Morgunblaðið - 22.10.1983, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983
11
Einsog mér sýnist
Nei, Salka
gekk ekki með
pípuhatt
Gísli J. Ástþórsson
„Sé enda ekki hverju menn þykjast
nær þó að þeir dengi hverju manns-
barni undir sama hattinn ... “
Menn spyrja gjarna í ör-
væntingu sinni þegar þeirri
blöskrar mest hve langt sé
hægt aö ganga í vitleys-
unni, og svarið viröist því
miöur vera á þá lund aö sá
vegur sé jafnlangur eilífö-
inni. Nýjasta dæmiö kem-
ur til okkar frá Noregi
þarsem verslunarmála-
ráöuneyti Norömannanna
er meö tilburöi i þá átt aö
útrýma oröinu „sjómaður"
úr tungunni og taka upp í
staöinn annaöhvort
„vinnuþegi til sjós“ eöa
„vinnuþegi um borö“ ef
mönnum finnst þaö liprara
og smekklegra.
Frá þessu sagöi, einsog
lesendur rekur ef til vill
minni til, í frétt hér í blaö-
inu næstliöinn föstudag,
og var sá ágæti maöur Per
A. Borglund skrifaöur fyrir
henni, sem ég vona aö
fyrtist ekki og segi upp í
fússi þóaö ég kalii hann
ekki vinnuþega Morgun-
blaösins í þessum heims-
hluta heldur bara réttan
og sléttan fréttaritara
þess.
Þaö er jafnréttisnefndin
norska sem á hugmyndina
aö þessum óskapnaöi, en
hún berst nú fyrir því eins-
og segir í skeyti Borglunds
„aö enginn munur veröi á
starfsheitum manna hvort
sem þeir vinna i lofti eöa á
láöi eöa legi“. Um tilefniö
er ekki getiö né heldur
væntanlegan ávinning, en
ef hin ólýsanlega nefnd og
hiö hraksmánarlega ráöu-
neyti fá óáreitt aö ráöa
feröinni, þá veröur þessari
ótrúlegu nafngift skilst
mér klístraö á norska far-
menn og fiskimenn þegar í
ár, eöa nánar tiltekiö viö
útgáfu nýrrar sjómanna-
löggjafar sem nú kvaö
vera í buröarliðnum.
Jafnréttiö sem svo er
kallaö er vitanlega fögur
hugsjón, og ég skal ekki
vefengja heilindi þeirra
karla og kvenna hér heima
og erlendis sem þar eru í
fararbroddi, en ég leyfi
mér hinsvegar aö vefengja
rétt þessa fólks til þess aö
misþyrma móðurmáli sínu
á þann raunalega for-
kostulega hátt sem var
lýst hér á undan; og skil
enda ekki hverju menn
þykjast nær þóaö þeir
dengi hverju mannsbarni
undir sama hattinn ef svo
mætti orða þaö. Ég hefði
haldiö aö glundroöinn
væri nægur fyrir.
Svoaö viö vendum nú
okkar kvæöi ( kross og
flytjum okkur á heima-
slóöir þá sé ég ekki hvern-
ig misréttið getur orðið
hætishót minna fyrir þaö
þóaö viö förum líkt aö og
Norsarinn og byrjum eíns-
og viö erum þegar byrjuö
aö uppræta starfsheiti
sem íslendingar hafa bor-
iö meö reisn öld framaf
öld og bögglum saman í
staöinn svo limpilegum
oröum og oröasambönd-
um aö minnstu munar aö
lapiö leki niörúr textanum
í rituöu máli: ég kem
semsagt ekki auga á þaö
hvernig þaö getur oröiö
einum né neinum til tram-
dráttar hvernig sem hann
framfleytir sér og sínum
þóaö íslenskan verði orðin
svo snauö af oröum um
næstu aldamót skulum viö
segja aö viö veröum farin
aö tjá okkur á álíka litríku
máli og litla gula hænan í
samnefndri barnabók.
Ég nefni ekki tildurstitl-
ana sem menn hafa veriö
aö hengja á sjálfa sig af
einskærri fordild: þaö yröi
of mikiö mál; en mér er
einsog nærri má geta
ofarlega í huga hiö for-
kastanlega oröskrípi
„starfskraftur” sem var
hafiö hér til vegs fyrir
nokkrum árum einkanlega
aö undirlagi jafnréttisráös
er ég hræddur um og sem
allar götur síðan hefur ver-
iö aö þvælast í atvinnu-
auglýsingum dagblaö-
anna, engum til góös og
mörgum manninum satt
best aö segja til sárrar
skapraunar.
