Morgunblaðið - 15.05.1983, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.05.1983, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 Á Hjólreiðadaginn 28. maí næst- komandi er áætlað að 1000 börn komi saman á Lækjartorgi, þar sem Davíð Oddsson borgarstjóri tekur á móti börnunum, þau afhenda söfn- unarféð, þiggja hressingu og ýmis- legt verður gert til skemmtunar. komandi. Það fé, sem safnast að þessu sinni, rennur allt til upp- byggingar sumardvalarheimilis fyrir fötluð börn í Reykjadal í Mosfellssveit. Sigurður sagði, að vonast væri eftir meiri þátttöku nú en nokkru sinni, eða um sex þúsund barna. Þúsundir barna eru þegar byrj- aðar að safna fjárframlögum, í Reykjavík, Mosfellssveit, Hafnar- firði, Kópavogi, Garðabæ og Seltj- arnarnesi. Öll hafa þau fengið sér- stök söfnunarkort, prentuð með bláu letri. Á kortin skrifa þeir, sem styrkja vilja málefnið, nöfn sín og tilgreina þá upphæð er þeir láta af hendi rakna. Er söfnuninni lýkur, skila börnin peningunum ýmist í skóla sína eða koma með þá niður á Lækjartorg. Þar verður peningunum síðan safnað saman, og allir sem þátt taka í söfnuninni, fá viðurkenningarskjöl að launum. Viðurkenningarskjölin eru jafn- framt happdrættismiðar, og verð- ur dregið um milli 100 og 200 happdrættisvinninga á Lækjart- orgi. Þar verður mikið um að vera á Hjólreiðadaginn, sagði Sigurður, þekktir skemmtikraftar koma fram, hljómsveitir leika, boðið verður upp á hressingu og margt fleira, en það verður nánar kynnt í fjölmiðlum næstu daga. Hjólreiðadagurinn 1983 til styrktar fötluðum börnum: Ollu því fé er safnast verður varið til sumar dvalarheimilis fatlaðra barna í Reykjadal — Rætt við Sigurð Magnússon, framkvæmda- stjóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Hjólreiðadagurinn 1983 verður haldinn hinn 28. maí næstkomandi, eins og fram hefur komið í fréttum Morgunblaðsins. Þúsundir skólabarna af höfuð- borgarsvæðinu munu hjóla niður á Lækjartorg í lögreglufylgd, og afhenda þar fjármuni, sem þau hafa safnað til styrktar sumardvalarheimili fatlaðra barna í Reykjadal í Mosfellssveit. Það er Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, sem skipuleggur Hjólreiðadaginn, en þetta er í þriðja sinn, sem hann er haldinn. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Sigurð Magnússon framkvæmda- stjóra Styrktarfélagsins að máli nú í vikunni, og spurði fyrst hvernig HjóÞ reiðadagurinn hefði orðið til í upphafi. Sjúkraþjálfarar aðstoða fötluð börn í Endurhæfíngastöðinni sem Styrktarfé- lag lamaðra og fatlaðra rekur við Háaleitisbraut í Reykjavík. Hugmyndin komin frá Kanada „Hugmyndin kom fyrst fram ár- ið 1981, á ári fatlaðra," sagði Sig- urður, „en þá komu til mín þeir Þór Jakobsson veðurfræðingur og Vésteinn sonur hans, og ræddu við mig um hvort ekki mætti skipu- leggja eins konar hjólreiðadag, til styrktar fötluðu fólki. Þeir höfðu kynnst þessu í Kanada er þeir bjuggu þar, og datt nú í hug hvort ekki mætti nýta hugmyndina hér á landi, en í Kanada hafði ágóða af hjólreiðadegi eða skipulögðum hjólreiðum einnig verið varið til styrktar fötluðum. Eftir skamman umhugsunartíma sá ég að hér var um athyglisverða hugmynd að ræða, og ráðist var í að skipu- leggja „Hjólreiðadaginn 1981“. — Ég taldi einkum tvennt vinnast með skipulagningu dags af þessu tagi; annars vegar gæti safnast umtalsvert fjármagn, sem mikil þörf væri fyrir, og í öðru lagi væri hægt að virkja á þennan hátt hundruð og þúsundir barna til styrktar fötluðum jafnöldrum þeirra, börnin myndu sjálf komast í snertingu við vanda þessara jafnaldra sinna, og þar með fá aukinn skilning á málefninu. Hjólreiðadagurinn 1981 var til- einkaður íþróttum og útivist fatl- aðra barna, og 1982 var hann til- einkaður öldruðu fólki. Þetta hef- ur allt gengið vonum framar, og ég sé ekki annað en að hjólreiðadagar af þessu tagi muni verða árviss viðburður í starfsemi okkar 1 framtíðinni." Fjölmargir aðilar hafa aðstoðað — Árið 1981 komu um 3000 börn hjólandi á Laugardalsvöllinn á Hjólreiðadaginn, og í fyrra voru þau milli 4 og 5 þúsund talsins. Það hlýtur að vera mikið verk að skipuleggja söfnun og samkomu- hald af þessu tagi? „Já, að baki þessu liggur gífur- leg vinna. