Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 þrár“ með Ingunni „Vonir og Platan hennar Ingunnar Gylfa- dóttur, Krakkar é krossgötum, virðist ætla að njóta vinsælda. Hór er enda á ferðinni plata, sem höfóar til þess hóps í þjóófélag- inu, sem oftast veróur útundan, nefnilega krakka á krossgötum. Vegna óska birtum við hér text- ann vió lagið Vonir og þrár, sem þegar hefur öðlast vinsældir í út- varpi: í kennslustundum húki ég og hími eins og sér, en hetst á diskótekinu ég vildi una mér, þvi kennarlnn er lumma og hann þruglar bla bla bla. — O — Þótt uppbrett sé nefió og úfið mitt hár, ég á mínar langanir, vonir og þrár, ég elska hann Ragga meó rauóhausinn sinn. Hann Raggi er næstum þvf kærastinn minn. — O — Hann Raggi hann er núna tveimur árum eldri en ég hér áóur fyrr I skólann helst við gengum sama veg. Á morgnana á blárri Hondu hann nú þenur sig og honum er vfst nokkuó sama um stelpu eins og mig. — O — Þótt uppbrett sé ... — O — í hittifyrra Raggi minn og reyndu aó muna þaó, vió reyndum oft í feluleik aó vera á sama staó, vió vorum saman hér og þar og oft og yfirleitt. Þótt sumir vilji núna hvorki muna eitt né neitt. — O — Þótt uppbrett sé ... — O — En sé hann oróinn merkilegur Raggi rauóhausinn, þá ræð ég honum bara til aó hirða pokann sinnj þvf þaé er ekkert méf aé vera á lausu stund og stund, ég stefni beint á framtlóina, köld og hrein I lund. Bobby Kimball, söngvari Toto, var fyrir skemmstu handtekinn og sakaó- ur um að hafa í fórum sínum 9 grömm af kókaíni, sem mun „aðalstöffið" hjá poppurum vestanhafs. Kimball sór og sárt viö lagöi aö hann ætti ekkert i þessu dóti og segir því hafa verið komið fyrir í vasa hans, án þess hann vissi af. Þessir gæjar! Næsti. — O — Úr því veriö er aö minnast á popp- aradópiö er ekki úr vegi aö geta þess, aö Brian Wilson úr Beach Boys (ég hélt þeir væru löngu hættir), sem hef- ur átt viö alvarleg eiturlyfjavandamál aö stríða, svo lengi sem menn muna, var fluttur á geðveikrahæli í kjölfar hraustlegs „tripps". Eitthvað ber sög- um af þessu reyndar ekki saman. Talsmaöur hljómsveitarinnar uppá- stendur aö Wilson hafi fariö í meðferö að eigin ósk, en vinkona hans (hún er kannski enn í vímu?) héldur þvi fram, aö hann hafi veriö fluttur nauöugur viljugur á hæliö. Heldur manneskjan kannski að hún sé í Sovétríkjunum? Þaö vita allir aö það er bara í Rússíá, sem menn eru fluttir gegn eigin vilja á hæli. Eöa hvað? — O — Sleppum dópinu um stund og vind- um okkur i annaö. Pete Way, sem verið hefur tíöur gestur í dálkum Járnsíöunnar, hefur stofnað enn eina hljómsveitina. Sú ber nafniö Way- sted. Á meöal manna i þeirri sveit er Paul Raymond, sem áöur lék bæöi í UFO og Michael Schenker Group. „Hey, ég á Járnsíöunni," gæti Jagger verið að segja, slíkur er svipurinn. — O — Sting er ekkert aö hætta í Police eins og vondar tungur kepptust viö aö bera út fyrir skemmstu. Hiö rétta er hins vegar, aö hann ætlar aö taka sér frí frá hljómsveitinni aö mestu á næsta ári vegna anna viö kvikmynda- leik. Police hyggst á þessu ári fara í tónleikaferöalag um heiminn þveran og endilangan. — O — Ekkert hefur heyrst af Rolling Ston- es um nokkra hríð, en nú mun vera stutt í aö kvikmynd Hal Ashby um flokkinn, Let’s Spend The Night To- gether, veröi frumsýnd í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hún var tekin á tón- leikaferöalagi hljómsveitarinnar um Bandaríkin 1981. Þá er Mick Jagger aö skrifa ævisögu sína oag fyrir þaö þiggur hann litlar tvær milljónir doll- ara. Steinarnir halda enga tónleika i ár, en næsta plata þeirra er á loka- stigi og mun væntanleg síösumars, þá er og möguleiki, aö bók, sem Bill Wyman (já, þessi 45 ára geöþekki öölingur) hefur veriö aö setja saman, komi út um svipaö leyti. — O — Fast Eddie Clarke, fyrrum í Mot- orhead, stofnaöi fyrlr nokkrum mán- uöum sveitina Fast Way meö títt- nefndum Pete Way. Sú sveit fór í hundana, en Clarke hefur nú dregiö aöra upp úr vasanum. I henni eru m.a. gamli kappinn Jerry Shirley, fyrr- um trymbill Humble Pie. — O — Lagiö Baby Come To Me meö þeim Patti Austin og James Ingram var fyrir skemmstu á toppnum í Banda- ríkjunum. Þaö er út af fyrir sig ekkl í frásögur færandi, en saga þessa lags er nokkuö sérstök. Þaö komst í 4 vik- ur á „topp-100”-listann í Bandaríkj- unum í apríl og maí í fyrra. Síöan datt þaö af listanum, en komst á hann á ný í október og hóf þá gönguna erfiöu á brattann. Þaö tók lagiö 19 vikur aö komast á toppinn og hefur ekkert lag veriö jafnlengi aö komast í efsta sæt- iö eftir aö þaö komst á lista f allri sögu bandaríska rokksins. Ken Hensley í Blackfoot Eru menn alveg búnir að gleyma því, að eitt sinn var og hét kappi að nafni Ken Hensley. Hann haföi mikinn og síðan makka og var forsprakki Uriah Heep é bestu árum þeirrar sveitar. Hvaö um þaö, nú er Hensley- karlinn búinn aö klippa sig og þaö sem meira er, genginn til liös viö suöurríkjarokkarana f Blackfoot. Rick Medlocke, forstjóri þeirrar sveitar, sagöi þá ákvöröun hafa veriö oröna gamla, aö bæta viö hljómborösleikara þegar rótti maðurinn fyndist. Samkvæmt því hefur talsvert veriö leitaö áöur en Hensley gekk í hópinn. 