Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983
28
Friðrik Sophusson:
Stjórnvöld aflétti
nú þegar lögbind-
ingu kjarasamninga
í framboðsræðu sinni til for-
manns lýsti Friðrik Sophusson,
varaformaður Sjálfstæðisflokks-
ins, yfir þeirri skoðun sinni að
stjórnvöld skyldu aflétta nú þegar
banni við samningsréttinum.
Orðrétt segir Friðrik: „Verka-
lýðshreyfingin hefur tekið lög-
bindingu samninga með virð-
ingarverðri hófsemi og stillingu.
Árangur aðgerðanna hefur
byggt á skilningi og stuðningi
alls almennings. Þess vegna geta
stjórnvöld nú sýnt styrk sinn og
trú á eigin verk með því að af-
létta nú þegar lögbindingu
kjarasamninga."
Pólitísk andúð á sér-
framboði sjálfstæðis-
manna á Vestfjörðum
— sagði Sigurlaug Bjarnadóttir
SIGIJRLAUG Bjarnadóttir gagn-
rýndi í ræðu sinni á landsfundinum
þá málsmeðferð sem tillaga þeirra,
sem stóðu að sérframboði sjálf-
stæðismanna á Vestfjörðum við
síðustu kosningar, fékk í miðstjórn
flokksins. Þar hefði sérframboðs-
mönnum ekki verið gert kleift að
skýra frá sínum hugmyndum, held-
ur hefði miðstjórnin keyrt málið í
gegn með slíkum hætti að sér fynd-
ist fyrir neðan allar hellur. Sagði
Sigurlaug það ekki nema sjálfsagt
að miðstjórnarmenn kynntu sér
málið frá fleiri en einni hlið. Það
hefði verið Ijóst að pólitísk andúð
hefði verið á sérframboðinu innan
flokksforystunnar.
Sigurlaug kvaðst hafa tekið þá
ákvörðun að bjóða sig ekki fram
til endurkjörs í miðstjórn þar
sem hún hefði setið síðustu 10 ár.
Þaðan ætti hún sumar ánægju-
legar minningar, en þó væru þær
fleiri sem væru „beiskari á
bragðið". Síðan sagðist Sigurlaug
hafa lýst yfir því á opinberum
vettvangi, að nauðsynlegt hefði
verið að grípa til harkalegra
efnahagsráðstafana, en hún teldi
að ríkisstjórnin hefði átt að taka
meira tillit til þeirra sem minna
mættu sín. „Nú sem fyrr var
byrjað á röngum enda," sagði
Sigurlaug.
Sjálfstæðisflokkurinn má
ekki verða tákn stöðnunar
Birgir Isleifur Gunnarsson:
Við hljótum að
bægja Alþýðubanda-
lagsmönnum
frá valdastólum
BIRGIR ísleifur Gunnarsson sagði
m.a. í ræðu á landsfundinum, að
Alþýðubandalagið væri siðspillt-
asta stjórnmálaaflið á íslandi og þá
hlytu Sjáifstæðismenn að bægja
þeim frá valdastólum um ókomna
framtíð. Hér birtist í heild um-
ræddur kafli ræðunnar: „Alþýðu-
bandalagið ætlar sér með öllum til-
tækum ráðum að koma þessari rík-
isstjórn frá sem fyrst.
Alþýðubandalagið hafði mikil
völd hér í þessu þjóðfélagi sl. 5
ár. Þeim fannst völdin góð og
þeir nutu þess að geta komið sínu
fólki fyrir i kerfinu og að geta
spillt fyrir eins og i stóriðju- og
orkumálum. Ég held hins vegar
að það hafi komið glöggt í ljós i
stjórnartíð þeirra og í öllum
viðbrögðum nú eftir kosningar ,
þar sem nánast er snúið við blað-
inu í öllum málum á einni nóttu,
ég tel að þetta hafi leitt í ljós að
Alþýðubandalagið er siðspillt-
asta stjórnmálaaflið á íslandi.
Þar fara menn, sem einskis svíf-
ast. Á þeim bæ er ekki skeytt um
skömm né heiður. Mannorð,
hamingja og einkalíf eru þeim
framandi hugtök, þegar pólitísk-
ir andstæðingar eru annars veg-
ar. Engir brosa gleiðar, þegar svo
ber undir, en engir hafa rýting-
inn í erminni jafn vel brýndan og
forystumennirnir í Alþýðu-
bandalaginu. Öll þeirra saga sýn-
ir að tilgangurinn helgar meðal-
ið. Við Sjálfstæðismenn hljótum
að bægja þeim frá valdastólum
um ókomna framtíð."
„íslenzk stjórnmál eru á tíma-
mótum. Pólitísk samtrygging er á
undanhaldi,“ sagði Ellert B.
Schram m.a. í ræðu á landsfundin-
um á laugardag. Hann bstti því
við að afstaða almennings til
stjórnmálaflokkanna væri að
— sagði Ellert
B. Schram
breytast. Því mætti Sjálfstæðis-
flokkurinn ekki verða tákn stöðn-
unar. — Enda yrðu stjórnmála-
foringjar ekki framar teknir í dýrl-
inga tölu.
I ræðu sinni gerði Ellert að
umtalsefni þá ákvörðun sína að
taka sér ieyfi frá þingstörfum
um óákveðinn tíma. Kvaðst hann
ekki hafa farið leynt með að
hann hefði sóst eftir mejri áhrif-
um í flokknum. Einnig gerði
hann sér ljóst að þingmennska
væri erfitt og vanþakklátt starf,
en hann hefði engan áhuga á að
einangrast i flokknum. I mörg-
um málum hefði ekki verið leitað
til hans, s.s. í stjórnarmyndun-
arviðræðunum sl. vor. Ellert
sagði ennfremur, að hann hefði
engan áhuga á að spilla samstöð-
unni í flokknum; en með því ætti
ekki að afsala mönnum þeim
rétti að hafa skoðun. Sagt hefði
verið að hann væri að svíkja
flokkinn með því að taka ekki
sæti á þingi, en þetta viðhorf
samrýmdist ekki frelsishug-
myndum hans. „Stærstu og ein-
ustu svikin eru að svíkja hug-
sjónir, — og það er ég ekki að
gera,“ sagði Ellert. Það væri
kominn tími til að þátttaka í
stjórnmálum þjónaði ekki per-
sónulegum metnaði heldur hug-
sjónum. Loks kvað Ellert víðar
hægt að gera Sjálfstæðisflokkn-
um gagn en á þingi. Með þessu
væri hann þó ekki að segja að
hann hygðist hlaupast á brott úr
flokknum. Meðan Sjálfstæðis-
flokkurinn fylgdi stefnu sinni
mundi hann styðja hann.
Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í gærmorgun. Auk þeirra eru á
myndinni Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri flokksins, Inga Jóna Þórðardóttir, framkvæmdastjóri
fræðslu- og útbreiðslumála, Auður Sigurðardóttir, Petrea I. Jónsdóttir og Þóra Emilía Ármannsdóttir og Arni
Sigfússon, framkvæmdastjóri Fulltrúaráðsins.
Landsfundarfulltrúar hylltu frú Ernu Finnsdóttur, eiginkonu Geirs Hallgrímssonar.
Geir Hallgrímsson og frú Vala Thoroddsen ræðast við.
Ljóam.Ól.K.M.