Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 Kvennalistinn: Mótmælir fyrir- komulagi kosn- ingasjónvarps Lögfrædingur kvcnnalistans, Lára V. Júlíusdóttir, hefur fyrir hönd list- ans sent Útvarpsráði bréf þar sem mótmælt er fyrirkomulagi sjónvarps og hljóðvarps vegna Alþingis- kosninganna 23. aprfl nk. Það er einkum sú ákvörðun Útvarpsráðs að leyfa ekki fulltrúum kvennalistans að taka þátt í hringborðsumræðum í sjónvarpssal daginn fyrir kosningar, sem er mótmælt, en einnig að kvennalistinn fái aðeins 15 mínútur til umráða í hljóðvarpi meðan hinir flokkarnir fái 20 mín. © INNLENT Telur lögfræðingurinn að hér sé um brot á 3. gr. útvarpslaga að ræða þar sem kveðið er á um að tjáningarfrelsi skuli virt og fyllstu óhlutdrægni gætt gagnvart öllum flokkum og stefnum í opinberum málum, stofnunum, félögum og einstaklingum. í bréfi Láru segir að rök Út- varpsráðs fyrir því að meina kvennalistanum þátttöku i hringborðsumræðunum séu þau, að listinn bjóði aðeins fram í 3 kjördæmum af 8, en á hitt beri þó að líta að 72% kjósenda heyrðu þessum þremur kjördæmum til. Með ákvörðun sinni væri Út- varpsráð því að skerða réttindi kjósenda með því að neita kvenna- listanum að koma fram sjónar- miðum sínum þannig að þeir gætu ekki kynnt sér málstað allra fram- boðsaðila. Vörubflstjórafélagið Þróttur: Guðmimdur Magnússon var kjörinn formaður KOSIÐ hefur verið í stjórn og trúnaðarmannaráð Vörubílstjóra- félagsins Þróttar, þar sem bornir JBovjjnnliIaíiiíi Páskablað Páskablað Morgun- blaðsins, sem út kemur á morgun, skírdag, verður samtals 112 síð- ur í þremur blöðum. Blaði II er til hægðar- auka dreift með Morg- unblaðinu í dag. voru fram tveir listar. A-listi meirihluta stjórnar og trúnaðar- mannaráðs hlaut 106 atkvæði, en B-listi borinn fram af Andrési Kristni Hanssyni hlaut 71 at- kvæði. — Efsti maður á B-lista var' Herluf Clausen fráfarandi formaður félagsins. í stjórn voru því kjörnir: Guð- mundur Magnússon, Mosfells- hreppi, formaður, Brynjólfur Guð- mundsson, Erlingur Magnússon, Sveinn Jónsson, Sæmundur Gunn- ólfsson, Magnús Gunnólfsson og Gunnar Björnsson. Hin nýja stjórn mun taka við á aðalfundi eftir páska. Litla platan niður um 2 sæti, en sú stóra upp um 5: Mezzoforte í upp- töku hjá ITV-sjón- varpsstöðinni í gær Tveggja laga plata Mezzoforte hrapaði öllum á óvart niður um 2 sæti á opinbera breska vinsældalist- anum, sem kunngerður var í gær. Situr platan nú í 17. sæti listans en var áður í því 15. Platan hefur verið í 6 vikur á vinsældalistanum. Fór fyrst inn í 86. sætið síðan í 61. þá 40., 29., og 17. Breiðskífa fimmmenninganna bætti stöðu sína hins vegar enn frekar og lyfti sér upp um fimm sæti, úr 28. í 23. sætið. Hefur hún nú verið í 5 vikur á listanum. Hún kom inn í 78. sæti, fór þaðan upp í 72., þá 43., 28., og nú í 23. sætið. Þrátt fyrir að sala litlu plötunn- ar meira en tvöfaldaðist í síðustu viku, samanborið við vikuna þar á undan, dugði það ekki til að lyfta henni frekar upp á listann. Sam- keppnin er gífurleg þegar svo hátt er komið