Morgunblaðið - 10.11.1983, Síða 36

Morgunblaðið - 10.11.1983, Síða 36
I 36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 Minning: Pétur W. Jack Stykkishólmi Fæddur 21. desember 1950 Dáinn 31. október 1983 Það getur ekki verið satt, ekki hann Pétur, var það fyrsta sem kom í huga minn er Róbert mágur minn hringdi til okkar síðdegis þann 31. október sl. og tjáði okkur að Haförninn hefði farist og Pét- urs væri vaknað. En því miður, það var kaldur veruleikinn, það þýddi ekkert að deila við þann dómara frekar nú en fyrri daginn. Við skiljum ekki alltaf örlögin og getum ekki skilið hvers vegna elskulegur heimilisfaðir er hrifinn burt í blóma lífsins frá eiginkonu og þremur ungum dætrum. Maður sem var sívakandi yfir velferð heimilisins og dætranna. En okkur er ekki endilega ætlað að skilja, því vegir Guðs eru órann- sakanlegir, en við vitum að hans ráð eru góð, þótt í svip þyki okkur þau ósanngjörn. Ég mun muna Pétur eins og hann var með bjarta brosið og glettnisglampann í augunum. En best mun ég muna hann er hann var með dætrum sínum, þá ljóm- aði hann allur af fögnuði yfir að vera með þeim. Það er fögur minn- ing sem yljar. ^ Mínum kæra mági þakka ég góð kynni í rúm þrettán ár. Ég trúi því að heimkomuvon sé góð. Elín mín. Ég bið Guð að styrkja þig og dæturnar í sorginni og ég veit að hann gerir það og mun vel fyrir öllu sjá. Kæru tengdaforeldrar og tengdasystkini. Guð gefi ykkur öllum styrk og huggun. Þið hafið misst mikið, en þið eigið líka mik- ið eftir, því minningarnar um góð- an dreng getur enginn frá okkur tekið og þær munu lýsa fram á veginn. „Flýt þér, vinur, í fegri heim, krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim.“ (J. Hallgrímsson) Bergdís Þegar mikill mannkostamaður í blóma lífs síns svo skyndilega er hrifinn á brott, er tregt tungu að hræra. Orð megna ekki að lýsa þeim sára harmi er fyllir huga okkar, sem vorum svo lánsöm að vera samvistum við hann. Pétur fæddist á Siglufirði 21. desember 1950, sonur hjónanna séra Róberts Jack, sem þá var sóknarprestur í Grímsey, og fyrri konu hans, Sigurlínu Guðjónsdótt- ur. Móðir Péturs lést þegar hann var aðeins tveggja ára. Var hann þá í fóstri í Grímsey um hríð, en skömmu seinna gekk honum í móðurstað Guðmunda Vigdís Sig- urðardóttir, seinni kona séra Rób- erts. Árið 1953, en þá var Pétur um það bil þriggja ára, lá leið fjöl- skyldunnar til Kanada, nánar til- tekið Arborg í Manitoba, þar sem faðir hans sinnti prestsstörfum um tveggja ára skeið. Þaðan lá leiðin aftur til íslands, til Vestur- Húnavatnssýslu, en þar tók faðir hans við starfi prests að Tjörn á Vatnsnesi. Pétur var yngstur af fjórum al- systkinum. Hin eru: Davíð, María og Róbert Jón. Hálfsystkin Péturs eru: Ella Kristín, Anna, Jónína Guðrún, Sigurður og Sigurlína Berglind. Pétur átti auk þess upp- eldisbróður, Erling, en hann lést af slysförum aðeins sautján ára gamall. Voru þeir Pétur jafnaldr- ar. Þann 6. september 1975 kvænt- ist Pétur eftirlifandi konu sinni, Elínu Guðmundsdóttur, og eign- uðust þau þrjár yndislegar dætur: írisi Blómlaugu, sem nú er níu ára, Fjólu Burkney, sex ára, og Hrafnhildi Díu, fjögurra ára. Eng- inn sem til þekkti fór varhluta af hversu traust og innilegt samband þeirra Elínar og Péturs var. Pétur var dætrum sínum