Morgunblaðið - 30.03.1983, Síða 32

Morgunblaðið - 30.03.1983, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 Svar til samherja — eftir Kára Jónsson, Sauðárkróki Guðbrandur Þór Jónsson, Saurbæ í Fljótum, skrifar grein í Morgunblaðið 16. mars sl. sem hann nefnir „Vinur er sá, sem til vamms segir". Greinin fjallar um málefni Sjálfstæðisflokksins og er m.a. ætlað að bera blak af „þrí- stirninu" en svo nefnir hann þing- mennina þrjá, sem þágu ráðherra- dóm úr heillahöndum (!) Fram- sóknar og kommúnista 1980. Auk þess helgar Guðbrandur mér sjálf- um og skoðunum mínum talsvert rúm. Af þeim sökum krefst grein hans svars frá mér, annars hefði ég leitt hana hjá mér. Það, sem einkum vekur athygli mína við lestur greinar Guð- brands, eru missagnir og kynlegt mat á mönnum og atburðum síð- ustu missera. Að þessu leyti eru skrif hans sama merki brennd og ótal önnur, sem pennaglaðir stuðningsmenn stjórnar Gunnars Thoroddsens í röðum sjálfstæð- ismanna hafa iðkað síðustu ár. Auðvitað er tímaeyðsla að elta ólar við öll þessi skrif, en í þessu tilviki á í hlut gamall kunningi minn frá þeim árum er við, þá ungir menn, unnum að uppbygg- ingu samtaka ungra sjálfstæð- ismanna í Skagafirði. Það er gott að minnast þessara löngu liðnu daga, við vorum þá Iausir við pólitískt undirferli er sett hefur mark á „starfsemi" flokksins í kjördæminu undanfar- ið, enda höfðu þá forustu í málum skagfirskra sjálfstæðismanna sæmdarmennirnir Jón á Reynis- stað og séra Gunnar í Glaumbæ. Af fyrri kynnum mínum af Guð- brandi veit ég, að hann er réttsýnn maður, þess vegna undrast ég málflutning hans. Hann leyfir sér að draga sjálfstæðisfólk í dilka, talar annars vegar um „hinn al- menna kjósanda Sjálfstæðis- flokksins" og hins vegar um „full- trúa flokksforustunnar", en sam- kvæmt skilgreiningu hans er und- irritaður sérstakur boðberi henn- ar. Það er undarleg reynsla, eftir að hafa starfað yfir 30 ár í Sjálf- stæðisflokknum, án þess nokkru sinni að fá fyrirmæli „að ofan“ um eitt eða neitt, að vera einn góðan veðurdag sakaður um að skera upp „herör fyrir forustuna á hinn al- menna kjósanda Sjálfstæðis- flokksins ... “ Strax í upphafi greinar Guð- brands gætir meiri háttar mis- skilnings. Þar segir: „Maðkur í mysunni segir Morgunblaðið um fylgisaukningu Sjálfstæðisflokks- ins í Norðurlandskjördæmi vestra ... “ Hér mun Guðmundur eiga við prófkjörið sæla í desember sl. því varla á hann við undangengnar þingkosningar, þar sem nær stöð- ugt hefur hallað undan fæti hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæm- inu undir forystu Pálma Jónsson- ar á Akri. Niðurstöður prófkjörs og úrslit alþingiskosninga eru tveir aðskildir hlutir. Við eðlilegar að- stæður gæti mikil þátttaka í prófkjöri bent til væntanlegrar fylgisaukningar í komandi kosn- ingum, en prófkjörið í desember varð að skrípaleik, þar sem þátt- taka yfirlýstra andstæðinga okkar skipti sköpum. Ég hefi í mínum fórum nöfn manna, sem eru flokksbundnir í öðrum flokkum og hafa árum saman lagt sig eftir að reyta fylgið af flokki okkar Guð- brands, en tóku kinnroðalaust þátt í prófkjörinu. Að