á listann og plötusalan þarf að vera mikil til þess að hljómsveit haldi sæti sínu eða færist ofar. Til stóð, að strákarnir í Mezzo- forte kæmu öðru sinni fram í þættinum Top of the Pops, en af því verður hins vegar ekkert að sinni úr því platan hrapaði niður um tvö sæti. Hefði hún þurft að lyfta sér upp um a.m.k. eitt sæti til að af þátttöku gæti orðið. Félagarnir sitja þó ekki aðgerð- arlausir. Þeir héldu utan um helg- ina og í gær voru þeir í upptöku hjá ITV-sjónvarpsstöðinni í Birm- ingham. Þá hugðu þeir einnig á gerð myndbandsupptöku eftir að tilraunir til slíks hérlendis höfðu ekki tekist nægilega vel. Ljósm.: Kagnar Axelsson. Slasaði skipverjinn borinn frá þyrlunni við komuna til Borgarspítalans í gærkveldi. Svo slæmt var veðrið er þyrlan kom að skipinu, að ekki var unnt að koma niður björgunarkörfu þyrlunnar, heldur varð að hífa manninn upp í börum af skipinu. Ruddaveður og erfiðar aðstæður — segir Hálfdán Henrýsson um sjúkraflug þyrlunnar f gær „ÞETTA var virkilegt ruddaveður, tíu til ellefu vindstig, mikill sjór og slæmt skyggni er við komum að skipinu, en þetta gekk allt mjög vel, og Björn Jónsson þyrluflug- maður sýndi þarna mikla hæfni við erfiðar aðstæður," sagði Hálfdán Ilenrýsson skipherra hjá Land- helgisgæslunni í samtali við Morg- unblaðið í gærkveldi. Hálfdán var skipherra í björgunarflugi þyrlu Gæslunnar í gær, er hún sótti slas- aðan sjómann á haf út af Vest- fjörðum. Skipverjinn var af danska varðskipinu Fylla, sem fékk á sig brotsjó í gær. Skarst skipverjinn talsvert illa á andliti og nefi, og var talið nauðsynlegt að flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík. Þangað var komið um klukkan 18,30 í gærkveldi. Fyllan var um 30 mílur út af Patreksfirði er þyrlan kom að henni, en óhappið átti sér stað á Víkurál í gærdag. Hálfdán Henrýsson sagði að ekki hefði verið unnt að sjá hve mikið skipið væri laskað eftir brotsjóinn. ,,BrauÖamálið“ ist í meðförum fyrnt- RLR Mannekla og kröfur um að dregið sé úr yfirvinnu er ástæðan, segir RLR „VERÐUR Verðlagsstofnun að æskja þess að mál sem frá henni koma verði framvegis tekin fyrir eins fljótt og hægt er. Verðlagsbrot eru, eins og vit- að er, mjög háð þeim tíma sem þau eru framin á vegna þeirra verðbreyt- ingatíma sem nú ríkja,“ segir m. a. í bréfi Verðlagsstofnunar til Rannsókn- arlögreglu ríkisins, sem ritað er f til- efni af því að kæra Verðlagsstofnunar vegna svonefnds brauðamáls var úr- skurðað fyrnt af hálfu Rfkissaksókn- ara nýverið. Mál þetta kom til kasta Rann- sóknarlögreglu ríkisins er Verð- lagsstofnun kærði hækkanir á svonefndum vísitölubrauðum. Mál- ið var síðan til meðferðar hjá rann- sóknarlögreglunni og sent þaðan til ríkissaksóknara, sem úrskurðaði það fyrnt þar sem það væri of seint frá RLR komið. Mbl. hafði samband við Hallvarð Einarsson í gær vegna máls þessa og vitnaði hann til svarbréfs RLR til Verðlagsstofnunar vegna niður- stöðu málsins. Þar segir m. a. að unnið sé að málum innan RLR eins og mannafli og aðstæður leyfi. Veruleg mannekla hafi