Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 Reynolds á fullri ferð á götum Atlanta. Reyndar er kappinn einn af óskasonum þessarar harðsoðnu höfuóborgar Georgíu. Dirty Sharky Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Austurbæjarbíó: HARKAN SEX („Sharky’s Machine") Leikstjóri: Burt Reynolds. Hand- rit: Gerald Di Pego, byggt á sam- nefndri skáldsögu William Diehl. Kvikmyndataka: William A Frak- er. Tónlist: Al Capps. Bandarísk frá 1981. Orion/Warner Bros. Aó- alhlutverk: Burt Reynolds, Vittorio Gassman, Brian Keith, Charles Durming, Rachel Ward, Henry Si- Iva, Earl Holliman. „Dirty Harry fer til Atlanta," kallaði Burt Reynolds þessa nýj- ustu mynd sína í gríni, á meðan hún var í vinnslu. Samlíkingin er heldur ekki svo fjarri lagi, því H.6 er enn ein myndin um lögg- ur, bófa, góðar og glaðar konur, spillinguna í stórborgunum. H.6 er byggð á hörkuskemmti- legum og spennandi reyfara og metsölubók William Diehls, sem kom út fyrir nokkrum árum. Ekki er hægt að vera allskostar ánægður með hvernig Reynolds og handritshöfundi og hefur tek- ist til við kvikmyndagerðina, því Álfakroppurinn Rachel Ward. myndin er öllu risminni en skáldsagan. Einkanlega endalok- in sem voru meiriháttar uppgjör í einskonar Disneylandi í bók- inni, en fá hér ósköp hversdags- lega meðhöndlun. Efnisþráðurinn er kunnugleg- ur. Sharky, (Reynolds), sem er einn af kunnari harðjöxlum í fíkniefnadeild lögreglunnar í At- lanta, (ekki Atlantic City!), er lækkaður niður í lastadeildina, (Vice squad), fyrir smávægilegt klúður. Hið nýja starf hans er einkum fólgið í að fylgjast með mellum og dólgum þeirra. Lýjandi starf og sálardrepandi, einkum þegar meginviðfangsefnið verður álfa- kroppurinn, þúsund dala hóran Dominoe, (Rachel Ward). Hún kemur einmitt Sharky á sporið að fletta ofan af glæpaforingja borgarinnar, (Vittorio Gass- man), og í sama vetfangi væntanlegum fylkisstjóra Georgíu, (Earl Holliman). Fjall- ar myndin um þrekvirkið. Reynolds karlinn er enginn nýgræðingur sem leikstjóri, því hann stjórnaði Gator árið 1976 og í millitíðinni kom The End. Það liggur hreint ekki í augum uppi eftir hverju Reynolds er að sækjast utan metnaðarins, (nema þá kannski heppilegum sjónhornum, því karl ber þess glögg merki að vera farinn að eldast, rétt einsog við hin), því sannast sagna er þessi vinsæli leikari undanfarinna ára tæpast meðalmaður bak við mynda- tökuvélina. Að vísu tekst honum prýðilega upp í átakaatriðum, sbr. upphafsatriðið, en á milli þeirra dettur stígandinn niður svo blær myndarinnar verður nokkuð þunglamalegur fyrir bragðið. Hins vegar er Reynolds mjög svo frambærilegur frammi fyrir myndavélinni í hlutverkum sem þessum og ekki síður í gaman- myndum. Yfir honum er þessi hressilegi sjarmi, sem höfðar til allflestra kvikmyndahúsgesta, óþvingaða framkoma og per- sónulegi kraftur sem skilur „súperstjörnur" frá stjörnum. H.6 er skreytt með ári góðum aukahlutverkum sem eru í hönd- um ekki síðri skapgerðarleikara. Þeir Vittorio Gassman, sá nú- orðið fáséði en sísterki brodd- stafur, og Henry Sliva, sem at- vinnumorðinginn á nitroglyser- ininu, stökkva báðir fullskapaðir af síðum bókarinnar. Þá svíkja þeir heldur engan, Charles Durning, (sem margir spá Oscarsvarðlaununum á næstu dögum, fyrir besta leik í auka- hlutverki í Best Little Whore- house in Texas), og Brian Keith, fremur