Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 27 Yfirklór Alþýðubandalagsins Svar til Þorbjörns Broddasonar — eftir Ingibjörgu Rafnar, borgar- fulltrúa í grein, sem birtist í Morgun- blaðinu þann 17. þessa mánaðar, rakti ég gang mála vorið 1982, þegar vinstri meirihlutinn í borg- arstjórn ákvað að tekið skyldi gjald fyrir börn á gæsluvöllum borgarinnar. Stjórnarnefnd dag- vista samþykkti það á fundi þann 12. febrúar 1982, en þar gegndi Guðrún Helgadóttir formennsku. Sú ákvörðun var staðfest í félags- málaráði þann 18. sama mánaðar, m.a. af fulltrúum Alþýðubanda- lagsins, Þorbirni Broddasyni og Elínu Torfadóttur, varamanni Guðrúnar Helgadóttur. Fram- kvæmdinni var hins vegar frestað í borgarstjórn og hlaut ekki stuðn-- ing í borgarráði vegna nálægðar kosninga. Þorbjörn Broddason svarar þessari grein minni í Morgunblað- inu þann 23. mars sl. Þar staðfest- ir hann mál mitt í meginatriðum, en hrekur í engu. Mér þykir þó ástæða til að svara Þorbirni með nokkrum orðum. Að lifa atburði 1 upphafi greinar sinnar segir Þorbjörn m.a.: „Spurningin um „Málamyndagjald Þorbjörns og félaga frá því í febrúar 1982 er því það sama og þeir kalla í dag „ósvífnasta skatta- bragð sjálfstæö- ismanna“. Hræsni þeirra alþýöubanda- lagsmanna ríöur ekki við einteyming frekar en fyrri daginn.“ gjaldtöku á gæsluvöllum, sem upp kom í stjómarnefnd dagvista fyrir rétt rúmu ári, horfir nefnilega töluvert öðruvísi við þeim, sem lifðu þá atburði, en þeir virðast koma Ingibjörgu Rafnar fyrir sjónir þegar hún blaðar í gömlum fundargerðum." Þorbjörn lætur hér að því liggja, að ég þekki málið eingöngu af afspurn. Ef Þorbjörn hefði gætt svo sjálfsagðra vinnu- bragða sem að blaða ( gömlum fundargerðum, þá hefði hann komist að raun um að ég sat sem varafulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundi stjórnarnefndar dagvista og félagsmálaráðs, þar sem fram- angreindar ákvarðanir voru tekn- ar. Ég „lifði“ því þá atburði, er ég fjallaði um f grein minni og þeir eru mér vel minnisstæðir. Málamyndagjald Þorbjörn staðfestir eins og áður segir, að gjald átti að taka á gæsluvöllum borgarinnar. Hann segir að gjaldið hafi átt að vera „eitthvert málamyndagjald" til að fylgjast betur en áður með þeim fjölda, sem sækir vellina. Rétt er, að gjaldtaka gefur glögga mynd af raunverulegri aðsókn að völlun- um, og henni er m.a. ætlað að gera það nú. En lítum betur á „mála- myndagjald" Þorbjörns. Hann segir „fráleitt að nefna þessa árs- gömlu tillögu í sömu andrá og 10 krónu aðgangseyri Ingibjargar". Sú upphæð, sem nefnd var í sam- bandi við tillögugerð vinstri meirihlutans vorið 1982, en aldrei bókuð, var 5 krónur hver heim- sókn, en það var tillaga fram- kvæmdastjóra dagvista. Þeirri til- lögu var aldrei mótmælt af hálfu fulltrúa þáverandi meirihluta. Þegar tekið er tillit til 60—70% verðbólgu á árinu og þessar 5 krónur framreiknaðar, þá er út- koman sú að þær eru nú orðnar 8 krónur. En það kostar einmitt 8 krónur inn á gæsluvellina ef keypt eru 25 miða kort, eins og þeir, sem mest sækja vellina, gera. Málamyndagjald Þorbjörns og félaga frá því í febrúar 1982 er því það sama og þeir kalla í dag „ósvífnasta skattabragð sjálfstæðismanna". Hræsni þeirra alþýðubandalagsmanna ríður ekki við einteyming frek- ar en fyrri daginn. Ótvíræður vilji Ástæðu þess, að gjaldtakan var ekki framkvæmd, segir Þorbjörn þá, að borgarmálaráð Alþýðu- bandalagsins taldi að ekki myndi svara kostnaði að innheimta hreint málamyndagjald en að hinu leytinu kæmu „ekki til greina að taka gjald sem nokkurn gæti munað vitund um“. (Meðal ann- arra orða — hver kaus borgarmálaráð Alþýðubandalags- ins til að ráða málefnum Reykja- víkur?) Tillagan er því tekin af dagskrá borgarstjórnar. Þessi skýring er skelfing klökk og yfirklór eitt. Miklu sennilegra er, og reyndar fullvíst, að alþýðubandalagsmenn hafi, er hér var komið