Menn taki samt eftir því
og séu af heilum hug
þakklátir fyrir þaö, aö svo
rík er málkenndin meö
okkur ennþá hér útí hafinu
aö engum kemur til hugar
að nota þennan sálarlausa
lepp í mæltu máli nema þá
í glettni eöa ölæöi. Enginn
er svo skyni skroppinn
eöa svo tilfinningalaus aö
hann segi í alvöru aö hann
hafi veriö aö enda viö aö
ráöa til sín „þrjá starfs-
krafta“ né heldur, svoað
annaö dæmi sé tekið, aö
allt gangi á afturfótunum
hjá tilteknu fyrirtæki afþví
fjórir starfskraftar séu
komnir meö flensuna og
sá fimmti á steypirinn.
Maöur á líka ennþá eftir
aö sjá þetta í verkum
skáldanna og guöi sé
þökk fyrir þaö; jafnvel þau
„alþýölegustu" eru þegar
jjetta er ritað ekki byrjuð
aö skrifa af andakt: „Karl-
starfskrafturinn horföi ein-
arölega á kven-starfs-
kraftinn handan við flatn-
ingsborðiö. Viö starfs-
kraftarnir veröum aö
standa saman, sagöi hann
meö hægö“; og Starfs-
kraftasamband íslands á
líka enn eftir aö líta dags-
ins Ijós, enda yröi Ás-
mundur þá væntanlega
sem toppurinn á lagkök-
unni aö gera svo vel aö
titla sig kraftajötun.
Þó veit ég ekki betur en
aö auglýsendur geti lent (
stappi og illindum ef þeir
leyfa sér aö sniöganga
þetta óhrjálega samheiti
og aö tilurö þess eöa aö
minnstakostl gengi sé af-
leiöing skollaleiks sem er
augljóslega af sama toga
og vinnuþegavitleysa
norsku jafnréttisnefndar-
innar.
Hér uppá Fróni er at-
vinnurekendum hótaö
höröu svo gáfulegt sem
þaö er ef þeir gefa um þaö
minnstu vísbendingu í
auglýsingum sínum eftir
fólki hvort heldur þaö sé
kven- eöa kallpeningur
sem þeir hafi augastaö á.
Réttlætinu er ekki fullnægt
að mati jafnréttisráös ef
slíkar upplýsingar koma
fram í texta; og má mikiö
vera hvort þetta er ekki í
fyrsta skipti í íslandssög-
unni sem menn eru skikk-
aöir til þess aö láta fólk
hlaupa apríl.
Þó segir þaö sig auövit-
aö sjálft aö maöur sem
ætlar aö ráöa kvenmann í
vinnu — nú, eöa kallmann
— hann heldur sínu striki
þóaö honum sé uppáiagt
aö viölagöri refsingu aö
fara meö þaö einsog
mannsmorð í fjölmiölum.
Þannig koma þessi láta-
læti þeim einum í koll sem
þau eiga aö þjóna. Þau
rugla fólk í ríminu og láta
þaö flengjast erindisleysu
bæinn á enda. Aö vísu
gerist þaö æ tíöara aö
menn virði þessa „jafn-
réttisreglu“ aö vettugi:
þannig fer ævinlega fyrir
öllum boöum og bönnum
sem ganga þvert á heil-
brigöa skynsemi. En
„starfskrafturinn" er jafn-
mikiö afstyrmi allt um þaö,
og þóaö þetta sé kannski
orðið alltof langt mál um
lítilf jörlegt oröskrifli, þá
sýnir nýjasta tiltæki
norsku jafnréttisforkólf-
anna aö svona vitleysa
vindur uppá sig þegar hún
er á annaö borö komin í
gang.
Aö lokum langar mig aö
segja að ég er eins viss
um þaö einsog tvisvar
tveir eru fjórir aö í sókn
sinni til jafnréttis og feg-
urra mannlífs er íslensku
kvenfólki álíka mikil stoö í
fyrrgreindri nafnbót eins-
og ef Salka Valka heföi
oröiö sér úti um pípuhatt
áöuren hún réöst í vaskiö
hjá Jóhanni Bogesen.
Hvað er að íslensku
þjóðkirkjunni?