hins vegar háð starfsemi RLR og mjög dregið úr þeim hraða sem lög kveði á um vegna rannsókna og meðferðar opinberra mála. Fámennt starfsliðs RLR anni engan veginn þeim mál- um, þar á meðal ýmsum nýjum rannsóknarviðfangsefnum, sem til hennar sé vísað, þrátt fyrir mikla álagsvinnu. Þá segir í bréfinu að dómsmálaráðuneyti hafi einnig borið fram alvarlegar athugasemd- ir um yfirvinnu á vegum RLR, sem óneitanlega sé veruleg af fyrr- greindum ástæðum, og í athuga- semdunum sé brýnt fyrir yfirstjórn embættisins að gera allt það sem hægt sé til að draga úr yfirvinn- unni. Því horfi ekki vænlega aðt óbreyttum aðstæðum að unnt verði að hraða rannsóknum og meðferð opinberra mála, svo sem lög og efni standi til. Gísli ísleifsson lögmaður Verð- lagsstofnunar sagði í viðtali við Mbl. að við þetta væri ekki mikið að bæta. Málið væri fyrnt samkvæmt lögum og því ekkert frekar hægt að gera í því. Verðlagsstofnun myndi samt sem áður halda sínu striki og kæra til rannsóknarlögreglunnar í þeirri von að málalok yrðu ekki aft- ur á þessa lund. Fór ekki með vilja Flugbjörgunarsveit- arinnar á jökulinn Kirkjukvöld Bræðrafélags Dómkirkjunnar annað kvöld maður KFUM í Reykjavík, flytur ræðu er hann nefnir: Það byrjaði í Dómkirkjunni. Að henni lokinni syngur Jóhanna G. Möller einsöng með undirleik Martins H. Frið- rikssonar og Einar Th. Magnússon les úr fösturæðu sér Friðriks Frið- rikssonar, sem flutt var í Dóm- kirkjunni á föstu 1930. Þá verður altarisganga og sálmur. KIRKJUKVÖLD Bræðrafélags Dómkirkjunnar verður haldið annað kvöld, skírdag 31. marz og hefst klukkan 20.30 og verður ( umsjá KFUM og KFUK. Á efnisskrá verður orgelleikur Martin Hunger Friðrikssonar, dómorganista. Þá flytur séra Þór- ir Stephensen, dómkirkjuprestur, ávarp og Sigurður Pálsson, for- VEGNA Frakkans, sem ætlar yfir Vatnajökul fótgangandi einn síns liðs, hefur Flugbjörgunarsveitin komið að máli við Morgunblaðið og vill taka fram, að það sé ekki rétt, að för Frakkans sé farin með vitund og vilja sveitarinnar eins og fram kom í Mbl. í gær. Það mun rétt að flugbjörgunar- sveitarmenn vissu af ferð manns- ins, en þeir neita að hún sé farin með vilja þeirra. Formaður Flugbjörgunarsveit- arinnar í Reykjavík sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkveldi, að flugbjörgunarsveitarmenn hefðu beðið sendiráðið um að koma í veg fyrir för mannsins yfir jökulinn og hefðu þeir boðið hon- um þátttöku í 4ra manna leið- angri, sem fyrirhugað er að fara. Frakkinn hafnaði því boði. I fyrstu var sagt að Frakkinn hefði ætlað upp Eyjabakkajökul og þvert yfir jökulinn, en síðar mun hafa komið í ljós að hann ætlar að ganga upp frá Sigurðarskála, upp Kverkfjöll og upp að efri skála. A þessum stað hefur sveit flugbjörg- unarsveitarmanna fjórum sinnum þurft að hætta við uppgöngu á jökulinn vegna snjóflóðahættu. Þá segja flugbjörgunarsveitarmenn að þeir hafi óskað eftir því við franska sendiráðið að haft yrði samband við sýslumann vegna ferðar Frakkans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.