Morgunblaðið - 30.03.1983, Page 16

Morgunblaðið - 30.03.1983, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 Flytjendur „Lítillar píslarsögu", Guðrún S. Birgisdóttir, Helga Þórarinsdóttir, Inga Rós Ingólfsdóttir og Friðbjörn G. JÓIlSSOn. Morpinblaðid/Emilía. Hallgrímskirkja í Reykjavík: Fjölbreytt lista- líf um hátíðirnar NÝSTOFNAÐ Listvinafélag Hallgrímskirkju gengst fyrir fjölskrúðugu listalífi í tengslum við helgihald dymbilviku og um páskahátíðina. Er ætlunin að auðvelda fólki að skynja atburði þessara daga með þeirri innsýn sem listin getur veitt. Passíutónleikar Miðvikudagskvöldið 30. mars verða Passíutónleikar í kirkjunni og hefjast þeir kl. 20.30. Flutt verður „Lítil píslarsaga" fyrir ten- ór, flautu, lágfiðlu og selló eftir Þorkel Sigurbjörnsson, með myndskreytingum eftir Snorra Svein Friðriksson. Söngtextar eru valin vers úr Passíusálmunum. Flytjendur eru Friðbjörn G. Jónsson, Guðrún S. Birgisdóttir, Helga Þórarinsdóttir og Inga Rós Ingólfsdóttir. Myndunum verður varpað á skerm í skyggnum. Mótettukór Hallgrímskirkju og Margrét Bóasdóttir, sópransöng- kona frumflytja nýtt verk eftir Þorkel við kvöldbænir Hallgríms Péturssonar og tveir Passíusálm- ar, sá 25. og 30. verða fluttir með nýstárlegum hætti, þar sem skipt- ist á söngur einsöngvara og kórs, upplestur og organleikur af fingr- um fram. Stjórnandi og orgel- leikari er Hörður Áskelsson. Pólyfónkórinn syngur á föstudaginn langa Við morgunguðsþjónustu á föstudaginn langa kl. 11 árdegis mun Pólýfónkórinn syngja verk Skírdagsskemmt- un Barðstrend- ingafélagsins BARÐSTRENDINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík hefur haldið fólki, eldra en 60 ára, sem ættað er úr Barðastrandasýslum eða hefur haft þar langa búsetu, samsæti á skírdag. Þessi samkoma verður í Dómus Medica við Egilsgötu, fimmtudag- inn 31. mars nk. og hefst kl. 14.00. Að vanda verður kvennadeild félagsins með kaffi og kræsingar á borðum. Svala Nielsen mun syngja. Vonast er til að sem flestir eldri Barðstrendingar sjái sér fært að koma og njóta dagsins. (Frétutilkynning.) eftir Rossini, Bruckner og Bach, undir stjórn Harðar Áskelssonar. Klukkan 18 verður svo helgistund þar sem Ásta Thorsteinssen, alt- söngkona, Inga Rós Ingólfsdóttir, sellóleikari og organistinn flytja föstutónlist. Mótettukórinn syngur í páskamessunum Við báðar hátíðarmessur páska- dags, kl. 8 árdegis og kl. 11 mun Mótettukór Hallgrímskirkju flytja hina þekktu mótettu J.S. Bach: „Lobet den Herren". Sýning á passíumyndum Barböru Arnason Margir hafa lagt leið sína í and- dyri Hallgrímskirkju til að skoða sýningu á hinum einstæðu passíu- myndum Barböru Árnason. Sýn- ingin verður opin fram til páska frá kl. 16—22. Hefur reynt hin ágætasta aðstaða fyrir myndlist- arsýningar í þessum litla sal, og er stefnt að því að halda áfram á þeirri braut. Aðrar messur Á skírdagskvöld er messa og altarisganga kl. 20.30, guðsþjón- usta fyrir heyrnarskerta kl. 14 á páskadag og fermingarmessa á annan í páskum kl. 11. (FrétUtilkynning) Garður: Farand- söngvari heldur hljómleika HJÖRTUR Geirsson, farandsöngv- ari, heldur hljómleika í Garði, mið- vikudagskvöldið kl. 21. Er þetta upphafið á hljómleika- ferð Hjartar um landið, að þvf er segir í frétt sem Mbl. hefur borizt. Hann mun leika í Festi þriðjudag- inn 5. apríl. Föstuvaka Seljasóknar AÐ KVOLDI skírdags hefst föstuvaka