Morgunblaðið - 27.11.1983, Blaðsíða 2
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983
verið kunnugt um að suður í Hlíð í Gnúp-
verjahreppi var maður sem lært hafði
málverk árum saman við Listaháskólann í
Kaupmannahöfn, Þorsteinn Guðmunds-
son. Sennilegt er að hann hafi séð altaris-
töflu sem Þorsteinn gerði handa Silfra-
staðakirkju árið 1853. í bréfi Arngríms til
Sigurðar málara, dags. annan dag hvíta-
sunnu 1867, kemur fram að hann hefur
leitað til Þorsteins, án efa bréflega. Segist
hann hafa reynt við að mála með olíulit-
um, „sem eg fékk hjá Þorsteini sál. Guð-
mundssyni, ásamt hinni allra minnstu
undirvísan í þessháttar“. Þetta getur varla
skilist öðruvísi en á þann veg, að Arngrím-
ur hafi skrifað Þorsteini og beðið hann
bæði að útvega sér efni og segja sér til,
alveg eins og hann gerði síðar við Sigurð
málara. En þetta hefur gerst nokkru fyrir
1862, því að það ár veiktist Þorsteinn mái-
ari alvarlega og lá lengi áður en hann and-
aðist, 26. maí 1864. Að öðru leyti en þessu
er ekki vitað um nein samskipti Arngríms
við Þorstein og sennilegt að þau hafi ekki
meiri verið. En dæmið sýnir að Arngrímur
er að leita fyrir sér, hjá hverjum hann
gæti helst fengið einhverja fræðslu.
Varla fer hjá því að Arngrími hafi oft
orðið hugsað til Sigurðar Guðmundssonar
málara, en aðeins einu sinni á ævinni átti
hann þess kost að hitta meistarann í eigin
persónu. Það var árið 1856. Þá ferðaðist
Sigurður víða um Norðurland og á því
ferðalagi teiknaði hann myndir af ýmsu
fyrirfólki og eru margar þeirra enn til, en
ljósmyndir af öðrum sem glatast hafa. Vit-
að er að Arngrímur hitti Sigurð á Grenj-
aðarstað þetta sumar, þótt engin ástæða
sé til að halda að þeir hafi kynnst neitt að
ráði. Hitt er aftur á móti alls ekki ósenni-
legt að Arngrímur kunni að hafa séð til
Sigurðar þegar hann var að teikna mynd-
ina af gamla prestinum á Grenjaðarstað,
séra Jóni Jónssyni. Nærri má geta að
listhneigða sveitamanninum í einangrun
sinni muni hafa þótt mikið til koma að sjá
siglda og lærða listamanninn og vinnu-
brögð hans. Það er ekki heldur víst að
einber tilviljun sé, að einmitt skömmu eft-
ir þetta er það sem Arngrímur fer að bera
við að teikna mannamyndir. Fullt eins lík-
legt að þessi fundur kunni að hafa kveikt í
honum, enda leikur ekki á tveim tungum
að Arngrímur tók sér mannamyndir Sig-
urðar til fyrirmyndar að svo miklu leyti
sem hann hafði tækifæri til að kynnast
þeim. Þau voru að vísu ekki mörg, en þó
nokkur. Nærtækust var mynd Sigurðar af
Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum, sú sem
enn er til þar á bæ. Hana hefur Arngrímur
haft ærin tækifæri til að grandskoða.
Einnig myndina af séra Jóni á Grenjað-
arstað og reyndar sennilega fleiri. Arn-
grímur fór nokkuð víða um í sveitum, — of
víða sögðu sumir — og áreiðanlega hefur
hann ekki sett sig úr færi að skoða mynd
eftir Sigurð og það þótt hann þyrfti að
taka á sig smákrók til þess eins.
Allt hefur þetta getað verið betra en
ekki, en hitt hlaut þó að vera enn betra ef
takast mætti að ná sambandi við meistar-
ann sjálfan. Þótt ófeiminn væri og höfð-
ingjadjarfur má vera að Arngrímur hafi
lengi vel hikað sig við slíkt og fyrst valið
þann kostinn að leita fyrir sér hjá Þor-
steini Guðmundssyni eins og fyrr segir. En
um það leyti sem hann var úr sögunni kom
sú stund að Arngrímur sneri sér beint til
Sigurðar málara með það sem honum lá á
hjarta.
