Morgunblaðið - 30.03.1983, Side 35

Morgunblaðið - 30.03.1983, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 35 „Hin ábyrgðarmiklu en lítt virtu störf hjúkrunarfræðinga u eftir Helgu Jónsdótt- ur og Herdísi Sveinsdóttur hjúkr- unarfræðinga Guðrún Helgadóttir ritaði grein í Þjóðviljann 16. febrúar sl., þar sem hún fjallaði meðal annars um störf og menntunarmál hjúkrun- arfræðinga af vankunnáttu. Við höfum orðið varar við að fleiri en Guðrún hafa svipuð viðhorf og fram koma í greininni. Til að leið- rétta leiðan misskilning og upp- lýsa Guðrúnu og fleiri um s.törf og stöðu hjúkrunarfræðinga á ís- landi, töldum við rétt að rita eftir- farandi grein. Konur — Karlar Staða hjúkrunarfræðinga og gildismat almennings á störfum þeirra endurspeglar mjög stöðu konunnar í þjóðfélaginu og virð- inguna fyrir störfum kvenna al- mennt. í heilbrigðiskerfi nútímans fá læknar heiðurinn og virðinguna af því sem ávinnst innan heilbrigð- iskerfisins. Hvað með hjúkrunar- fræðingana, hver er ástæða þess að hið ábyrgðarmikla starf þeirra fær svo litla virðingu sem raun ber vitni? Getur verið að ástæðan sé fólgin í að svo til eingöngu kon- ur vinna þetta starf? Að hjúkrun- arfræðingar hafi stutt við bak lækna af sömu fórnfýsi og eigin- konur hafa stutt við bak manna sinna á framabraut þeirra, án þess að krefjast nokkurs sér til handa? í upphafi önnuðust konur sjálfstætt umönnun sjúkra. Við þróun læknisfræði var hluti um- önnunarinnar algerlega tekinn úr höndum kvenna, þ.e. sá þáttur sem sneri beint að greiningu og meðferð sjúkdóma. Þessi þáttur var þróaður innan veggja háskóla með öllum þeim aðferðum sem til- tækar voru. Þannig ákváðu karlar fyrir hundruðum ára hvaða þættir heilbrigðisþjónustunnar væru þess verðir að vera numdir í há- skóla. Einnig bjuggu þeir yfir þeim vopnum sem nauðsynleg eru fyrir þróun þekkingarfræði sem eru tími, næði og peningar. Ljóst er, að konur bjuggu ekki yfir þessu og var þeim jafnframt meinaður aðgangur að háskólum. Hvort heldur var sem nemendum í þeim greinum er karlar höfðu val- ið, eða til að leggja stund á fræði sem lutu að störfum þeirra, s.s. uppeldi barna og aðhlynningu sjúkra. Konum innan heilbrigðisstétta var alls ekki leyft að starfa nema undir nákvæmri stjórn karla. Því þróaðist starf þeirra, byggt á reynsluþekkingu eingöngu, sem stuðningsmeðferð við læknis- fræðilega meðferð. Forvitnilegt er að velta fyrir sér, hvernig heiibrigðismál hefðu þróast ef kvenleg viðhorf hefðu frá upphafi verið jafnvíg hinum karllegu. Hefði þá einhverjum lækni nokkurn tíma hugkvæmst að segja: „Alla sjúkdóma kvenna verður að telja af sálrænum toga spunna, þar til annað þykir sann- að“? Kvennabarátta Með vaknandi sjálfsvitund kvenna fóru þær að gera kröfur til aukinna gæða þjónustu sinnar og ein leið til þess var aukin menntun þeirra sjálfra. Um miðbik 19. ald- ar var farið að mennta hjúkrunar- fræðinga markvisst í skólum. Árið 1899 var fyrsta alþjóðafélag hjúkrunarkvenna stofnað, sem jafnframt var fyrsta alþjóðastétt- arfélag kvenna. Hjúkrunarfræð- ingar voru stórhuga þegar í upp- hafi og árið 1910 var stofnuð hjúkrunarnámsbraut við háskól- ann í Minnesota. En eins og grein „íslenskir hjúkrunarfræð- ingar hafa áratugum sam- an unniö af hógværð og al- úð að velferð skjólstæð- inga sinna og lítið látið í Ijósi mikilvægi starfa sinna. — Nú er markvisst unnið að því úr ýmsum áttum að gera hjúkrun sem allra Íítilfjörlegasta. Þessu stjórna oft misvitrir og valdagírugir einstakl- ingar sem hjúkrunarfræð- ingar verða að vera vel á verði gegn.