venju. Þá má ekki gleyma álfakroppnum Rachel Ward, sem hefði sópað til sín öll- um hugsanlegum verðlaunum og vegtyllum ef leikhæfileikarnir væru ámóta stórkostlegir og út- litið. I heild er H.6 ágætlega gerð, einkum átakaatriðin, sem spanna mikinn hluta myndar- innar. Hún flýtur sannarlega á yfirborðinu og líður nokkuð fyrir lengdina (120 mín.), en er þrátt fyrir allt hin besta skemmtun. Mvndin er tekin á fundi FÍB sl. fimmtudagskvöld. Frá vinstri: Arinbjörn Kol- beinsson, formaður FÍB, Hafsteinn Vilhelmsson, framkvæmdastjóri félagsins, Andri Árnason, ritari, og í ræðustól er Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæð- isflokksins. (Ljósm. Loftur). Borgarafundur FÍB: Ríkisvaldið fær tæp 55% af verði bensínlítra „FÍB HEFITR sýnt fram á að skattar á bifreiðir hér á landi eru óeðlilega háir svo að við mótmælum harðlega því veggjaldi sem í ráði er að lögfesta með bráðabirgðalögum," sagði Arinbjörn Kolbeinsson, formaður Félags íslenskra bif- reiðaeigenda á borgarafundi á Hótel Sögu sl. fimmtudagskvöld. Til þessa fundar var boðað vegna hins fyrirhugaða veggjalds sem FÍB telur að sé í raun nýr þungaskattur á allar bifreiðir. Þar kom einnig fram að 55% af verði bensínlítra rennur í ríkissjóð í formi skatta. Á fundinn, sem var fámennur, hafði fulltrúum allra stjórnmála- flokkanna verið boðið, en Friðrik Sophusson frá Sjálfstæðisflokki var sá eini sem sá sér fært að koma. I upphafi gerði Arinbjörn Kolbeins- son grein fyrir tilefni fundarins og ræddi um hið slæma ástand vega hér á landi. Sagði hann að vegakerfið á íslandi væri hið versta í Evrópu og mætti jafnvel finna í Afríku betri samgöngur en hér. Síðan flutti Helgi Hallgrímsson, forstóri tæknideildar Vegagerðar ríkisins, erindi um framkvæmd langtímaáætlunar um vegalagningu samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir alþingi. í frumvarpinu, sem dagaði uppi á síðasta þingi, felst m.a. að 2,2—2,4% af þjóðartekjum verði varið til vegamála til langs tíma. Er stefnt að því í áætluninni að leggja bundið slitlag á 3.140 km á vegum landsins á tólf árum. Helgi sagði að samkvæmt kostnaðaráætl- un Vegagerðarinnar mundi þessum áfanga endurbóta á vegakerfinu hins vegar ekki ljúka fyrr en eftir 14 ár eða tveimur árum síðar en ætlað var í upphafi vegna fyrirsjáanlegs fjár- skorts. Því næst tók Hafsteinn Vil- helmsson, framkvæmdastjóri FÍB, til máls á fundinum og sagði hann að engin takmörk virtust fyrir skatt- píningu ríkisvaldsins. Bifreiðaskatt- ar væru t.a.m. óhóflega háir og nýja veggjaldið hefði fyllt mælinn; enda væri þessum skattpeningum ekki nema að litlu leyti varið til vega- framkvæmda. Hafsteinn sagði að í vikunni hefði verð á benzínlítra hækkað um 30 aura aðeins stuttu eftir síðustu verðhækkun sem hefði verið 40 aurar. Hann sagði ennfrem- ur að kostnaður við rekstur meðal- bíls, sem ekið er 15 þús. km á ári væru rúmar 85 þús. kr. Loks hélt Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ræðu, þar sem hann rakti í stuttu máli sögu frumvarpsins um vega- mál. Sagði hann að sjálfstæðismenn hefðu gengið lengra í sínum tillögum og gert upphaflega ráð fyrir að 2,5—2,6% af þjóðartekjum yrði var- ið til vegagerðar á næstu árum. Friðrik sagði einnig að sjálfstæðis- menn væru andvígir nýja veggjald- inu. Að þeirra hyggju ætti að fjár- magna vegauppbyggingu með öðrum hætti en nú tíðkast, eða