Morgunblaðið - 30.03.1983, Side 20

Morgunblaðið - 30.03.1983, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Menendez hershöfðingi á leið til Falklandseyja að taka við starfi landstjóra þar fyrir einu íri. ákváðu sjálfir hvenær kosið yrði og ný stjórn tæki við. Eftir þessa atburði er ólíklegt að rækileg rannsókn verði gerð á hlutverki SIDE í mannshvörfun- um og öðrum mannréttinda- brotum. Nefnd, sem vinnur að skýrslu um Falklandseyjastríð- ið, hefur sagt að skýrslan liggi fyrir í júní, en nú hafa yfirmenn heraflans gefið í skyn að hún verði e.t.v. birt í apríl. í deilunni við Chile um Beagie-sund virðist að nú muni stjórnin ekki sam- þykkja málamiðlunartillögur frá Páfagarði. Argentína ári síðar KOSNINGUM hefur verið heitið í Argentínu 30. október og valdatöku borgaralegrar stjórnar 30. janúar. Ný stjórn fær ekki að taka við strax, svo að herforingjar fíi að ráða stöðuhækkunum í heraflanum 1984. Ýmsir telja að þetta sé stjórnarskrárbrot og þjóðin hafí ekki efni á slíkri bið. Flestir trúa því að herinn muni í raun og veru afsala sér völdum eins og hann lofaði einni viku eftir ósigurinn í Falklandseyjastríðinu, sem hófst fyrir einu ári. En margir eru efagjarnir. Herforingjar hafa stjórnað í Argentínu í 53 ár og ekki megnað að lækna margar mein- semdir þjóðarinnar. Argentínu- menn geta ekki bent á einn ein- asta ávinning af stjórn þeirra, hernaðarlegan eða pólitískan. En fátt bendir til þess að endur- reisn lýðræðis leysi margvísleg- an vanda, sem við er að stríða. Mánuðirnir eftir Falklandseyja- strfðið hafa verið dekksti tíminn í sögu Argentínu. Yfir stendur ein mesta efna- hagskreppa í sögu landsins, póli- tískt ofbeldi hefur aukizt, sárin eftir stríðið eru ekki gróin. Sex til fimmtán þúsunda vinstri- sinna er enn saknað eftir miklar hreinsanir hersins fyrir nokkr- um árum. Bignone forseti, sem er fyrrverandi herforingi, hefur siglt í gegnum þessi vandamál og nýtur trausts. En raunveruleg völd hafa verið í höndum yfir- manna heraflans undir forystu Cristino Nicolades, yfirmanns landhersins („El Bruto“). Áhugi herforingjanna á endurreisn lýðræðis er dreginn í efa þrátt fyrir loforð þeirra um kosningar. Þeir hafa þráfaldlega neitað að gefa þjóðinni skýr- ingar á slælegri frammistöðu heraflans í stríðinu við Breta. Yfirmenn landhers, sjóhers og flughers hafa kennt hver öðrum um ófarirnar, opinber skýrsla um stríðsreksturinn hefur ekki verið birt og þaggað var niðri í liðsforingjum, sem gagnrýndu það. Mannréttindahópar hafa átt erfitt um vik, hert hefur ver- ið á ritskoðun og birtar hafa ver- ið viðvaranir um „undirróður" og „jafnvægisleysi". Mannréttindahópar sendu nýlega Bignone bænaskjal með ósk um hömlur á starfsemi ör- yggisþjónustunnar, SIDE, m.a. starf óeinkennisklæddra lög- reglumanna sem áttu þátt í mannshvörfunum. Fyrrverandí lögreglustjóri Buenos Aires, Ramon Camps, hafði þá nánast viðurkennt ábyrgð heraflans á mannshvörfunum. Bænaskjalið lýsir ugg um að ný herferð SIDE sé í uppsiglingu og efasemdum um að lýðræði komist á. í skjal- inu var bent á nýleg dæmi um vafasamar aðferðir SIDE. Jafn- framt