7 vikna ferða- lag Mezzoforte Fjörtíu tónleikar haldnir á 25 stöð- um víðs vegar um Bretlandseyjar Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðínu á miðvikudag hefur veriö ákveðið, að Mezzoforte haldi f sjð vikna langa tónleikaferð um Bret- landseyjar og hefst hún í lok maí og stendur fram undir miöjan júlf. Alls mun hljómsveitin koma fram 40 sinnum á 25 stöðum. Áöur en af feröinni getur oröiö þarf hljómsveitin að kaupa sér nýtt hljómburöarkerfi og hefur Járnsföan fregnað aö þaö kosti vart undir einni milljón íslenskra króna. Rétt áöur en gengiö var frá síöunni í prentun tókst aö fá uppgefiö tónleikapró- gramm Mezzoforte í þessari ferö og birtum við þaö hér á eftir til fróö- leiks. Vel kynni aö vera, aö íslendingar á ferö í Englandi heföu áhuga á aö sjá hljómsveitina troóa upp og þá er til- valið aö halda þessum lista til haga, en dagskráin veröur, sem hér segir: Sjónvarpiö að skipta um skoðun Að því er Járnsíöan fregnaði í vikulok kann svo aö fara, aö sjón- varpið kaupi eftir allt saman Mús- íktilraunaþáttinn af SATT og sýni hann innan tíöar. Reyndar mun sökin ekki liggja einvöröungu hjá lista- og skemmtideild sjónvarps- ins, heldur mun sofandaháttur út- varpsráös ekki síst eiga þátt í þeim drætti sem oröiö hefur á kaupum og sýningum á þáttunum frá Mús- íktilraunum og um Egó. Ferðin hefst f Watford og þar veröur komiö fram dagana 30. maí til 4. júní á staönum Bailey’s. Síóan er frí í tvo daga, en næst leikið í Henry Africa’s í Glasgow 7. og 8. júní. Strákarnir fá frí þann 9., en síö- an veröur leikiö á The Severn Manor Hotel í Worcester þann 10. og 11. í Arts Centre í Poole, 12. í Fairfields í Croydon og 13. í Metro í Manchest- er. Aö þessari törn lokinni er frí i eitt kvöld, en síðan verður leikiö þann 15. í Bisenorton, 16. í Guildhall í Southampton, 17. í Assembly Ro- oms í Tunbridge Wells, 18. í Winter Gardens í Margate og 19. í Theatre Royal í Lincoln. Tekiö veröur eins dags frí þarna en síöan haldiö áfram. Þriöjudaginn 21. júní leikur Mezz- oforte í Gold Diggers (allsendis óskyldur Digger Barnes í Dallas) í Chippenham, þann 22. í Worthing, 23. í Pavillion í Bath, 24. í Háskólan- um í Swansea og 25. í Stage Three í Leysdown. Enn verður frídagur, reyndar ekki margir á þessu feröa- lagi, áður en tekið veröur til við næstu törn. Hún felst í tónleikum á samnefnd- um klúbbum, Romeo & Juliet’s, f Derby þann 27., Doncaster 28. og Bristol 29. áður en haldiö verður til London og leikið í Dominion þann 30. Dagana 1. og 2. júlí veröur leikiö í Circus Tavern f Essex, 3. júlí í Middlesex & Herts Country Club í Harrow Weald. Fri þann 4. en leikiö í Night Out í Birmingham dagana 5. og 6. Þá haldið aftur til Brisenorton og leikiö þar þann 7.. þá frídagur, síöan Essex Barn þann 8. og í lokin er tónleikaröö í Blazers í Windsor frá 10. til 16. júlf. Magnús Eiríksson é tónleikum í Broadway. Hvor valsinn er hinum líkari??? Flestir ættu að eiga auövelt með að rifja lagið hans Magnús- ar Eiríkssonar, Vals númer eitt, upp. Lag þetta kom út é plötu hans, Smémyndir, fyrir jólin, og hefur glumið í eyrum lands- manna undanfarnar vikur, sem kynningarlagíð í dönsku- kennsluþáttunum um Hildi. Ég minnist þess aö hafa nefnt lagiö, sem eitt af bestu lögum plötunnar þegar um hana var fjallaö á Járnsíöunni fyrir jólin. Það var hins vegar ekki fyrr en kunningi minn impraöi á því fyrir nokkru, hvort mér fyndist lagiö ekki keimlíkt lagi The Band, Theme From The Last Waltz, aö samlíkingin varö Ijós. Þegar hlustaö er á þessi tvö lög, hvort á eftir hinu, er engum blöðum um þaö aö fletta, aö þau eru á köflum nauöalík. Hér er ekki veriö aö kveöa upp dóm af einu eöa neinu tagi. En eigi menn þess kost er ekki úr vegi aö bera lögin saman viö hentugleika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.