tala síðan um fylgisaukningu Sjálfstæðis- flokksins í þessu samhengi er vita- skuld út í hött. í ákafa sínum við að koma höggi á hina alvondu forustu flokksins segir Guðbrandur: „öll prófkjör Sjálfstæðisflokksins undanfarið hafa gengið gegn forustu flokksins ... “ Skoðum þessa fullyrðingu nánar. f Norðurlandskjördæmi eystra urðu núverandi þingmenn, þeir Lárus Jónsson og Halldór Blöndal, sigurvegarar í prófkjöri með yfirburðum. Sama er að segja „Og hvernig hefur framferði „þrístirnis- ins“ leikid Sjálfstæöis- flokkinn? Er hann víð- sýnni, frjálslyndari og samstæðari flokkur en áður? Hefur umburðar- lyndi og bróðurþel vaxið meðal flokksmanna? Svörin vita allir.“ um Sverri Hermannsson og Egil Jónsson í Austurlandskjöidæmi. Á Suðurlandi komu nýir menn til sögu, Þorsteinn Pálsson og Árni Johnsen, sama er að segja um Reykjanes, þar sem Gunnar S. Schram hlaut 2. sætið, en þar sigr- aði glæsilega Matthías Á. Mathie- sen og í næstu sætum urðu Salome Þorkelsdóttir og ólafur G. Ein- arsson. í höfuðborginni hlaut varaformaður flokksins, Friðrik Sophusson, ágæta kosningu ásamt Albert Guðmundssyni, Birgi ís- leifi Gunnarssyni, Ellert B. Schram, Ragnhildi Helgadóttur og Pétri Sigurðssyni. Allt þetta fólk, sem hér hefur verið talið, eru yfir- lýstir andstæðingar núverandi ríkisstjórnar, og sumir í þessum hópi tíðum taldir sérstakir mál- svarar formanns Sjálfstæðis- flokksins. Fullyrðing Guðbrands um að öll prófkjör Sjálfstæðis- flokksins hafi „gengið gegn for- ustu flokksins" er því meira en hæpin, — hún er röng. Utkoma Geirs Hallgrímssonar í prófkjörinu í Reykjavík á sér ef- laust margar skýringar og verður ekki skilgreind með þeim einfalda hætti, sem Guðbrandur hefur á. Hann segist ætlast til þess af mér, að ég virði skoðun hans á Geir Hallgrímssyni, sem hann hafi haft „síðan hann tók við forsætisráð- herraembættinu úr óheillahendi Framsóknarflokksins árið 1974“. Ég hef aldrei reynt að þröngva skoðunum mínum á Geir Hall- grímssyni eða öðrum mönnum upp á einn eða neinn. Hins vegar leið- ist mér, að góðir menn haldi fram bábiljum um mætan mann, sem sannað hefur hæfni sína og mannkosti í mikilvægum trúnað- arstörfum. Eitthvað virðist þó vera að rofa til í huga Guðbrands kunningja míns, því hann segir, að Geir hafi vaxið í sínum augum við að taka 7. sætið á framboðslistanum í Reykjavík, með því hafi hann sýnt „sjálfstæða reisn“. Þessi sjálf- stæða reisn Geirs Hallgrímssonar hefði þó átt að vera öllum augljós, því hún hefur öðru fremur ein- kennt feril hans á vettvangi stjórnmálanna. Guðbrandur Þór heggur til beggja handa. Morgunblaðið fær sitt, enda eitt af uppáhalds við- fangsefnum aðdáenda „þrístirnis- ins“ í ríkisstjórn að skamma blað- ið fyrir heift og þröngsýni. Þó fá þessir skriffinnar alltaf inni f Morgunblaðinu, og meira að segja leggur blaðið sig eftir að birta við- töl við þrístirnið til að koma skoð- unum þess á framfæri. Ræður þessara skæru stjarna birtast held ég alltaf örugglega í Morgunblað- inu. Þetta er dálítið skrítin þröngsýni, kannski eitthvað hliðstæð þversögninni í umburð- arlyndi forsætisráðherra, sem