Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 Kélagsmenn hinna nýstofnuðu samtaka, Nýrra sjónarmiAa, á blaAamanna- fundinum á mánudag. Frá vinstri taliA: Jón (jgmundsson, efnaverkfræAing- ur, dr. Jón (íeirsson, efnaverkfræðingur, dr. Höskuldur Þráinsson, prófess- or, Guðmundur (iuAmundsson, matvælafræAingur, (iuAmundur Pétursson, forstöóumaAur TilraunastöAvar Háskólans í meinafræAi, Jón Oddsson, hæstaréttarlögmaður, Kristinn J. Albertsson, jarðfræðingur, Sigurður llelga- son, fisksjúkdómafræðingur, dr. ÞorvarAur Helgason, menntaskólakennari, Krlingur (iíslason, leikari, 1‘órAur Helgason, menntaskólakennari, og HörA- ur Krlingsson, framkvæmdastjóri. A myndina vantar Helga Valdimarsson, prnfessor og DavíA Krlingsson, handritafræðing. Morgunbladið/Kristján Einarsson. Hafa þungar áhyggjur af fjármálum Alusuisse „SVISSNKSKA álfélagið í ZUrich, móðurfyrirtæki íslenska álfélagsins, hefur undanfarið átt viA mikla og vaxandi örðugleika að stríða ... I»að eru einkum skuldbindingar félagsins við dótturfyrirtæki sín, eins og ís- lcnska álverið sem gcra því erfitt fyrir ... I>ar sem þessir velgerðar- menn vorir eiga nú í tímabundnum fjárhagserfiðleikum, teljum vér það skyldu vora að gefa íslensku þjóðinni kost á því að sýna hug sinn í verki með því að hefja almenna fjársöfnun til handa Alusuisse. Hefur þegar ver- ið opnaður póstgíróreikningur, nr. 78300-5, sem menn geta greitt fram- lög sín inn á.“ Svo segir m.a. í ávarpi nýstofn- aðra samtaka, Nýrra sjónarmiða, til íslensku þjóðarinnar, en þessi samtök boðuðu til blaðamanna- fundar í vikunni um fyrsta við- fangsefni sitt, „Ný sjónarmið í ál- málinu". Samtökin kynna sig sem sviði fræða, vísinda og lista. Sam- „samtaök allmargra einstaklinga, tökin hafa í hyggju að benda öðru sem hingað til hafa lengstum stað- hverju á leiðir til lausnar brýnum ið utan við venjulegt dægurmála- vandamálum, sem kunna að liggja þras, en einbeitt sér að störfum á til hliðar við troðnar slóðir stjórn- málaflokka og annarra eldri sam- taka.“ í greinargerð er farið í saumana á því hvernig íslenska þjóðin hefði á margvíslegan hátt notið fórnfýsi Svissneska álfélagsins, og íslend- ingar hvattir til að bregðast vel við söfnuninni og leggja fram sinn skerf, hver eftir sinni getu. Lág- marksframlag er 13 aurar, sem er sú upphæð sem Álverið í Straumsvík þarf að greiða fyrir hverja kílóvattstund til Lands- virkjunar. Hafa fyrstu framlögin þegar borist frá félagsmönnum Nýrra sjónarmiða, en þeir hafa all- ir reitt fram fé sem nemur kostn- aði álversins fyrir 100 kílóvatt- stundir, eða 13 krónur hver. Vilja þeir með þessu móti ganga fram fyrir skjöldu með góðu fordæmi. ást er. peningaást HÖGNI HREKKVISI / 9-2 1983 McNought Synd . Irv koMPU pBR. BUR.T MEÐ pETTA JÓ -JO ! " Sameinaðir stöndum vér Þorkell Hjaltason skrifar: „Allaballar og framsóknarmenn gerðu sig seka um mikla svika- myllu á síðasta þinglausnadegi, 14. mars sl. Tvö mál voru í brenni- depli og iágu fyrir Alþingi til af- greiðslu, stórmálið við Alusuisse og um samkomudag Alþingis eftir kosningar í aprílmánuði. Mikil