Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983 33 bótar og þakka í afmælisgrein til Hauks. Það er órofa vinátta hans, konu hans og fjölskyldu til mín og fjölskyidu minnar. Menn skynja ekki alltaf til fulls, hve mikils virði góðra manna samfylgd er. Hún er ómetanleg hverjum ein- asta manni, og við Haukur höfum verið ævifélagar. Þegar ég og kona mín vorum á ferðalögum saman erlendis, og synir okkar yngri, þá skildi ég eft- ir bréf hjá þeim stílað til Hauks og Láru, varúðarráðstöfun ef óhapp skyldi henda. Það var stutt á milli Haukagils og Saurbæjar, og það hefur alla tíð verið stutt á milli bæja okkar Hauks, og ég vona og veit að svo verður áfram. Til bæjar Hauks og Láru mun- um við hjónin ganga og sækja þangað holl ráð og félagsskap. Haukur er sjötugur í dag. Hann er í eldlínu fyrirtækis síns og áhugamála, við Þóra óskum hon- um, Láru og allri fjölskyldunni til hamingju á afmælisdaginn og biðjum þeim alls hins besta um langa framtíð. Hjörtur Jónsson Haukur Eggertsson forstjóri er sjötugur í dag. Hann er fæddur á Haukagili í Vatnsdal, sonur þeirra merku hjóna er þar bjuggu, Ág- ústínu Grímsdóttur og Eggerts Konráðssonar. Þrátt fyrir þessi ár að baki er Haukur enn í fullu starfi við fyrirtæki sitt Plast- prent, sem hann hefur gegnum ár- in gert að einu stærsta og best rekna fyrirtæki landsins. Hann hefur verið leitandi og beint huga sínum og hönd að því að finna hvað best hentaði almenningi til þæginda og hagsbóta og árangur- inn er þetta stóra fyrirtæki. Haukur Eggertsson er frjór í hugsun og hagur á hönd, en það er ríkt í ætt hans. Hann á gott með að umgangast fólk af öllum stétt- um, er hlýr í viðmóti og vekur virðingu við kynni. Þeim sem best þekktu æskuheimili hans koma þeir eiginleikar ekki á óvart því þar á bæ ríkti sterkur vilji til mennta og framfara. Eggert bóndi var vel lesinn. Hann var einn þeirra manna rrfeS góða dóm- greind sem námu af bókum, höfðu augun opin fyrir nýmælum og drukku í sig anda aldamótaáranna og hugsjónir þeirra. Ágústina kona hans var góð kona og hjarta- hlý sem gott var að leita til ef á bjátaði. Aldrei gleymi ég ljósinu hennar Ágústínu í glugganum forðum. Ég kom þá í stórhríð að nóttu ofan frá Gilhaga, ungur að árum, við annan mann. Milli bæjanna Gil- haga og Haukagils er um klukku- tíma gangur, en stormurinn var í fangið, snjókoman og myrkrið byrgðu sýn og ófærðin jókst við hvert fótmál. Samfylgdarmaður minn var reyndur ferðagarpur og ratvísi hans viðbrugðið; en þegar við komum á suðurtúnið á Hauka- gili, þar sem hallar undir fót heim að bænum, var ég orðinn örmagna og vonlítill um að geta kafað snjó- inn með storminn í fengið, þarna á túninu var snjórinn upp í mitti, saman barinn svo allra krafta þurfti að neyta til þess að mjaka sér áfram fetið, ég var að að gefast upp. Þá sá ég ljós framundan. Það var skært eins og stjarna í hríð- arbylnum og myrkrinu og því fylgdi þvílíkur máttur að ég af- þreyttist um leið, vonleysið hvarf og snjórinn og stormurinn virtust líka hverfa. Við gengum á vit ljóssins sem skein út um eldhús- gluggann á Haukagili, Ágústina hafði sett það f gluggann. Þessu ljósi og konunni sem setti það þar gleymi ég aldrei. Ég hygg að Haukur hafi fengið sitt leiðarljós úr föðurgarði. Við Haukur erum úr sömu sveit, og kona mín, Kristín Þorsteins- dóttir frá Eyjólfsstöðum í Vatns- dal, og hann eru bræðrabörn. Milli þeirra hefur alltaf verið góð frændsemi og vinátta og mun það hafa miklu ráðið um að við Hauk- ur byggðum saman húsið að Barmahlíð 54. Fyrstu skóflustung- una tókum við á haustnóttum árið 1946 og fluttum inn í það fyrir jól 1948. A þessum árum var lítið um byggingarefni og þurftum við víða að leita fanga. Þá voru heldur eng- in húsnæðismálalán föl og við auralitlir. Við lögðum því oft nótt við dag við byggingu þessa fram- tíðarheimilis okkar og þá kom verkkunnátta Hauks og hagleikur sér vel. Nú höfum við búið hér í 35 ár. Það er orðið langt sambýli og hefur aldrei skuggi á fallið. Fyrir það vil ég þakka. Haukur Eggertsson er kvæntur Láru Böðvarsdóttur frá Laugar- vatni, vel gefinni og myndarlegri konu eins og hún á ættir til að rekja, eða hver man ekki Böðvar Magnússon á Laugarvatni sem hann sá, það glæsimenni. Lára varð sjötug í ágúst sl. Hún er stjórnsöm, tillögugóð og félags- lynd og hið góða sambýli er ekki síður henni að þakka. Ég man enn þegar börn okkar flugust á Og Lára skildi þau að með lagni án þess að halla á neitt þeirra og leiddi þeim fyrir sjónir að svona ættu þau ekki að haga sér. Hvar sem Lára Böðvarsdóttir fer og dvelur mun hún bæta, stækka og fegra. Þrátt fyrir ár ykkar, góðu hjón, eruð þið bæði svo ungleg og frisk- leg að ævikvöldið er enn langt framundan. Við hjónin óskum Hauki til hamingju með afmæl- isdaginn. Lifið heil. Haukur tekur á móti gestum á afmælisdaginn í Domus Medica á milli kl. 5 og 8. Guðlaugur Guðmundsson Saturday Night Fever - Það var þá Staying Alive - Það er núna DANSSKOLI Heiðars Ástvaldssonar Brautarholti 4 - Drafnarfelli 4 10 tíma námskeið Fyrsti timinn verður sunnudaginn 13. nóv. Innritun frá kl. 1-6, í símum 38126 og 39551 dagana 7.-12. nóvember. GBtDU VERD- SAMANDURD Valsa súkkulíkið er aldeilis tilvalið í baksturinn. Það fæst bæði Ijóst og dökkt og 400 grömmin kosta aðeins 58 krónur, eða eitthvað þaðan af minna! Kynntu þér verðið!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.