fram kom í ræðu hans í þinglok, þegar hann taldi óþolandi, að f Sjálfstæðisflokknum væru til menn með aðrar skoðanir en hann segist hafa boðað fyrir hálfri öld eða svo. Guðbrandur gerir að umtalsefni grein, sem ég ritaði í Morgunblað- ið 18. janúar sl., og kallar hana „óþurftarskrif" án þess þó að víkja einu orði að innihaldi hennar eða færa rök fyrir þessum sleggju- dómi. í greininni vakti ég athygli á, hvernig komið væri málum lands og þjóðar eftir þriggja ára setu stjórnar Gunnars Thor- oddsens. Þótt sjálfstæðismenn hafi greint á um tilurð ríkisstjórn- arinnar og sumir viljað gera lítið úr þeim undirmálum, sem tilvera hennar er reist á, viðurkenna flestir nú, að atburðirnir í árs- byrjun 1980 séu víti til varnaðar, sem ekki megi endurtaka. Þó er ekki síður mikilvægt, að menn meti af köldu raunsæi árangurinn af öllu bramboltinu. Já, hver voru markmið ríkis- stjórnar Gunnars Thoroddsens? Hver man nú stjórnarsáttmálann góða og göfuga, vegabréfið, sem ráðherrarnir gáfu þjóðinni inn í framtíðina og hvernig hefur ferðalagið gengið? Stjórnarsáttmálinn hefst með þessum orðum: „Meginverkefni ríkisstjórnarinn- ar er að treysta íslenskt efna- hags- og atvinnulíf, enda er það ein helsta forsendan fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar ..." Framkvæmd þessa meginverk- efnis hefur tekist þannig, að þjóð- in hefir nær glatað fjárhagslegu sjálfstæði sínu. Erlendar skuldir hafa hlaðist upp með ógnarhraða og afkomendum okkar ætlað að borga brúsann. Atvinnu er haldið uppi í landinu með erlendri skuldasöfnun, fyrirtækin ramba flest á barmi gjaldþrots, stórfellt atvinnuleysi vofir yfir, þegar er- lendar auðuppsprettur eru þurr- ausnar og lánstraustið þrotið. Þannig hefur tekist „að treysta ís- lenskt efnahags- og atvinnulíf". Kaflinn um efnahagsmál i mál- efnasamningi ríkisstjórnarinnar merktur 1.1., væntanlega til áhersluauka, hljóðar þannig: „Ríkisstjórnin mun vinna markvisst að hjöðnun verðbólgu, þannig að verðbólga á árs- grundvelli verði á árinu 1982 orð- in svipuð og í helstu viðskipta- löndum okkar íslendinga." Samkvæmt þessu hefði verð- bólgan hér á landi átt að vera um 10% á sl. ári, en reyndist 60—70%. Þessi tvö dæmi, af mörgum áþekkum, læt ég nægja. Þau sanna, svo ekki verður um deilt, að ríkisstjórninni hefur gjörsamlega mistekist að framkvæma megin- verkefnin, sem hún setti sér að leysa. Að maður tali nú ekki um virðingu Alþingis, er öllu var fórn- andi til að bjarga, sem nú er minni en elstu menn muna. Hafi nokkrir menn komið til dyra með allt á hælunum eru það ráðherrarnir í ríkisstjórn Gunn- ars Thoroddsens, þegar þeir nú yf- irgefa stjórnarráðið. Og hvernig hefur framferði „þrístirnisins" leikið Sjálfstæðis- flokkinn? Er hann víðsýnni, frjálslyndari og samstæðari flokk- ur en áður? Hefur umburðarlyndi og bróðurþel vaxið meðal flokks- manna? Svörin vita allir. Engin aðferð var líklegri til að sundra samherjum, auka deilur og eitra andrúmsloftið innan flokksins en sú, sem stjörnuhópurinn valdi 1980. Upplausnin, er fylgt hefur óeiningunni í Sjálfstæðisflokkn- um, hefur sýkt allt þjóðfélagið. Andstæðingar