Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 31 Samþykkt lán í Iðnrekstrar- sjóði námu 16,8 milljónum króna SAMÞYKKT lán og styrkir úr Iðnrekstrarsjóði á árinu 1982 námu 16,8 milljónum króna, samkvæmt upplýsingum í ársskýrslu Félags íslenzkra iðnrekenda. Þar af voru lán að upphæð um 9,0 milljónir króna og styrkir um 7,8 milljónir króna. Umsóknir er afgreiddar voru af sjóðnum voru á síðasta ári 139. Tekjur sjóðsins árið 1982 voru 16,5 milljónir króna, þar af framlag ríkissjóðs um 11,4 milljónir króna. Rekstrargjöld 1982 voru 15,0 milljónir króna þar af námu styrkir um 7,5 milljónum króna, og gjald- færsla vegna verðbreytinga 6,6 milljónum króna. Sjóðurinn starfar samkvæmt lögum frá árinu 1980, og starfs- reglum, sem samþykktar voru í árslok 1981. Veittir eru styrkir og lán vegna markaðsaðgerða erlendis, vegna vöruþróunar og vegna framleiðniaukandi að- gerða í iðnfyrirtækjum. Janúar: Framfærslukostn- aður hækkaði um 0,6% í OECD-ríkjunum Framfærslukostnaður hækkaði um 0,6% í hinum 24 ríkjum Efna- hags- og framfarastofnunar Evr- ópu, OECD, í janúarmánuði, en til samanburðar var hækkunin í des- embermánuði sl. um 0,1%. Hækkunin í janúarmánuði sl. er sú mesta frá því í september að sögn talsmanns OECD, sem sagði jafnframt að ein megin- ástæðan fyrir þessari miklu hækkun væri veruleg hækkun á landbúnaðarvörum almennt. Ef hækkun framfærslukostn- aðar í OECD-ríkjunum er skoð- uð á ársgrundvelli frá jánúar 1982 til janúar 1983 kemur í ljós talan 6,4%, en til samanburðar var hækkunin árið á undan lið- lega 9,5%, þannig að verulega hefur hægt á hækkunum í ríkj- unum. Ef litið er á árið 1982 í heild sinni, þá hækkað framfærslu- kostnaður í OECD-ríkjunum um í námunda við 8%, en til saman- burðar var hækkunin á árinu 1981 um 11% og um 13% á árinu 1980, að sögn talsmanns stofn- unarinnar. Söluaukning bandarískra bfla á heima- markaði í marz SALA á innanlandsmarkaði í Bandaríkjunum á þarlendum bfl- um jókst um 2,7% fyrstu 10 dag- ana í marz, að sögn talsmanns bflaframleiðenda. Fyrstu 10 daga mánaðarins voru samtals seldir 160.617 bandarískir bílar á Banda- ríkjamarkaði, borið saman við 156.432 bíla á sama tíma i fyrra. Frakkland: Smásöluverð hækkaði um 0,7% í febrúar SMÁSÖLUVERÐ hækkaði um 0,7% í febrúarmánuði sl. í Frakklandi, en til samanburðar var hækkunin 0,9% í janú- armánuði, samkvæmt upplýsingum frönsku hagstofunnar. Hækkunin í febrúar er sú velli febrúar til febrúar er minnsta síðan í október- Um 8,9%, en sé dæmið mánuði á síðasta ári. skoðað á ársgrundvelli des- ember til desember er Hækkunin á ársgrund- hækkunin um 9,7%. Nýr vínveitingastaður bætist við í Reykjavík Veitingastaðnum Safari við Skúla- götu hefur verið breytt í vínveit- ingastað, en áður var staðurinn eink- um ætlaður unglingum og því ekki leyfðar vínveitingar þar. Þessi breyt- ing átti sér stað 11. mars síðastliðinn og að sögn Magnúsar Kristjánsson- ar, forstöðumanns staðarins, hefur reksturinn gengið vel eftir þessa breytingu. Til að mynda sóttu stað- inn alls um 900 manns síðasta laug- ardag, en í einu tekur staðurinn 550 manns. „Aðsóknin hefði þurft að vera sú sama áður og er núna til að þetta hefði getað gengið upp,“ sagði Magnús aðspurður um af hvei ju hefði verið ráðist í þessar breytingar. „Það er greinilegt að markaðurinn er ekki fyrir hendi, annað hvort hafa unglingar ekki sama áhuga og aðrir á að vera inni á svona stöðum eða þeir hafa ekki peninga til þess. Þá virðist tals- vert um það að unglingar komist inn á vínveitingastaði og það hef- ur sín áhrif. Það hafa verið gerðar tvær tilraunir hér til að halda úti veitingastað með fullkomnum hljómflutningstækjum og huggu- lega innréttaðan, en þetta virðast unglingar ekki kunna að meta bet- ur en svo, að aðsóknin var ekki nægileg. Safari verður fyrst um sinn að- eins opinn föstudaga og laugar- daga, en að sögn Magnúsar verður því breytt þegar fer að vora. Verið væri að prófa sig áfram með heppilegasta formið á rekstrinum, eftir breytinguna. Langar þig ekki í Golf til Akureyrar um páskana? 30% ajslflttur hjá Bílaleigu Flugleiðfl Páskarnir eru fyrsta alvöru ferðahelgi ársins. Bílaleiga Flugleiða býður bílana sína á tilboðsverði í tilefni af því: VW-Golf: Fyrir 389 kr. á sólarhring og 3.89kr. á kíl6TTietra7 VW-Jetta, Mitzubishi 4WD og VW-Microbus fást líka leigðir með 30% afslætti. Lágmarks leigutími er 4 dagar. Upplýsingar og pantanasími Bílaleigunnar eru 21188 og 21190. Athugið að söluskattur er innifalinn I verðinu. FLUGLEIÐIR BÍLALEIGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.