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur skipulagt dag- inn, en notið til þess aðstoðar fjöl- margra aðila. — Fyrst ber auðvit- að að nefna börnin sjálf, án þeirra yrði enginn Hjólreiðadagur. Þá höfum við notið ómetanlegrar að- stoðar skólastjóra og kennara. Lögreglan hefur verið okkur afar vinveitt, og séð um skipulagningu á hjólreiðunum og alla löggæslu með þeim hætti, að engin slys eða óhöpp hafa orðið. Þá hafa félagar í Hjólreiðafélagi Reykjavíkur ver- ið til aðstoðar, lagt til menn er fara fyrir og á eftir hverjum hjól- andi hópi. Lionsklúbburinn Njörð- ur hefur veitt margháttaða að- stoð, og hið sama á við um Kvennadeild Styrktarfélagsins, Svölurnar — félag núverandi og fyrrverandi flugfreyja — og marga aðra. Nýja sendibíiastöðin hefur lagt til sendiferðabíla, sem fylgt hafa hópunum, og aðstoðað börnin sé þess þörf, og Coca Cola- verksmiðjurnar hafa lagt öllum til hressingu. Enn get ég nefnt að við höfum fengið aðstoð hjá fjölmörg- um skemmtikröftum, sem komið hafa fram á Hjólreiðadaginn, og þeir hafa í flestum tilvikum gefið sína vinnu. Þannig gæti ég haldið áfram; okkur hefur borist aðstoð úr öllum áttum, hún hefur gert mögulegt að halda hjólreiðadag og fyrir hana erum við afar þakklát." í hjólreiðadagsnefnd 1983 eru, auk Sigurðar Magnússonar, sem er formaður hennar: Þór Jakobs- son og Vésteinn Þórsson. Ásgeir Heiðar frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur, Baldvin Ottósson lögregluvarðstjóri og Björn Ág- ústsson frá Lionsklúbbnum Nirði. Stefnt aö þátttöku 6000 barna Sem fyrr segir verður Hjól- reiðadagurinn 1983 haldinn á Lækjartorgi hinn 28. maí næst- Einnig leitað til fyrirtækja „Hjólreiðadagurinn hefur tekist afskaplega vel undanfarin ár,“ sagði Sigurður," og það er ótrúlegt hve börnin hafa getað safnað miklu fé, starfsemi fatlaðra til ómetanlegs gagns. Það hvílir eng- in skylda á börnunum að vera með í þessu, en reynslan hefur sýnt að þúsundir barna vilja vera með. Engar reglur eru heldur um hve miklu hver og einn eigi að safna, litlar sem stórar fjárhæðir koma að gagni. Ég hef hins vegar þegar heyrt í fjölmörgum krökkum sem hafa sagt að 500 krónur virðist vera mjög hæfileg upphæð, en hún svarar til þess að hvert heimili gefi 50 krónur, ef börnin tala við tíu aðila. — Auðvitað verða svo þessar upphæðir bæði hærri og lægri eftir aðstæðum hvers og eins, en við vonumst til að söfnun- in komi okkur á verulegt skrið með Reykjadalsheimilið. Sú framkvæmd er hins vegar svo umfangsmikil, að auk þess sem við væntum góðs af hjálp skólabarnanna, munum við leita til atvinnurekenda og fyrirtækja um stuðning. Fjölmörgum fyrir- tækjum hefur þegar verið sent bréf, þar sem vakin er athygli á Hjólreiðadeginum, og fólk á okkar vegum mun hafa samband við framkvæmdastjóra þeirra næstu daga. Vissulega eru erfiðleikar hjá atvinnufyrirtækjum víða um þess- ar mundir, en við vonumst þó eftir að sem flestir geti séð af einhverju framlagi til þessa brýna verkefn- is.“ Byggja Reykjadals- heimiiiö frá grunni „Reykjadalsheimilið í Mos- fellssveit var á sínum tíma byggt af miklum vanefnum," sagði Sig- urður. „Það var á sínum tíma stórkostlegt átak að koma því upp, og það hefur verið fötluðum börn- um til ómetanlegs gagns allar göt- ur síðan, og er enn. Það breytir því á hinn bóginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.