okkar ljómuðu af gleði fyrst eftir myndun ríkis- stjórnarinnar og reyndar lengi síðan. Þeir töldu sig sjá hilla undir klofning flokksins og þar með endalok hans. En smátt og smátt hafa runnið á þá tvær grímur og margir þeirra áttað sig á, að hér var of miklu til kostað. Ljóst dæmi um það er m.a. grein eftir Harald Ólafsson, dósent, 2. mann á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem birtist í Tímanum nýverið. Þar segir: „Ég hefi frá fyrstu tíð haft efa- semdir um hve heppilegt þetta stjómarmynstur hefur verið. Því hefi ég lýst áður og endur- tek aðeins, að fátt er nauðsyn- legra en viss stöðugleiki, og með klofningi Sjálfstæð- isflokksins var hlaðið undir óstöðugleika innan flokkanna allra. Flokkarnir eru horn- steinn lýðræðis og þingræðis hvort sem okkur líkar betur eða verr, og sá illi hugur sem fylgdi í kjölfar stjórnarmynd- arinnar 8. febrúar fyrir þrem- ur árum hefur eitrað hið póli- tíska líf í landinu meira en nokkurn gat órað fyrir.“ Guðbrandur í Saurbæ hvetur til þess, að við „ósáttir stuðnings- menn“ Sjálfstæðisflokksins „taki höndum saman og ræði ósættis- mál okkar persónulega af hrein- skilni og vilja til að eyða þeim eins og sjálfstæðismönnum sæmir ... “ Hér er drengilega mælt og ekki efa ég góðan hug Guðbrands, en fleira þarf til að koma en góður vilji okkar, þótt einhver hafi sagt, að vilji sé allt, sem þarf. Vænlegast væri, að sá, er hæst trónar á okkar vegum hér í kjör- dæminu, sýndi svo ekki væri um að villast, að allir sjálfstæðismenn mættu treysta leiðsögn hans. Það yrði upphafið að heilum sáttum og þá gætum við „með sjálfstæðri reisn .. öll fylkt liði stétt með stétt undir merki óklofins Sjálf- stæðisflokks í næstu alþingiskosn- ingum", svo ég vitni enn til orða míns gamla samherja, Guðbrands í Saurbæ. Svar Farskips við fyrirspurn- um Birnu G. Bjarnleifsdóttur Vegna greinar frú Birnu Bjarn- leifsdóttur um innlend ferðamál f Morgunblaðinu 16. þ.m. vill undir- ritaður leitast við að svara þeim spurningum sem „virðist” beint til Farskips hf. í greininni. 1. Er það eingöngu undir viðkom- andi skipafélagi komið hve mikið magn af bensíni má hafa með inn í landið?" Þessari spurningu er fljótsvarað hvað viðvíkur farþega og bílaferj- um, því flutningur á bensíni, öðru en því sem er í innbyggðum tönk- um farartækjanna, er bannaður skv. alþjóðasiglingareglum, (SOL- AS 1960 og 1974) sem ísland og Danmörk (og þar með Færeyjar) eru aðilar að. Ef um slíka flutninga er að ræða um borð í m/s Smyrli, eins og fram kemur í grein frú Birnu, þá er um vítavert ábyrgðarleysi skipstjórnarmanna að ræða, sem stefnir öryggi farþega og skips f hættu. Skv. ofangreindum alþjóðasigl- ingareglum hefur Siglingamála- stofnun ríkisins skýlausan rétt til að skoða og kyrrsetja erlend skip í íslenskum höfnum ef um brot á alþjóðasiglingareglum er að ræða (regla 19, SOLAS 1960 og 1974), eða getur meinað skipi viðkomu f islenskum höfnum ef um endur- tekin brot er að ræða. Einnig geta innlend yfirvöld og/eða farþegar kært skip til viðkomandi siglinga- yfirvalda, í þessu tilfelli danskra, og stöðva viðkomandi siglingayf- irvöld þá væntanlega slíka flutn- inga umsvifalaust. Eins og sjá má af ofangreindu er engin ástæða til að setja ný lög um umrædda bensínflutninga, einungis þarf að framfylgja nú- verandi lögum. 