Morgunblaðið - 30.03.1983, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 30.03.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 15 Passía í myndum Myndlist Valtýr Pétursson Listvinafélag Hallgrímskirkju er nýstofnað menningarfélag og eins og nafnið bendir til einskorð- að við Hallgrímssókn. Hér er gerð tilraun til að lífga upp á listræna menningu innan sóknarinnar, og vonandi verður einhver árangur af þessu starfi á komandi árum, því að sannarlega er list og kirkja samtvinnað andlegt næringarefni, ef rétt er á haldið. Kirkjan hér á landi hefur verið heldur afskipta- laus um myndlist og hefði verið betur, ef sú vakning, er nú virðist eiga sér stað á þessu sviði, hefði hafizt fyrr, meðan þjóðin var bet- ur stæð og hefði getað látið lista- menn þjóðarinnar vinna fleiri verkefni til ánægju fyrir kirkju- gesti og andlegs þroska. Árið 1961 kom út ný útgáfa af Passíusálmum Hallgríms Péturs- sonar, sem lýst var af hinni merkilegu listakonu Barböru Árnason. Barbara vann þessa lýs- ingu í túss á árunum 1942 til 1949, en eins og áður segir, kom bókin á markað 1961. Mörg ár hafa liðið frá gerð myndanna til útgáfu bók- arinnar og ekki er mér kunnugt, hvað valdið hefur þeirri töf. En hér var verulega brotið blað í bókaútgáfu. Þetta stórvirki, Passíusálmar Hallgríms, hafði ekki verið lýst fyrr af samlöndum hans, og það virðist hafa þurft brezka listakonu til að ríða á vað- ið. Barbara Árnason hafði mjög sérstæðan stíl í teikningu sinni og grafík. Hún var þroskaður lista- maður, sem vissi vel, hvað hún var að gera, vann verk sitt af einstakri nákvæmni og miklum skilningi. Mun þar hafa komið fram uppeldi listakonunnar í enskri kirkju fremur en íslenzkur luterismi. Hvað um það: Það er dálítið und- arleg tilviljun, að engir íslenzkir listamenn skuli hafa tekið til hendi og notfært sér hinn mjög svo myndræna texta séra Hall- gríms. Þetta verður enn furðu- legra, þegar þess er gætt, að fátt eitt af rituðu máli á eins greiðan aðgang að Islendingum og Passíu- sálmarnir. Fimmtíu teikningar Barböru Árnason eru nú í eigu Listasafns íslands, og hefur safnið lánað þessar myndir til sýnis í anddyri Hallgrímskirkju. Það er hið ný- stofnaða menningarfélag, sem getur um í upphafi, sem stendur fyrir þessari sýningu, og hún er sannarlega þess virði, að hún sé skoðuð. Það var mikið afrek hjá listakonunni að gera þessar lýs- ingar, stíll Barböru og tækni falla sérlega vel að efninu, og þannig verður til heild, sem skapar vissar áherzlur og andrúmsloft, sem verður ekki aðskilið þeim boðskap, er felst í Passíusálmum séra Hall- gríms. Það má draga það í efa, að nokkur annar listamaður hefði skilað þessu verkefni á betri hátt en Barbara heitin Árnason gerði. Valtýr Pétursson Sigursveit Flugleiöa. Frá vinstri: Hörður Jónsson, Hálfdán Flermannsson, Björn Theodórsson, Andri Hrólfsson, Þröstur Bergmann, Elvar Guðmundsson, Stefán Þórisson og Ólafur Ingason. Flugleiðamenn sigruðu Lufthansa í úrslitum Ertu aó byggjal Sá sem er að byggja verzlar við Völund Parketágólf, Werzalit-sólbekkir Mótatimbur — Byggingatimbur Smiðatimbur — Ofnþurrkað timbur Gagnvarið timbur (4-faldar endingu) Gluggaefni — Gróðurhúsaefni Veggklæðningar — Loftklæðningar Límtrésbitar — Límtrésrammar Bílskúrshurðir — Verksmiðjuhurðir Innihurðir — Útihurðir Hagstætt verð, góð greiðslukjör Yfir 75 ára reynsla tryggir góða þjónustu. SKÁKSVEIT Flugleiða sigraði sveit Lufthansa með 4,5 vinning gegn 1,5 í úrslitum Evrópuskákkeppni flugfélaga. Teflt var til úrslita í Frankfurt um síð- ustu helgi, en keppnin hefur staðið yfir í tvö ár, með þátttöku nær allra flugfé- laga í Evrópu utan Sovétríkjanna. í fyrri umferðum hafði skáksveit Flugleiða unnið sigur á ísraelska flugfélaginu EL AL, svissneska flug- félaginu Swissair og spánska félag- inu Iberia. Þeir sem tefldu í úrslita- keppninni af hálfu Flugleiða voru Elvar Guðmundsson, Þröstur Berg- mann, Björn Theodórsson, Stefán Þórisson, Hörður Jónsson og Hálf- dán Hermannsson, en auk þeirra skipa skáksveitina þeir Andri Hrólfsson og Ólafur Ingason. Þjálf- ari er Bragi Kristjánsson. Seint á síðsta ári sigraði sveitin á fimmta alþjóðaskákmóti flugfélaga, sem fram fór í Tampa í Florida, og í janúar síöastliðnum vann hún stórt alþjóðaskákmót fyrirtækja og stofn- ana, sem fram fór í Sviss. Þessi góði árangur skákmanna Flugleiða hefur vakið athygli og hef- ur Flugleiðum borist boð um að tefla á alþjóðamótum í Portúgal og í Los Angeles á þessu ári. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 KJÖTMIÐSTÖÐIN Opið til .10 í kvöld Laugalæk 2. s. 86SII

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.