Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 48
^Auglýsinga- síminn er 2 24 80 ^^^skriftar- síminn er 830 33 MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 Smygl finnst í Mælifelli: Bjór og hálft tonn af skinku LÖGREGLAN á Húsavfk fann í fyrra- kvöld um 500 kg. af danskri skinku, sem smyglað var í land frá Mælifelli, og hafa átta skipverjar viðurkennt að ciga varninginn. Var skinkan í bfl á leið til Akureyrar er lögreglan stöðv- aði bflinn, og fundust einnig 36 kass- ar af bjór í bflnum. Söluverðmæti varningsins nemur um 107 þúsund krónum, samkvæmt þeim upplýsing- um er lögreglan fékk hjá skipverjum. Þröstur Brynjólfsson, yfirlög- regluþjónn á Húsavík, sagði í sam- tali við blaðamann Morgunblaðsins Upplags- eftirlit til umræðu SAMBAND íslenzkra auglýs- ingastofa hefur sent Verzlunar- ráði íslands bréf, þar sem þess er óskað, að Verzlunarráðið taki upp á ný viðræðum við dagblöð og nokkra aðra blaðaútgefendur um upplagseftirlit, en Verzlunarráðið beitti sér fyrir slíkum viðræðum 1976. í bréfinu er vísað til hug- mynda í forystugrein Morgun- blaðsins hinn 20. marz sl. Afrit af bréfi þessu hefur verið sent útgefendum dagblaðanna og nokkurra annarra blaða. Dag- blaðið-Vísir, sendi Árvakri hf., útgáfufyrirtæki Morgunblaðs- ins, bréf hinn 24. marz sl., þar sem tekið er undir hugmyndir Morgunblaðsins um upplagseft- irlit. Sjá bréfaskipti um upplags- eftirlit á miðopnu. í gærkveldi, að auk þess magns, sem fannst í bílnum, hefðu fundist átta bjórkassar í skipinu, átta flöskur af vodka og nokkurt magn af kjöti. Skipið kvað hann hafa komið fyrst að landi á Reyðarfirði, þar sem það var tollskoðað. Að sögn Þrastar var bifreiðin, sem skinkunni var ekið brott (, frá Akureyri. Var hún farin út úr kaup- staðnum er eftirför lögreglunnar hófst, og náðist bíllinn ekki fyrr en við Ljósavatn. ökumaður kvaðst hafa verið sendur frá Akureyri til að sækja góssið, af manni þeim þar sem skipverjar kváðust hafa selt varninginn. Ekki er um að ræða matsölustað að sögn Þrastar, held- ur mann í annarri atvinnu. Hann hafði í gær ekki viðurkennt að hafa keypt alla þá skinku, sem í bifreið- inni var, né bjórinn. Málið er nú I frekari rannsókn, en hér mun um að ræða mesta skinku- smygl, sem upp hefur komist hér á landi. Skinkan er öll niðursoðin í 5 kg. dósum. Dúfnabændur í Bræðraparti (Ljósm. Mbl. RAX) Myndin er af nokkrnm ungum áhugasömum dúfnaeigendum í húsinu Bræðraparti í Laugardalnum, en þar hefur verið unnið að kappi í vetur við að koma upp aðstöðu fyrir dúfnarækt. Frá vinstri: Stefán H. Jónsson, Axel Helgason, Hannes Jónsson, Eiríkur Einarsson, Öm Ó. Kristjánsson og Gunnar Sigurðsson. Þess má einnig geta að dúfnasýning verður yfir páskana í Tónabæ í Reykjavík, þar sem fólki gefst m.a. kostur á að sjá ýmsar tegundir bréf- og skrautdúfna. Gunnar Jóhannsson á Ásmundarstööum um tillögur um einkasölu á eggjum: Ml - - ■ - ■ — i Þýðir un til allt að 80% verðhækk- neytenda þegar í stað „ÞAÐ er Ijóst að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að af þessari breytingu verði, enda mun hún að okkar mati hafa í för með sér um 80% hækkun á eggjaverði til neytenda", sagði Gunn- ar Jóhannsson, bóndi á Asmundar- stöðum í Rangárþingi, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Nefnd á vegum félaga í Sambandi eggjaframleiðenda hefur nýlega sótt um og fengið einkasöluleyfi á eggjum hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins. Að sögn Gunnars Jóhannssonar Bráðabirgðalagasetningin bíður fram yfir páska: Ágreiningur í ríkisstjórn- inni um ráðstöfun fjárins Bráöabirgðaiögin vegna lánveit- inga til fyrirtækja f sjávarútvegi og fiskvinnslu sjá ekki dagsins Ijós fyrr en eftir páska, en þau voru eitt aðal- umræðuefnið á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Innan ríkisstjórnarinnar eru menn ekki á eitt sáttir, hvort útgáfa laganna heyri undir sjávarút- vegsráðherra eða fjármálaráðherra. Þá stendur það og í ráðherrunum hvaða reglur eigi að gilda um úthlut- un fjárins. í síðustu viku var sagt að beðið væri eftir fjármálaráðherra vegna setningar laganna, en hann kom að utan á mánudag. Nú er m.a. beðið komu sjávarútvegsráðherra en hann fór á mánudag úr landi í einka- erindum og kemur ekki til starfa fyrr en