Morgunblaðið - 08.11.1983, Síða 22

Morgunblaðið - 08.11.1983, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983 3H**9tmÞIafeifr Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakið. Traust staða Sjálfstæðisflokksins Drengskapur hefui áttubönd okkar ke i sagði Friðrik Sophusson að loknu formannskjöri Engum getur blandast hugur um trausta stöðu Sjálfstæðisflokksins að lokn- um landsfundi. Málefnaleg samstaða er eindregin innan flokksins og með því að kjósa Þorstein Pálsson flokks- formann í fyrstu atrennu staðfestu landsfundar- fulltrúar sömu eindrægnina í afstöðu til manna. Geir Hallgrímsson skilar góðu búi þegar hann kveður for- mennsku í Sjálfstæðis- flokknum eftir 10 ára mis- kunnarlaust starf. Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, minnti landsfundinn á þá staðreynd að félagar í flokknum eru um 23 þúsund. Þessi tala ein sýnir að Sjálfstæðisflokkinn verður að telja til þeirra fjöldahreyfinga sem gera kröfu til sérstakrar athygli í krafti hinna mörgu félags- manna. Miklu skiptir að þannig sé haldið á stjórn flokksins að skoðanir þeirra sem fylkja sér undir merki hans njóti sín í réttu hlut- falli við fjöldann sem aðhyll- ist þær. I þeirri baráttu stendur formaður flokksins í fylkingarbrjósti. Þegar niðurstaða lá fyrir í próf- kjöri sjálfstæðismanna á Suðurlandi í janúar síðast- liðnum þar sem Þorsteinn Pálsson hlaut efsta sæti var þannig komist að orði um hann hér á þessum stað: „Fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, Suðurlandskjördæmi og þjóðina alla er mikill fengur að fá Þorstein Pálsson til starfa á alþingi. Alþjóð hef- ur kynnst því best eftir að hann varð framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, að þar fer maður sem flytur mál sitt af rökfestu og sanngirni. Er ekki að efa að hann mun með sama hætti standa vörð um hagsmuni umbjóðenda sinna á Suðurlandi og Sjálfstæðis- flokknum bætist maður á þingi sem hefur öðlast mikla stjórnmálareynslu utan þess.“ Frá því þessi orð voru skrifuð hefur frami Þor- steins Pálssonar innan Sjálf- stæðisflokksins orðið mikill á skömmum tíma. Hann hef- ur nú með góðum og afdrátt- arlausum stuðningi axlað mikla ábyrgð. Hann ávann sér traust og trúnað sam- starfsmanna og viðmælenda á vettvangi kjaramála. Und- ir forystu Þorsteins hafa sjálfstæðismenn sameinast í Suðurlandskjördæmi og leyst á farsælan hátt úr ágreiningi. í báðum tilvikum hefur Þorsteinn Pálsson sýnt að hann hefur hæfileika sem formaður Sjálfstæðisflokks- ins þarf að vera búinn, að vera fastur fyrir en um leið mannasættir. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins breytir engu fyrir ríkisstjórnina. í stjórnmála- ályktun fundarins er lýst eindregnum stuðningi við stjórnina. Á fundinum sjálf- um komu engar kröfur fram um að flokkurinn hætti stjórnarsamvinnu við Fram- sóknarflokkinn. í meginat- riðum vilja sjálfstæðismenn að haldið sé áfram á sömu braut í efnahagsmálum. Það tókst að ná sameiginlegri niðurstöðu milli launþega, atvinnurekenda og þing- manna á vettvangi flokksins þrátt fyrir ólík viðhorf til bráðabirgðalaganna um af- nám samningsréttar. Stefn- an í utanríkis- og öryggis- málum stendur óhögguð eft- ir landsfundinn, en Sjálf- stæðisflokkurinn er eina stjórnmálaaflið í landinu þar sem ekki er tvískinnungur í ályktun um sjálfstæði og varnir