Morgunblaðið - 20.11.1983, Page 32

Morgunblaðið - 20.11.1983, Page 32
80 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1983 Getty.. RAUNIR HINNA RÍKU eftir Russel Miller óhjákvæmilega í þá hættu, að þeim yrði rænt í sama augnamiði. Fietcher Chase, fyrrverandi FBI-lögreglumaður, sem starfaði hjá fyrirtækinu Getty Oil, hélt til Rómaborgar til þess að taka sam- an skýrslu um þetta mál fyrir Jean Paul Getty I. Sú skýrsla staðfesti grunsemdir gamla mannsins. Áður en Paul III hvarf, hafði hann sagt í spaugi í partíi í Róm, að hann ætlaði sér að svið- setja sitt eigið mannrán til þess að þvinga fé út úr afa sínum. Það var óg sagt, að Paul III skuldaði um 20.000 sterlingspund (um 840.000 ísl. kr.) hjá eiturlyfjasölum borg- arinnar. Einn af bílstjórum Gett- ys í Róm sór, að hann hefði séð Paul eftir mannránið í einu út- hverfa borgarinnar, og að strákur- inn hefði tekið til fótanna, þegar hann tók eftir því, að hann þekkt- ist. Það liðu vikur, án þess að dreng- urinn gæfi nokkurt lífsmark frá sér. Starfsmenn Getty Oil Italiana voru við og við látnir vita símleið- is, að það væru mannræningjarn- ir, sem hefðu samband við þá. En í byrjun október tilkynntu starfs- mennirnir, að það væru greinilega allt aðrir menn, sem skyndilega væru farnir að láta til sín heyra í þessu máli. Hinn 10. nóvember barst róm- verska dagblaðinu II Messaggero smápakki frá Napólí, og í pakkan- um reyndist vera hægra eyra Pauls III. Nokkrum dögum síðar tilkynntu mannræningjarnir í bréfi, að þeir myndu sneiða af annan fót drengsins, ef lausnar- gjaldið yrði ekki greitt innan fárra daga. Þessir atburðir breyttu öllum viðhorfum á svipstundu. Eftir langvarandi viðræður við ráðgjafa sína á Sutton Place, lýsti Jean Paul Getty I því yfir, að hann væri fús að greiða allt lausnargjaldið. Hinn 15. desember 1973 — á 81. afmælisdegi J. Paul Getty — var Jean Paul Getty III látinn laus, en hann fannst í nánd við Lagonegro, mörg hundruð kílómetra fyrir sunnan Napólí. Að frátöldu hinu afskorna eyra hans, reyndist hann líkamlega ótrúlega vel á sig kom- inn. Oábyrgir erfingjar í skilmálunum fyrir greiðslum til barna sinna, hafði Paul Getty II, við stofnun sérstaks sjóðs í því skyni, tekið greinilega fram, að ekkert barnanna mætti giftast innan tuttugu og tveggja ára ald- urs ella yrðu allar greiðslur til viðkomandi felldar niður þegar í stað. Vart Hafði Jean Paul Getty III verið látinn laus eftir ránið, þegar hann skyndilega fyrirgerði rétti sínum á milljónagreiðslum úr framfærslusjóði föður síns, með því að ganga að eiga hina 24 ára gömlu Martine Zacher, en hún kom með 18 mánaða gamalt barn frá sínu fyrra hjónabandi og átti þegar von á barni með Paul Getty; hann var þá nýlega orðinn 17 ára. Hvað sem gerzt kann að hafa á bak við tjöldin í sambandi við rán- ið á Paul, er eitt víst, að þessi at- burður varð að reglulegri martröð í huga hans. Eftir að hann hafði verið látinn laus, gat hann aldrei verið einn einasta dag án þess að taka róandi meðul. Sumarið 1976, þegar Jean Paul Getty I lézt úr krabbameini á Sutton Place, kom í ljós eftir útför hans síðasta viðbótin við erfða- skrá hans, en þar sagði, að elzti sonarsonur hans og nafni, Jean Paul Getty III, svo og faðir hans, megi hvorugur nokkurn tíma hafa neitt með Sutton Place að gera, né koma þar nálægt. Paul III hélt með eiginkonu sinni, Martine, til