með fjár- munum úr Byggðasjóði. Friðrik sagði að sú röksemd að veggjaldið kæmi í stað þeirra skattalækkana á bifreiðir sem komið hefðu til fram- kvæmda á undanförnum árum væri út í hött. Ástæðan væri sú að heild- artekjur ríkisvaldsins af bifreiðum hefði hækkað á síðustu árum vegna vaxandi innflutnings á bílum. Að- spurður kvað Friðrik sjálfstæðis- menn ætla að taka vegamálin til gagngerrar endurskoðunar næðu þeir hreinum meirihluta í komandi kosningum. Eftir að frummælendur höfðu lok- ið erindum sínum tóku nokkrir fund- argestir til máls og gagnrýndu veggjaldið. Síðan var mótmælaskjali vegna hins nýja skatts dreift á fund- inum til undirskriftar og er ætlunin að láta mótmælalista liggja frammi á bensínstöðvum landsins. Gullæðin Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: Mother Lode. Sýningarstaður: Regnboginn. Stjórn: Charlton Heston. Handrit: Fraser C. Heston. Kvikmyndatökustjóri: Richard Leiterman. Tónlist: Ken Wannberg. Það hefur verið sagt um ónefndan íslenskan leikara að hann væri fyrsta flokks ann- arsflokks leikari. Það má ef til vill lýsa Charlton gamla Hest- on á svipaðan hátt. Heston karlinn hefir allt til að bera er prýða má stjörnuleikara — mikla rödd, vel lagað andlit, góða líkamsbyggingu, en samt er einsog eitthvað vanti. Ef við berum Heston til dæmis sam- an við Lord Olivier þá hljótum við að komast að þeirri niður- stöðu að sá síðarnefndi beri af sem kvikmyndaleikari, þrátt fyrir að hann myndist lítt bet- ur og röddin sé ekki hljóm- meiri. Hér kann að skilja á milli að Heston er alinn upp í bandarísku leikhúsi og Holly- wood-kvikmyndum en Lord Olivier í bresku leikhúsi. Þó þarf þetta ekki að vera einhlít skýring, því það kemur fram í ævisögu Lord Olivier, er John Cottrell hefir ritað, að í fyrsta sinn er Olivier birtist á sviði hafi fylgt honum sá arnsúgur er síðan vék ekki frá meistar- anum. En svo er guði fyrir að þakka að menn geta fóstrað þær gáfur sem þeir hljóta í vöggugjöf og ég er ekki frá því að Heston hafi vaxið sem leik- ari með árunum. I mynd þeirri Heston karlinn f ham. er nú er sýnd í Regnboganum og Heston bæði leikstýrir og treður upp í í aðalhlutverki — tekst honum bærilega að sýna hálfsturlaðan skoskan hálend- ing, Silas McGee að nafni, sem hefir í þrjátíu ár grafið í gam- alli gullnámu í von um að finna gullæð. Heston tekst meira að segja bærilega að apa skoskan framburð en það hefir einmitt verið aðalsmerki Lord Olivier að geta „talað tungum". Hitt er svo annað mál hvort Heston karlinn er jafn slyngur leikstjóri og leik- ari. Þó er dálítið gaman að fylgjast með framvindu Gull- æðarinnar því það er einsog maður hverfi tuttugu, þrjátíu ár aftur í tímann og sé að horfa á dæmigerða ævintýra- mynd model ’55—’60. Hef ég grun um að Heston gamli hafi komist í handrit Fraser sonar síns að þessari mynd og breytt því að vild. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Annars hef ég lítið meira að segja um þessa mynd, mannlýsing Heston er athyglisverð og fá- ein óvænt spennuatriði lífga uppá atburðarásina. Raunar er synd að handritið skuli ekki hafa verið frumlegra því mynd þessi er tekin í ægifögru landslagi. Tekst kvikmynda- tökumönnunum bærilega að mynda hina stórbrotnu nátt- úru en síður mannverurnar sem nánast hverfa inn í hina hrikalegu umgjörð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.