Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 43 Sími 78900 SALUR 1 Páskamyndin 1983 Njósnari leyniþjónustunnar ______(The Soldier) Nú mega .Bondararnlr' Moore og Connery fara að vara sig, því aö Ken Wahl f Soldier er kominn fram á sjón- arsviðið. Þaö má meö sannl segja að þetta er .James Bond-thriller* i orðslns fyllstu merklngu. Oulnefnl hans er Soldier, þeir skipa honum ekkl fyrir, þeir gefa honum lausan tauminn. Aöalhlutverk: Ken Wahl, Alberta Watson, Klaut Kinski, William Princa. Leik- stjóri: Jamas Glickenhaus. Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. Bðnnuð innan 14 éra. SALUR2 Allt á hvolfi (Zapped) iSplunkuný, bráöfyndin grfn- mynd ( algjörum sértlokki og sem kemur öllum í gott skap. Zapped hefur hvarvetna teng- iö frábæra aðsókn enda meö betri myndum í sínum Hokkl. Þeir sem hlóu dátt aö Porkys fá aldeills aö kitla hláturtaug- arnar af Zapped. Sérstakt gestahlutverk leikur hinn tré- tMeri Robert Mandan (Chest- er Tate úr Soap-sjónvarps- þéttunum). Aöalhlv.: Scott Baio, Willie Aames, Robert Mandan, Felice Schachter. Leikstj.: Robert J. Roeenthel. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. SALUR 3 Óskarsverdtaunamyndin Amerískur varúlfur íLondon Þessi frábæra mynd sýnd af- tur. Blaöaummæli: Hlnn skefjalausl húmor John Landis gerir Varúfllnn f Lond- on aö melnfyndlnni og ein- stakri skemmtun. SV. Mbl. Umskiptin eru þau bestu sem sést hafa í kvlkmynd til þessa JAE Helgarp. Kitlar hláturtaugar áhorfanda. I enda. A.S.D. DV. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 14 éra. Meö allt á hreinu Sýnd kl. 5.7, 9 og 11 SALUR5 Being There Sýnd kl. 9. (Annaó sýningarér) Allar meö (sl. texfa. éyndbandaleiga i anddyriB Mitsubishi Galant Turbo reynsluekið: Gríðarlega kraftmikill og hefur flesta eigin- leika sportbílsins Bíllinn er knúinn 170 PS hestafla vél. Bílar ■ Sighvatur Blöndahl MITSUBISHI-bílaverksmiðjurnar japönsku voru fyrstar til að bjóða alla framleiðslulínu sína í svokallaðri „Túrbóútfsrslu“, þ.e. með for- þjöppu, sem gerir bfla mun kraft- meiri en ella. Á dögunum rcvnsluók ég einum fjölskyldumeðlimnum, Gal- ant Turbo, og er ekki hægt að segja annað en að hann hafi komið skemmtilega á óvart Gríðarlega kraftmikill og með mun skemmti- lcgri hreyfingar, en hin hefðbundna útfærsla bflsins. ÚTLIT Galantinn hefur tekið litlum breytingum siðustu árin og „Turbo-bíllinn“ er lítið frábrugð- inn hinum hefðbundna, nema hvað bætt hefur verið á hann vindskeið- um til að „halda honum betur við jörðina". Galantinn er eigi að siður stilhreinn og samsvarar sér vel að mfnu mati. Þá kemur Turbó-bíll- inn á sérstökum álfelgum, sem gefa honum ákveðinn svip. Galant- inn er fjögurra dyra og er mjög haganlegt að ganga um þær, enda um tiltölulega stóran bfl að ræða. RÝMI — SÆTI Bins og áður sagði er tiltölulega haganlegt að ganga um dyr bílsins, og þegar inn er komið er rýmið ennfremur með ágætum. Þegar sest er undir stýri, eða í farþega- sætið frammí kemur í ljós, að fóta- rými er óvenjulega gott. Sömu sögu er reyndar að segja af hlið- arrýminu og loftrými er ennfrem- ur ágætt. Afturí er ágætisfótarými og hliðarrými er mjög gott fyrir tvo, en það fer að þrengja að þriðja manni, ef um langferð er að ræða. Loftrými aftur í er ósköp venju- legt. Hvað varðar sætin og þægindi ökumanns og farþega, þá eru sætin mjög góð, mun betri en í hefðbund- inni útfærslu bllsins. Framsætin hafa bæði góðan hliðar- og bak- stuöning, auk þess þau eru klædd mjög skemmtilegu plussáklæði, sem þægilegt er að sitja i. Það má 1 raun segja sömu söguna af aftur sætinu, sem er í hefðbundinni bekkútfærslu, sem þó hefur verið formaður, þannig að hann er þægi- legur fyrir minn smekk. Það verð- ur hins vegar að hafa hefðbundinn fyrirvara á umfjöllun um sæti, að þar ræður persónulegt mat hvers og eins miklu. Það fer hins vegar ekki á milli mála, að töluvert hefur verið lagt i sætin á Galant Trubo. Armpúðum hefur