Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 t Móöir okkar, AAGOT MAGNÚSDÓTTIR, Hótúni 10A, andaðist 28. mars. Ólafur Ágúst Þorsteinsson, Ágústa Þorsteinsdóttir. t Móöir okkar, LOVÍSA EDVARDSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 63, Reykjavík, er látin. Fyrir hönd vandamanna. Edvard Oliversson, Sigríóur Olíversdóttir, Valur Guómundsson, Stefán Guömundsson. t Faöir okkar og tengdafaðir, KRISTÓFER OLIVERSSON, fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaóur frá Sandgeröi, lést í Landspítalanum mánudaginn 21. mars. Útförin hefur farlö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Fyrir hönd vandamanna, Helga Kristófersdóttir, Gísli Júlíusson, Oliver Kristófersson, Ingibjörg Jónsdóttir, Guðlaug Krístófersdóttir, Guöjón Arni Guömundsson, Guörún Andrea Guömundsdóttir. Konan mín, RAGNHEIDUR GUÐJÓNSDÓTTIR, andaöist 28. mars. Fornhaga 23, Eyjólfur Þorvaldsson. t Maöurinn minn og faöir okkar, SIGURMUNDUR GÍSLASON, yfirtollvörður, Flókagötu 60, lést í Borgarspítalanum þriöjudaginn 29. mars. Sæunn Friöjónsdóttir, Úlfur Sigurmundsson, Stefán Sigurmundsson, Margrát Rún Sigurmundsdóttir. + Fóstursystir okkar, systir og mágkona, GUÐNÝ SIGURDARDÓTTIR, Bárugötu 12, sem andaöist 17. marz verður jarösungin miövikudaginn 6. apríl kl. 10.30 frá Fossvogskapellu. Ólöf Sigurbjarnardóttir, Margrét Sigurbjarnardóttir, Lilja Siguróardóttir, Anna Guömundsdóttir, Gréta Siguröardóttir, Guómundur Helgason, Anna Siguróardóttir, Ólöf Siguröardóttir, Eiríkur Sigurósson, Margrét Geirsdóttir, Ólafur Sigurösson, Olga Ólafsdóttir, Jósef Sigurósson, Katrfn Bíldal. Jón Valur Stein- grímsson — Minning Fsddur 24. janúar 1929 Dáinn 23. mars 1983 í dag, 30. mars, verður tengda- faðir minn, Jón Valur Steingríms- son, jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju, en hann lést á heimili sínu 23. þessa mánaðar. Fyrir okkur fjölskylduna á Álftanesi er erfitt að átta sig á því að Valur afi, eins og við kölluðum hann ætíð, skuli vera dáinn og komi ekki oftar í heimsókn. Dauðsfall hans bar brátt að og óneitanlega hrærast í brjóstum okkar tilfinningar og minningar sem erfitt er að lýsa með orðum. Tengdafaðir minn var fjölskyld- unni afar mikils virði og þótti mér mjög vænt um hann og langar mig þess vegna til að minnast hans. Jón Valur fæddist í Hafnarfirði 24. janúar 1929. Foreldrar hans eru Kristín Jónsdóttir frá Akra- nesi og Steingrímur Pálsson vél- stjóri, frá Bakkakoti á Rangár- völlum. Dvelja þau hjónin nú á Dvalarheimili aldraðra við Dal- braut í Reykjavík. Valur var næst- elstur fjögurra systkina. Fjóla er elst og síðan Valur, þá Þorsteinn og Aðalheiður yngst. Ungur gekk Valur að eiga eftir- lifandi eiginkonu sína, Þóru Þorbjarnardóttur. Hún er dóttir Þorbjarnar Þorvaldssonar, síma- manns frá Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, og Jósefínu Jósefs- dóttur frá Uppsölum í Flóa. Þóra og Valur eignuðust þrjár dætur, Ástu Báru sem er elst og tvíbur- ana Kristínu og Þórhildi. Ásta er gift Einari Inga Halldórssyni og eiga þau tvö börn, Guðnýju Katr- ínu og Þorvald. Kristín er gift Sig- urgeiri Þorbjörnssyni. Þórhildur er gift þeim er þetta ritar og eru börnin þrjú, Hlynur, Stefanía Björg og Þóra. Valur og Þóra hófu búskap sinn á Lóugötu, en 1953 fluttu þau á Birkimelinn ásamt foreldrum Þóru og bjuggu með þeim meðan þau lifðu. Valur nam bifvélavirkjun hjá Agli Vilhjálmssyni hf. og starfaði