Morgunblaðið - 10.11.1983, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983
45
ð n k 1151
tawbffl
JélWámd,
SVARAR Í SIMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUOEGI
"3T
IWIIWIK
„Samtök heimilisfriðar og
sameiningar — heimiliskirkjan"
Hallfríður Georgsdóttir skrifar:
„Velvakandi.
Mig langar til að biðja þig að
vekja athygli á fólki sem gengur
í hús og býður fram aðstoð, svo
sem heimilishjálp endurgjalds-
laust. Rík áhersla er lögð á, að
þetta kosti ekkert. Tvisvar með
stuttu millibili hafa komið karl
og kona, sama konan í bæði
skiptin, til foreldra minna, sem
búa ásamt öðru fullorðnu fólki í
tvíbýlishúsi í hverfi, þar sem að-
allega er eldra fólk. Þetta par
vildi endilega komast inn til að
veita aðstoð t.d. við húsverk og í
fyrra skiptið skildi það eftir pésa
með heimilisfangi, símanúmeri
og nafni þessara samtaka, sem
það tilheyrir, en þau heita „Sam-
tök heimilisfriðar og samein-
ingar — heimiliskirkjan“.
IVJ Lll
istana og fæst af því fallegt. Það
lítur e.t.v. vel út fyrir saklaust
fólk, en reyndin leiðir annað í
ljós. Tilgangurinn með heim-
sóknum til fólks getur augljós-
lega verið að hafa eitthvað út úr
því. Ekki veit maður, hvað þeim
hefur orðið ágengt hér á íslandi
eða hve heimilin eru mörg, sem
þeir hafa komist inn á.
Morgunblaðið ætti að birta áð-
urnefnda grein úr Kirkjuritinu;
þar er að fá ítarlegar upplýs-
ingar um Moon-istana.“
Séra Moon talar til stuðnings-
manna sinna á fundi í New York
1981.
Fólk þetta talar með erlendum
hreim. Einnig voru á þessum
pésa tvö erlend mannanöfn.
Ég hringdi í biskupsskrifstofu
og spurðist fyrir um samtök
þessi; einnig til rannsóknarlög-
reglunnar og bað um að þetta
yrði athugað.
Við íslendingar erum sem bet-
ur fer það vel stödd að geta t.d.
leitað til Félagsmálastofnunar,
ef þörf er á aðstoð.
Nú hef ég fengið þær upplýs-
ingar hjá biskupsskrifstofu að
þessi samtök séu svokallaðir
„Moonistar". í Kirkjuritinu 3.
hefti 1980 er grein um samtökin,
þýdd úr dönsku („Tongil-famili-
en“), en aðalaðsetur þeirra er í
Bandaríkjunum.
Flestir hafa heyrt um Moon-
við sjónvarpsnotendur að þröngva
þeim inn á heimili þeirra.
En áfram með smjörið. Miðviku-
dagur: Þegar börnin tóku sendiráð-
ið. Dönsk heimildarmynd um yfir-
töku barna á sendiráði Dana í Chile
til að knýja yfirvöld um upplýs-
ingar um foreldra þeirra sem hurfu!
Hvers eiga þeir sem greiða afnota-
gjald íslenska sjónvarpsins að
gjalda?
Þetta eru fá dæmi af mörgum um
þá afþreyingu, sem sjónvarpið býð-
ur upp á. Sjónvarpið verður aldrei
annað en afþreyingartæki, hversu
mjög sem útvarpsráð eða forstöðu-
maður „lista- og skemmtideildar"
þráast við að koma sínum hugðar-
efnum að.
Uppástunga J.B. um að leikrit,
sem leikhúsin hér eru hætt að sýna,
verði sýnd í sjónvarpinu er góð og
hefur um það verið spurt, en engin
svör fengist önnur en þau að það sé
örðugt vegna samninga við leikara
og fieiri aðila! Og hér kemur senm-
lega skýringin. Sjónvarpið á engan
tilverurétt í sjálfu sér, því það er
okkur íslendingum ofviða að reka
svo flókna og dýra stofnun sem
„sjónvarp" er í raun. Það má halda
uppi stofnun sem „kalla“ má sjón-
varp, en það íslenska er engan veg-
inn líkt því sjónvarpi sem fólk hef-
ur áhuga á.
Þessir hringdu ...
Er hægt að lita
mokkakápur?