verið komið þægilega fyrir innan í hurðum, en það er auðvitað persónubundið hversu heppileg staðsetning þeirra er. Það má reyndar segja almennt um innréttingu bílsins, að hún er ríkuleg. Klæðning öll er mjög skemmtileg. Útsýni fyrir ökumann' og farþega er tiltölulega gott. Póst- ar og höfuðpúðar skyggja mjög lít- ið á. MÆLABORÐ Mælaborðið í Galant Turbo er mjög einfalt en stílhreint. Per- sónulega hefði mér fundist ástæða til að hafa það eilitið sportlegra, ef tekið er mið af bílnum sjálfum, sem hefur alla eiginleika sportbíls- ins. í mælaborðinu er að finna hraðamæli með ferðamæli og er hann tiltölulega stór og þægilegt að fylgjast með honum. Sömu sögu er að segja af snúningshraða- Mælaborð einfalt og stflhreint. MITSUBISHI Gerð: Mitsubishi Galant Turbo Framleiðandi: Mitsubishi Framleiösluland: Japan Innflytjandi: Hekla hf. Afgreiðslufrestur: Til á lager Verd: 315.000,- Þyngd: 1.230 kg Lengd: 4.470 mm Breidd: 1.680 mm Hæð: 1.370 mm Veghæð: 160 mm Hjólhaf: 2.530 mm Vél: 4 strokka, 1.997 m3, 170 hestafla PS/5.500 Hámarkshraði 205 km/klst. Upptak: 8,4 sekúndur í 100 km/klst. Benzíneyðsla: 9,5—10,5, mæl- ing Mbl. blandaður akstur Benzíntakur: 60 lítra Skipting: Beinskiptur 5 gíra Fjöðrun: Sjálfstæð fjöðrun á hverju hjóli Bremsur: Diskar framan og aftan Hjólharðar: 185/70 HR14 mælinum, en innfelldur { hann er mælir, sem sýnir hvemig túrbínan kemur inn. Þá er til hliðar við þess tvo meginmæla, annars vegar benzínmælir og hins vegar hita- mælir. Aðalljósa- og stefnuljósa- rofinn er á vinstri væng stýrisins og er þægilegt að meðhöndla hann. Sömu sögu er að segja af þurrkun- um, sem eru tveggja hraða, auk letingja. Rofinn fyrir þær er á hægri væng stýrisins. Stjórntæki miðstöðvarinnar eru á hefðbundn- um stað á hægri væng borðsins og er miðstöðin þriggja hraða og virk- ar vel. Stýrishjólið sjálft er tiltölu- lega einfalt ásýndum, en gott grip er á því og þaö vel staðsett fyrir minn smekk. Milli sætanna eru síðan stjórntæki fyrir rúðuupp- halara sem eru rafdrifnir og reyndar er læsing bílsins miðstýrð og rafdrifin, sem er óneitanlega mjög þægilegt, þ.e. þegar bílstjóra- hurðinni er lokað, þá lokast allar aðra hurðir samtímis. SKIPTING — PEDALAR Bíllinn ?r fimm gira beinskiptur og er staðsetning gírstangarinnar mjög góð. Tiltölulega létt er að skipta bílnum, en þaö mætti að ósekju vera heldur styttra milli gíra. Eins og kom fram i upphafi er bíllinn gríðarlega kraftmikill, og vinnsla hans 1 gírunum er mjög góð, án undantekninga. 2. og 3. gír- inn bera þó nokkuð af. Það er með ólíkindum hvað er hægt að skjót- ast á bílnum. Síðan vekur það enn- fremur athygli að ekkert lát er á kraftinum þótt ekið sé upp brekkur í 5. gírnum. Staðsetning pedala er mjög góð. Gott bil er á milli þeirra, þannig að engin hætta skapast á því að stíga á tvo þeirra samtimis. Ástig þeirra allra er ágætlega létt. AKSTURSEIGINLEIKAR Þegar fjallað er um aksturseig- inleika Galant Turbo-bílsins er hægt að segja almennt, að þeir séu mjög góðir. Bíllinn er eins og áður sagði gríðarlega kraftmikill og það er hrein unun að aka honum hratt á malbikuðum eða steyptum veg- um. Fjöðrunin er hæfileg stíf, þannig að hann gefur lítið eftir þótt ekið sé inn í krappar beygjur. Ennfremur er hann lipur f innan- bæjarumferðinni og það þarf ekki að fjölyrða um mjöguleikana á því að skjótast innanbæjar. Á mal- bikinu er bíllinn ágætur. Hann er auðvitað fremur stífur og á það til að kasta afturendanum, ef vegir eru mjög ósléttir, en þó finnst mér hafa tekizt ágætlega til við að sam- eina góða aksturseiginleika á malbiki annars vegar og möl hins vegar. NIÐURSTAÐA Niðurstaðan eftir um 500 km reynsluakstur er því sú, að Mitsu- bishi Galant Turbo er mjög skemmtilegur fólksbíll, sem hefur flesta eiginleika sportbílsins. Inn- rétting bílsins er skemmtileg, krafturinn gríðarlega mikill og aksturseiginleikar góðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.