2. „Ætlar Farskip að leyfa sínum farþegum ótakmarkaðan innflutn- ing á bensíni?“ Farskip hf. hefur gefið út bækl- ing um ferðir með m/s Eddu á fimm erlendum tungumálum og f þessum bæklingum er farþegum bent á að flutningur á bensini í lausum geymum með m/s Eddu er bannaður. 3. Um flutninga á matvælum. Farskip hf. hefur í sömu bækl- ingum bent farþegum á að inn- flutningur á fersku kjötmeti til ís- lands er bannaður. Einnig hefur Farskip hf. boðið Tollgæslunni að dreifa bæklingi Tollgæslunnar á ensku, um tollalög á íslandi, til farþega um borð í m/s Eddu. 4. „Hafa umboðsmenn Farskips hf. t.d. fengið upplýsingabæklinga þá sem til eru fyrir ferðamenn um umgengni og náttúruvernd til að afhenda íslandsförum?“ Svarið við þessari spurningu er einungis „já“ og því til viðbótar er farþegum bent á, f ofangreindum bæklingum, að bæklingar Nátt- úruverndarráðs liggi frammi um borð í m/s Eddu. 5. „Er Farskip reiðubúið að miðla nauðsynlegum upplýsingum um umgengni til farþega sinna." Farskip hf. hefur boðið Félagi íslenskra ferðaskrifstofa að hafa fulltrúa sinn um borð f skipinu til að selja erlendum farþegum m/s Eddu ferðir um ísland með aðild- arfélögum FÍF. Þessu boði fylgir þó sú kvöð frá Farskips hendi að fulltrúi FÍF um borð f m/s Eddu, f samráði við Náttúruverndarráð og Ferðamálaráð ríkisins, kynni sjónarmið þessara tveggja síðast- nefndu hagsmunasamtaka og er Farskip tilbúið til að leggja til af- greiðslubás og einnig aðgang full- trúa FÍF að ráðstefnu- og kvik- myndasal m/s Eddu þar sem sýna má skyggnur og kvikmyndir um hvernig skuli umgangast náttúru landsins. Vonandi eru þetta fullnægjandi svör við spurningum frú Birnu hvað viðvíkur Farskipi hf., en ekki er ástæðulaust að benda frúnni á, að hún hefði getað fengið þessi svör með einfaldri símhringingu í stað þess að blása þessi mál upp á síðum dagblaðanna á tvíræðan hátt. Því miður virðist málflutn- ingur lítils þrýstihóps, um annars verðugt málefni sem er umgengni um náttúru íslands, miðast við öfgafullar og rangar staðhæfingar og ekki er sýnt það lágmarks frumkvæði að spyrja viðkomandi aðila hvernig málum sé f raun og veru háttað. Þetta á ekki síst við um sjónvarpsþátt nýlega, þegar því var haldið fram af fulltrúa sama þrýstihóps að nú væri von á miklum fjölda torfærubifreiða til landsins í sumar með ferjum, en sami aðili hafði ekki heldur sýnt það frumkvæði að spyrja viðkom- andi útgerð um þennan fjölda, enda staðhæfing hans úr lausu lofti gripin. Slíkur málflutningur er hvorki fulltrúum þessa þrýsti- hóps né málstað þeirra til mikils sóma. Einnig kemur það okkur hjá Farskipi hf. mjög spánskt fyrir sjónir, að skyndilega hleypur þessi litli þrýstíhópur upp til handa og fóta þegar íslensk bíla- og far- þegaferja hefur ferðir til landsins á meðan erlendar ferjur hafa siglt hingað um árabil. F.h. Farskips hf„ Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.