Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 3 Miklar annir í innanlands- fluginu í dag „ÞAÐ ER búist við miklum önnum í innanlandsfluginu ( dag,“ sagði Sæmundur Guðvinsson, blaðafull- trúi flugleiða, aðspurður um flug- ferðir félagsins yfir hátíðirnar. „Við búumst við að flytja um eða yfir 2.000 farþega í dag, mest til ísafjarð- ar og Akureyrar. Tvær þotuferðir til Akureyrar eru ráðgerðar. Á skírdag verða aukaferðir til flestra staða, en allt innanlands- flug liggur niðri á föstudaginn langa. A laugardaginn er flogið samkvæmt áætlun. Ekkert innan- landsflug verður á páskadag, en á annan í páskum verður byrjað að fljúga aftur af fullum krafti og þá eru ráðgerðar fjórar þotuferðir til Akureyrar og aukaferðir á aðra staði. Þetta er auðvitað miðað við það að veðurguðirnir hagi sér skikkanlega. Um millilandaflug er það að segja að það er samkvæmt áætlun, flogið alla daga og í dag er að fara út vél til Kanaríeyja, sem er svo til fullsetin," sagði Sæmundur að lokum." Þörungavinnslan: Þangsláttur hefst í apríl Midhúsum í Bardastrandaraýslu, 29. mare. í STU ltU samtali er fréttaritari átti við Kristján Þór Kristjánsson, for- stjóra Þörungavinnslunnar hf. á Reykhólum, kom eftirfarandi fram: Karlsey er búin í vetur að afla um 800 tonna af þara, og þegar búið er að þurrka hann, er framleiðslan 90 tonn af þaramjöli. Þaramjölið er alH sekkjað, sumt fer í dýrafóður, en ann- að til manneldis. Verð er 14 til 23 kr. pr. kg og fer það eftir því hvert selt er og til hvers á að nota mjölið. f sumar verður reynt sem kostur er að afla nýrra markaða fyrir þaramjöl. f næsta mánuði verður farið að huga að þangslætti, og verður byrjað eins fljótt og tíðarfar leyfir. Nú eru tuttugu og sjö manns á launaskrá hjá verksmiðjunni, og sú tala hækkar mikið þegar þang- sláttur byrjar. Síðasta ár kom ekki vel út rekstrarlega séð, en Kristján segir að lokum að allir í verksmiðj- unni horfi björtum augum til fram- tíðarinnar og séu allir ásáttir um að láta fyrirtækið komast úr þeim örðugleikum sem rekstrarhalli skapar. —Sveinn. Tollgæslan: Líklegt að hugað verði að bjórrekanum EKKI eru dæmi þess aó náðst hafi í smyglvarning sem varpað hefur ver- ið af skipum í sjó í þvf skyni að hann verði sóttur síðar, en grunur leikur á um að slíkt hafi verið gert, sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Hermanni Guðmundssyni hjá tollgæslustjóra í gær, en tilefni spurningar um þetta efni er stöðugur bjórreki undanfarið á jörð einni á Mýrum, eins og frá var skýrt í Mbl. í gær. Hermann sagði að talið væri að smygl með þessum hætti tíðkaðist í einhverjum mæli, þótt erfitt væri að fullyrða þar um. Varðandi bjórrekann á Mýrum, sagði Her- mann, að ekki væri ólíklegt að tollgæslan hugaði að því máli, enda stæði hugur manna þar til þess. Fyrírpáska fer Nóí i hörkd samkeppní við hænumar! Páskaeggin frá Nóa og Síríus, - eggin hans Nóa, hafa ýmislegt fram yfir þau „páskaegg" sem hænumar em að kreista úr sér þessa dagana. Eggin hans Nóa fást í 6 stærðum, þau em fagurlega skreytt og búin til úr hreinu súkkulaði. Þau hafa líka mun §ölbreyttara ínnihald en egg keppinautarins, t.d. brjóstsykur, karamellur, konfekt, súkkulaðirúsínur og kropp, að ógleymdum málshættinum. Þrátt fyrir þessa kosti mælum við ekki með eggjunum hans Nóa í bakstur, ofan á brauð eða með beikoni! Eggín hans Nóa eru gómsæt, - og úr hreínu súkkulaðí! -y A JMOl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.