eftir páska. í bráðabirgðalögunum verða bæði ákvæði um fjárútvegun og ráðstöfun þess innan sjávarútvegs- ins, þannig að menn eru ekki á eitt sáttir um hvor ráðherranna skuli fara þess á leit við forsetann að undirrita lögin. Sjávarútvegsráð- herra ætlaði upphaflega að taka þessa peninga úr gengismunar- sjóði með gengismun á skreið, en það var fellt við afgreiðslu á Al- þingi, eins og komið hefur fram í fréttum. Þá var fyrirhuguð úthlutun fjár- ins mjög til umræðu á ríkisstjórn- arfundinum í gærmorgun. Hug- mynd er uppi um það, að hún verði í því formi að lán verði veitt til fyrirtækjanna eftir mati stjórn- valda á þörfum þeirra. Hörð gagn- rýni hefur þegar komið fram á að þannig verði að málum staðið og kröfur uppi um að fjármagninu verði skipt jafnt á fyrirtækin. Mál- ið er því engan veginn útkljáð og ljóst að ekkert gerist í því fyrr en eftir komu sjávarútvegsráðherra, en hann mun væntanlegur til landsins á annan dag páska. var nefnd þessi kosin á fundi í Sam- bandi eggjaframleiðenda, þar sem hópur framleiðenda er framleiða milli 10 og 20% þeirra eggja sem framleidd eru hér á landi, réði ferð- inni. Um er að ræða átök milli hinna smærri framleiðenda og þeirra stærri, en þeir síðarnefndu ráða um 80 til 90% framleiðslunn- ar. Gunnar Jóhannsson sagði í gær að verð á eggjum hefði að undan- förnu verið óeðlilega lágt, eða frá 49 kr. til 55 kr. á hvert kg., en þetta væri markaðsverð I dag og því yrðu menn að una. Verðlagsgrund- vallarverð væri hins vegar 90 krón- ur, og myndi verðið þegar hækka í þá tölu hvert kg eða um allt að 80%. Ætlunin væri að koma á einkasölu með tilheyrandi kostnaði, og ætti Osta- og smjörsalan að annast dreifinguna og rekstur dreif- ingarmiðstöðvarinnar. Þá sagði -Gunnar að ætlunin væri að koma á kvótakerfi og hærri fóðurbætis- skatti á stærri búin. „Hér er verið að reyna að knésetja þá aðila sem hafa rekið eggjaframleiðslubú á hagkvæman hátt, til að styrkja þá sem reka bú sín á óhagkvæmari hátt,“ sagði Gunnar, „og afleiðingin verður þegar í stað hækkun eggja- verðs úr 50—55 kr. hvert kg í 90 kr. eða um allt að 80% sem neytendur eiga að greiða. Hér er Framleiðsluráðið að reyna að ná stjórn á þessari búgrein, sem rekin hefur verið án styrkja og án niðurgreiðslna, og gegn því munum við berjast," sagði Gunnar að lok- um. _____% t t___ Patreksfjörður: 2,2 millj. í bætur Á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun var samþykkt að ríkissjóður greiði 2.200.384 kr. í bætur til þeirra sem urðu fyrir fjárhagslegu tjóni í aur- skriðunum á Patreksfirði. Hér er um að ræða vátrygg- ingabætur til þeirra sem ekki fá tjón sitt bætt að hluta eða öllu leyti frá vátryggingafélögum. Bóta- greiðslur byggjast á tjónamati Við- lagatryggingar íslands. Aðeins ein lögreglubifreið var í í Reykjavík milli klukkan 3 og AÐEINS ein lögreglubifreið með þremur lögreglumönnum var á vakt í nótt sem leið í Reykjavík, og einn- ig í fyrrinótt, samkvæmt upplýsing- um er blaðamaður Morgunblaðsins fékk hjá Rúnari Guðmundssyni, að- alvarðstjóra Reykjavíkurlögreglunn- ar, í gær. Hér er um að ræða þriggja klukkustunda tíma, frá klukkan þrjú til sex, en klukkan þrjú fara lögreglumenn heim af vakt vegna lagaákvæða um 10 tíma hvfldartíma. Rúnar Guðmundsson sagði aug- ljóst að þetta væru alltof fáir menn, og ekki mætti mikið útaf bera, til að lögreglan gæti ekki sinnt útköllum. I fyrrinótt hefði það til dæmis gerst, að nánast samtímis kom bráðakall úr Vest- urbænum, og tilkynnt var um inn- brot í bókaverslun í Breiðholti. Þar sem aðeins var einni lögreglu- bifreið til að dreifa, varð að láta innbrotið bíða. Auk lögreglu- mannanna þriggja í bifreiðinni voru á vakt einn maður á fjar- skiptastöð, einn varðstjóri og einn aukamaður, og einn maður á sitt hvorri stöðinni í Árbæ og Mið- borginni. Að öllu eðlilegu sagði Rúnar mun fleiri bifreiðir vera í gangi, tvær í austurhverfum borgarinn- gangi 6 sl. nótt ar, eina í vestur- og miðbæ og bif- reiðir í Árbæjarhverfi, Breiðholti og víðar. Þess má geta, að innbrotsþjóf- arnir í Breiðholti í fyrrinótt náð- ust þó að lögreglan kæmist ekki strax á vettvang. Munu þeir hafa verið í sinni annarri ferð á inn- brotsstað er lögreglan kom að þeim!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.