Morgunblaðið - 27.11.1983, Page 1

Morgunblaðið - 27.11.1983, Page 1
Boy George 52 Tónlistarltf 54 Svipmynd 56 Vala Kristjánsson 58/60 Heimsveldi ... 62/63 Pottarím 66 Ashkenazy 68/69 Sunnudagur 27. nóvember Járnsiða 72/73 Myndasögur 78 Skák/bridge 78 Á förnum vegi 79 Dans/bfó/leikhús 80/83 Velvakandi 84/85 Ali 86/87 Tjörn í Svarfaðardal hinn 9. mars 1887. í norðankalsanum kveða við titrandi ómar klukkn- anna frá litlu guðshúsi með þilstafni og torfveggjum og hlöðnum grjótgarði umhverfis kirkjugarð- inn. Rétt fram undan kirkjudyrum er opin gröf í fannbreiðunni. Þar verður Arngrím- ur Gíslason málari lagður til hvíldar, þetta er útfarardagur hans. Það er þungt yfir sveitinni sem verið hefur fóstra hans síð- ustu æviárin. Dalbúarnir hafa fjölmennt, þeir vilja sýna hinum látna virðingu, finna að hér er sá horfinn sem sett hefur nokk- urn svip á sveitina um skeið. Uppi í brekk- unum fyrir ofan prestssetrið kúrir kotið hans, Gullbringa, lágreist hús, sem verið hefur hinsta jarðneska skjól hans. Svipað- ir bæir, flestir þó reisulegri en þessi, raða sér með hlíðum fram. Á stöku stað glyttir í veðraða þilstafna, en þó er þetta byggð úr torfi, litlaus og móskuleg á þessum góu- degi. Og sveitafólkið tínist inn í kirkjuna, þögult og alvarlegt í bragði, þungbúið eins og náttúran sjálf. Síðastur fer presturinn, kirkjan lokast og athöfnin hefst. Allt er þetta ekki annað en fáeinir drættir í gamalkunnri mynd sem gat blas- að við hvar sem var í íslenskri sveit á 19. öld. Og ekki sætir heldur tíðindum þótt presturinn hefji mál sitt með þessu versi úr Annarri Samúelsbók: „Vitið þér ekki, að í dag er fallinn höfð- ingi og mikill maður í ísrael." Þessi orð eru að vísu ekki valin af handahófi, en þó er hitt athyglisverðara og kynni einhverjum að þykja fjarstæðu- kennt miðað við stað og stund, þegar presturinn fer að tala frá eigin brjósti og segir meðal annars: „Vér vogum oss að fullyrða að þótt leitað væri með logandi ljósi hornanna á milli um allt ísland, mundi nú ekki sá maður finnast, sem fyllt getur hans rúm í öllum greinum ... Það veit hér hvert barnið hvílíkur listamaður hinn framliðni var í myndariti og málverki, þeir vita það að hann í þeirri grein ekki átti nú sinn líka á landi hér.“ Hvorki meira né minna. Það er þá reyndar mesti myndlistarmaður þjóðar- innar sem svarfdælskir sveitamenn eru að bera til grafar á þessum góudegi norður við íshaf. Og það er í því ljósi, ef ekki er villuljós, að hversdagsleg mynd úr ís- lensku sveitalífi fyrri tíðar verður stór og merkingarmikil, enn eitt dæmi um skarp- ar andstæður fátæklegs ytra gervis og hárrar menningarviðleitni, íslensk örlaga- mynd. En eru þessi orð prestsins ekki eintóm markleysa, eða þá ofmæli þau sem ekki eru fáheyrð yfir moldum látinna? Von er að spurt sé, en þó er þvi ekki þannig farið í þetta sinn. Séra Kristján Eldjárn Þórar- insson vissi vel hvað hann var að fara, þegar hann mælti áðurgreind orð í líkræðu við útför Arngríms Gíslasonar málara. Séra Kristján hafði verið náinn vinur Sig- urðar Guðmundssonar málara á skólaár- um sínum í Reykjavík, hafði m.a. verið með honum í Leikfélagi andans eða Kvöld- félaginu. Sigurður var viðurkenndur fremstur íslenskra listamanna, ef þannig má að orði komast um svo fáskrúðugan reit. Þegar Sigurður dó, árið 1874, var í sannleika sagt enginn til á öllu landinu sem nokkurnveginn stæði undir því að vera kallaður málari, annar en þá Arn- grímur Gíslason. Að vísu vissu menn að Benedikt Gröndal fékkst talsvert við myndlist, en nokkuð með sérstökum hætti, og hann var í huga manna skáldið, en ekki myndlistarmaðurinn. Þegar presturinn segir yfir moldum Arngríms að hann ætti „nú“ ekki