Morgunblaðið - 03.08.1983, Page 1

Morgunblaðið - 03.08.1983, Page 1
48 SÍÐUR 172. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins A FUND FORSETA Nýskipaður sendimaður Reagans Bandaríkjaforseta í Mið-Austurlöndum, Robert McFarlane, ræðir við Amin Gemayel, forseta Líbanon, í sumarbústað forsetans í Bikfaya í dag. Sendimaöurinn ítrekaði fvrirætlanir Bandaríkjastjórnar um að fá erlendar hersveitir til að hverfa burt frá Líbanon. í fréttum frá Tel Aviv segir að ísraelsmenn hafí í dag tekið traustataki bækistöðvar kristinna skæruliða í suðurhluta landsins. Einnig skutu ísraelsmenn skriðdrekaeldflaugum og stórskotaliðssprengjum að herstöðvum Sýrlendinga í austurhluta lands- ins, eftir að Sýrlendingar særðu einn ísraelskan hermann í byssuskothríð. Sjá frekar um Mið-Austurlönd á bls. 20. Tök stjórnar á Sri Lanka hert Líbýumenn segja að Habre sé allur Trípóli, Líbýu, N’djamena, (’had, Washinglon, 2. ágúsl. AP. LÍBANSKA fréttastofan Jana full- yrti í dag að forseti ('had, Hissene Habre, hefði látið lífíð í bardögum við uppreisnarmenn norður af borg- Hélt sig sálaðan Akron, Ohio, 2. ágúsl. AP. MAÐUR nokkur, sem varð fyrir því óláni aö það laust í hann eldingu, segir að hann hafí talið sig framliðinn og þess vegna hafí hann brugðizt ókvæða við er læknar hófu tilraunir til að vekja hann aftur til lífsins. „Ég veit það hljómar an- kannalega," sagði John Loughry, tuttugu og níu ára gamall, „en ég fylgdist með sjálfum mér í sjúkrabílnum meðan læknarnir voru að reyna með raflosti að fá hjart- að til að slá.“ Loughry segist hafa fundið til ánægjulegrar og svífandi vímu og hafi því fyrstu viðbrögðin orðið þau að hann spurði sjálfan sig: „Hvað gengur á? Af hverju láta þeir mig ekki í friði? Ég hef sjald- an verið hressari." Loughry var á fiskveiðum á smábát í Mahoning-héraði í Ohio ásamt vini sínum, þegar skyndilega byrjaði að rigna. Réru vinirnir til lands og leit- uðu skjóls undir tré. Loughry segist muna eftir að hafa sagt við vin sinn að óskynsamlegt væri að liggja undir tré í þrumuveðri. Hafði hann varla sleppt orðinu er eldingunni laust niður. inni Faya-Largeau. Utanríkisráö- herra Chad, Idriss Miskine, sagði hins vegar að stjórnin myndi „ekki lúta svo lágt“ að svara slíkum sögu- sögnum. Segir í fréttum frá N’djam- ena að herir stjórnarinnar, undir for- ystu Habres, hafí haldið áfram gagn- sókn sinni þrátt fyrir loftárásir Líb- ýumanna fjórða daginn í röð. í frásögn fréttastofunnar sagði: „Staðfest hefur verið að Hissene Habre hafi verið drepinn í stór- skotaliðsárás herja lögmætrar stjórnar landsins, sem nú hafa umkringt borgina Faya-Largeau.“ Þar sem fréttamönnum er ekki hleypt í nánd við vígstöðvarnar hefur þó ekki tekizt að fá óyggj- andi sannanir fyrir fréttinni. Talsmaður stjórnarinnar í N’djamena, Mahamat Soumailla, sagði í dag að hermenn stjórnar- innar hefðu „hundelt" uppreisn- arlið Goukouni Oueddeis, fyrrver- andi forseta, og hrakið það í átt til borgarinnar Kirdimi í norður- hluta landsins. Sendifulltrúi Chads í París, Ahmat Allam-Mi, sagði hins vegar að Habre væri einungis að reyna að mynda varn- argarð umhverfis Faya-Largeau í undirbúningsskyni við væntanlega árás Líbýumanna. Sendifulltrúinn sagði: „Mér hafa í dag borizt upp- lýsingar um að Líbýumenn séu að búa sig undir að beita ítölskum sprengjuflugvélum af gerðinni SF-260 til stuðnings árásarliði á jörðu niðri.