áhersla var á það lögð, að þessi tvö mál fengju fullnaðar- afgreiðslu fyrir þinglausnir, því að vitað var, að meirihluti var fyrir þeim báðum. En þá hrökkva þing- menn allaballa og Framsóknar allt í einu upp úr sínum doðadúr og svíkja og þverbrjóta allt áður- gjört samkomulag, i þeirri veiku von að geta þá hangið eitthvað lengur við völd eftir kosningarnar. Þessi vinnubrögð eru auðvitað sviksamleg valdníðsla og gróft brot á öllum viðurkenndum lýð- ræðishefðum. Það er svo sem auð- vitað, að þessa svikamyllu hafa allaballar fundið upp til þess að geta skorið Hjörleif niður úr hengingaról álversins. Allaböllum mun hafa fundist sem hann hafi Þorkell Mmtthfas Hjmltmson Jochumsson dinglað þar nógu lengi, einn og yf- irgefinn. Og sömu hvatir liggja til ákvörðunar Framsóknar um það að láta ekki ákvörðun um sam- komulag Alþingis ná fram að ganga. Allt eru þetta lágkúruleg svik við þingræðið. Nú fara í hönd afar þýðingar- miklar kosningar fyrir alla þjóð- ina. Það er undrasterkt afl með þjóðinni, sem sameinaður og heil- steyptur Sjálfstæðisflokkur býr yfir. Og takmarkið er að Sjálf- stæðisflokkurinn vinni glæsilegan kosningasigur í vor. Það sýndi sig mjög vel i síðustu sveitarstjórna- kosningum, meðal annars í því að vinna Reykjavíkurborg úr hönd- um kommúnista. Vonandi helst sú skipan enn um langa framtíð, borgarbúum öllum til frama og farsældar. Að lokum þetta: Það er alda- gömul reynsla sem alltaf er jafn sönn í sínum einfaldleik, að „sam- einaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér“. Hugleiðum því tvö erindi úr ís- landsminni eftir þjóðskáldið okkar andríka, Matthías Joch- umsson: „Fóstra, móðir, veröld vor, von og rramtíð gaeða, Nvídi om þín sáraapor, HTÍTÍrðing og nueða! Burt með lygi, hleltk og hjúp, hTað sem blindar andann; sendum út á sextugt djúp sundurljndis fjandann! Grcðum saman mein og mein, metumst ei tíA grannann, fellum saman stein tíA stein, styAjum hverjir annan; plontum, TÖkTum rein tíA rein, nektin skapar framann. HtuA má böndin ein og ein? AJUr leggi aaman?44*4 Úr nýja hverfinu á ísafirAL Þá þarf enginn að kvarta eða kveina Þessir hringdu . . . Hvar í veröld- inni er Inver- ness? Helga Krístjánsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hef stundum tekið eftir því í ýms- um stuttfréttum í blaðinu, að eng- in eða ónákvæm staðarákvörðun fylgir fréttinni. Dæmi um þetta er forsíðufrétt frá miðvikudeginum síðasta, 23. mars. Fyrirsögnin er: „Báru kennsl á lík sonarins”. Síð- an kemur: Inverness, 22. mars. AP. Engin önnur staðsetning er gefin, að vísu eitt örnefni: Caing- orm-fjöll, en ég var engu nær. Eg er svo slæm í landafræði, að ég vissi ekki hvar í veröldinni þetta átti sér stað. Og slíkt gerist alltaf öðru hvoru, einkum með svona stuttfréttir. Hvar fást svona þríhyrningar? Helga Kristjánsdóttir sagði ennfremur: — Ég tók eftir tveim- ur bílum sem voru kyrrstæðir uppi á Háaleitisbraut. Var ökumaður annars þeirra greinilega að að- stoða hinn, vegna rafmagnsleysis eða þvíumlíks, en þeir höfðu kom- ið fyrir endurskinsþríhyrningi fyrir aftan aftari bílinn til viðvör- unar fyrir aðvífandi umferð. Það er augljóst öryggi í að hafa svona aðvörunarmerki í hverjum bíl. En hvar ætli þau fáist? • Inverness er á austurströnd Skotlands, u.