er orðrómur um að hryðjuverkamenn úr Monten- J eros-samtökum perónista hafi J laumazt aftur til landsins. Þol- inmæði heraflans er sögð á þrot- um þar sem hann er stöðugt krafinn skýringa. Herforingjarnir hafa orðið fyrir vaxandi þrýstingi frá lágt- settum foringjum úr öllum greinum heraflans. Þeir sökuðu nýlega stjórnina um að hafa „misst tökin á ástandinu" og lát- ið óhróður um heraflann óátal- inn. Þetta sýndi andstöðu þeirra við viðræður Bignone forseta við stjórnmálamenn um fyrirhugað- ar kosningar. Orðrómur var um að þeir ætluðu að Iáta yfirmenn sína víkja og skipa nýja stjórn. Þegar þetta spurðist tilkynnti Nicolaides hershöfðingi að hann hefði afhjúpað og bælt niður 32 byltingarsamsæri til að sýna hver völdin hefði. Síðan munaði minnstu að Bignone væri vikið frá. Yfir- menn heraflans sátu átta tíma á fundi 10. febrúar og gáfu út harðorða tilkynningu, þar sem stjórnmálamenn voru varaðir við að gagnrýna heraflann. Yfir- menn flughers og sjóhers, Aug- usto Hughes hershöfðingi og Ruben Franco flotaforingi, fóru hörðum orðum um feril Bign- one-stjórnarinnar. Nicolaides hershöfðingi gerði hlé á fundin- um til að ræða við Bignone, sem mun hafa boðizt til að segja af sér. Að lokum sannfærði Nicol- aides hershöfðingi félaga sína um að brottvikning forsetans mundi enn rýra álit heraflans. Til að sýna harðnandi afstöðu sína sendu herforingjarnir Vict- or Martinez úr Róttæka flokkn- um opinbert skeyti og sögðu honum að staðfesta eða bera til baka yfirlýsingu þar sem hann sagði: „Hetjurnar, sem byggðu upp föðurlandið, helguðu sig ekki ránum eins og herforingj- amir nú.“ Skeytið var talið upp- haf málsóknar, en beðið var með að senda öðrum stjórnmála- mönnum svipuð skeyti. Martinez kvaðst hafa átt við „pólitískt valdarán", en ekki peninga- eða eignarán. Herforingjarnir ákváðu að stefna honum fyrir róg. Stjórnmálamennirnir höfðu hótun herforingjanna um málshöfðun að engu, en urðu hófsamari og héldu áfram við- ræðum við Bignone um fyrirhug- aðar kosningar. Annars hefði staða Bignone og stjórnar hans veikzt ennþá meir. En ugg stjórnmálamanna um að Bign- one verði vikið frá hefur ekki verið eytt. Svigrúm hans hefur verið takmarkað, þar sem hann varð að ganga að vissum skilyrð- um til að halda völdunum. Það sást á því að yfirmenn heraflans Bignone ■ — Vaxandi þrýstingur. Öfgamenn úr flughernum vilja minnast þess að 2. apríl er eitt ár liðið frá innrásinni í Falklands- eyjar með árásum á eyjarnar. Bignone og yfirmenn heraflans leggjast gegn slíkum aðgerðum og þær njóta lítils stuðnings í heraflanum. Brezkar fréttir herma að argentínskar flugvélar kanni loftvarnir eyjanna og viðbragðsflýti Phantom-þota Breta með því að fljúga upp að lofthelgi eyjanna. Argentínu- menn ætla að halda áfram tak- markaðri áreitni til að halda málinu vakandi. Þannig megi neyða brezku stjórnina til að gera eyjarnar að „virki“ með ærnum tilkostnaði, sem veki óánægju skattgreiðenda og þvingi Breta til að vera sveigj- anlegri. Flugher Argentínu hafði til alvarlegrar athugunar að ráðast á eyjarnar í desember og tvær sveitir Mirage-flugvéla