ein- stakur faðir. Honum var í blóð borið afar mikið blíðlyndi og kom það ekki síst í ljós er hann var í nálægð þeirra. Þeim sinnti hann mikið og af ómældri umhyggju og hjartagæsku. Hann var óþreyt- andi við að leika við þær, aðstoða þær og fræða og naut auðsjáan- lega hverrar samverustundar. Pétur vann lengst af við það starf er hann menntaði sig til, bif- vélavirkjun, sem hann nam hjá Heklu hf. Síðar starfaði hann hjá Aðalbraut hf., en réði sig þar á eftir að Sigölduvirkjun. Vorið 1976 fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Borgarness. Þar starfaði hann hjá Borgarverki hf. Eftir að hafa dvalið í Borgar- nesi í hálft annað ár, langaði Pét- ur að freista þess að stofna eigið verkstæði. Fluttist hann þá ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og stofnaði G.P. bifreiðaverkstæði sf. ásamt Guðmundi Haukssyni. Var verkstæðið staðsett í Kópavogi. Seinna, þegar rekstri verkstæðis- ins var hætt, vann Pétur um hríð hjá Vökli hf. En hugurinn leitaði út á land og í þetta sinn lá leiðin til Stykkis- hólms. Síðan eru liðin fjögur og hálft ár. Pétur, Elin og dæturnar kunnu vel við sig í Stykkishólmi og fyrir tveimur árum festu þau kaup á einbýlishúsinu að Lágholti 2. Þangað hefur alltaf verið gott að koma og húsráðendur tekið á móti gestum opnum örmum. í Stykkishólmi vann Pétur lengst af sem verkstjóri hjá Nýja-bílaveri hf. Fyrir tveimur mánuðum réði Pétur sig sem annan vélstjóra á bát sem gerður var út á skelfisk, Haförn SH-122. En þegar minnst varði kom kallið. Kallið, sem við er eftir lifum, eigum svo erfitt með að sætta okkur við. Hörmu- legt sjóslys batt skyndilegan enda á lífshlaup Péturs. Lífshlaup sem var alltof stutt og mörgu ólokið. Hálfum mánuði fyrir lát sitt slasaðist Pétur og þurfti að vera heima í viku. Finnst Elínu sem forlögin hafi gefið þeim þennan tíma til að njóta saman áður en leiðir skildu. Pétur var rólegur í fasi. Öll hans framkoma einkenndist af prúðmennsku, glaðlegu viðmóti og einstakri hjartahlýju, sem vart á sér margar hliðstæður. Var til þess tekið hversu barngóður hann var. Pétur fékk snemma áhuga á kveðskap. Hann var ljóðelskur og setti af og til saman vísu. Hafði hann mikinn áhuga á fræðibókum ýmiss konar og ævisögum. Hans dýrmætasta eign voru fáséðar gamlar bækur, sem hann safnaði og var unun að sjá hann handleika þær. Hann var virkur meðlimur í JC Stykkishólmi og var auk þess ný- genginn í Rotary. Þá var hann varaformaður skólaráðs á staðn- um. Hann lagði ekki árar í bát þótt óvanur væri í ræðustólnum í fyrstu, en hélt ótrauður áfram að æfa sig. Pétur var nýbúinn að fá versl- unarleyfi og farinn að huga að möguleikum í því sambandi, þar á meðal útvegun umboða. Þá hafði hann um skeið, ásamt Elínu, rekið myndbandaleigu á vegum Davíðs bróður síns. Elín og dæturnar þrjár hafa mikið misst er svo ástríkur eigin- maður og faðir sem Pétur var, hverfur á braut. En minningin lif- ir. Minningin um svo góðan dreng er björt og fögur. Hún er ástvinum hans dýrmæt eign og ómetanlegt veganesti um alla framtíð. Elsku Elín mín. Megi guð, sem Pétur trúði svo innilega á, styrkja og styðja þig og dæturnar litlu í sorg ykkar og leiða ykkur fram til bjartari tíma. Öllum þeim sem nú eiga um sárt að binda vegna fráfalls Péturs vottum við okkar