Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 122. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins 75 ÁRA afmælis Hafnarfjarðarkaupstaðar var minnst í gær á margvíslegan hátt. Auk menningarviðburða var hátíðarfundur bæjarstjórnar Hafnarfjarð- ar í íþróttahúsinu við Strandgötu og var þar margt um manninn. Akveðið var að friðlýsa Hamarinn og kaupstaðnum voru færðar margar og góðar gjafir. Meðfylgjandi mynd var tekin við Lækinn síðdegis í gær er ungir Hafnfirðingar brugðu á leik í góða veðrinu. Morgunblaðií/ KOE Kosningabaráttan í Bretlandi: Vaxandi fylgi Bandalagsins á kostnað íhaldsflokksins London, I. júní. AP. SKOÐANAKANNANIR í Bretlandi sýna nú minnkandi for- skot íhaldsflokksins fyrir þingkosningarnar 9. júní nk. Bandalag jafnaðarmanna og frjálslyndra hreykti sér hins vegar af því í dag, að vegur þess færi nú stöðugt vaxandi og það væri á leið í annað sætið á undan Verkamannaflokknum í baráttunni um hylli kjósenda. Átta Pól- verjar flýja til Svíþjóðar Stokkhólmi, 1. júní. AP. ÁTTA Pólverjar — sex fullorðnir og tvö börn — komu í dag til Svíþjóðar á fiskibáti í því skyni að biðja þar um hæli sem pólitískir flóttamenn. Alls voru 9 manns um borð í pólska bátnum, sem að öllu jöfnu á ekki að flytja nema 4—5 manns, en aðeins 8 þeirra báðu um hæli í Svíþjóð. Þeim níunda snerist hug- ur og ákvað hann að snúa aftur heim til Póllands í bátnum, sem er gamall og fúinn. Skipstjórinn kvaðst vera af þýzkum ættum og sagði að hann og sjö fjölskyldumeðlimir, sem með bátnum voru, kæmu frá Austur-Gorki, sem væri fiskiþorp í grennd við borgina Gdansk. Methækkun á dollarnum London, I. júní. AP. HÆKKANDI vextir urðu til þess, að Bandaríkjadollar hækkaði meira í dag en nokkru sinni fyrr á einum degi á þessu ári. Gull og silfur lækk- uðu aftur mjög í verði. Af hálfu stjórna ýmissa Evrópuríkja kom fram sú skoðun, að styrkleiki dollar- ans og hinir háu vextir ættu mikinn þátt í núverandi efnahagserfiðleik- um þeirra. Bandarískir ferðamenn, sem hyggja á Evrópuför á þessu sumri, líta þessa þróun hins vegar björtum augum, þar sem hún er þeim að sjálfsögðu mjög í hag. Gengi dollarans varð þannig hærra í dag en nokkru sinni fyrr gagnvart franska og belgíska frankanum, dönsku krónunni, ít- ölsku lírunni og spænska pesetan- um. Því fer þó fjarri, að þessi þróun færi Bandaríkjamönnum tóma blessun. Framleiðendur á út- flutningsvörum þar líta þessa þróun svartsýnum augum, því að samkeppnisaðstaða þeirra á er- lendum mörkuðum versnar mjög. Þetta á einnig eftir að magna verðbólguna í heiminum, því að olían, sem alls staðar er bundin dollarnum, verður dýrari. „Við erum orðin alvarleg ögrun fyrir ríkisstjórnina," sagði Roy Jenkins, leiðtogi jafnaðarmanna í dag, eftir að ný skoðanakönnun hafði sýnt, að fylgi Bandalagsins hafði aukizt um 6% frá því i síðustu viku og væri nú orðið 21%. fhaldsmenn undir forystu frú Margaret Thatcher, forsætisráð- herra, halda því einnig fram nú, að þrátt fyrir 13% forskot þeirra gæti Bandalag jafnaðarmanna og frjáls- lyndara orðið til þess að koma vinstri sinnaðri ríkisstjórn undir forystu Verkamannaflokksins til valda. „Það er lítil stoð í því, að fólk segir: Þetta er allt í lagi fyrir Thatcher, lítið bara á skoðanakann- anirnar," sagði frú Thatcher á fundi með fréttamönnum í dag í Elgin, sem er í kjördæmi í Skotlandi, sem fhaldsmenn hafa haldið með naum- um meirihluta í undanförnum kosn- ingum og gætu alveg eins tapað til skozkra þjóðernissinna nú. „Það