“ Stjórnvöld í Frakklandi og Bandaríkjunum virðast taka stað- hæfingar stjórnar Habres alvar- lega og hafa ákveðið að flytja loft- varnaeldflaugar til landsins. Fréttir frá N’djamena herma að Líbýumenn hafi stóraukið loft- árásir sínar á Faya-Largeau síð- ustu fjóra daga og sé borgin að hluta til í rústum. Starfsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, Joseph Reap, sagði í dag að Bandaríkjamenn hefðu ákveðið að senda loftvarnaeldflaugar til Chad til að gefa stjórnarhernum færi á að verjast stöðugum loftár- ásum Líbýumanna. t fréttum líbönsku fréttastof- unnar segir einnig að franskir og bandarískir málaliðar berjist með stjórnarhernum við Faya- Largeau. Colombo, Sri Lanka, 2. ágúst. AP. NÍTJÁN manns hafa verið hand- teknir og tólf annarra er leitað á evnni Sri Lanka eftir aö stjórnin bannaði þrjá marxíska smáflokka, sakaða um samsæri gegn henni. Bandarískum fréttamanni var í dag skipað að yfirgefa eyna fyrir „gróf- legt brot“ á ritskoðunarlögum. Þrír hinna eftirlýstu stjórn- málamanna eru áhrifamiklir fé- lagar Peramusa- og Samaj-flokk- anna og er talið að þeir fari nú huldu höfði. Dómsmálaráðherra landsins, Douglas Liyanage, sagði að alþýða manna hefði verið hvött til að gefa upplýsingar um fylgsni mannanna og vöruð við að refsi- vert væri að hylma yfir með af- brotamönnum. Hann sagði að föngunum yrði gert að sæta varðhaldi án réttarhalda þar til tekizt hefði að binda enda á það neyðarástand, sem ríkt hefur síð- astliðna níu daga á eynni. Marxistaflokkarnir þrír voru bannaðir um helgina eftir að stjórnin sakaði þá um að færa sér í nyt upplausnarástand í kjölfar kynþáttaátaka. Sex manns hafa látið lífið á Sri Lanka síðan á föstudag og hafa því tvö hundruð og þrettán týnt lífi síðan átökin hófust. Þrátt fyrir að þúsundir heimila og fyrirtækja hafi verið eyðilagðar segir dómsmálaráð- herra landsins að regla sé óðum að komast á aftur í höfuðborginni Colombo og annars staðar. Fjár- málaráðherra landsins, Ronnie de Mille, sagði í dag að skálmöldin á Sri Lanka hefði tafið efnahags- uppbyggingu um allt að fimm ár. Fréttamanni UPI, Stewart Sla- vin, var í dag fylgt frá hóteli sínu í Colombo á flugvöllinn eftir að valdhafar höfðu lesið frásögn hans af ástandinu á Sri Lanka. Ekki hefur komið fram hvað Sla- vin reit í grein sinni, en stjórnin mun hafa bannað hótelstjórum í Colombo að leyfa erlendum frétta- mönnum héðan í frá að nota tel- ex-tæki á hótelum sínum. Þrir menn létu í dag lífið í átök- um við lögreglu á Indlandi eftir að Tamilar, búsettir á Indlandi, efndu til mótmæla í stærstu borg- um. Hundruð Tamila mótmæltu og fyrir utan sendiráð Indlands í París stefnu stjórnarinnar á Sri Lanka. Einnig lögðu þeir fram bænarskjal í sendiráðinu þar sem Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands, var hvött til að grípa í taumana minnihlutahópi Tamila til bjargar. í