Morgunblaðið - 23.08.1983, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 23.08.1983, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983 31 Hagsmunafélag hrossabændæ Fjarlægja þarf lélegustu hrossin úr hrossastofninum Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi fréttatilkynning frá Hags- munafélagi hrossabænda: „Vegna þeirra áróðurskenndu umræðna, sem orðið hafa í fjöl- miðlum að undanförnu um hrossa- eign landsmanna vill Hagsmuna- félag hrossabænda láta eftirfar- andi koma fram: Að það sé m.a. tilgangur sam- takanna að hlutast til um að hrossabúskapur í landinu sé rek- inn með sem mestri hagkvæmni, með tilliti til arðsemi og ræktun- ar. Bein afleiðing af þvi hlýtur að verða að fjarlægja úr hrossastofn- inum lélegustu hrossin og þau er hvorki eru til arðs eða neinskonar nota. Aldrei getur samrýmst arðsem- issjónarmiðum að hafa fleiri hross en svo að samrýmist beitarþoli landsins og fóðuröryggi þeirra, sem hrossin eiga. Þess vegna vill Hagsmunafélag- ið vinna að sem arðsamastri af- setningu hrossa, svo að sem auð- veldast sé að halda hrossaeigninni í sem beztu samræmi við fram- angreind sjónarmið á hverjum tíma og telur að nokkuð hafi þar áunnist með aukinni viðurkenn- ingu á verðmæti hrossaafurða. Hagsmunafélag hrossabænda lýsir fullum stuðningi við það sjónarmið að vernda og auka gróð- ur landsins, en varar hinsvegar við öfgafullum áróðri þar um og telur að slíkt hljóti að skaða eðli- lega samvinnu við þá, sem beiti- lönd eiga og hafa forræði fyrir, svo sem bændur og sveitarstjórn- armenn. Bendir Hagsmunafélagið á, að gefnu tilefni, að á afréttum Hún- vetninga og Skagfirðinga eru um fjögur þúsund hross eða innan við 8% af heildarhrossastofni lands- manna. Hefir beitartími þessara hrossa á afréttum verið styttur á undanförnum árum og er nú innan við 2 mánuðir. Hagsmunafélag hrossabænda telur að hrossabúskapur samrým- ist, öðrum búgreinum betur, óskum þjóðarinnar, bæði í þéttbýli og dreifbýli og vill þar um eiga sem bezta samvinnu við alla þá, er láta sig ræktunarmál skipta.“ Kirkjusandur í stað Kletts í sl. laugardagsblaði voru birtar myndir af þeim fyrirtækjum sem viðurkenn- ingar hlutu fyrir fegrun og snyrtingu á umhverfi sínu frá Reykjavíkurborg. Þar átti m.a. að birtast mynd af Sfldar- og flskimjölsverksmiðjunni að Kletti, en í stað þess birtist mynd af Hraðfrystihúsinu Kirkjusandi. Hér birtist nú rétta myndin og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Luktin sem hvarf Fyrirlestur um siglingar sjóminja safn Álendinga í Norræna húsinu I grein um fiskmarkað í Reykja- vík er birtist í Morgunblaðinu sl. sunnudag var rætt um það sem fyrir augun bar á mynd þeirri er fylgdi greininni. Þar var m.a. komist svo að orði að lengst til hægri á myndinni væri lukt — gaslukt, því þetta var fyrir daga rafljósa. Nú urðu þau mistök að luktin kom alls ekki með á mynd- inni. Það olli vonbrigðum grein- arhöfundar og árangurslausri leit margra lesenda. Við ýmsu hafði maður búist hjá Mogganum, bæði góðu og misjöfnu, svo ekki sé rætt um aðrar hliðar, en að Morgun- blaðið tæki sig til og skerti hægri hliðina og það svona tilfinnanlega, því hefði maður naumast búist við. Nú bið ég blaðið að gera brag- arbót og færa út víglínuna á hægri kanti, í þessu tilviki, þannig að myndin komist til skila eins og til var ætlast. Það má ekki taka tommu af vinstri hliðinni til þess að ná þessu marki. Það verður að gerast með öðrum hætti. Ef einhver í hópi lesenda kynni að þekkja kunningja eða vin í flokki fiskkaupenda á markaðnum væri þðkk í því að fá upplýsingar þar um. Pétur Pétursson þulur. GÖTE SUNDBERG, forstöðumaður Sjóminjasafns Álandseyja í Marie- hamn, heldur í kvöld kl. 20.30 fyrir- lestur með kvikmynd um sjóminja- safnið og siglingar Álendinga frá fyrri tímum og fram til dagsins í dag. Sjóminjasafnið í Mariehamn er sérsafn um flest það er að segl- skipum og siglingum á þeim lýtur og mjög merkilegt á sínu sviði. Svo sem kunnugt er hafa Álend- ingar verið miklir sægarpar og eru enn, en skipafloti þeirra hefur breyst með tímanum og í dag sigla þeir ekki lengur á seglskipum um heimsins höf eins og þeir gerðu fyrr og raunar lengst allra Norð- urlandabúa eða allt fram um síð- ustu heimsstyrjöld. Kvikmyndin, sem sýnd verður, er um seglskipið Passat og sigl- ingu þess milli Englands og Álandseyja árið 1938, og er mynd- in um 20 mínútna löng. Fyrirlesarinn, Göte Sundberg, er eins og áður sagði forstöðumað- ur sjóminjasafnsins, en var áður skólastjóri sjómannaskóla Álandseyja. Hann var sjómaður árum saman og meðal annars á seglskipum. Fyrirlesturinn um sjóminjasafn og siglingar Álendinga er öllum opinn og aðgangur ókeypis. (FréttatilkynninK.) Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! i o l V \\ iiitiiLMiisS! ItiiiiiSS SÆNSK-ÍSLENZK YERDBYLTING Á ELEŒROLUXbwzoo UPPÞVÖTTAVÉLUM Viö geröum góð kaup með því að kaupa 213 Electrolux BW 200 GOLD uppþvottavélar í einu lagi. Þannig fengum við verulegan afslátt sem kemur þér til góða. Fullkomin uppþvottavél á afsláttarverði, ein hljóðlátasta vélin á markaðnum - frábær þvottakerfi (með sparnaðarrofa) - öfl- ugar vatnsdælur sem þvo úr 100 ltr. á mínútu - þrefalt yfirfalls- öryggi - Ryðfrítt 18/8 stál í þvottahólfi - Barnalæsing á hurð - Rúmar borðbúnað fyrir 12-14 manns. Fullkomin Electrolux BW 200 uppþvottavél á tilboðsverði sem þú trúir tæpast - og ekkert vit er í að hafna. VERÐLISTAVERÐ OKKARVERÐ Kr. 25.271.- Kr. 17.490.- Vörumarkaðurinn hf. ARMULA ÍAS 86117

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.