Morgunblaðið - 03.08.1983, Síða 29

Morgunblaðið - 03.08.1983, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983 33 alleg ttðhk svefnherbergishúsgogn Rúm — dýnur — náttborð. Verð kr. 26.270,- - HUSGÖGN Afmæliskveðja: Heimir Bjarnason læknir - sextugur Heimir Bjarnason, aðstoðar- borgarlæknir í Reykjavík, varð sextugur í gær, þriðjudaginn, 2. ágúst. Ég er ekki einn um það fjöl- margra vina hans og venslamanna að senda honum hlýja kveðju á þessum tímamótum, enda á hann víða góðu að mæta. Heimir er að vísu ekki gallalaus fremur en aðr- ir, en það þarf natnari mann en mig til þess að muna eftir göllum hans eða leita þá uppi við þetta tækifæri eða önnur, því að mann- kostir hans, mennska (í einu orði sagt) gera gallana smávægilega. Við Heimir kynntumst á menntaskólaárum á Akureyri, urðum vinir á skammri stund og höfum verið það síðan. Reyndar hefur fleira orðið til þess að binda okkur saraan en bræðralag skóla- áranna. Hann kvæntist ungur systur minni, Maríu Gísladóttur, og hefur því verið náinn vensla- maður minn í meira en 30 ár ofan á allt annað. í þeim hópi hefur Heimir skipað sess sinn með sóma. Við systkinin getum naum- ast hugsað okkur betri mág, og foreldrar okkar eiga í honum góð- an tengdason, sem hefur látið sér annt um þau umfram allar skyld- ur, ekki síst á efri árum þeirra. Og þannig hefur Heimir verið nánustu samferðamönnum sínum yfirleitt, eftir því sem ég þekki til. Hann hefur haft lag á því að lýsa upp umhverfi sitt með glaðværð og góðvild, frjálslegri framkomu og mannslund, sem reyndar gerir gæfumuninn. Heimir Bjarnason (skírður svo) fæddist í Kaupmannahöfn 2. ágúst 1923, einkasonur einstæðrar móð- ur, Helgu Bjarnadóttur frá Húsa- vík, sem þar var við nám á þessum tíma. Varð að ráði að drengurinn var fljótlega tekinn í fóstur af móðursystur sinni, Birnu Bjarna- dóttur, og manni hennar, Pétri Sigfússyni, þá verslunarmanni á Húsavík. Hjá Birnu og Pétri ólst Heimir upp og dvaldist með þeim til fullorðinsára og leit eðlilega á þau sem foreldra sína og börn þeirra sem systkini sín, enda aldr- ei gerður greinarmunur á honum og öðrum í barnahópnum, hvorki heimafyrir né út í frá. Á bernsku- árum Heimis, fram undir 10 ára aldur, áttu fósturforeldrar hans heima á Húsavík. Þá gerðist Pétur kaupfélagsstjóri á Borðeyri, og þar ólst Heimir upp síðan og átti heimili sitt fram undir tvítugt. Enn síðar fluttust fósturforeldrar hans í Borgarnes og þar átti hann lögheimili nokkur ár, m.a. fyrstu árin sem við þekktumst. Þótt Heimir tengdist þannig ýmsum stöðum í ólíkum lands- hlutum á uppvaxtarárum sínum og ætti alls staðar góða og glaða daga, þá hefur hann jafnan talið sig Húsvíking eða Þingeying og breytir engu þótt hann hafi á starfsárum sínum flakkað enn víð- ar um landið og sest að lokum að í Reykjavík. Mörg sumur var Heimir sem barn „í sveit" í Brekknakoti í Amerísk gróóurhús Florada-húsin hafa ým- islegt fram yfir venjuleg gróöurhús t.d. 1. Þau eru bogadregin og taka þess vegna betur vind og snjó. 2. Álprófílar eru í heilu lagi frá mæni og ofan í jörö. 3. Sterkari hús 30—35% meira magn af áli í prófíl- um. 4. Hærri en venjulegt er, sem gefur meiri birtu og þægilegra aö vinna í. 5. Gagnsætt acrylgler í bogum, annars gler. 6. Mjög auöveld í sam- setningu. Sólstofa eða blóma- skáli Þessi hús eru fyrir- liggjandi í stæröun- um 8x12 fet og 10x12 fet. reglulega af öllum fjöldanum! Reykjahverfi og sat í Héraðs- skólanum á Laugum tvo vetur áð- ur en hann fór í Menntaskólann á Akureyri. Þessar dvalir hans í