fréttum frá Washington segir að stjórn Reagans hafi í ráðum að auka fjárhagsaðstoð sína við Sri Lanka af mannúðarástæðum. Stjórn í burðarlið hjá Craxi Kóm, 2. ágúsl. AP. BETTINO Craxi, maðurinn, sem vænt- ir þess að verða fyrsti forsætisráðherra italska lýðveldisins úr röðum sósíal- ista, sagði í dag að hann myndi e.t.v hafa ríkisstjórn sína tiibúna á morgun, miðvikudag. Craxi, sem er fjörutíu og níu ára að aldri, hefur haft forgöngu um myndun stjórnar á Ítalíu síðan Pert- ini forseti fól honum umboð til þess hinn 21. júlí sl. I dag ræddi Craxi við fulltrúa allra aðila samsteypustjórn- ar sinnar um skiptingu ráðherra- embætta, en flokkarnir eru fimm talsins, kristilegir demókratar, jafn- aðarmenn, repúblíkanar og frjáls- lyndir, auk sósíalista. Einu stór- flokkarnir, sem ekki koma við sögu við myndun ríkisstjórnar þessu sinni, eru Kommúnistaflokkurinn og Ný-fasistaflokkurinn. Það var Bettino Craxi sjálfur, sem kom síðustu ríkisstjórn, undir for- ystu kristilegra demókrata, á kné ári áður en kosningar áttu að fara fram. Þrátt fyrir að flokkur hans ynni ekki umtalsverðan sigur í kosningunum, styrktist staða Craxis þar sem kristilegir demókratar fóru mjög halloka. Khadafy seilist til Karíbahafsins SL (ieorjje’s, (irenada, 2. ágúst. AP. KHADAFY Líbýuleiðtogi eyðir nú milljónum Bandaríkjadala á eyríki á austanverðu Karíbahafí og er áhugi leiðtogans á svæðinu slíkur að einstökum ríkisstjórnum þykir keyra um þverbak. Miðstöðin fyrir afskipti Khad- afys er smáríkið Grenada, þar sem hann setti upp sendiráð eft- ir að vinstrisinninn Maurice Bishop steypti Sir Eric Gairy af stóii 1979. Líbýa hefur lagt af mörkum fjögurra milljóna doll- ara vaxtalaust lán við Grenada til byggingar nýs flugvallar, auk þess að hafa gefið eynni þrjú hundruð tonn af stáli, tuttugu þúsund tonn af steypuefni og átta þúsund tunnur af olíu. Einnig hangir málverk af Khad- afy í gestaherbergi stjórnarinn- ar. Eyjarnar Sankti Lúcia, Dóm- iníka, Antigua og Barbuda hafa heldur ekki farið varhluta af ör- læti Khadafys. Forsætisráð- herra Sankti Lúcíu, John Comp- ton, segir t.d. að Khadafy hafi gefið „framfarasinnuðum" stjórnmálaflokkum þar og á öðr- um eyjum eina milljón dollara og að auk þess þjálfi hann hryðjuverkamenn til að gera íhaldssömum stjórnum skrá- veifu. Forsætisráðherra Domin- íku, Eugenia Charles, sagði frá því ekki alls fyrir löngu að Líb- ýumenn hefðu laðað ungmenni frá eynni til náms í Líbýu með styrkjum og fögrum fyrirheit- um, en öll hefðu þau snúið aftur, er kom á daginn að „uppfræðsl- an“ færi fram í byltingarherbúð- um. Leiðtogi frelsishreyfingar Karíbaþjóða á Antigua, Tim Hector, mun nýlega hafa farið í Khadafy heimsókn til Líbýu og snúið aft- ur með rekstrarfé fyrir málgagn sitt með nafninu „The Outlet". Maurice Bishop, forsætisráð- herra Grenada, segir að tengslin við Líbýu séu þáttur í tilraunum hans til að mynda sambönd við hinn „sósíalíska og óháða heim“. Fréttamenn AP hafa farið þess á leit við Líbýumenn að þeir skýrðu frá markmiðum sínum á Karíbahafi, en hafa ekki fengið svör til þessa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.