þjóðarinnar. Geir Hallgrímsson getur litið stoltur til þess hvernig staðan er í Sjálfstæðis- flokknum þegar hann kýs að ganga út úr iðukastinu. Við val á formanni í hans stað stukku landsfundarfulltrúar yfir eina kynslóð ef þannig má að orði komast og þeir hikuðu ekki einu sinni við að taka þá áhættu sem í því felst, tóku ákvörðunina án þess millispils sem skipu- lagsreglurnar leyfa með tvö- faldri kosningu. Þegar Þorsteinn Pálsson þakkaði traustið vitnaði hann í ólafs sögu Tryggvasonar í Heims- kringlu, þar sem segir frá því er Ólafur reiddist Úlfi hinum rauða í Svoldarorr- ustu lagði ör á streng og miðaði á Úlf sem sagði þá: „Skjót annan veg konungur þangað sem meiri er þörfin." Þannig valdi hinn nýi for- maður sér söguleg einkunn- arorð sem lýsa vel þeim ásetningi hans að komast hjá deilum innan flokks en verða þeim mun öflugri í átökum við andstæðingana. Allir þeir sem vilja frelsi einstaklingsins til orðs og æðis og að staðinn sé öflugur vörður um sjálfstæði þjóðar- innar hljóta að fagna því að brjóstvörn þessara sjónar- miða meðal stjórnmálaflokk- anna lýtur formennsku manns er starfar í þessum anda. „Kæru vinir og samherjar. Ég tek við því trausti, sem þið hafið sýnt mér í dag, með þakklæti og í auðmýkt. Mikill vandi fylgir þessu starfl og það er undirorpið miklu miskunnarleysi," sagði nýkjörinn formaður Sjálfstæðis- flokksins, Þorsteinn Pálsson, er hann sté í ræðustól loks er fagnaðarlátun- um linnti eftir að kjör hans hafði verið tilkynnt á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins á sunnudag. Mikil stemmning Stemmningin í Sigtúni, þar sem fundurinn fór fram, var einstök, kynngimögnuð væri nær að segja. Eftir skipan fundarstjóra og fund- arritara hófst kosning til formanns um kl. 14.20 og lauk tæpum 50 mín- útum síðar. Hófst þá talning at- kvæða og gekk hún greiðlega fyrir sig. Á meðan á talningu stóð bolla- lögðu menn hver yrði niðurstaða fyrri umferðar því flestir voru þeirrar skoðunar, að kjósa þyrfti tvívegis til að knýja fram úrslit, en greindi eðlilega á um niðurstöður. Nokkrir voru þeirrar skoðunar, að kæmi til annarrar umferðar, myndi fylgi Birgis, hafnaði hann í 3. sæt- inu í fyrri umferðinni, fara jafnt yfir á Þorstein og Friðrik. Yrði Friðrik í 3. sætinu færi fylgi hans nær allt yfir á Birgi, en aðrir töldu þetta ekki rétt og að verulegur hluti stuðningsmanna Friðriks, myndi snúast til fylgis við Þorstein. Skoð- un viðmælenda blm. var því sú, að ef Þorsteinn hlyti ekki meirihluta í fyrstu umferð gæti róðurinn orðið þungur fyrir hann, en það færi þó eftir því hve mikið hann mundi skorta til þess að ná meirihluta. Þorsteinn Pálsson 608 at- kvæði í fyrri umferð Þegar fundarstjóri, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, sté í pontu kl. 15.30 mátti heyra saumnál detta í þéttskipuðum sal veitingahússins. Las hann upp niðurstöður kosn- ingar til formanns: Alls greiddu 1080 manns atkvæði, 8 seðlar voru ógildir. Birgir Isleifur Gunnarsson hlaut 180 atkvæði eða 16,79%, Frið- rik Sophusson hlaut 281 atkvæði eða 26,81%, Þorsteinn Pálsson 608 atkvæði... Lengra komst hann ekki því landsfundarfulltrúar tóku af honum orðið, risu úr sætum og klöppuðu hinum nýkjörna formanni ákaft lof í lófa. Ætlaði fögnuði seint að linna. Eftir að hafa tekið við árnaðarósk- um frá fundarstjóra, sem óskaði þess að