Morgunblaðið - 08.11.1983, Page 42

Morgunblaðið - 08.11.1983, Page 42
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983 Atvinnuleysi brostið á i siávarplássum Uppboðshamrinum hefur verið lyft: sagði Valdimar Indriðason í þingræðu í gær VALDIMAR INDRIÐASON (S), þriðji þingmaður Vestlend- inga, sagði efnislega á Alþingi í gær að brostið væri á atvinnu- leysi hjá fjöida verkafólks, sem unnið hafi í sjávarútvegi, aðal- útflutningsframleiðslu okkar. — Það eru alvarleg tíðindi, sem snerta nánast hvert heimili í landinu, að búast megi enn við verulegri aflaminnkun á ís- landsmiðum. — Þegar eru um 150 manns atvinnulausir á Akra- nesi vegna lokunar á tveimur af fjórum frystihúsum staðarins. Þetta skeður meðan deilt er um það, hvernig fara skuli með skuldir eins togara, er þessi frystihús eiga. Skuldir þessa skips, sem ég fullyrði að hafi verið vel rekið, hafa hrannast upp hjá opinberum sjóðum, vegna óhóflegs fjár- magnskostnaðar, verð- tryggðra lána og gengisbreyt- inga, þannig að ekkert verður við ráðið. Þingmaðurinn sagði fram- angreint í umræðu um frum- varp til laga, þessefnis, „að lágmarksverð á sjávarafla verði ákveðið í frjálsum samn- ingum af fulltrúum fiskkaup- Valdimar Indriðason, alþingismaður. enda og fiskseljenda í Verð- lagsráði sjálfu", sem tveir þingmenn Bandalags jafnað- armanna flytja. Kolbrún Jónsdóttir (BJ), áttundi lands- kjörinn þingmaður, mælti fyrir frumvarpinu, og verður nánar vikið að framsögu hennar hér á þingsíðu síðar í vikunni. „Uppboðshamrinum hefur verið lyft“, sagði Valdimar Indriðason, „og nú bíður þetta verkafólk á Akranesi eftir því, hvort hann verður látinn falla eða ekki. Ef hann fellur verður þarna um varanlegt atvinnu- leysi að ræða — og Akranes er því miður ekki eini staðurinn í landinu, sem þetta ástand vof- ir yfir... Þess vegna skora ég á sjávarútvegsráðherra og rík- isstjórn, að leita allra ráða til þess að leysa þessi mál sem allra fyrst. Það er engin lausn að fara að bjóða upp hluta af flotanum vegna vanskila í opinberum sjóðum og svipta þannig mörg hinna minni byggðarlaga undirstöðu at- vinfluöryggis". Hérlendis ríkir sérstaða í verðlagsmálum sjávarafurða, sagði Valdimar. Hjá hinum stærri fiskveiðiþjóðum ríkir hinn frjálsi uppboðsmarkaður, sem byggir á nálægð stórra neytendasvæða, en við íslend- ingar þurfum að taka mið af neytendamörkuðum erlendis fyrir unninn fisk, og þeim markaðssveiflum, sem þar myndast, erum við því miður háð. Hann dró í efa að breyt- ing á núverandi kerfi verði til bóta, allra sízt fyrir sjómenn og útvegsmenn. Stuttar þingfréttir: „Innantökur þingmanna“ og skilyrt niðurgreiðsla orku til húshitunar ____________________________C.1 HITUN_______________________________ Til hitunar á ibúðarhúsnæði. (Orkugjald 1,19kr/kWh) Orkugjald, niðurgreitt 0,71 kr/kWh Fastagjald 3xF1 5.610,00 kr/a Roftími er allt að 2x 1 'h klukkustund á dag. Mynd 3. Ur q ja I d*k r ó Ro fmagntv* I tno r iklt Int Nr.58 • Bráðabrigðalög ríkisstjórnar- innar um launamál komu til framhalds fyrstu umræðu, sjötta fundinn í röð, í neðri deild Al- þingis í gær. Svavar Gestsson (Abl.) flutti langa tölu og hélt því m.a. fram, að „innantökur væru í þingmönnum Sjálfstæðis- flokks“ yfir því að þurfa að greiða þessum „framsóknariög- um“ atkvæði. • GUÐMUNDUR EINARS- SON og KRISTÍN KVARAN, þingmenn Bandalags jafnað- armanna, hafa lagt fram til- lögu til þingsályktunar um orkusparnað. Tillagan