hafa síð- an verið sendar til Suður- Argentínu. Ný vopn í Mirage- flugvélar hafa borizt frá Frakk- landi og 20 flugvélar eru komnar frá ísrael og öðrum löndum. Bignone-stjórnin hefur reynt af alefli að afla sér stuðnings í deilunni á alþjóðavettvangi til þess að fá Breta að samninga- borði. Alger kúvending hefur orðið á fyrri harðlínustefnu í utanríkismálum. Bignone hefur rætt við Yasser Arafat, hvatt til stofnunar Palestínuríkis og for- dæmt Suður-Afríku. Nú síðast sótti hann ráðstefnu óháðu ríkj- anna í Nýju Delhí, þar sem hann sakaði Bandaríkin um afskipti af innanríkismálum og þakkaði Fidel Castro veittan stuðning. Argentínumenn munu hafa ákveðið að fara diplómatískar leiðir í deilunni, a.m.k. fyrst um sinn, og hvers konar ævintýra- mennska 2. apríl fengi lítinn stuðning innanlands og stofnaði í hættu þeim litla diplómatíska ávinningi, sem náðst hefur síðan stríðinu lauk. Þjóðsöngurinn og Laxness Fyrir nokkru gerðust þau gleði- legu tíðindi á Alþingi að samþykkt voru lög til verndunar okkar kæra þjóðsöng „Ó Guð vors lands". Við það varð skáldinu á Gljúfrasteini eitthvað órótt og lét birta eftir sig grein í Morgunblaðinu 19. mars, sem var að mestu leyti endurtekn- ing á órökstuddri gagnrýni í fyrri grein hans 7. desember (svarað 8. janúar). Það sem er lítið og lágt má gjarnan hverfa sem fyrst í þagnar og gleymskunnar djúp, og þannig er lágkúran yfirleitt með- höndluð, en þegar mennskar verur eru að narta í og reyna að lítil- lækka það sem er fagurt og há- leitt, getur stundum verið erfitt að þegja. I bókinni „Ungur ég var“, bls. 87, ritar Laxness eftirfarandi: „Ég hef aldrei kunnað að meta skáldskap Matthíasar Jochums- sonar eða Einars Benediktssonar — líklega ekki verið nógu greindur til þess að meta stórar sálir að verðleikum — Þótt ég væri allur af vilja gerður hef ég verið ónæm- ur á hugblæ í skáldskap þessara meistara.“ En úr því að Laxness metur sjálfan sig ekki hæfan til að skilja skáldskap Matthíasar Joch- umssonar, hvers vegna í ósköpun- um er hann að rita tvær greinar í Morgunblaðið um sama efni. „Kristlaus upptimbrun í lof- gerðarformi," segir Kiljan. Skyldi nokkrum manni hafa dottið I hug að „Ríki Krists konungs" væri eitthvað annað en Guðsríkið. Því miður, segir Kiljan, er kvæðið (þjóðsöngurinn) ekki ort í „kristi- legu játningarformi". Með þessu hlýtur Kiljan að eiga við að við eigum að játa syndir eða trú okkar eða hvort tveggja f þjóðsöngnum. Ég held ég geti fullvissað Kiljan um að þetta séu alveg óþarfar áhyggjur. Við erum þegar í stað gjörþekktir af æðri máttarvöldum án þess að mæla orð. Allar tilfinn- ingar hversdagslífsins endur- speglast í áru líkamans sem geisl- andi litur eða kraftur, og útgeisl- an, sem orsakar að við erum sem opin bók þeim, sem skyggnir eru, og ástand sálar okkar og líkama sést þegar í stað. Laxness nefnir þjóðsöng Breta, „God Save the Queen“, sem sýnis- horn af þjóðsöng sem höfðar til landslýðsins á góðri stund. Við at- hugun kemur í ljós að þjóðsöngur Breta, sem sunginn er opinber- lega, fjallar um eina persónu, „drottninguna". Söngurinn er bæn til