Morgunblaðið - 30.03.1983, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 30.03.1983, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 21 Morgunblaðid/Kristján E. Einarsson. Tvær söngkonur, sem hafa lengi staöid í eldlínunni, Mjöll Hólm og Anna Vilhjálms. v >7Í ^ \ ÆÆm k '.Vr 1 B ■ - M . . á Rokkhátíðin á Broadway slær í gegn: 5—6.000 manns hafa komið á hátíðina — sem upphaflega átti aöeins að vera uppákoma eitt kvöld „VIÐTÖKURNAR hafa farið fram úr björtustu vonum okkar. Þetta átti fyrst aðeins að vera uppákoma eitt kvöld en fimmta skemmtunin verður í kvöld, miðvikudagskvöld, og þær verða hugsanlega fleiri, t.d. er áformað að fara til Akureyrar um kosningahelgina,** sagði Björgvin Halldórsson söngvari og primus motor Rokkhátíðarinnar í Broadway, sem reynst hefur vera ein vinsælasta skemmtun, sem boðið hefur verið uppá í íslenzku skemmtanalífi. „Það hefur verið uppselt öll kvöldin og færri komist að en viljað hafa. Ég gæti trúað að 5—6 þúsund manns hafi komið á Rokkhátíðina í Broadway. Það hefur verið gjörsamlega uppselt í matinn öll kvöldin og eftir mat- inn hefur annar eins fjöldi kom- ið og horft á skemmtiatriðin milli klukkan tíu og tólf. Og stemmningin hefur verið hreint ótrúleg, rokkið hefur hrifið fólk- ið enda má segja að hingað komi að stórum hluta fólk, sem ólst upp með rokkinu og er að endur- lifa gömlu góðu árin. Sumir koma jafnvel aftur og aftur,“ sagði Björgvin. Að sögn Björgvins kom hug- myndin að Rokkhátíðinni upp fyrir ári síðan, eða í sambandi við afmæli FÍH. Ekki voru tök á að framkvæma hugmyndina þá en í vetur bað Ólafur Laufdal veitingamaður Björgvin að und- irbúa hátíðina og hleypa henni af stokkunum. „Það fór mjög mikill tími í undirbúninginn en Björgvin Halldórsson, primus motor Rokkhátíðarinnar á Broadway. honum var vel varið þegar mað- ur sér árangurinn," sagði Björgvin. „Ég talaði við ótal menn og niðurstaðan varð sú að 13 söngvarar koma fram á hátíð- inni, þau Stefán Jónsson, Guð- bergur Auðunsson, Garðar Guð- mundsson, Anna Vilhjálms., Mjöll Hólm, Astrid Jensen, Þor- steinn Eggertsson, Sigurdór Sig- urdórsson, Harald G. Haralds, Ómar Ragnarsson, Einar Júlíus- son, Berti Möller og Sigurður Johnny. Hljómsveitin mín leikur undir en i henni eru auk mín Hjörtur Howser, Pétur Hjalte- sted, Björn Thoroddsen, Rafn Jónsson og Haraldur Þorsteins- son. Til liðs við okkur voru fengnir tveir frábærir saxófón- leikarar, Rúnar Georgsson og Þorleifur Gíslason. Páll Þor- steinsson og Þorgeir Ástvalds- son hafa annast kynningar af snilld og Didda og Sæmi hafa tekið rokkspor við mikla hrifn- ingu. Þetta small allt saman hjá okkur og andinn hefur verið sérstaklega góður í hópnum. Söngvarnir voru auðvitað dálítið taugaóstyrkir til að byrja með og það var bara betra, þá lögðu þeir sig betur fram. En núna er ekki annað að sjá en að þeir hafi staðið á sviðinu óslitið í ára- tugi.“ Björgvin sagði að lokum að líklega yrði haldið áfram með Rokkhátíðina eftir páska, en það væri þó ekki alveg frágengið. Skemmtunin sl. föstudag var tekin upp með 1. flokks tækjum af Grettistaki og önnuðust það Sigurður Bjóla og Gunnar Smári. „Þarna höfum við 1. flokks upptökur, ef menn hafa áhuga á útgáfu. Þá ætlum við í hljómsveitinni að taka upp plötu í maí og á henni verður eitthvað af efni tengt Rokkhátíðinni," sagði Björgvin Halldórsson. Þá er bara eftir að minna á, að Rokkhátíðin verður i 5. sinn í Broadway í kvöld. „Megi auðna, gæfa og gengi geyma þetta skip“ Sagt frá komu Sléttanessins til Þingeyrar Þingeyri, 23. mar8. LAUGARDAGINN 26. febrúar fögnuðu Dýrfirðingar komu skuttogarans Sléttaness ÍS 808, er lagðist að hafnargarðinum laust eftir kl. 17.00. Leió- indavcður var fyrrihluta dagsins, en þegar Sléttanesið nálgaðist Þingeyri í fylgd Framness I braust sólin fram og sendi geisla sína yfir skipin síðasta spölinn í höfn. Allir sem vettlingi gátu valdið voru mættir á hafnargarðinum til að vera viðstaddir afhendingu skipsins. Hófst sú athöfn með því að sóknarpresturinn Torfi Stef- ánsson flutti fyrirbæn. Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvar- innar á Akureyri afhenti skipið formlega Valdimar Gíslasyni form. Kaupfélags Dýrfirðinga með hlýjum orðum og árnaðaróskum. Form. þakkaði og flutti stutta tölu. Oddviti Þingeyrarhrepps Guðmundur Ingvarsson flutti ávarp. Kaupfélagsstjórinn Bjarni Grímsson bauð öllum Dýrfirðing- um til veislu í félagsheimilinu, en börn og unglingar þáðu veitingar um borð í togaranum. Sest var að kræsingum í félags- heimilinu og stjórnaði kaupfélags- stjórinn hófinu, las heillaskeyti er borist höfðu og bauð mönnum að skoða skipið að lokinni veislu. Margar ræður voru fluttar og mörg hlý orð féllu í garð fyrrv. kaupfélagsstjóra Sigurðar Krist- jánssonar fyrir framlag hans til uppbyggingar og eflingar (K.A.) fyrirtækja K.A., en hann fluttist héðan til Selfoss um síðustu ára- mót. Valdimar Gislason flutti greinargóða sögu þessara mála og skýrði frá tildrögum að endurnýj- un skipaflotans, er fyrst kom til tals á stjórnarfundi fyrir liðlega 4 árum. Fyrrverandi form. Valdi- mar Kristinsson Núpi tók einnig til máls. Allir sem töluðu í hófi þessu voru á einu máli um það, að ; vandi útgerðarinnar væri mikill og horfur aðrar en voru, þegar smíði þessa skips var ákveðin, en breyttum aðstæðum yrði að mæta af djörfung. Að lokum ræddi Bjarni Gríms- son um útgerðina í heild, mælti hlýleg orð í garð Dýrfirðinga og bauð þeim skoða skipið að loknu hófi. Hátíðarstemmning ríkti þennan dag og hljóðlát gleði ein- kenndi samkomuna, sem fór fram á látlausan og virðulegan hátt. Sléttanes í heimahöfn Von og hagsíi'ld trúna tengi traustum smíAisgrip. Megi auðna, gæfa og gengi geyma þetta skip. Kftir Elías Þórarinsson frá Hrauni. - Hulda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.