að honum með dónalegum spurn- ingum, sem fela oftast í sér svar hennar sjálfrar. Jafnvel fullyrðingar um fjöldamorð í Sovétríkjunum! En hann sér við henni. Er kurteis. Afslappaður. Kemur ekki út úr húsi frekar en varkár snigill. Svarar ýmist með fyndinni alvöru eða alvarlegri fyndni, eftir því sem við á. Ef hann þá svarar! Hlær innantómum hlátri. Felur augun eins og fiskur leiti skjóls undir steini. Hann er ekki allur þar sem hann er séður, segja þau heima í Bretlandi. En húmoristi! Það kann Bernard Shaw að meta. Og lafði Astor einnig. Síðar fréttir Stalín að það hafi verið hún, sem sagði Churchill, að hún hefði gefið honum eitur, ef hún væri konan hans. Og ég hefði gleypt það, svaraði Churchill. Eða var það kannski ekki hún, heldur einhver önnur kona? Það skipti ekki máli. Þetta er yfirgangssöm og frek leiðindaskjóða. Stalín ætlar að minnsta kosti ekki að sitja uppi með slíkar konur í opinberum störfum. Það var nóg að hafa kerlingar eins og Molotov! Shaw er viðkunnan- legri en þessi gasprandi yfirstéttarkerling úr brezka aðlin- um, sem allt þykist vita. Honum geðjast ekki að Churchill, hvorki þá né síðar. En það verður viðstöddum ávallt minnisstætt, þegar Stal- ín spyr lafði Astor í skrifstofu sinni í Kreml 1931, hver sé sterkasti stjórnmálamaður Breta. Hún svarar: Chamber- lain! Ég veðja á hann. Auðvitað! Það kemst aldrei að nein ærleg hugsun fyrir orðaflaumi hjá þessari konu. Chamb- erlain! Stalín svarar: Churchill kemur aftur, ef land yðar lendir í erfiðleikum. Ef hann tryði á guð, hefði hann þakkað honum af öllu hjarta, að lafði Astor býr ekki í Sovétríkjunum, heldur í Bretlandi! Hann hafði svo sem aldrei neinar mætur á Churchill. En hann getur verið meiri mannþekkjari en Lenín. Sér í gegnum Chamberlain þá þegar, hver getur neitað því? Stalín situr á friðarstóli við sjálfan sig. Hefur í fullu tré við Búkharín og aðra trotskýista. Það hafa oft verið átök í Æðstaráðinu og miðstjórninni. Stalín segir Emil Ludwig, að þar sitji 70 hæfustu stjórnmálamenn sovézka kommún- istaflokksins. Nú ræður hann þar einn húsum, að mestu. Og í alþjóðasambandi kommúnista einnig, eftir að Zino- viev missti þar tökin. Áður þurfti hann oft að berjast fyrir skoðunum sínum á heimsbyltingunni, efnahagsmálunum, innlimun einstakra ríkja Rússlands, landbúnaðarstefn- unni og iðnaðaruppbyggingunni. Ýmist við Trotsky, Búkharín, Kamenev eða Zinoviev. Jafnvel Lenín sjálfan! Oft hörð átök og atkvæðagreiðslur. Þið skulið ekki spyrja um, hver tekur þátt í atkvæðagreiðslunni, hafði hann eitt sinn sagt, heldur hver telur atkvæðin! Og svo þurfti hann að semja sitt á hvað. Nú er þetta liðin tíð. Sem betur fer. Og Ijónið liggur á meltunni. Um stund. FRAMHA1.D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.