innilegustu sam- Eyrún og Sturla í hendi guðs er hver ein tíð, í hendi guðs er allt vort stríð, hið minnsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. (Matthías Jochumsson) 1 dag kveðjum við hinztu kveðju mág minn og góðan vin, Pétur W. Jack. Hið sviplega fráfall hans skilur eftir sig stórt skarð fyrir þá sem hann þekktu. Kvæðið hér að ofan lýsir því vel, hve varnarlaus við stöndum gagnvart örlögunum, sem nú hafa í einni svipan kallað til sín góðan dreng og sannan mannvin í blóma lífsins. Maður stendur sem þrumu lostinn yfir þessum atburði, en fyllist jafn- framt þakklæti fyrir að hafa þó borið gæfu til að kynnast honum og þeim persónuleika er hann hafði að geyma. Á slíkri stund sem þessari streyma minningarnar fram og eitt eiga þær allar sam- eiginlegt, að ylja manni um hjartarætur. Það eru minningar sem sýna hans innri mann og bera vott um heiðarleika, trygglyndi, ósérhlífni, glaðværð og trú- mennsku. Þær sýna mann sem ávallt var boðinn og búinn til þess að vernda minnimáttar og rétta náunganum hjálparhönd. A með- an Pétur vann hér í Reykjavík, kom ég oft og iðulega við hjá hon- um á leið heim úr vinnu, því alltaf gat hann gefið sér tíma til þess að spjalla og ávallt var létt yfir um- ræðunum. Þær snerust um eitt- hvað jákvætt og uppbyggilegt. Þau eru mörg skiptin sem ég sneri heimleiðis léttari í skapi en þegar ég kom. Hið algenga kapphlaup fólks í dag um lífsgæði höfðaði ekki til Péturs. Hanns mat á lífinu kom lítt nálægt hinu efnislega. Hann var andlega sinnaður, mikill fé- lagsmaður og gefinn fyrir góðar bókmenntir, einkum og sér í lagi fallegan kveðskap. Umfram allt annað var Pétur maður sinnar fjölskyldu. Hann var kvæntur El- ínu Guðmundsdóttur og eignuðust þau þrjár dætur, írisi Blómlaugu, Fjólu Burkney og Hrafnhildi Díu. Missir þeirra er stærri en orð fá lýst. Kona hans horfir á bak traustum lífsförunaut og stendur eftir með telpurnar þrjár sem í einu vetfangi hafa ekki einungis misst góðan föður, samkvæmt þeim skilningi sem almennt er lagður í það orð, heldur einnig tryggan vin og glaðan leikfélaga. Við biðjum Guð að létta þeim mæðgum, svo og öllum þeim er um sárt eiga að binda eftir hið hörmu- leg slys, þær þungu byrðar sorgar og söknuðar sem á þau eru lagðar. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni að eigi geti syrt eins sviplega og nú; og aldrei er svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú. (Matthías Jochumsson) Ég kveð Pétur með söknuði og þakklæti fyrir allt. Guðmuiidur Sigþórsson Það má með sanni segja um sjó- mennina okkar að þeir eru sem hermenn í fremstu víglínu í þjóð- félagi okkar. Þetta verður okkur ljóst, þegar svo ægileg sjóslys ríða yfir æ ofan í æ. Vaskir drengir hafa látið lifið í viðureigninni við Ægi konung. Fregnin um sjóslysið á Breiða- firði kom eins og reiðarslag. Þar féllu í valinn þrír sjómenn, kona og tveir ungir menn. Annar þeirra var Pétur William Jack, 32 ára gamall. Pétur hitti ég sl. sumar norður að Tjörn á Vatnsnesi, þegar fjöl- menni fagnaði séra Róbert, föður hans, sem hélt sjötugsafmæli sitt. Engum datt dauðinn í hug sem leit hinn háa og gjörvilega mann aug- um þessa kvöldstund á Tjörn. Ég hef átt þess kost að kynnast fjölskyldu séra Róberts og Vigdís- ar konu hans á undanförnum ár- um, og þar