Morgunblaðið - 22.10.1983, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983
39
Kostnaóur vegna þátttöku í
Ólympíuleikunum mun nema
nálægt sex milljónum króna
AO SÖGN forseta Olympíunefnd-
ar íslands þá verður kostnaður (
sambandi við þáttöku í vetrar- og
sumar-Olympíuleikunum á næsta
ári nálægt sex milljónum króna.
Olympíunefndin hefur nú þegar
aflað um fimm milljóna króna af
þessari upphæð. Gerir nefndin
ráð fyrir því að þrjár milljónir fari
í beinan undirbúning fyrir leikana
og í styrk til íþróttamannanna
sem á leikunum keppa, en þrjár
milljónir króna fara ( beinan út-
lagðan kostnað við þátttökuna
sjálfa í leikunum. Olympíunefnd
íslands hefur nú ráðiö til starfa
hór heima Ingvar Pálsson og
vinnur hann hálfs dags starf á
vegum nefndarinnar viö bráfa-
skriftir og ýmis undirbúnings-
störf.
Að sögn Gísla Halldórssonar gerir
Olympíunefndin sér vonir um aö
geta sent fjóra til sex skíöamenn á
vetrarleikana sem fram fara í
febrúar í Sarajevo í Júgóslavíu, og
tíu til fjórtán keppendur á sumar-
leikana sem fram fara i Los Angel-
es í Bandaríkjunum í júlí og ágúst
næsta sumar. Gísli sagöi aö 01-
nefndin kæmi til meö aö ákveöa
fjölda þátttakenda en sérsam-
böndin myndu síðan velja þá
keppendur sem til greina kæmu í
hverri grein fyrir sig.
Aö sögn Gísla veröur þátttakan
í Olympíuleikunum gífurlega kostn-
aðarsöm aö þessu sinni vegna ým-
issa útgjalda, sem ekki hefur kom-
ið til áöur á slíkum leikum. Sér í
lagi mun kostnaöur við leikana í
Bandaríkjunum veröa mikill. En
þar eru leikarnir skipulagöir af
einkafyrirtæki, sem gerir allt sem
þaö getur til þess aö skila hagnaöi
af leikunum. í íþróttablaöi Morgun-
blaösins næstkomandi þriöjudag
veröur ýtarlegt viötal viö Gísla
Halldórsson, forseta Olympíu-
nefndar Islands, þar sem margt at-
hyglisvert kemur fram.
— ÞR.
UMFN sigraði
lið ÍBK 78-70
NJARÐVÍK sigraði Keflavík í
gærkvöldi í úrvaladeildinni (
körfubolta með 78—70, leikur
liöanna fór fram í Keflavík. Leik-
urinn var lengst af afar jafn og
spennandi og þaö var ekki fyrr
en undir lokín aö Njarövík tókst
að síga framúr. í hálfleik var
staðan 41—36, fyrir Njarövík.
Njarövík haföi, ef eitthvaö var,
frumkvæöiö í leiknum og hafði
mestan mun 30—32, þegar fyrri
hálfleikur var rétt rúmlega hálfn-
aður. En liö Keflavíkur tók þá
góöan sprett og náöi aö jafna
leikinn, 32—32, þegar 5 mínútur
voru eftir af fyrri hálfleik. Keflavík
komst síðan yfir, 36—34, en svo
áttu Njarðvíkingar endasprettinn.
Mikil barátta var í síðari hálf-
leiknum, og mikill hraði og
spenna var í leiknum. Þaö var
fyrst og fremst góöur enda-
sprettur sem færöi Njarövik sig-
ur. Þeir voru yfírvegaðri i leik sín-
um og þaö færöi þeim sigur.
Þegar tæpar tvær mínútur voru
til leiksloka leiddi Njarövík,
70—69, en á næstu 50 sek.
breyttu Njarövíkingar stööunni (
75—69, og þá var leikurinn unn-
inn. Á síðustu 7 sek. leiksins
skoraði Njarövík 3 stig og ÍBK 1.
Bestir í liði Njarövíkur voru
Valur Ingimundarson og Sturla
Örlygsson. Þeir léku vel í sókn og
vörn og voru sterklr í fráköstum.
Þá átti isak Tómasson góöan leik
í síöari hálfleik.
i liöi ÍBK átti Þorsteinn Bjarna-
son langbestan leik og skoraöi
oft á ótrúlegan hátt. Jón Kr. og
Björn Víkingur voru og sterkfr.
UMFN: Valur 31, Sturla 15, faak 9, Júlfua 7,
Áalþór 4, Kriatinn 2, Arnl 2 og Ingimar 2.
UMFK: Þoratainn 23, Jón 17, Bjöm 12, Hat-
þór 6, Óakar 6, Pétur 2, Hrannar 2, Siguröur
Z
— ÞR/ ÓT.
• Einar Vilhjálmsson, spjótkastari í heimsklassa, stefnir markvisst é
góðan érangur á næstu Ól-leikum. Morgunblaóió/ Þórarinn Ragnaraaon.
SIÐAN
S2
QGENN
AFULLU
VtNNUFÖT
VINNUFATAGERÐ iSLANDS,
REYKJAVÍK,SÍMI:16666
, Morgunblaóió/Kriatión Einaraaon.
Reykjavíkurmeistarar IR
• Reykjavíkurmeistarar ÍR í meistaraflokki kvenna í handknattleik. ÍR-stúlkurnar hafa sýnt miklar framfarir á síðustu tveimur árum og eru
líklegar til þess að vera í toppbaráttunni um islandsmeistaratitilinn í handknattleik í ár.
Bjóðum nánast allar
stærðir rafmótora frá
EOF í Danmörku.
EOF rafmótorar eru í
háum gæðaflokki og á
hagkvæmu verði.
Ræðið við okkur um
rafmótora.
= HEÐINN =
SELJAVEGI 2, SÍMI 24260