sinn líka hér á landi, á hann áreiðanlega við „þegar Sigurður Guð- mundsson var ekki lengur“. Hér var ekki farið með neitt fleipur. í tómarúminu frá því að Sigurður málari andast 1874 og þangað til Þórarinn B. Þorláksson kemur fram á sjónarsviðið nær Dr. Kristján Eldjárn hefur tyllt sér á brúsa- pallinn við Tjörn í Svarfaöardal. Hér birtast stuttir þætt- ir úr þremur köflum bókar dr. Kristjáns Eld- járns um Arngrím Gísla- son málara. — Fyrst sjálft upphaf bókarinn- ar, þá er gripið niður í myndlistarkafla þar sem fjallað er um sam- band Arngríms við Sig- urð málara Guðmunds- son, en hjá honum gekk Arngrímur um skeið í einskonar bréfaskóla. Síðustu sýnishornin eru svo úr lokakaflanum. Bókin um Arngrím mál- ara er væntanleg í byrj- un desember. Útgefandi er IÐUNN. aldarlokum er varla nokkrum myndlist- armanni til að dreifa nema Arngrími Gíslasyni, þótt aldrei fengi hann neina listmenntun aðra en þá sem hann varð sér úti um sjálfur á hriflingabjörgum. Saga hans er á margan hátt heillandi og verk hans vitna enn um viðleitni hans og árang- ur. í þróunarsögu íslenskrar myndlistar skipar hann víst ekki háan sess, en eigi að síður hafði hann margvísleg áhrif á um- hverfi sitt með listastarfi sinu á fleiri en einu sviði. Og þegar hann dó, kominn und- ir sextugt, var orðstír hans að vaxa. Þegar Svarfdælingar gengu frá gröf hans í Tjarnarkirkjugarði og héldu hver til síns heima, velktust þeir ekki í vafa um að snillingur var horfinn úr hópi þeirra. En einnig fyrir sunnan fjöll voru vakandi menn að byrja að gefa honum gaum. í Fjallkonunni 18. mars 1887 segir Valdimar Ásmundsson afdráttarlaust að látinn sé nyrðra „Arngrímur Gíslason, málari og listamaður mikill". Á æskuárum mínum í Svarfaðardal á þriðja og fjórða tug þessarar aldar var minning Arngríms málara mjög rík í hug- um manna þar í sveit og jafnvel kann hún að vera það enn. Þá voru á lífi margir sem mundu hann vel og höfðu verið vinir hans. Það lék um hann einkennilegur ævintýra- ljómi sem ekki fór fram hjá mér. Hann var tengdur ættfólki mínu og leiðið hans með járnkrossinum var framan við kirkjudyrn- ar heima á Tjörn. Þegar ég gerðist starfs- maður Þjóðminjasafnsins árið 1945 kynnt- ist ég nokkrum verkum Arngríms og sú löngun fór að kvikna hjá mér að reyna að setja saman sem heillegasta mynd af lífi „Þad veit hér hvert bamið hvílíkur listamaður hinn framliðni var“ Úr bók dr. Kristjáns Eldjárns um Amgrím málara hans og starfi. Ég fór að halda til haga ýmsu sem menn höfðu um hann að segja og skrifa minnisseðla um þau verk hans sem ég frétti til. En svo liðu ár og áratugir og aldrei vannst mér tími til að koma neinu af þessu í bönd, þangað til þá nú að ég freista þess, þótt seint sé. í bréfaskóla hjá Siguröi málara Það virðist liggja í hlutarins eðli að Arngrímur hafi frá unga aldri haft gott auga fyrir hverskonar myndum hvar sem hann sá þær. Á mörgum heimilum voru til myndir af einhverju tagi, ekki síst í út- lendum bókum og blöðum, og í kirkjum voru altaristöflur og minningartöflur og fleira. Sjá má í bréfum Arngríms að hann hefur gefið slíku gaum. Sjálfsnám hans, ef svo mætti kalla það, hefur einmitt verið fólgið í slíku: að skoða myndir sem kost- gæfilegast og reyna að læra af þeim og líkja eftir vinnubrögðunum þegar hann var sjálfur að teikna. Smátt og smátt fóru einnig ljósmyndir að koma til sögu og þær hafa vitanlega haft sín áhrif. Ætla má að Arngrímur hafi leitt hug- ann að því hvort til væri einhver sá maður sem veitt gæti honum einhverja tilsögn og útvegað honum það sem hann þurfti á að halda til myndlistarverka. Honum hefur Arngrímur Gíslason: Sjálfsmvnd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.