þar í 14 ár, eða þar til árið 1968 þegar hann byggði iðnaðarhús- næði að Trönuhrauni 2 í Hafnar- firði. Hann rak þar síðan eigið bif- reiðaverkstæði fram á síðasta dag. Löngum vann hann einn á verk- stæðinu en tók stundum unga menn tímabundið í vinnu. Einn þeirra lærði hjá honum og vann 3Íðan lengi með honum. Það er Guðmundur Guðmundsson eða Gutti, eins og hann er kallaður. Með Val og Gutta tókst góð vin- átta og kom Gutti stundum og rétti læriföður sínum hjálpar- hönd. Núna síðustu dagana var hann aftur kominn í vinnu til Vals. Valur var sterkur og kom það sér oft vel í erfiðum viðgerðum. Hann var viljugur og hörkutól til vinnu. Þrátt fyrir að sjúkdómur hans hafi dregið úr líkamsburðum hans síðustu ár, þá dró hann aldr- ei af sér við vinnu. Ég veit að starfsmenn Rafveitu Hafnarfjarð- ar geta tekið undir þessi orð mín, en Valur vann nú síðustu árin nær eingöngu að verkefnum fyrir Rafveituna og hafði hætt nær öll- um öðrum almennum viðgerðum. Barátta við erfiðan og langvar- andi sjúkdóm markaði djúp spor í allt líf tengdaföður míns. Hann gerði margar tilraunir til þess að ná bata, sem þó reyndist torsótt og sóttist honum þungt síðustu ár- in að sætta sig við það. Valur var tilfinningaríkur og mjög næmur. Hafði hann að geyma hvað mesta manngæsku af öllu því fólki sem ég hefi kynnst. Valur var hins vegar dulur og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Ég átti þó því láni að fagna að kynn- ast Val náið og höfðu þau kynni mikil mannbætandi áhrif á mig. Við áttum oft góðar stundir sam- an, við veiðar eða í ferðalögum og þurftum við ekki altaf langar orð- ræður til þess að ná sambandi hvor við annan. Valur var listrænn og einkar handlaginn, þvi lék flest í höndum hans. Hann undi sér vel við smíð- ar og prýða margir fagrir hlutir eftir hann heimili hans, vina og vandamanna. Þessir gripir munu geyma minningu hans um ókomna framtíð. Valur hafði einnig mikið yndi af söng og hafði fallega rödd. Dætur hans hafa oft sagt hvað gaman hafi verið í ferðalögum í gamla daga þegar hann og Fjóla systir hans tóku lagið. Valur hafði mikla ánægju af ferðalögum um landið. Mörg eru þau sumarfríin og tjaldferðirnar sem fjölskyldan á Álftanesi hefur átt með afa og ömmu á Birkimel. Ferðaiög voru Þóru og Val mikils virði. Þau voru sameiginlegt áhugamál þeirra og oft fannst þeim notalegt um helgar að ferð- ast um fagurt landið eftir erfiða viku. Hér áður fyrr var alltaf ferð- ast í tjaldi og þótti ekki tiltöku- mál. Fyrir nokkrum árum keypti Valur sér sérstakan húsbíl sem Þóra og hann gátu ferðast í um landið án þess að vera háð veðri og vindum. Þau höfðu mikla ánægju af þessum bíl og lagði Valur mikið á sig við að gera hann upp á sínum tíma. Við missum öll mikið en mestur er þó trúlega missirinn fyrir Hlyn okkar. Hann missir ekki einungis afa sinn heldur besta félagann. Þær eru margar stundirnar sem þeir félagarnir hafa átt á verk- stæðinu, þar sem Hlynur var að t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi, GÍSLI SIGURÐSSON, Garöaflöt 37, verður jarösunginn frá Fossvogskapellu þrlðjudaginn 5. april kl. 13.30. Margrét Jakobsdóttir, Steinunn Gísladóttir, Jón Vilhelmsson, Ingibjörg Gísladóttir, Sverrir Þóroddsson, Páll Gislason, Elín Markúsdóttir. t Eiginmaöur minn, sonur, faöir og afi, JÓN VALUR STEINGRÍMSSON, bifvélavírkjameiatari, Birkimel 8, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju miövlkudaginn 