sögu, þrem mánuðum fyrir kosningar, verið farnir að skynja hinn mikla mót- byr, sem þeir áttu og eiga að mæta. Sá mótbyr staðfestist með eftirminnilegum hætti í úrslitum borgarstjórnarkosninganna í maí það ár. Vinstri meirihlutinn treysti sér einfaldlega ekki til að framkvæma gjaldtökuna svo skömmu fyrir kosningar. trúar Alþýðubandalagsins, sem málið með réttu heyrði undir, höfðu lýst með ótvíræðum hætti þeim vilja sínum að taka gjald fyrir gæslu barna á gæsluvöllum borgarinnar. Þeirri staðreynd geta þeir ekki undan vikist, hversu mikið sem þeir reyna. Þetta mál er hins vegar gott dæmi um loddara- leik þann, sem þeir alþýðubanda- lagsmenn iðka jafnan, þegar líður að kosningum. Megi kjósendur draga réttan lærdóm af. Bamaskattur í Reykjavík: 10.000—20.000 kr. skatta- hækkun á hverja fjölskyldu — eftir ólaf Ragnar Grímsson Tæpu ári eftir valdatöku Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík blasir við framkvæmd loforðanna um skattalækkun. Stóreignamennirn- ir og fjárfestingarkóngar stein- steypubáknsins eru sælir og ánægðir. Sérhver þeirra hefur fengið þúsundir króna í sinn hlut. íhaldið hefur fært þessum mönnum milljónir á gulldiski. Barnafjölskyldur launafólksins, sem plataðar voru til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, sitja hins vegar eftir með sárt ennið. Á læ- vísan hátt hefur íhaldið lætt inn stórfelldri skattahækkun á þetta fólk, sem nemur 1—2 mánaðarlaun- um á ári hjá hverri barnafjölskyldu. 10.000—20.000 kr. skattahækkun á hverja barnafjölskyldu Sérhver barnafjölskylda í borg- inni er nú látin greiða sem nemur 10.000—20.000 kr. meira á ári í margskonar ný gjöld og skatta á þjónustu í þágu barnanna í borg- inni. Þegar gjöldin fyrir heim- sóknir barna á leikvellina og hækkanir á strætisvagnaferðum í skólann eru ásamt öðrum nýjung- um í barnasköttum Sjálfstæðis- flokksins lagðir saman í eina út- gjaldaheild, blasir við launamann- inum í Breiðholtinu eða annars staðar í borginni, að kosningasig- ur Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík kostar hann nú skattahækkun sem nemur 1—2 mánaðarlaunum á ári. Barnaskattarnir eru vöru- merki hins nýja meirihluta. Lítilfjörleg lækkun á fasteigna- sköttum venjulegs fólks í borginni verður að ömurlegum brandara þegar samanburður við skatta- hækkanirnar er sýndur með skýr- um rökum. Hinn nýi 10 kr. skattur fyrir hverja heimsókn barns á leikvöll knýr nú foreldra, sem eiga tvö eða þrjú börn, sem flesta virka daga heimsækja leikvellina, til að borga 8.000—12.000 kr. á ári í nýjan skatt til borgarinnar. Grimmdar- hækkanir á strætisvagnagjöldum barna — 119% hækkun á tveimur mánuðum — eru liður í leiftur- sóknarherferð íhaldsins. Jafnvel lögbrotum er beitt í þágu skatta- hækkananna. Þær hafa í för með sér að venjuleg barnafjölskylda í Reykjavík þarf nú að greiða 7.000—8.000 kr. meira á ári vegna þess að krakkarnir nota strætisvagn- ana til að sækja skóla og heimsækja og afa og ömmu nokkrum sinnum í viku. Feluleikur — feimnismál Fjölmiðlakosti afturhaldsins var beitt til að reyna að fela þessa nýju skattahækkunarstefnu borg- arstjórnarinnar. Grein mín í DV um barnaskattana í Reykjavík kom því illa við íhaldið. Eftir þögn í heila viku birtist Ingibjörg Rafn- ar borgarfulltrúi í Morgunblaðinu og reyndi að bera í bætifláka fyrir skattahækkunarstefnu félaga sinna. En heldur var nú vörnin aum. Það eina sem Ingibjörg hafði fram að færa var að vitna í gaml- ar bókanir frá stjórnarnefnd dagvistunar og félagsmálaráðs. Þessar bókanir sýna, að nokkrir einstaklingar höfðu fyrir rúmu ári reifað þá hugmynd að taka mála- myndagjald fyrir börn á gæslu- völlum sem hugsanlega aðferð til Olafur R. Grímsson. að telja hve mörg börn kæmu á leikvellina. Gjaldið átti i tilrauna- skyni að vera í eitt ár. Engum þessara einstaklinga datt í hug að nota slíkt gjald sem nýjan skatt á borgarbúa — skatt