æðri máttarvalda um að varð- veita hina náðugu og göfugu drottningu, heilsu hennar og ham- ingju, og að hún megi lengi ríkja sem drottning yfir þegnum sínum. Til samanburðar er hinn ís- lenski þjóðsöngur hrein lofgjörð til hins æðsta veraldarsmiðs, ásamt bæn. Þjóðsöngur er endurspeglun á þjóðlífinu. Hann getur verið lág- reistur — án reisnar. Ef þjóðsöng- urinn er háleitur, gefur það til kynna, að þrátt fyrir efnahags- eða stjórnarfarslega erfiðleika, höfum við ekki misst sjónar af „trú, von og kærleika", eða mögu- leikum mannsins yfirleitt til þroska. Ef til vill gerum við okkur ekki grein fyrir möguleikum mannsins, jafnvel þótt krafta- verkin séu að ske allt í kring um okkur. Við skulum skoða liljur vallarins og hvernig þær vaxa. Sagt er að veraldleg stórmenni hafi aldrei verið skrýdd sem ein af þeim. Liljan vex úr mjög ósjáleg- um lauk. Hefðum við aldrei séð lilju í blóma og aldrei horft á hennar dásamlegu blöð og blóm, hefði okkur aldrei getað dottið í hug að slíkir möguleikar dyldust í lauknum. Með því einu að horfa á laukinn, og taka hann í sundur, mundum við ekkert sjá sem gæfi til kynna að þessi blundandi möguleiki væri í lauknum. Þessir Pétur Magnússon blundandi möguleikar eru til stað- ar í manninum og bíða þess að hann vakni til meðvitundar um hlutverk sitt og ábyrgð. Þegar fyrri og seinni ritsmíðar Laxness eru bornar saman, kemur í ljós að nýr ljósgeisli hefur náð að skína í hugarheim Laxness. ís- lenski þjóðsöngurinn „ó, Guð vors lands“, sem í fyrstu ritsmiðinni er titlaður „ekki íslenskur þjóðsöng- ur heldur únitariskur lofsöngur”, er í seinni ritsmíðinni orðinn „stórbrotið verk“ og Matthías Jochumsson er viðurkenndur sem andríkt stórskáld. Megum við vona að f tímans rás nái fleiri ljósgeislar að skína í hugarheim Laxness og að íslenski þjóðsöngur- inn verði þar viðurkenndur sem stórbrotið verk sem erfitt verður að betrumbæta. Ekkert mannanna verka er al- fullkomið. Maðurinn er andleg vera á þroskabraut. Við eigum mikið af ættjarðarljóðum sem höfða til mannsins á góðri stund, en þjóðsöngur þarf helst að rísa hátt yfir meðalmennskuna. Matthías gleymdi ekki skapara sínum þegar hann orti þjóðsöng- inn. Þess vegna eigum við háleit- an, rismikinn þjóðsöng, við hæfi. Pétur Magnússon SATT-tónleikar haldnir í kvöld í KJÖLFAR vel heppnaðrar tilraun- ar um síðustu helgi, þegar á sjötta hundrað manns sóttu tónleika á veg- um samtakanna, efnir SATT til tón- leika i veitingahúsinu Klúbbnum í kvöld, miðvikudag, frá kl. 21—24. Björgvin Gíslason mun í kvöld kynna nýju hljómplötuna sína, „Örugglega", kl. 21.45 á neðstu hæðinni og á sama tíma verður þáttur með Egó sýndur í kjallara hússins. Þá verður óvæntur glaðn- ingur, svonefnt Surprise, aftur á dagskrá á sama tíma. Boðið er upp á sérstakan K-bjór og kynningar- verð er á pítum í kjallaranum. Hljómsveitin Start kemur fram kl. 22.45 og mun Björgvin vænt- anlega leika nokkur lög af plötu sinni með hljómsveitinni. Verð aðgöngumiða er kr. 100 frá kl. 21—24, en eftir miðnætti er venjulegt rúllugjald, kr. 50.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.