Morgunblaðið - 10.11.1983, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 10.11.1983, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 Athugið — Athugið Tökum ekki meira í litun fyrir jól. Efnalaugin, Vesturgötu 53. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekiö viö hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viötals- tíma þessa. Laugardaginn 12. nóvember veröa til viötals Páll Gíslason og Gunnar S. Björnsson. Páll Gunnar 1x2 11. leikvika — leikir 5. nóv. 1983 Vinningsröó: 221— 211— 2XX — 1 1 X 1. vinningur: 12 réttir — kr. 1228.895,- 15327 37568(4/10) 56607(4/10) 36949(4/10) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 2.217,- 3513 12987 42956 52029+ 92365 8. vika: 4504 13533 43047+ 56258+ 93058 36751+ 4698 13534 43488+ 56726+ 160815 10. vika: 7242 17515 43888 56848+ 161046 36051 8821 18769 44381+ 60314+ 37337* 36058 9261 19688+ 47657+ 60317+ 45121* 36075 9401 35666 47772 60318+ 48900* 40730 10503 35831 48698+ 87525 60998* 53579 11848 36308 48714+ 88924 41581** 94785 12037 36620 50613 90451 47135** 94995*+ 12203 40826 50702+ 90455 51636** * = 2/11 12927 42337 50997+ 92361+ 90483* ** = 4/10 Kærufrestur er til 28. nóvember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboösmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vlnn- ingsupphæöir geta lækkaö, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — íþróttamiöstööinni — REYKJAVÍK UAZ 452 með stálhúsi Verð kr. 288.300 Lánað kr. 144.150 Þér greiðið kr. 144.150 Verð með S-kvöð kr. 226.500 Lánað kr. 113.250 Þér greiðið kr. 113.250 1 r og Landbúnaðarvttar hf Suðurlandsbraut 14 - Sími 38 600 Mirming: Kjartan Erlends- son vélstjóri Fæddur 7. mars 1948 Dáinn 28. október 1983 Kjartan Erlendsson fæddist í Reykjavík 7. marz 1948. Hann var yngstur þriggja sona þeirra Ástu heitinnar Þorgrímsdóttur og Er- lends Jóhannssonar, húsgagna- smiðs. Hugur Kjartans leitaði snemma til starfa a sjónum og stundaði hann sjóvinnunámskeið Æskulýðsráðs sem unglingur. Síð- ar nam hann vélvirkjun hjá Héðni hf. og lauk síðan námi frá Vél- skóla íslands 1974. Það var á há- tíðisdegi Vélskólans (skrúfudegin- um) 1972 sem við tókum fyrst tal saman. Það spjall átti eftir að verða upphaf að kunningsskap og vináttu sem entist alla tíð eftir það. Leiðir okkar áttu eftir að liggja saman í starfi bæði til sjós og lands. Við sem fengum að kynnast Kjartani í starfi sem leik vissum að þar fór góður drengur sem oft var hrókur alls fagnaðar. Ekki skorti hann heidur hjálpsemi og vináttu gagnvart þeim sem eft- ir hans kynnum sóttust. Foreldr- um sínum var hann mikil stoð, ekki hvað síst föður sínum, sem átt hefur við vanheilsu að stríða um nokkurra ára skeið. Ég var svo lánsamur að kynnast þessum manni með hin mörgu brennandi áhugamál, fyrir ellefu árum. Það voru því hörmuleg tíðindi sem mér bárust um hádegisbilið hinn 28. október síðastliðinn, að Kjartans og fleiri fyrrverandi starfsfélaga minna hjá Björgun hf. væri sakn- Bjóðum nánast allar stærðir rafmótora frá EOF í Danmörku. EOF rafmótorar eru í háum gæðaflokki og á hagkvæmu verði. Ræðiö við okkur um rafmótora. = HEÐINN = SELJAVEGI 2, SÍMI 24260 að eftir hið sviplega slys á Viðeyj- arsundi. Það flugu í gegnum huga minn minningar úr starfi og leik undanfarinna ára. Það var erfitt að þurfa að sætta sig við að fá ekki að hitta þessa duglegu og sam- stilltu menn aftur. Það hefði sennilega engan órað fyrir því að þetta ágæta skip, sem Kjártan hafði bundist svo traustum bönd- um, hlyti þessi örlög. Það sem sennilega batt Kjartan þessum böndum, var að þarna var mikið um að vera og mörg tæki, sem veittu hans frjóa huga fyllingu. Einnig hinn góði starfsandi sem þar ríkti manna í milli. Kjartan var nýkominn heim frá Banda- ríkjunum, þar sem hann heimsótti Jóhann flugvirkja, elsta bróður sinn, sem þar rekur verkstæði í sínu fagi. Hann fór strax sama dag og hann kom til starfa um borð í Sandey II. Þar biðu hans þau verkefni sem honum voru hjartfólgnust og hann !