“ Guðrúnar Helgadóttur ber með sér, er fólk enn, 70 árum síðar, að efast um gildi fræðilegrar mennt- unar hjúkrunarfræðinga. Við teljum aðdáunarvert hversu vel forverum okkar í hjúkrunar- stétt hefur tekist að þróa sitt svið þrátt fyrir sterkan mótbyr. Ber þar hæst þá kúgun sem kvenhlut- verkið setur þeim. Einnig að þeirra nánustu samstarfsmenn, læknar, er sú stétt í þjóðféiaginu sem býr yfir einna mestu áhrifa- og ákvarðanavaldi, og að margar ágætar kvenréttindakonur hafa séð meiri hag í að konum fjölgi innan hefðbundinna karlastétta en að afla kvennastéttunum virð- ingar. (Sbr. platan Áfram stelp- ur!!!) Nemendur í Námsbraut í hjúkr- unarfræði í Háskóla íslands gerðu vorið 1982 rannsókn sem heitir „Konur í hjúkrunarstarfi". Fram kemur um gildismat rannsakenda, að konur verði að einbeita sér að því að afla sérstæðum eiginleikum í fari kvenna virðingar til jafns við sérstæða eiginleika í fari karla, sem fram til þessa hafa þótt eftirsóknarverðari. Hvert er starfssvið hjúkrunarfræðinga? Sú gagnrýni heyrist oft að hjúkrunarfræðingar komi lítið nálægt sjúklingum á almennum legudeildum sjúkrahúsa. Þetta er ekki rétt, enda í þversögn við markmið hjúkrunar. Sjúklingar fá samfellda þjónustu hjúkrunar- fræðinga 24 klst. á sólarhring og hafa hjúkrunarfræðingar jafnan besta yfirsýn yfir heilbrigðis- ástand sjúklinga og þá meðferð sem meðlimir annarra heilbrigðis- stétta veita sjúklingum. Störf hjúkrunarfræðinga á sjúkradeildum eru mjög yfir- gripsmikil. Þeir stjórna daglegum rekstri deilda; fylgjast með að við- eigandi rannsóknir á sjúklingum séu gerðar, samhæfa meðferð sem sjúklingum er veitt af öðrum aðil- um en hjúkrunarfræðingum, eru málsvarar sjúklinga gagnvart samstarfsfólki og umfram allt það sem er þeirra aðalhlutverk: Hjúkra sjúklingum. Séu það ekki hjúkrunarfræðingar sjálfir sem hjúkrunina veita, þá gera það sjúkraliðar undir stjórn hjúkrun- arfræðinga. Margir velta því fyrir sér hvað hjúkrun felur í sér. Virginia Henderson, bandarískur hjúkrun- arfræðingur, setti árið 1964 fram eftirfarandi skilgreiningu á hjúkr- un: „Hið sérstaka hlutverk hjúkrun- arfræðings er fólgið í því að hjálpa einstaklingnum sjúkum eða heilbrigðum í öllu sem stuðlar að heilbrigði og bata eða friðsælum dauðdaga. Veita að- stoð við það sem einstaklingur- inn myndi sjálfur gera, hefði hann til þess nægan vilja, þrótt og þekkingu. Þetta þarf hjúkr- unarfræðingurinn að gera á þann hátt að það örvi einstakl- inginn til sjálfshjálpar." Árangur hjúkrunar Árangur af hjúkrunarstarfi er erfitt að meta nákvæmlega, en er þó reynt að mæla á eftirfarandi hátt: a) Framkvæmd ákveðinna verk- efna (tasks), þ.e. hvaða verk eru framkvæmd og hversu langan tíma það tekur, óháð árangri á sjúklinginn. b) Heildargæði þeirrar umönnun- ar sem sjúklingurinn