Soffía Magnúsdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Mig
langar til að forvitnast um það,
hvort ekki er einhver sem veit um,
hvort hægt er að lita mokkakápur.
Stórhöfðing-
legt boð
Sveinn Sveinsson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Mig
langar að geta þess, að Tommi,
Tómas Tómasson, matreiðslumað-
ur, bauð okkur vistmönnum á
Hrafnistu í Reykjavík í Tomma-
borgara-veislu. Þetta var stór-
höfðinglegt boð og veitingarnar
eftir því. Sem fyrrverandi mat-
sveinn álít ég, að ekki sé hægt að
geta betur í góðri matargerð en
gert er hjá Tommaborgurum. Ég
sendi Tómasi og starfsfólki hans
hjartans kveðjur og þakkir.
Ekkert heyrst frá
Neytendasamtökum
eða almenningi
um þetta frumvarp
Arnar Jónsson hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: — Nýlega
lögðu alþýðuflokksmenn fram á
þingi frumvarp um að gefa frjáls-
an innflutning á grænmeti. Ég er
alveg undrandi á því hvað ég hef
lítið orðið var við stuðning við
þennan frumvarpsflutning, frá al-
menningi. Og ekkert hefur heyrst
um þetta mál frá Neytendasam-
tökunum. Gaman væri ef Jón
Magnússon útskýrði það fyrir
okkur. Eins og stendur er einokun
á þessum innflutningi og mér er
kunnugt um að allt kál, sem flutt
er til landsins, lendir í 70% tolli og
vörugjaldi. Og ekki er verið að
fara ódýrustu leiðina með vöruna,
því að hún er öll flutt í flugi. Sú
fragt er þrisvar sinnum dýrari en
flutningur sjóleiðis. Svo er al-
menningur látinn borga brúsann.
Með meira frjálsræði á þessu sviði
ykist vöruúrvalið og verðið lækk-
aði, þannig að mér finnst fyllsta
ástæða til þess að styðja þennan
frumvarpsflutning alþýðuflokks-
manna. Ég skora á sjálfstæðis-
menn að styðja þá í að koma mál-
inu í gegn. Það væri hins vegar
engin frágangssök, þó að innflutn-
ingur yrði stoppaður, meðan verið
er að taka upp eigin framleiðslu
landsmanna. Slfkt tíðkast um alt-
an heim. Hér á landi er innflutn-
ingur ávaxta frjáls og það hefur
sýnt sig, að þar er þjónusta góð og
samkeppni mikil. Þetta hefur líka
komið fram í hagstæðu verði og
miklu vöruúrvali. Og hví skyldu
þessi fyrirtæki ekki geta bætt
grænmeti við sig. Þar nýtist sama
húsnæðið og sömu tækin og því
ekkert til fyrirstöðu fyrir þau að
hefja innflutning og dreifingu.
53? SIGGA N//QGA g ‘ftlVERAU
Kópavogsbúar
athugið!
Við bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem:
Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun,
blástur, strípur, skol, djúpnæringu o.s.frv.
Opiö fra kl. 9—18 á virkum dögum
og kl. 9—12 á laugardögum.
Pantanir teknar í síma 40369.
Veriö velkomin.
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
ÞINGHÓLSBRAUT 19.
HUGSAÐU
þig tvisvar um áður en þú
kaupir bakarofn.
Blomberg býður fjölbreytt úrval af ofnum og
kæliskápum til innbyggingar í innréttingar.
Hægteraðstaðsetja ofninn, eða kæliskápinn í réttri
vinnuhæð og setja samskonar hurðir
á kæliskápinn og notaðar eru
í innréttinguna.
Og þad er 2ja ára ábyrgð á
Blomberg, taktu eftir því.
Blomberq
- Stílhrein hagæða heimilistæki.
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTAÐASTRÆTI I0A Sími I6995
Við höfum ágæta sjónvarpsstöð á
Keflavíkurflugvelli, og úr því að við
getum verið þekkt sem þjóð fyrir að
nota flugvöllinn þar og flugbrautir,
sem eru byggðar af Bandaríkja-
mönnum og allri flugstarfsemi þar
haldið uppi af þeim, þá getum við
eins samið um afnot af sjónvarpinu
þeirra, sem við höfðum not af á sín-
um tíma. Við höfum aldrei efni á að
byggja alþjóðaflugvöll og reka
hann, og við höfum heldur ekki efni
á að reka sjónvarp. Svo einfalt er
það.“