þ.b. 9 km norðaustur af Lochness-vatni, oft nefnd „höf- uðborg skosku hálandanna". Endurskinsþríhyrningar eru til á bensínafgreiðslustöðvum Olís, t.d. á Háaleitisbraut 12 og í Hamraborg í Kópavogi, og hafa auk þess fengist í Bílanausti og í G.T.-búðinni. ísfirðingur skrifar: „Kæri Velvakandi. í þessu stutta bréfi langar mig til að koma að nokkrum málum, sem við á landsbyggðinni lítum á sem mál málanna. Af mörgu er að taka, en ég mun aðeins nefna þau atriði, sem hæst hefur borið að undanförnu. Mikið hefur verið látið með það í fjölmiðlum, að allir landsmenn skuli hafa jafnan atkvæðisrétt. En lengra hefur jafnaðarmennskan sjaldnast náð. Tómt mál hefur verið að minnast á jöfnun á öðrum sviðum og hefur það meira að segja gengið svo langt að þing- menn hafa séð sig knúna til að gefa yfirlýsingar um, að þeir væru á engan hátt orðaðir við slíkar til- hneigingar, öðru nær. Tökum kyndingarkostnað okkar sem þurfum að hita upp hús okkar með olíu sem orkugjafa. í janúar kostaði það mig 4.798,80 krónur og í febrúar 6.464,85 krónur að kynda upp 130 fermetra hús, alls 11.263,65 krónur. Húsið er vel byggt, vel einangrað og kynt var í lágmarki. Hvar er nú margum- rætt jafnrétti? Allur kostnaður við öflun mat- væla og annarrar nauðsynjavöru er miklu hærri hjá íbúum á lands- byggðinni en þéttbýlisfólkinu á suðvesturhorninu, og þar munar svo miklu að því trúir enginn, nema hann hafi reynt það. Dæmi um vöruflokka: Gönguskíði eru um 1000 krónum dýrari á ísafirði en í Reykjavík. Kannski segir nú einhver: En af hverju pantið þið hlutina ekki sjálf að sunnan? Því er til að svara, að það kostar líka mikla peninga. Lítið dæmi: Pakki sem vegur 1 kg og þar undir og er 9x9x12 sm. Innihaldið kostar 396 krónur í Reykjavík. Kominn til ísafjarðar með flugi kostar pakk- inn 609 krónur, og er þá ekki talið símtalið sem fór í að panta hlut- inn, ekki heldur akstur út á flug- völl til að sækja hann. Hvar er nú þetta ágæta jafnrétti, sem talað er um? En hvað skyldu þeir vera marg- ir íbúarnir á suðvesturhorninu, sem eingöngu hafa atvinnu sína af þvi að þjóna okkur landsbyggðar- fólkinu, hjá skipafélögunum, flugfélögunum og víðar og víðar? Það er verst ef þessi þjónusta verður svo dýr, að við höfum ekki efni á að notfæra okkur hana. Það kostar t.d. á þriðja þúsund krónur að fljúga milli ísafjarðar og Reykjavíkur, fram og til baka. En það er alveg ljóst, að með áfram- haldandi misskiptingu lifsgæð- anna milli landshluta, kemur að því, að við kaupum bara farseðil aðra leiðina. Og þá þarf enginn að kvarta eða kveina yfir misvægi at- kvæðanna lengur, hvað þá yfir of mörgum þingmönnum okkar Vest- firðinga, því að við verðum allir komnir i ylinn á hitaveitusvæðun- um fyrir sunnan og engir eftir til að kjósa blessaða þingmennina. Þeir eru hvort eð er allir búsettir í Reykjavík, nema einn.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.