hlýtur. Þ.e. heilbrigðisástand sjúklings við lok meðferðar. Fyrrnefnda þáttinn er mun auð- veldara að mæla og er sá sem stjórnvöld hafa notfært sér og það í vaxandi mæli. Þegar mat á hjúkrun er grundvallað á verkleg- um framkvæmdum, er völ á mun ódýrari vinnukrafti til margra þeirra starfa sem hjúkrunarfræð- ingar inna af hendi. Við slíkt mat eru það unnin störf sem eru í mið- punkti, ekki sjúklingurinn sjálfur. Heildargæði þeirrar umönnun- ar sem sjúklingurinn hlýtur, er mjög erfitt að meta vegna fjöl- margra þátta, s.s. einstaklings- bundinna eiginleika. Sjúkdóms- ástand, fræðsluþörf og fleiri þætt- ir hjá sjúklingi hafa einnig mikið að segja. í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 57/1978 grein 1.1. segir: „Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðis- þjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heil- brigði." Því er augljóst, að heildargæði umönnunar er sá þáttur sem leggja skal til grundvallar við mat á árangri hjúkrunarþjónustu. Ábyrgð hjúkrunar fræðinga Sá misskilningur er útbreiddur að læknar séu yfirmenn hjúkrun- arfræðinga. Þetta er alrangt eins og segir í lögum um heilbrigðis- þjónustu frá 1983, grein 29.4.: „Á svæðis- og deildarsjúkrahús- um skulu vera hjúkrunarstjórar deilda. Hjúkrunarstjóri skipulegg- ur hjúkrun á deildinni í samráði við hjúkrunarforstjóra og ber ábyrgð á henni.“ Ákvæði um ábyrgð hjúkrunar- fræðinga eru þegar í lögum um heilbrigðisþjónustu frá 1978. Lokaorð Hér að framan hefur verið reynt að benda á nokkra þætti varðandi starf og stöðu hjúkrunarfræðinga. Virðingin sem hjúkrunarfræð- ingar njóta í þjóðfélaginu og gild- ismat almennings á hjúkrun helst óþyrmilega í hendur við kvenna- kúgun og virðingarleysi fyrir störfum kvenna almennt. íslenskir hjúkrunarfræðingar hafa áratugum saman unnið af hógværð og alúð að velferð skjól- stæðinga sinna og lítið látið í ljósi mikilvægi starfa sinna. — Nú er markvisst unnið að því úr ýmsum áttum að gera hjúkrun sem allra lítilfjörlegasta. Þessu stjórna oft misvitrir valdagírugir einstakl- ingar sem hjúkrunarfræðingar verða að vera vel á verði gegn. Þrátt fyrir takmarkaðan skiln- ing margra á störfum hjúkrunar- fræðinga skulu orð norsks læknis gerð að lokaorðum okkar: „Það er í hæsta máta þörf fyrir fólk, sem er bæði gætt sérstök- um hæfileikum og vel menntað, og þetta hefur mikið gildi fyrir hag þjóðarinnar. Segja má bókstaflega, að líf allra sé einu sinni eða oftar í höndum hjúkr- unarfræðinga. Gæði starfs þeirra hefur áhrif jafnt á fjölda legudaga sem það hvort sjúklingurinn fær haldið lífi og varðar raunar ekki ein- göngu mennina sjálfa heldur hefur líka mikla fjárhagslega þýðingu fyrir okkar velferðar- ríki.