felur það m.a. í sér að orka til hús- hitunar skuli því aðeins greidd niður að hús uppfylli skilyrði byggingarreglugerðar um ein- angrun. Eigendur húsa, sem ekki uppfylla þau skilyrði, eigi hinsvegar kost á hagstæðum lánum til að kosta einangrun húsa sinna. • Lagt hefur verið fram stjórnarfrumvarp til breyt- inga á umferðarlögum, sem gerir ráð fyrir þeirri megin- breytingu að Bifreiðaeftirlit ríkisins annist skráningu öku- tækja í stað lögreglustjóra. Fella á niður skyldu til að um- skrá ökutæki við flutning milli lögsagnarumdæma. Með frum- varpinu „er lagður grundvöllur að því að tekið verði upp fast númerakerfi fyrir allt landið". Á sl. ári vóru hér á landi rúm- lega 107.000 bifreiðar, ný- skráningar vóru 11.200 og um- skráningar 26.100. • JÓN KRISTJÁNSSON (F) flytur tillögu til þingsályktun- ar um nýja flugbraut á Eg- ilsstöðum. Á sl. ári vóru 2.355 lendingar á Egilsstöðum, far- þegar sem fóru um völlinn 41.692, flugflutningur 600 tonn og póstur 146 tonn. Ófeigur Björnsson „Á Palli“ — sýning Ófeigs Björnssonar í Gallerí Grjót ,jÁ PALLI“ er yfirskrift sýnigar Ófeigs Björnssonar, listamanns , sem nýlega opnaði í Galleri Grjót. Á sýningunni eru 23 verk sem Ófeigur hefur unnið í silfur, gull, leður, sjáv- arsteina og vambir, allt frá fíngerð- um skartgripum í stór leðurverk. Verk sín kallar Ófeigur „Mynd- verk“ og byggir form og útlit þeirra eftir efninu sem hann vinn- ur með hverju sinni. Þannig eru gull- og silfurgripirnir ekki skrautumgjörð um litaða steina, heldur er það málmurinn sem ræður ferðinni. Á sýningunni eru nokkur verk gerð úr sjávarstein- um og vömbum. Sagðist Ófeigur hafa fengið þá hugmynd í nýaf- staðinni sláturtíð, en hann hitar steinana, íklæðir vömbum og mót- ar. Leðurverkin mótar ófeigur í blautt leður og þurrkar síðan í leirbrennsluofni. Sýning ófeigs í Gallerí Grjót er fyrsta einkasýning hans, en hann hefur tekið þátt í samsýningum hér á iandi sem erlendis. Sýningin er opin frá kl. 12.00—18.00 á virk- um dögum og frá kl. 14.00—18.00 um helgar. Hún stendur til 17. nóvember, en eftir það fara nokk- ur verkanna á norræna farand- sýningu sem stendur yfir I tvö ár og endar á íslandi. Laugarásbíó sýnir „Landamæramútur“ LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýninga myndina „Landamæra- mútur“. í fréttatilkynningu frá kvikmyndahúsinu segir m.a. um efni myndarinnar: „Landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó eru sér- stæð, a.m.k. að einu leyti. Þar er meiri ásókn af hálfu smyglara af öllu tagi en um getur annars stað- ar. Þeir Cat og Charlie eru starfsmenn innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna og verkefni þeirra er að vera sífellt á verði meðfram landamærunum til að hindra smygl af öllu tagi. Þarna verða hinir opinberu starfs- menn fyrir ýmis konar freist- ingum, því það getur verið erfitt að standast mútur, fyrir þð eitt að loka augunum á vissum and- artökum eða haga eftirlitsferð- um öðru vísi en venjulega. Cat sér ekkert athugavert við að afla sér aukatekna á þennan INNLENT hátt, en Charlie hefur lengi ver- ið því frábitinn. Sakir eyðslusemi konu sinnar verður Charlie að taka þátt í „bissness" með Cat, en hann gerir sér ekki grein fyrir því að Cat er kaldrifjaður náungi sem svífst einskis." í sömu fréttatilkynningu seg- ir ennfremur: „Verð á sýningum kl. 5 og 7 mánudaga og föstu- daga er kr. 50.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.