gifta mætti fylgja hinum nýkjörna formanni í störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn til framgangs hugsjónum hans, til heilla landi og lýð, sté Þorsteinn í pontu. Hann sagði m.a.: Þakkaði drengilega keppni „Á þessari stundu færi ég vinum mínum og samherjum, Birgi Isleifi Gunnarssyni og Friðrik Sophussyni, þakklæti fyrir drengilega keppni. Það hefur verið ánægjulegt að geta gengið til þessa fundar. Þó að andi sameiningar ríki hér nú hafa menn skipst í hópa vegna þessa kjörs. Ég segi við ykkur nú: ég ætla að gleyma stuðningshópi Þorsteins Pálssonar, Friðriks Sophussonar og Birgis Is- leifs Gunnarssonar. Ég ætla að muna allt það fólk, sem hér hefur verið á fundinum og hjálpað til við að gera hann jafn ánægjulegan og eftirminnilegan og raun ber vitni. Það er margt að þakka, en ég nefni eitt nafn. I tíu ár hefur Geir Hallgrímsson verið í forystu Sjálfstæðisflokksins. Við kunnum honum þakkir fyrir hans fórnfúsa starf og hans baráttu. Menn kunna að meta viljastyrk og æðruleysi Geirs Hallgrímssonar. Hann bogn- aði aldrei í storminum. Hann skil- aði okkur sameinuðum á þennan landsfund." „Mikið starf fyrir höndum" Þorsteinn Pálsson hélt áfram: „Við eigum mikið starf fyrir hönd- um vegna þeirra erfiðleika, sem steðja að þjóðfélaginu. Við eigum mikið starf fyrir höndum við að varðveita þá einingu, sem hér ríkir. Ég vænti þess og veit það reyndar, að við sem höfum keppt í for- mannskjörinu munum starfa saman einhuga að málefnum flokksins". Rifjaði hann upp orð Úlfs hins rauða í Svoldaorrustu, er ólafur konungur hafði reiðst við hann, lagt ör á streng og miðað á hann. „Skjót annan veg konungur þangað sem meiri er þörfin. Við skulum beina skotum okkar þangað sem þeirra er þörf. Strengjum þess heit, að vinna af einhug fyrir þjóðina, og landið okkar, ísland." Ræðu Þorsteins var ákaft fagnað, en að henni lokinni tók Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, til máls. Hann sagði m.a.: Nýr meiður hefur laufgast „Við lifum hér stórkostlega stund. Brotið hefur verið blað í sögu flokksins. Á frostköldum vetrardegi hefur það gerst, að nýr meiður hef- ur laufgast á styrkum stofni Sjálfstæðisflokksins. Þótt hausta taki þá er líf í þessum stofni. Nær- ingin kemur frá rótinni, þeirri sömu rót sem liggur djúpt í íslenskum jarðvegi. Rót Sjálfstæðisflokksins. Drengskapur og ánægjuleg keppni hefur treyst enn betur vin- áttubönd okkar sem stóðum í keppninni um formannssætið. Fyrir það er ég þakklátur. Ég vil ennfrem- ur þakka stuðningsmönnum mínum. Við ræddum saman rétt í þessu ég og nýkjörinn, formaður og ég hef ákveðið að gefa kost á mér sem varaformaður flokksins. Ég hlakka til þess að geta orðið að liði fyrir flokkinn. Ég óska Þorsteini Pálssyni til hamingju með þennan stórkost- lega sigur. Hugsjón Sjálfstæðis- flokksins er vel borgið í höndum hans. Ég bið landsfundarfulltrúa að rísa úr sætum því til staðfestingar." Ákvað að bjóða sig ekki fram til varaformanns Birgir ísleifur Gunnarsson, þriðji maðurinn í formannskjörinu tók því næst til máls. Hann sagði m.a.: Friðrik Sophusson og Birgir fsl. Gunnarsson ræðast við eftir að úrslit lágu fyrir í formannskjöri á landsfundinum. Ljósm. RAX. Göngum ft breiðri, óro sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, ei

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.