Þingeyjarsýslu héldu við ættar- og upprunatengslum við Þingeyinga fremur en ella hefði orðið. Á árunum upp úr 1940 var enn alsiða að menn hæfu mennta- skólanám á Akureyri um tvítugs- aldur, ef ekki eldri. Menn komu í skólann „rosknir“ og talsvert lífs- reyndir. Sumir þessara manna urðu garpar í námi, eins og Baldur Ingólfsson frá Víðirhóli, fullnuma húsgagnabólstrari, þegar hann settist á skólabekk með smásvein- um og byrjaði að ryðja frá sér, og Jón R. Hjalmarsson, lærður bú- fræðingur, en farmaður að at- vinnu, sem kom beint úr Ameríku- siglingum í miðri heimsstyrjöld- inni tilbúinn að „brillíera" í flest- um námsgreinum. Sama má segja um séra Björn á Húsavík. Ekki kom hann á stuttbuxum í mennta- skólann. Heimir Bjarnason var að sumu leyti í þessum hópi, eitthvað yngri kannski, og ekki útlærður í iðn eða Ameríkusigldur en nokkuð fyrir ofan meðallag á aldur í sín- um bekk. Hins vegar var hann námsmaður meiri en margir sem yngri voru, og normaldúxar voru varla öruggir fyrir honum, þegar prófað var. Heimir tók stúdentspróf vorið 1947 og hóf læknisfræðinám um haustið, þá 24ra ára gamall, eða á jæim aldri sem margt fólk nú á dögum er að enda háskólanám. Hann varð snemma fjölskyldu- maður, og háskólanámið léttist ekki við það, en með dugnaði og samheldni hjónanna, Maju og hans, lauk hann embættisprófi í læknisfræði vorið 1956, þá orðinn nærri 33ja ára. Þá fyrst hefst ævistarf hans, læknisþjónusta, sem hann hefur stundað síðan. Margir virðast halda að lang- skólanám sé eins og akstur á malbiki. Svo var a.m.k. ekki fyrir 30 árum, og reyndar ekki enn, þótt brýnasti fjárhagsvandi stúdenta hafi verið leystur á síðari árum með félagslegum ráðstöfunum, sem þó er deilumál og mörgum dæmi um óráðsíu í opinberum fjármálum. Heimir Bjarnason gerðist hér- aðslæknir að námi loknu, lengi á Djúpavogi, síðar á Hellu á Rang- árvöllum og entist lengur í þessari þjónustu en flestir aðrir á síðari tímum, þegar búið er að gera hér- aðslæknisstörf upp á gamla móð- inn að faglegum skammarkrók og heilsugæslustöðvar og sjúkrahús að verksmiðjum, þar sem „heil- brigðisstéttir" snúast hver um aðra í tölvustýrðri vaktavinnu. Síðustu árin hefur Heimir verið aðstoðarborgarlæknir í Reykjavík og kann því starfi vel, enda mun það vera einhver síðasti griðastað- ur mennskra manna í læknisstétt áður en innrás róbótanna hefst fyrir alvöru. Heimir var héraðslæknir í sveitahéruðum u.þ.b. 20 ár áður en hann tók við núverandi embætti. Hvar sem hann var búsettur í læknishéraði vildi hann lifa með fólkinu og fyrir fókið. Mann- blendni hans = og virðing fyrir mannlífi gerði honum auðvelt að samlagast fólki í héruðum sínum, enda sjálfur sveitamaður að ætt og uppvexti og telur sig ekki yfir neinn mann hafinn. Gestrisni hef- ur ætíð fylgt heimili þeirra Maju, eða réttara sagt rausn, sem margir hafa fengið að njóta. Meðan þau voru á Djúpavogi og Hellu mátti segja að hús þeirra væri um þjóð- braut þvera, eins og það var orðað í gamalli sögu. Þó var þetta stórt barnaheimili, því að börnin urðu sjö og ekki alltaf langt á milli þeirra. Nú eru þau öll uppkomin og flest farin að heiman og hafa stofnað til sinnar eigin atvinnu og heimilis. Ég endurtek afmæliskveðju mína til Heimis mágs míns og þakka honum skemmtilega sani- fylgd gegnum árin. Ingvar Gíslason Fyrirliggjandi í stæröunum 8x10 fet — 8x12 fet og 10x12 fet. Gísli Jónsson & Co hf., Sundaborg 41, sími 86644. írauiiagiiitM Lanqholtsvegi 111, símar 37010—37144.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.