Morgunblaðið - 23.07.1983, Side 3

Morgunblaðið - 23.07.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 1983 3 Morgunblaðið/Kristján. Kassabílvelta í Hafnarfirði HIÐ árlega kassabílarall Hafnfirðinga fór fram í gær á Linnetsstíg þar í bænum. Á þriðja tug bíla tóku þátt í rallinu að þessu sinni og áhorfendur voru fjölmargir að vanda. Ekki gekk keppnin óhappalaust fyrir sig, eins og meðfylgjandi myndaröð sýnir. Kassabíll nr. 15 valt skammt frá markinu en meiðsli urðu sem betur fer smávægileg. Lánskjara- vísitalan hækkar um 5,36% V erðbólguhraðinn mælist 87,16% SEÐLABANKINN hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir ágústmánuð og er hún 272 stig, sem er 5,36% hsekkun frá vísitölu júlímánaðar. Sé verðbólguhraðinn metinn út frá þessari hækkun, mælist hann 87,16% á tolf mánaða tímabili. Lánskjaravísitala júnímánaðar var 656 stig og í júlí 690 stig og var sú hækkun 5,18% og mældist 83,38% á tólf mánaða tímabili. Hins vegar var verðbólguhraðinn metinn á tólf mánaða tímabili út frá hækkun lánskjaravísitölu maí mánaðar 158,9%. Slysið í Hafnarfirði: Stúlkan minna slösuð STÚLKAN sem lenti í árekstri við tengivagn á sendiferðabíl, á mót- um Stekkjarhrauns og Dalshrauns í Hafnarfirði í fyrradag, er minna slösuð en óttast var í fyrstu. Hún er sködduð á hálsi, viðbeinsbrotin og mikið marin. Hún þarf ekki að vera á gjörgæsludeild. Eru þeir að fó 'ann -? m Verið lélegt í Blöndu „Augabrýnnar eru aðeins að lyftast, enda komu 18 laxar á land í gær. Það var reyndar ekki met- dagur, einn daginn komu 22 á land, en það hefur verið afar dauf veiði í Blöndu það sem af er sumri. Það eru ekki komnir nema um 150 laxar á land, en á sama tíma í fyrra voru þeir milli 700 og 800 talsins og þótti það lélegt þá,“ sagði Sigurður Kr. Jónsson á Blönduósi í samtali við Mbl. í gær. Sigurður sagði að menn kynnu engar skýringar á veiðideyfðinni, áin hefði að vísu verið köld fram- an af vegna snjóleysinga, en hún hefði verið tiltölulega vatnslítil og hrein um skeið, en samt sem áður virtist hreinlega mjög lítið af fiski vera gengið í ána, aðeins milli 200 og 250 fiskar hafa farið um teljarann. Veiðin hófst 9. júní, en lax veiddist ekki fyrr en 25. júní og síðan kom eyða áður en menn fóru að slíta upp fisk á ný. Sagði Sigurður 3—10 laxa hafa komið á land á dag að meðaltali á þær fjórar stangir sem leyfðar eru í Blöndu. Framan af var lax- inn mjög vænn, en smálaxa hefur gætt í aflanum upp á síðkastið og því hefur meðalviktin lækkað. Þó taldi Sigurður að hún væri enn 9—10 pund. Stærsta laxinn til þessa veiddi Ellert Svavarsson, það var 21 punds lax og veiddist á spón. Þá hafa nokkrir 16—17 lax- ar komið á land. Að glæðast í Laxá „Við erum líka með fallega á á leigu sem heitir Laxá í Refasveit og þar hefur veiðin verið að glæð- ast. Ætli það séu ekki komnir um 20 laxar á land og mikið líf hefur sést í henni síðustu dagana. Þarna hafa verið miklar framkvæmdir, fiskvegur verið gerður og seiðum sleppt. Áin datt mjög niður síð- ustu sumur, ég held að það hafi bara veiðst um 40 fiskar í henni í fvrra og milli 70 og 80 árið 1981. Áður gaf hún stundum vel, á þriðja hundrað fiska þegar vel gekk,“ sagði Sigurður einnig. Laxá er „miðlungsstór" á og laxinn hefur til þessa verið mjög vænn, 8—12 pund. Veitt er á tvær stangir. Mokveiddi lax í Meðalfellsvatni „Það kom mikill kippur hérna í gær,“ sagði Gísli Ellertsson, bóndi á Meðalfelli í Kjós, í samtali við Mbl. í fyrradag, „ég hafði frétt af aðeins einum laxi sem komið hafði á land, en svo veiddust allt i einu 14 laxar hérna," bætti Gísli við. Gísli sagði að það hefði snögghlýnað í Kjósinni og þá hefði laxinn farið að taka. Færey- ingarnir þrír, sem voru að veiðum, fengu 10 laxa, hinir fjórir dreifð- ust á aðra veiðimenn, m.a. veiddi Árni Gunnarsson fyrrum alþing- ismaður einn lax. Þetta voru 5—8 punda laxar og veiddust allir á maðk að sögn Gísla. Sagði Gísli að laxinn hefði gengið seint í Bugðu og vatnið, líklega vegna þess að framan af sumri var Laxfoss f Laxá illfær laxinum vegna mikils vatns. Gísli sagði að silungsveiðin hefði gengið upp og ofan, einn hefði tekið 30 silunga á einu kvöldi og fengið svo aðeins einn daginn eftir. „Menn greinir á um hvort fiskurinn er að stækka hérna,“ sagði Gísli, en Meðal- fellsvatn hefur verið mikið grisjað síðustu árin, enda var það orðið troðfullt af afar smárri hor- bleikju. Góður urriði er þó til í vatninu og veiðist oft. OpiÖídagtilkl3 SAAB-eigendurathugiö, tökum þann gamla upp í nýjan — eða seljum hann fyrir þig ef þú vilt heldur. Mikil eftirspurn tryggir hagstæð skipti. TÖGGURHR SAAB UMBOÐIÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.