Seljasoknar i safnaðarsalnum, Tindaseli 3. Tilgangur föstuvökunnar er að vaka einmitt þessa nótt, sem er sama nóttin og Jesús vakti í Getsemane, og að íhuga þá píslarsögu Jesú. Föstuvakan hefst kl. 18 á skírdagskvöldi og lýkur með guðsþjón- ustu í Ölduselsskólanum kl. 11 að morgni fóstudagsins langa. Allir eru velkomnir að taka þátt í vökunni, annað hvort allri eða að hluta. Á miðnætti verður neytt heilagrar kvöldmáltíðar, eins og gert var á hinu fyrsta skírdagskvöldi. Dagskráin verður að öðru leyti þessi í stórum dráttum. Kl. 18.00 er samvera fyrir alla fjölskylduna. Sagt verð- ur frá atburðum dag- anna fyrir unga og aldna. Kl. 20.00 er myndasýning með út- skýringum um þrenns konar páskahald í ísra- el, hjá kristnum mönnum, gyðingum og múhameðstrúar- mönnum. Kl. 21.30 verða tónleikar. Þá munu Halldór Vilhelms- son og Jónas Ingimund- arson ásamt fleirum flytja föstutónlist. Kl. 24.00 er neysla heilagrar kvöldmáltíðar. Kl. 01.00 verður biblíulestur, þar sem Friðrik Ól. Schram mun stýra umræðum um atburði pislarsög- unnar. Kl. 02.30 mun verða sýnt úr kvikmyndinni frægu „Jesús frá Nasaret". Er það sex klukkustunda mynd en sýndir verða úr henni valdir kaflar, einkum það, sem snýr að píslarsögunni. Kl. 08.30 verða morgunbænir. Kl. 11.00 að morgni föstudagsins langa er guðsþjónusta í Ölduselsskólanum. Þar mun biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirs- son prédika, Litanía Bjarna Þorsteinssonar verður sungin, og altar- ÍSganga. (Fr» Seljasókn) Neskaupstaður: Nýtt safnaðarheimili tekið í notkun N< skaup.stað, 24. marz. í NÆSTU viku verður tekið í notkun safnaðarheimili Norðfjarðarkirkju í Neskaupstað. Heimilið hefur verið í smíðum í tæp tvö ár en fram- kvæmdir hófust í júlí árið 1981. Safnaðarheimilið er alls röskir 200m2 að stærð þar af um 100m2 safnaðarsalur er rúmar um 100 manns í sæti. Heimilið er teiknað af Arki- tektastofunni, Reykjavík, Ormari Þ. Guðmundssyni og örnólfi Hall. Hluti þess eru einingar frá Hús- einingum á Siglufirði en iðnað- armenn í Neskaupstað hafa séð um aðrar framkvæmdir við bygg- inguna. Aðalverktaki var Valmi hf. í Neskaupstað. Heimilið er hið glæsilegasta að allri gerð og mun bæta úr brýnni þörf safnaðarins fyrir aðstöðu til fjölbreytts safn- aðarstarfs. Auk þess verður það leigt ýmsum félagasamtökum til funda- og námskeiðahalds og smærri mannfagnaða. Bæði einstaklingar og fyrirtæki hafa sýnt þessari framkvæmd mikinn áhuga og stutt verkið rausnarlega. Hafa heimilinu bor- ist fjölmargar minningargjafir og aðrar gjafir. Nú síðustu daga hef- ur safnaðarheimilinu enn borist góðar gjafir. Hafa áhafnir togar- anna í bænum sameinast um að gefa góðan búnað í heimilið. Má þar nefna hljómflutningstæki, ljósabúnað og tæki í eldhús. Kven- félagið Nanna gaf einnig nýlega kaffistell fyrir 50 manns og starfs- fólk frystihússins hefur ákveðið að gefa andvirði eldhússinnrétt- ingar sem sett verður upp í næsta mánuði. Fyrir þessar gjafir þakk- ar sóknarnefnd og þann hlýhug sem þær endurspegla. Safnaðarheimilið verður form- lega vígt þann 10. apríl nk. Mun biskup íslands, hr. Pétur Sigur- geirsson, heimsækja Norðfjarð- arsöfnuð og prédika við hátíðar- messu þann dag. Sóknarprestur í Neskaupstað er sr. Svavar Stef- ánsson og formaður sóknarnefnd- ar er Reynir Zoega. — Ásgeir m taqgmipl % *n co Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.