— eftir Leif Sveinsson
Á næsta ári, 1984, verður
minnst 400 ára afmælis útgáfu
Guðbrandsbiblíu. Útgáfa Guð-
brandsbiblíu var svo afdrifarík
fyrir okkur, að án hennar væri
ekki til íslensk þjóð í dag. Það
hefur geysilega þýðingu fyrir
alla framtíð þjóðkirkjunnar,
hvernig til tekst með þetta af-
mæli. Hingað til Spánar barst
mér eintak af Mbl., þar sem
skýrt er frá því, að bjóða eigi
Billy Graham til fslands í tilefni
afmælisins. Vonandi er þetta
snemmbúið 1. apríl-eintak 1984.
Ef rétt væri, þá spyr ég stjórn
Hins ísl. biblíufélags: Hver gefur
ykkur heimild til þess að sví-
virða minningu Guðbrands Þor-
lákssonar með slíku heimboði.
Rússlandsferð Billy er mönnum
enn í fersku minni, þar sem
hann varð sér til ævarandi
skammar. Á fjórða áratugnum
var boðið hingað norskum út-
skúfunarbullara, prófessor Hall-
esby. Honum var jafnvel hleypt
inn í kirkjur landsins, þar sem
hann svívirti látna menn með
útskúfunarbulli sínu. Eina afrek
hans í íslandsheimsókninni var
Leifur Sveinsson
það að gera tvo guðfræðistúd-
enta truflaða á geðsmunum.
Norðmenn afhjúpuðu svo Hall-
esby fyrir skattsvik og er hans
nú hvergi getið nema í sakaskrá
Noregs.
Við, sem starfað höfum að
safnaðarmálum á fslandi, höfum
vaxandi áhyggjur af þjóðkirkj-
unni. Börn eru fermd, síðan sjást
þau ekki í kirkju fyrr en þau
koma til prestsins um tvítugt
með sambýlismann og panta
giftingu, oft skírt um leið. Þá
vaknar spurningin, hvernig í
ósköpunum geta prestar haft
börn í spurningum rjómann úr
heilum vetri og ekki haft meiri
áhrif en það, að þau sjást ekki i
kirkjunum í 6—7 ár. Hér er
meira en lítið að. Líta ungl-
ingarnir á ferminguna sem fjár-
plógshátíð, þannig að þegar búið
sé að uppskera, þá séu þau laus
allra mála í bili?
Halldór Kiljan Laxness skóp
ógleymanlega persónu í Sölku
Völku, þar sem Tobba trunta
var. Ef Hið ísl. biblíufélag vill
endilega fá einhverja froðufell-
andi ofsatrúarmanneskju á sam-
komur sínar, þá leynist örugg-
lega einhver Tobba trunta ennþá
meðai okkar. Hana má panta á
öllum árum öðrum en 1984. En
að minnast Guðbrandar Þor-
lákssonar með því að flytja inn
erlent skurðgoð væri meiri
óhamingja en íslensk kirkja
stæði undir.
Costa del Sol, 12. október 1983.
Leifur Sreinsson er forstjóri Timb-
urverzlunar Yölundar hf og rar
formaður sóknarnefndar Dóm-
kirkjusafnaóarins 1971—1975.
Keflavík:
Bjarni Jónsson
sýnir í Glóðinni
Sýning á myndum Bjarna Jónsson-
ar stendur nú yfír í Glóðinni við
Hafnargötu í Keflavík.
Bjarni Jónsson tók fyrst þátt í
samsýningu Félags islenskra
myndlistarmanna árið 1952, en
sína fyrstu einkasýningu hélt
Bjarni árið 1957 í Sýningarsalnum
í Reykjavík. Síðan hefur hann tekið
þátt í fjölda samsýninga auk nokk-
urra einkasýninga.
Bjarni hefur myndskreytt fjölda
námsbóka og kennsluspjöld fyrir
Ríkisútgáfu námsbóka, bæk^
margra útgáfufyrirtækja, auk þess
sem hann hefur unnið leikmyndir
fyrir áhugamannaleikfélög.
Á sýningu Bjarna Jónssonar í
Glóðinni eru þjóðlífsmyndir, dýra-
myndir, blómamyndir, landslags-
myndir o.fl.
Sýning Bjarna er opin daglega
frá kl. 13—17.30, nema föstudag og
sunnudag, en þá er hún opin til kl.
21. Sýningunni lýkur sunnudaginn
23. október.
t
%