“ Reykjavík, 23. mars, 1983. Sigurður Pálsson í verzlun sinni. Smiðsbúð opnar í Garðabæ LAUGARDAGINN 6. marz sl. opnaði ný byggingavöruverzlun í Garðabæ að Smiðsbúð 8, nafn henn- ar er „Smiðsbúð“. Verzlunin hefur á boðstólum úti- og inni-málningu ásamt málningaráhöldum. Tré- smiða-, múrara- og rafmagnsverk- færi eru í fjölbreyttu úrvali frá viður- kenndum aðilum. Þá er verzlunin með garðyrkjuverkfæri, efni til skólplagna, þakpappa, einangrun, parket, flísar, skrár o.m.fl. Smáhorn er fyrir ritfong, plastvörur og raf- magnsvörur. Sigurður Pálsson bygginga- meistari, Kambsvegi 32, Reykja- vík, er eigandi verziunarinnar. Sigurður hefur haft til sölu sl. 17 ár utanhússmálningu, Perma- Dri, og vonast hann eftir að geta veitt viðskiptavinum sínum betri þjónustu en hingað til með til- komu hinnar nýju verzlunar. Sigurður verður með ráðgjöf varðandi viðgerðir á eldri eignum svo og ýmsar upplýsingar og ráð- leggingar fyrir þá sem eru að byrja að byggja í fyrsta skipti. Viðtalstími verður á fimmtudög- um kl. 17—18 eða eftir nánara samkomulagi. (Frétutilkynning.) Frelsi til að hugsa — eftir Sigurlaugu Bjarnadóttur Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér stóran hlut í Alþingiskosningum þeim er nú fara í hönd. Það er vel, og vonir til, að góður sigur flokks- ins myndi leiða til þess, að unnið yrði af viti að því að komast „út úr kreppunni". Mér þótti vænt um þá yfirlýs- ingu formanns flokksins, er birtist í Morgunbl. fyrir síðustu helgi frá fjölmennum fundi á Akureyri, að „Sjálfstæðisflokkurinn gangi nú heill til kosninga". Formaðurinn fagnar einingunni en harmar þó, „að nokkrir sjálfstæðismenn á Vest- fjörðum (leturbr. mín) vilja ekki una niðurstöðum réttra stofnana flokksins um skipan framboðs- lista“. Það er í sjálfu sér skiljanlegt, að formanni okkar sárni, að „nokkrir sjálfstæðismenn á Vestfjörðum" skuli verða til að varpa eilitlum skugga á flokkseininguna. En það eru fleiri, sem hafa ástæðu til að láta sér sárna í þessu máli, m.a. það, að heildarfylgi flokksins skuli ekki nýtast atkvæði á Vestfjörð- um í hundraðatali, vegna þess, að Sigurlaug Bjarnadóttir sérframboði sjálfstæðismanna var af miðstjórn synjað um DD-lista, að vanhugsuðu máli. Einnig hitt, að forsvarsmenn sérframboðsins eru, með óviðurkvæmilegum hætti, stimplaðir sem andstæð- ingar Sjálfstæðisflokksins. Og ekki nóg með það. Frambjóð- endur D-listans á Vestfjarðakjör- dæmi, með formann kjördæmis- ráðs og flokksskrifstofuna í Reykjavík að bakhjarli, fá því framgengt, að okkur er bannað að kallast sjálfstæðismenn í heiti framboðslista okkar. T-listi utan- flokka, sérframboðs „sjálfstæðra", skal hann heita í stað sérframboðs „sjálfstæðismanna". Þetta kemur að vísu lítt að sök fyrir sérfram- boðið, þótt æðri máttarvöld flokksins hafi reynt að halaklippa listaheitið með þessum hætti, sem óneitanlega ber nokkurn keim af taugaveiklun þeirra, er að standa. En menn hafa þó altént frelsi, án leyfis flokksins, til að hugsa hlý- lega til okkar sem „sjálfstæðra einstaklinga", „sjálfstæðra Vest- firðinga", eða „sjálfstæðra sjálf- stæðismanna". Við þessar nafn- giftir, hverja þeirra sem er, má vel við una. Hvort sökudólgarnir í þessu sér- framboðsmáli vestra eru „nokkrir sjálfstæðismenn á Vestfjörðum", sem vilja ekki una niðurstöðum réttra stofnana flokksins", eða „hinar réttu stofnanir" sjálfar, á eftir að koma á daginn. Þeir 427 Vestfirðingar, sem tóku þátt í skoðanakönnun sérfram- boðsins hafa þegar tjáð hug sinn. Þeir eru margir sem spá því að á kjördegi, 23. apríl nk., verði þeir snöggtum fleiri. ísafirði, 26.3.1983.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.