ét sig mestu varða. Aðeins tveimur sól- arhringum seinna kom kallið stóra, sem allir fá einhvern tíma og við stöndum eftir og spyrjum: hvers vegna nú og hví svo ungur. Það var ekki svo sjaldan sem eilífðarmálin bar á góma hjá okkur og þar held ég að Kjartan hafi oft staldrað við og hugleitt. Það er því okkur sem eftir stönd- um huggun harmi f að ef til vill eru til æðri stig tilveru þar sem við munum hittast seinna. Ekki síst Erlendi föður hans, sem nú sér á bak sínum yngsta syni, sem reynst hefur honum svo hjálpleg- ur. Erlendur missti Ástu konu sína fyrir tveimur árum, en hún var þeim feðgum mikil stoð. Það hefur því komið í hlut næstyngsta bróðurins, Höskuldar trésmiðs, og konu hans að styðja við bakið á föður þeirra eftir hinn sviplega at- burð. Eitt af sameiginlegum áhugamálum okkar Kjartans var írsk þjóðlagatónlist og það voru margar stundirnar sem við hlýdd- um á þá tónlist saman. Ekki skemmdi það stemmninguna ef eftirlætisbjór okkar beggja, Gu- innessinn, var með, en það var þó sjaldan nema í siglingum. Kjartan var vinsæll af sínum skólafélögum og eflaust er hugur þeirra með Rafeindin komin út RAFEINDIN, sérrit um rafeinda- iðnad, 2. tbl., er komið út. Meðal efnis í blaðinu er grein um uppbyggingu og mismun hátalara eftir Olaf Á. Guðmundsson verk- fræðing, grein um Dolby-suðdeyfi- búnað eftir Hauk Konráðsson raf- eindavirkja, grein um tæknilega uppbyggingu myndsegulbands- tækja eftir Hörð Frímannsson verkfræðing, saga rafeindatækn- innar eftir Pál Theodórsson eðlis- fræðing og grein um tölvur eftir Ásgeir Bjarnason. okkur, sem í dag kveðjum Kjartan hinstu kveðju. Það verður því skarð í hópnum á næsta ári, þegar minnst verður 10 ára útskriftar- afmælis frá Vélskóla íslands. Um leið og við konan mín, Edda, biðjum Erlendi föður Kjartans, bræðrum hans og fjölskyldu þeirra blessunar, þökkum við Kjartani samfylgdina. Ef til vill eiga leiðir okkar allra eftir að liggja saman á ný% Agnar G.L. Ásgrímsson, Edda María Guðbjörnsdóttir. Sá af æskufélögum mínum úr Stykkishólmi, sem ég hef haft nánast samband við alla tíð, er Erlendur, sonur Önnu Sigurðar- dóttur og Jóhanns Erlendssonar, sem bæði voru snæfellskra ætta og áttu lengi heima í Hólminum. Eftir að við fluttumst til Reykja- víkur fyrir röskri hálfri öld bjugg- um við ungkarlar saman í nokkur ár. Kynni mín af konu Erlendar, Ástu, sem var Reykjavíkurbarn, dóttur Sigurbjargar Illugadóttur og Þorgríms Jónssonar, hófust jafnsnemma og þau felldu saman hugi. Og upp frá því, að við settum báðir saman bú, voru gagnvegir á milli okkar, enda lengi stutt að fara. Af þessu leiddi, að ég fylgd- ist með sonum þeirra þrem, Jó- hanni, Höskuldi og Kjartani, frá æsku til fullorðinsára. Sá yngsti þeirra, Kjartan, fórst með skipinu Sandey og er í dag kvaddur í kirkj- unni í Fossvogi. Við tókum oft tal saman, meðan hann var að búa sig undir ævi- starf, fyrst í Sjóvinnuskólanum á Lindargötu, síðan í Vélsmiðjunni Héðni og loks í Vélstjóraskólan- um, en hann lauk prófi þaðan 1974. Að því búnu hóf hann störf á sjónum sem vélstjóri og var lengst á skipum Eimskipafélags íslands, en tvö síðustu árin á Sandeynni. Meðan Kjartan var í förum kom hann víða og gat því drepið á margt, þegar hann fræddi mig um lönd og lýði, sem ég þekkti lítt eða ekki til. Duldist eigi, að eftirtekt hans var næm og öllu kom hann ljóslega til skila, enda létt um mál. Hann var býsna gagnrýninn á það, sem honum þótti miður fara, og ætíð sló hjarta hans heitt, þegar í hlut áttu þeir, sem minna máttu sín eða um sárt áttu að binda. Vin- um sínum var hann trölltryggur og hjálpfús, en ekki að sama skapi vinmargur sem hann var vina- vandur. Ásta, móðir Kjartans, stríddi lengi við sjúkdóm, sem hún hné fyrir að lokum. Og um svipað leyti varð faðir hans fyrir áfalli. Síst leyndi sér þá, hve Kjartan lagði sig fram um að létta foreldrum sínum byrði, og eftir að faðir hans stóð einn orðinn á eyri vaðs, var honum umhugað að geta stytt honum stundir. Hugboð mitt er, að Kjartan hafi einmitt þess vegna kosið aö vera ekki langdvöl- um frá honum og því hætt sigling- uin. Missir manna á besta aldri er ætíð harmsefni, en þeim mun sár- ari er hann, þegar dugmiklir ungir menn, fullhraustir, falla skyndi- lega í val sökum válegra atvika. Græðismyrsl í eymslin eru vand- fundin önnur en þau, að hugga sig við það óumflýjanlega, að eitt sinn skal hver deyja. En vita má Er- lendur og bræður Kjartans, að til þeirra hugsa margir með samúð og góðum óskum, og í þeim hópi viljum við Helga vera. Lúðvík Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.