Lundúna og dvaldi þar um hríð, en fór svo þaðan vestur til Kali- forníu, þar sem hann gerði alvar- lega tilraun til að byrja nýja ábyrgari lífsháttu. Hann lagði sig allan fram við að losna undan fjötrum áfengis og eiturlyfja, gerðist tíður gestur í kvikmynda- verunum í Hollywood og fékk meira að segja að leika eitt og eitt smáhlutverk í kvikmyndum. Sum- ir vina hans segja, að fæstir hafi gert sér að fullu ljós þau langvar- andi sálrænu áhrif, sem ránið hafi haft á Paul III. Þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir tókst honum að minnsta kosti ekki að venja sig af viskíi og róandi töflum. Hann var stöðugt eirðarlaus, feikilega taugaóstyrkur, virtist að því er bezt varð séð stefna að því að tor- tíma sjálfum sér, og að lokum hratt hann síðustu traustu stoð- inni frá sér, eiginkonunni Mart- ine, sem hafði haft mjög bætandi og róandi áhrif á skapferli hans. Þá átti Paul aðeins skammt ófarið á leiðarenda, — þeirrar skelfilegu lífsreynslu, sem hann varð fyrir hinn 5. apríl 1981, þegar hann fékk heilablóðfallið og hné niður. í einangrun Um Jean Paul Getty II ganga þær sögur, að hann sitji bak við lokuð rimlatjöldin i húsi sínu við Cheyne Walk, gæði sér á kara- mellum allan guðslangan daginn og hafi þungar áhyggjur af æða- hnútum, sem valdi því, að fótlegg- ir hans séu aumir og bólgnir. Einn af þeim örfáu, sem koma annað slagið, er læknir, sem kemur ak- andi í Bentley með bilstjóra við stýrið, og er vanur að staldra við í um það bil hálftíma. 1 samanburði við útlit annarra húsa við Cheyne Walk, virðist hús Gettys — áður heimili enska skáldsins Swinburn- es — illa við haldið og heldur óhrjálegt. Bak við gluggarimlana sést, að málningin er farin að flagna af, og brúnleit útihurðin er farin að veðrast og láta á sjá. Að undanskildum einkaþjóni og ritara, býr Getty II einn síns liðs í húsinu. Nágrannarnir hafa þá sögu að segja, að þá sjaldan Getty fari út úr húsi, sé það alltaf að næturþeli: Hann fer þá út úr hús- inu um eittleytið og snýr venju- lega heim aftur eftir þrjár eða fjórar klukkustundir. Aðeins einu sinni hefur Getty látið nokkuð opinberlega frá sér heyra, varðandi neitun sína á greiðslu lækniskostnaðar fyrir sinn veika son. í skriflegri yfirlýs- ingu sinni til Times sagði hann: „Sá sem álítur, að hin hörmulegu örlög sonar míns láti mig ósnort- inn eða að ég taki því með jafnað- argeði, ef hann á eftir að verða ríkinu til byrði, þekkir mig ekki. Ég hef aldrei vanrækt að uppfylla lagalegar skyldur mínar og hef reynt að fullnægja þeim skyldum, sem á mér hvíla sem föður.“ SARA MOON/SPANG OLSEN BARA TVÖ AF ÓTAL ÞEKKJUM NÖFNUM SEM SJÁST Á EFTIRPRENTUNUM FRÁ OKKUR. MARGAR STÆRÐIR OG ÖLL VERÐ. MYNDIN Dalshrauni 13 S. 54171 Líður þér illa í svartasta skemmdeginu Lausnin er Bláa lónið Já, þeir eru margir íslendingarnir sem eru búnir aó fá nóg af stressi og orðnir steinuppgefnir á öllu. Nú erum viö búin að opna Bláa lónið sem er 1. flokks hvíldarhótel og stendur við hið frábæra Bláa lón. Dvöl þar hressir, bætir og kætir alla. 1. flokks herbergi með baði og nuddsturtu, sjónvarpi og vídeói á öllum herbergjum. Allar veitingar á lágu verði. Gott útivistarsvæöi í nágrenninu tilvalið til göngutúra og þess háttar. Sundsprettur í Bláa lóninu gerir öllum gott. Þú færð bót í Bláa lóninu. Bláa lóniö, sími 92-8650.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.