á meðal Pétri. Pétur var hæggerður maður, viðkvæmur og gæddur óvenjulegri réttlætis- kennd. Hann var þroskaður mað- ur, sem hugsaði vel um sitt fólk og vildi alla hluti gera sem best. Hann átti traust allra sem honum kynntust. Pétur var einn 9 barna, sem ólust upp á heimili þeirra séra Róberts og Vigdísar Sigurðardótt- ur að Tjörn. Það sem mér finnst alltaf einkenna þennan hóp, er sú mikla samkennd og ræktarsemi, sem náði að gróa innan hópsins. Móðir Péturs, Sigurlína, andaðist þegar Pétur var enn lítill hnokki. Síðar kvæntist sr. Róbert Vigdísi og reyndist hún fjórum börnum sr. Róberts frá fyrra hjónabandi hin besta móðir, enda miklir kær- leikar með þeim alla tíð. Pétur Jack gekk í iðnskóla í Reykjavík og gerðist bifvélavirki og ávann sér mikið traust í sinni starfsgrein. Nú undir haust breytti hann til og gerðist vél- stjóri á skelfiskbát úr Stykkis- hólmi, þar sem hann og Elín Guð- mundsdóttir og þrjár dætur þeirra höfðu búið undanfarin ár. Þessar veiðar hafa verið stundaðar um áraraðir án áfalla. En þann 31. október kom áfallið. Faðir Péturs, séra Róbert Jack, hefur sagt mér að hann hafi á þeim tíma sem sjóslysið varð, orð- ið fyrir vitrun. Fannst honum hann sjá Pétur son sinn í opinni líkkistu, en ástvinirnir allt í kring. Segist hann þegar hafa vitað hvað mundi hafa gerst. En séra Róbert trúir því að við þessu jarðlífi taki annað og betra tilvistarstig, sem sonur hans muni nú fá að njóta. Dauði svo ungs manns á blóma- skeiði lífs síns frá ungri konu og þrem ungum dætrum er áfall. En það er huggun í harmi hversu samhent fjölskyldan bregst við ótíðindunum, þar munu allir sem einn standa við hlið ekkjunnar ungu og barna hennar. Ég vil senda Elínu Guðmunds- dóttur og dætrum þeirra Péturs, systkinum hans og þeim séra Rób- ert og Vigdísi mínar samúðar- kveðjur og vona að þau megi eign- ast nýjan styrk við minninguna um góðan og heilan dreng. Jón Birgir Pétursson Dauðann hef ég aldrei getað skilið og hefur alltaf þótt hann ósanngjarn og heimtufrekur. Líklega óttast ég hann innst inni og það að falla í gildru hans. Persónulega hefur mér alltaf þótt það lúalegt hvernig hann læðist aftan að fólki og sviptir það lífsandanum, og sjálfsagt er hann stoltur af sér núna, því hann kom öllum að óvörum og hitti beint í mark. Við, sem eftir sitjum, skiljum ekki svona grimmd, en þó við séum sár og reið, þá breytir það engu. Sláttumaðurinn er farinn hjá og hann gerir engan mun á fullvöxnu og hálfvöxnu grasi. Það verður skrýtið að ímynda sér heim án Péturs og það verður erfitt að sjá Elínu og litlu stelpurnar þrjár koma í heimsókn án þess að bíða ekki smástund eftir því að sjá and- litið á Pétri birtast á bak við þær. Jafnvel þó lífið virðist svo flókið og breytingasamt, þá er það þrátt fyrir allt ótrúlega einfalt og fast- mótað, það snýst í kringum fáar manneskjur og flest allt sem við þekkjum er frá þeim komið. Heimur- inn sem við elskum mest er innan ákveðins ramma og allar áætlanir miðast í rauninni við það að falla inn í heildarmyndina. Nú, í fyrsta sinn, hefur mér skilist að slíkur rammi er ekki endanlegur og órjúfanlegur heldur nokkurs konar viðmiðun sem tekur sífelldum breytingum hvort sem okkur líkar betur eða verr. Pétur var einstakur maður. Hann var alltaf tilbúinn að rétta