30. mars kl. 15.00. Þóra Þorbjarnardóttir, Kristín Jónsdóttir, Steingrimur Pálsson, Aata B. Jónadóttir, Einar I. Halldórsson, Kristfn Jónsdóttir, Sigurgeir Þorbjörnsson, Þórhildur Jónsdóttir, Eggert A. Sverrísson og barnabörn. t Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, JÓHANNESAR HALLDÓRSSONAR, trésmiös, Skipasundi 10. Margrét Ingólfsdóttir, Kristjana Kolbrún Jóhannesdóttir, Anders Andersson, Bryndís Alda Jóhannesdóttir, Einar Þór Sigþórsson, Hildur Jóhannesdóttir, Björn Bragi Mikaelsson, Jóhanna M. Jóhannesdóttir, Björgvin Frióriksson, Lilja Björk Hjélmarsdóttir, Hagbaröur Ólafsson og barnabörn. hjálpa afa sínum við bílaviðgerð- irnar eða við að renna. Þær hafa einnig verið ófáar ferðirnar í sumarfríin með afa og ömmu til Akureyrar. Þar var ekki kynslóða- bilinu fyrir að fara hjá þeim félög- um. Þeir gátu rætt saman enda- laust um allt milli himins og jarð- ar. Sérstaklega voru fyrstu árin náin, en þegar Hlynur fór að nálg- ast unglingsárin fóru aðrir hlutir að taka meiri tíma. Hins vegar var stærsta rýmið hjá afa, og einkenn- andi fyrir samband þeirra er atvik sem átti sér stað daginn áður en Valur lést. Hlynur komst ekki í skíðaferðalag með skólanum, þar sem skíðin höfðu óvart verið skilin eftir í Reykjavík. Þá náði það ekki lengra, og þar sem frí var í skólan- um valdi Hlynur besta kostinn, að heimsækja afa sinn á verkstæðið. Ég er þakklátur fyrir að hafa eignast Val fyrir tengdaföður. Hann var mér, Þórhildi og börn- unum mikils virði og ég vil þakka honum alla þá hlýju og elsku sem hann ætíð sýndi okkur. Blessuð sé minning hans. Eggert Ágúst Sverrisson Mamma hefur samband við okkur systkinin og það er eitthvað mikið að. Tilveran hefur skipt um lit. Hin hækkandi sól jafndægurs að vori er ekki eins skær og áður, það hefur dregið fyrir hana. Hann Valli frændi er dáinn. Við eigum öll okkar minningar um manninn sem alltaf var svo hlýr og góður, og öllum, bæði börnum og fullorðnum, þótti svo vænt um. Við eigum minningar um manninn sem hafði gaman af að gleðja aðra og styrkja þá sem bágt áttu. Minningar um manninn sem lét okkur börnunum finnast við vera svo stór og mikilvæg, þeg- ar við vorum ung og dvöldum á heimili hans. Hann breiddi sæng yfir lítinn frænda að kvöldi og gaf lítilli frænku bollastell, af því að amma var dáin. Við eigum minn- ingar um manninn sem sagði við ungu stúlkuna: „Þú ferð ekki heim á bílnum þínum í kvöld kella mín, ég verð að gera við hann fyrst.“ Við eigum minningar um manninn sem síðastliðið sumar leitaði að góðri tjörn þar sem litli frændi gæti siglt nýja bátnúm sínum. Og við eigum minningar um manninn sem hringdi og sagði: „Eru þið til- búin að skreppa í útilegu um helg- ina?“ Ferðalögin urðu mörg og hann kunni að meta fegurð landsins og söng þá mikið enda söngmaður góður. Þótt við vissum að hann gengi ekki heill til skógar kom okkur á óvart hve snögglega hann fór í ferðina miklu sem við förum öll að lokum. Að síðustu þökkum við honum fyrir samfylgdina sem var allt of stutt og erum þákklát fyrir að hafa þekkt svo góðan dreng. Við sendum afa og ömmu, Þóru og dætrum, systkinum hans og öðr- um ástvinum, innilegar samúð- arkveðjur. Drottinn *»kir, Drottinn vakir daga og nætur jfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar — Drottinn vakir daga og nctur yfir þér. (Sig. Kr. Péturason) Systkinin Túngötu 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.