sem næmi þús- undum króna á hverja barnafjöl- skyldu. Ingibjörg Rafnar spinnur síðan forkostulega söguskýringu, sem felst í því, að ég sé að vekja at- hygli á nýju barnasköttunum í Reykjavík vegna þess, að Guðrún Helgadóttir hafi í prófkjöri unnið þriðja sætið á lista Alþýðubanda- lagsins í alþingiskosningum í Reykjavík!! Ritstjórar Morgunblaðsins eru hins vegar svo ánægðir með það, að einn borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins skuli þora að verja barna- skattana í Reykjavík, að þeir endursegja grein Ingibjargar í Reykjavíkurbréfi síðastliðinn sunnudag. Borgarmálaráö Alþýöu- bandalagsins felldi leikvallagjaldiö Umræðurnar um leikvallagjald- ið í fyrra voru sprottnar upp úr vangaveltum um aðferðir til að kanna notkun á leikvöllum. Málið komst ekki svo langt að nefnd væri nokkur upphæð hvað þá heldur að einum einasta manni dytti í hug að gera slíkt gjald að meiriháttar skattheimtuaðferð í borginni. í borgarmálaráði Al- þýðubandalagsins var bent á að slík lítilfjörleg gjalddtaka væri mjög óhagkvæm aðferð til að kanna nýtingu á leikvöllum. Betra væri að fara aðrar leiðir í þeim efnum. Þess vegna náði hugmynd- in ekki fram að ganga. Sjálfstæðisflokkurinn á því allan höfundarrétt á leikvallaskattinum sem tekjulind. Heldur er nú lítil- mannlegt hjá íhaldinu að þora ekki að kannast við eigið afkvæmi. Þótt Davíð Oddsson grípi til út- úrsnúninga, þegar hann er kom- inn í rökþrot, finnst mér óþarfi af Ingibjörgu Rafnar að fara að beita slíkum vinnubrögðum. Forysta Davíös og Alberts í skattahækkunum í endurprentun Reykjavíkur- bréfsins á grein Ingibjargar Rafn- ar er vakin athygli á þvi, að bæj- arstjórnin á Akureyri hafi siglt í kjölfar borgarstjórnaríhaldsins og samþykkt samskonar leikvalla- skatt. Leikvallaskatturinn verður ekkert betri þótt hann sé einnig samþykktur á Akureyri. Þessi ábending um Akureyri sýnir hins vegar, hve alvarlegt fordæmi barnaskattar Davíðs og Alberts skapa. Sveitarfélög ann- ars staðar á landinu, sem eru fjár- hagslega aðþrengd, hafa nú afsök- un fyrir því að innleiða leikvalla- skatt. Albert Guðmundsson, for- seti borgarstiórnar, samþykkti fyrstur allra á Islandi að gera leik- vellina að tekjulind í skattheimt- unni. Borgarstjórnaríhaldið reið á vaðið. Bæjarstjórnin á Akureyri getur því vitnað til þess að „sjálfir skattalækkunarmennirnir" í Reykjavík hafi beitt slíkri aðferð. Þess vegna geti Sjálfstæðisflokk- urinn á Akureyri ekki verið á móti því. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gerst brautryðjandi með nýrri teg- und skattahækkana. Við skulum hins vegar vona að það verði ekki fleiri til að fylgja þessu slæma fordæmi. Verkin tala Barnaskattarnir í Reykjavík eru staðreynd. Fjölskyldur launamanna með þrjú eða fjögur börn þurfa nú að greiða sem nemur 1—2 mánað- arlaunum mcira á ári í skatta til borgarinnar en áður en Sjálfstæðis- flokkurinn komst til valda. Alþýðubandalagið neitaði að beita slikum aðferðum. Borgar- málaráð Alþýðubandalagsins var á móti leikvallagjaldinu í fyrra. Afstaða borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins í ár er því í fullu samræmi við hina upphaflegu andstöðu flokksins. Alþýðubanda- lagið hefur einnig harðlega gargnrýnt, að barnafargjöld strætisvagnanna séu á fáeinum mánuðum hækkuð um 119% — en slíkt er alger methækkun í okkar verðbólguþjóðfélagi. Verk Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík tala sínu máli. Hann boðaði skattalækkun. 1 reynd þurfa barnafjölskyldurnar í Reykjavík nú að bera 10.000—20.000 kr. skattahækkun á hverja fjölskyldu. Það eru stað- reyndirnar. Þær eru skýrar. Sérhver launamaður í Reykjavík skynjar þessar staðreyndir. Þannig birtist stefna Sjálfstæð- isflokksins í reynd. Hvorki höf- undur Reykjavíkurbréfs né heldur Ingibjörg Rafnar geta flúið frá þeim staðreyndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.