er aðeins með því, að nógu margir greiði í haldsflokknum atkvæði sitt, sem unnt verður að koma i veg fyrir, að stjórn Verkamannaflokksins komizt til valda á ný,“ sagði hún ennfremur. Samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar á vegum MORI- fyrirtækisins, sem birtar voru í dag, nýtur fhaldsflokkurinn nú fylgis 44% kjósenda og Verkamannaflokk- urinn 32% á móti 51% og 33% í sams konar skoðanakönnun í síð- ustu viku. Bandalagið aftur á móti hefur aukið fylgi sitt á kostnað fhaldsflokksins úr 15% í 21% sam- kvæmt framansögðu. Forystumenn þess breyttu um aðferðir í kosn- ingabaráttunni í síðustu viku og í stað þess að gagnrýna aðallega Verkamannaflokkinn tóku þeir að halda fram Bandalaginu sem eina valkostinum til þess að koma í veg fyrir yfirburðasigur f haldsflokks- ins. Leggja þeir nú áherzlu á, að Eftir innrás Sovétríkjanna í Afganistan og byltinguna í íran hafa bandarísk stjornvöld lagt að bandalagsríkjum sínum í NATO að koma sér upp áætlunum um úr- ræði til vara til þess að viðhalda varnarkerfi Evrópu, ef Banda- ríkjamenn neyddust til þess að flytja herlið þaðan til Suðvestur- Asíu. Manfred Wörner, varnarmála- ráðherra Vestur-Þýzkalands, hef- ur lýst sig sammála slíkum áætl- unum en jafnframt lagt á það áherzlu, að Atlantshafsbandalagið í heild ætti að standa að þeim en ekki bara þau lönd, þaðan sem Verkamannaflokkurinn hafi sýnt, að hann sé svo vinstri sinnaður, að hann geti ekki sigrað og að kjósend- ur eigi ekki að kjósa f haldsflokkinn bara af ótta við Verkamannaflokk- inn. bandarískt herlið kynni að verða flutt brott. Það kont fram í ræðu Weinberg- ers, að Sovétríkin hefðu árum saman haft tiltækar meðaldrægar eldflaugar búnar kjarnorku- sprengjum, sem dregið gætu 900 km. Kanadíski flotaforinginn Rob- ert H. Falls tók undir þessi orð og sagði það valda yfirherstjórn NATO mestum áhyggjum, hve Sovétmenn réðu yfir mörgum eld- flaugum af gerðinni SS-22, sem skjóta mætti á hvaða land í Vestur-Evrópu sem væri frá skotpöllum þeirra i Sovétríkjun- um. Korchnoi — Kasparov: Einvígið fer fram í Texas Amsterdam, 1. júní. AP. SKÁKEINVÍGI stórmeistaranna Gary Kasparovs frá Sovétríkjunum og Viktors Korchnois, sem er landflótta Rússi, mun fara fram í júlflok í Pasadena í Texas. Verðlaunaféð verður 100.000 svissneskir frankar (um 1,3 millj. ísl. kr.). Var frá þessu skýrt í aðalstöðvum Alþjóðaskák- sambandsins (FIDE) í dag. Þetta skákeinvígi er annað af tveimur undaneinvígjum fyrir heimsmeistarakeppnina í skák. Hitt einvígið verður milli Rúss- ans Vassily Smyslovs, fyrrver- andi heimsmeistara, og Ungverj- ans Zoltan Riblis. Á það að fara fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum við Persaflóa og verðlaunaféð verður þar 25.000 svissneskir frankar. Sig- urvegararnir úr þessum tveimur einvígjum eiga síðan að leiða saman hesta sína í nóvember nk. og sá sem sigrar, mun svo heyja einvígi við núverandi heims- meistara, Sovétmanninn Ana- toly Karpov, um heimsmeistara- titilinn í skák. Onnur varnar- áætlun til vara — verði bandarískt herlið flutt frá Vestur-Evrópu Brússel, 1. júní. AP. CASPAR Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fór þess á leit við bandlagsríkin í NATO í dag, að þau aðstoðuðu Bandaríkin meira en nú er gagnvart þeirri hættu, sem stafaði af ástandinu í Suðvestur-Asíu. Weinberger bar þessi tilmæli fram á fundi varnar- málaráðherra 14 aðildarríkja NATO, sem hófst í Briissel í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.