Morgunblaðið - 23.08.1983, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983
„Þá er ekkert annað eftir fyrir Hafstein en að vinna," sagði Ómar þegar hann og Jón voru fallnir úr keppni eftir að
hafa náð nauniri forystu á fyrsta degi rallsins.
Halldór Úlfarsson og Tryggvi Aðalsteinsson voru að vonum ánægðir að hafa
náð öðru sæti og skáluðu í Tropí-safa en Ljóma-smjörlíki styrkti keppnina og
því þótti það vel viðeigandi.
Ljómarallið:
Hafsteinn og Birgir
sigruðu auðveldlega
LJOMA
tpRALLy83
4th International rally in lceland
EFTIR erfiðustu rallkeppni sem
fram hefur farið hérlendis stóðu þeir
HafSteinn Hauksson og Birgir Viðar
Halldórsson sem sigurvegarar í
Ljómarallinu, en þeir óku á Ford
Escort RS. Urðu þeir átta mínútum á
undan Halldóri Úlfarssyni og
Tryggva Aðalsteinssyni á Toyota
Corolla 1600. Sérstaka athygli vakti
góður árangur Ríkharðs Kristinsson-
ar og Atla Vilhjálmssonar sem urðu
þriðju á Lada 1600, en Ríkharður
hóf keppni í rallakstri á þessu ári.
Ljómarallið var geysilega erfitt
og síðasti dagur rallsins reyndist
mönnum dýrkeyptur, bæði vegna
erfiðra leiða og vegna þess að
keppnin dróst á langinn. Strax á
fyrsta degi urðu bræðurnir sigur-
sælu, þeir ómar og Jón Ragnars-
synir að hætta keppni er drif í
Renault þeirra brotnaði. Endaði
þar eiginlega keppnin um fyrsta
sætið. Hafsteinn og Birgir náðu
góðri forystu á Halldór og
Tryggva, sem þeir héldu allt til
loka. Skotarnir Tom Davies og
Philip Walker á Toyota duttu úr
keppni á Kjalvegi þegar framfjöð-
ur öðrum megin bilaði. Voru þeir
þá byrjaðir að auka hraðann, eftir
að hafa haldið bílnum í góðu ásig-
komulagi. Höfðu þeir dregið upp
þrjá keppnisbíla þegar fjöðrunin
bilaði. „Við erum mjög ánægðir
með að hafa komið til fslands,"
sagði Philip Walker í samtali við
Morgunblaðið. „Við höfum fengið
stórkostlegar móttökur og eignast
marga vini. Ég hef keppt I níu
þjóðlöndum og hvergi mætt eins
mikilli hlýju og hjálpsemi og hér á
íslandi. Við komum örugglega aft-
ur á næsta ári og með nokkra öku-
menn í viðbót. Þá skulum við sjá
hvað gerist," sagði Walker bros-
andi.
Ævar Haildórsson og Ægir
Ármannsson sigldu Jája“ Subaru
sínum upp í fjórða sæti með jöfn-
um akstri á kraftlitlum bílnum og
slógu þar með við Ævari Hjart-
arsyni og Áma óla Friðrikssyni í
Lada, sem var orðinn illilega „las-
inn“ er hann nálgaðist lokamark-
ið. Eiríkur Friðriksson og Matthí-
as Sverrisson komu næstir í mark
á Escort 2000, en það var ekki fyrr
en eftir mikið basl, því kúpling
bílsins bilaði og þurfti að ýta bíln-
um af stað á sérleiðum síðasta
dagsins. Mæðgurnar Helga Jó-
hannsdóttir og Jónína Ómarsdótt-
ir urðu í sjöunda sæti á Subaru
1800 4WD. „Ég held að þetta sé
það skemmtilegasta, sem ég hef
gert um ævina," sagði Jónína er í
mark kom. Suzuki Úlfars Hin-
rikssonar og Sigurðar Sigurðsson-
ar varð á eftir þeim mæðgum og
er undravert að hann skildi ljúka
jafn erfiðu ralli. Má ætla að
sumar árnar, sem keppendur
þurftu að leggja að baki hafi allt
að því flotið yfir bílinn, en jap-
anska „kreppukrílið" eins og ein-
hver kallaöi bílinn í keppninni
skilaði sér í mark og kvað Úlfar
bílinn hafa eitt litlu bensíni þrátt
fyrir allan hamaganginn. Síðasti
bfllinn í mark var Lada Ara Arn-
órssonar og Gunnars óskarssonar.
Þeir óku mjög vel í keppninni, en
urðu fyrir því óhappi að festast er
þeir voru að aðstoða annan fastan
keppnisbíl og töpuðu miklum
tíma. En eins og máltækið segir,
sá sem er síðastur verðu fyrstur,
og er greinilegt að Ari hefur réttu
handtökin til að láta það rætast.
Ljómarallið var haldið af Bif-
reiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur og
lagði fámönnuð keppnisstjórn
margar svefnlausar nætur á sig til
að rallið færi vel fram, en það
tókst þó ekki í alla staði. Verður
keppni af sama mælikvarða og
Ljómarallið að vera betur skipu-
lögð, sérstaklega þar sem erlendir
keppendur munu örugglega leggja
leið sína hingað á komandi árum.
Nánar verður sagt frá Ljómarall-
inu síðar og svaðilförum öku-
manna.
G.R.
Staðan í íslandsmeistara-
keppninni:
Halldór Úlfarsson 65 stig
Ómar Ragnarsson 52 stig
Jón Sigþórsson 20 stig
Rikharöur Kristinsson 20 stig
Hafsteinn Hauksson 20 stig
Ævar Sigdórsson 18 stig
Ævar Hjartarsson 18 stig
Skotarnir Tom Davies og Philip Walker voru í þriöja sæti og byrjaðir að auka hraðann þegar boltar í framfjöðrun
gáfu sig. Spurningin er hvernig rallið hefði endað, ef þessi bilun hefði ekki komið upp, en „ef-in“ eru mörg í
rallakstri.
MorioinblaAið/ Gunnlaufpir R.
Þrír Lada bflar hófu keppni og allir skiluðu sér í mark. Hér sjást Ríkharður og Atli, sem náðu þriðja sæti með
glæsilegum akstri í erfiðu rallinu á Lada 1600.
■mm
Lokastaðan í Ljómarallinu
1. Hafsteinn Hauksson/ Birgir V. Halldórsson
2. Halldór Úlfarsson/ Tryggvi Aðalsteinsson
3. Ríkharður Kristinsson/ Atli Vilhjálmsson
4. Ævar Halldórsson/ Ægir Ármannsson
5. Ævar Hjartarsson/ Árni Óli Friðriksson
6. Eiríkur Friðriksson/ Matthías Sverrisson
7. Helga Jóhannsdótttir/ Jónína Ómarsdóttir
8. Úlfar Hinriksson/ Sigurður Sigurðsson
9. Ari Arnórsson/ Gunnar Óskarsson
Flokkasigurvegarar:
0—1600 Gengi 2 Rikharður Kristinsson/ Atli Vilhjálmsson Lada.
Sigursveit:
Hafsteinn/ Birgir, Halldór/ Tryggvi, Eiríkur/ Matthías í sveir Eika
Grills Gnoðarvogi.
refs.
mín.
Escort RS 51,52
Corolla 1600 59,57
Lada 1600 87,44
Subaru „jájá“ 95,32
Lada 1600 105,22
Escort 2000 122,48
Subaru 4WD 143,57
Suzuki Alto 166,56
Lada 1500 190,12