hjálpar- hönd án þess að vænta nokkurs til baka. Elín og litlu stelpurnar þrjár eiga um sárt að binda, enda hafa þær ekki aðeins misst eiginmann og föður, heldur sinn besta vin og styrkustu stoð. Ég held að ég geti sagt með sanni að betri föður en Pét- ur hafi ég sjaldan séð og var um- hyggja hans fyrir börnunum hreint ótrúleg. Elín og Pétur voru ein heild og væntumþykja þeirra í garð hvors annars var áberandi og einlæg. Sem maður var Pétur ekki gallalaus og gat maður stundum nagað sig í handarbökin yfir þrjóskunni í hon- um. En meira áberandi og nær yfir- borðinu voru þeir eiginleikar hans að brosa og láta öðrum líða vel. Hann var ræðinn og hafði sínar skoðanir á málunum, sem kom þó aldrei í veg fyrir það að hægt væri að halda uppi skemmtilegum sam- ræðum um atburði líðandi stundar. Þrátt fyrir aldursmuninn á okkur tveimur kom hann fram við mig eins og jafningja og vin, enda var það sá eiginleiki sem einkenndi Pétur hvað mest. Góður maður er fallinn í valinn og hans er sárt saknað. Maður á besta aldri sem átti svo miklu ólokið og átti allt lífið framundan að því er virtist. Foreldrar Péturs og systkini. Ég færi ykkur innilegar samúðarkveðj- ur á þessari stundu. Elsku systir, fris, Fjóla og Día. Sorg ykkar er mikil og orð megna lítils á þessari stundu. Ég vildi að- eins segja, að þið getið borið höfuðið hátt og verið stoltar af að hafa átt slíkan að sem Pétur var. Ekkert hefði verið mér kærara en geta verið heima og fylgt mínum kæra mági síðasta spölinn. Það er erfitt að vera svo fjarri og geta ekk- ert gert. En þegar ég kem heim í vor, er ég viss um að rata suður í Foss- vogskirkjugarð og eiga við hann fá- ein orð. Hinsta kveðja til elskulegs mágs míns. New York, 9/11 1983, Jón Bjarni. í dimmum skugga af löngu liðnum [vetri mitt ljóð til þín var árum saman grafið. Svo ungur varstu, er hvarfstu út [á hafið, hugljúfur, glæstur, öllum drengjum [betri. Og því varð allt svo hljótt við helfregn [þína, sem hefði klökkur gígjustrengur [brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi [lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (T.G.) í (fag kveð ég hjartfólginn mág minn og vin, Pétur Jack, sem var mér svo kær. Hann lést af slysför- um þann 31. október. Hann sem var svo ungur, aðeins 32 ára. Það er erfitt að trúa því að hann sé farinn frá okkur. Þvílík sorg, já, sorgin er sárari en nokkur orð geta lýst. Hann sem var svo glað- legur, mannvinur og hvers manns hugljúfi og vinur í raun. Þegar ég hugsa til baka, þá finnst mér að við höfum hist alltof sjaldan, en ég á margar fagrar minningar og ánægjulegar stundir frá liðnum árum. Pétur var kvæntur Elínu Guð- mundsdóttur og áttu þau saman þrjár yndislegar dætur, írisi níu ára, Fjólu sex ára og Hrafnhildi fjögurra ára. Börnin og Elín kon- an hans voru honum ávallt efst í huga. Var hann sérstaklega barn- elskur maður, hvernig hann talaði til barnanna var unun á að hlusta og gaf hann þeim gullkornin sem þær munu geyma í sínu veganesti. Honum þótti gott að búa úti á landi í litlu samfélagi, eins og Stykkishólmi, þar sem hann bjó sin síðustu ár með fjölskyldu sinni. Þar eignaðist hann góða vini, sem reyndust fjölskyldu hans vel á raunastund. Með þessum fáu minningarorð-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.