Haustið 1867 fær svo Arngrímur kær-
komna sendingu með Jóni á Gautlöndum.
Sigurður málari sendir honum bréf ásamt
ýmsu því sem hann hafði beðið hann að
hjálpa sér um. En mikið vill meira. Alltaf
kvikna nýjar og nýjar spurningar hjá
Arngrími, hvað er þetta og hvað er hitt,
hvernig skal nú þetta gera og hvernig hitt?
Og hann lætur spurningunum rigna yfir
Sigurð málara. Hvert ætti hann annars að
leita? Hann er að læra að mála, þótt seint
sé, og til þess er aðeins ein leið: að knýja á
hurðir Sigurðar og það bréflega, hann átti
ekki heimangengt, mest fyrir fátæktar
sakir.
Hinn 10. febrúar 1868 skrifar hann Sig-
urði og er það fyrsta bréfið eftir haust-
sendinguna frá honum. Nú liggur honum
margt á hjarta:
Sveinsströnd 10. febr. 1868.
Heiðraði vinur,
Mitt innilif'asta þakklæti á miði þessi að
færa yður fyrir tilskrifið og sendinguna í
haust með Jóni á Gautl., sem mér þókti
mjög vænt um og hefur það komið mér allt
að hinum bestu notum.
Farvatúburnar þókti mér mikið gaman
að fá því alldrei hef eg séð þær fyrri. En
nú hef eg pantað alla þá liti sem þér til-
nefnduð í bréfinu til mín nema þá sem þér
helst dróguð frá. Nýliga hef eg fengið und-
ir hendur Vöruverðsbók, „PrisCurant“, frá
A. Stelling í Kaupmannahöfn. Hann er all-
ur yfir liti og málaraáhöld, órifna og olíu-
rifna liti í „ Tuber", kosta frá l(f til 51?. Þar
koma fyrir málaraáhöld sem eg ekki þekki,
nl. „Linia!er“ og „Malerstok“, „Tempere-
erkniv af horn til Palet“ o.fl. Þetta sé eg að
kostar mjög lítið en er máske nauðsynligt.
Kniven hef eg pantað því eg á litarhellu úr
gleri, en hin áhöldin þekki eg ekki til hvurs
þéna. Nú er mín innilig bón til yðar að þér
vilduð svo vel gjöra og segja mér um þau
áhöld, sem eg ekki þekki og kosta þó ann-
ars lítið og flest sem eg kynni að geta veitt
mér sjálfur, ef eg þekkti stærð og lögun á
þeim og not af þeim.
í eitt litarnafnið frá yður vantaði staf
sem eg veit ekki vel hvur hefur átt að vera,
nl. þér skrifuðuð Gul Okker, sem víst hefur
átt að vera Guul eða Guld Okker. Seinna
nafnið fann eg í vöruverðsbókinni, en þó
réð eg af að skrifa það fyrra, nl. Guul
Okker. Gott þækti mér ef þér vilduð leið-
beina mér í þessu efni. Einnveginn langar
mig til að biðja yður að segja mér hvurnig
maður á að panta pappír til að mála á. Eg
veit ekki hvurt hann er í stykkjum eða
álnum, eg hef séð hann og var málað á
hann útsýni af landstykki, og finnst mér
hann væri mjög hentugur handa mér fyrir
smá tilraunir sem eg gjöri í þeim efnum.
Ekki veit eg heldur neitt hvað hann kostar,
en eg ímynda mér að hann kosti minna en
léreft.
Líkliga koma penslarnir ekki alveg rétt-
ir þótt það kannski komi ekki að baga, því
eg sá í Vöruverðsbókinni svo hundruðum
skipti af penslasortum og penslanúmerum,
t.a.m. í Vöruverðsbókinni koma fyrir
Börstpensl: bæði flatir og sívalir. Þetta tók
eg ekki fram svo hætt er við að þeir kunni
að villast sem kaupa.
Má ekki nota við olíufarfa pensla í fjöð-
ur? Á ekki að þvo penslana úr blautasápu-
vatni í hvurt sinn er maður þarf að skipta
um liti eða ganga frá þeim um leið og
maður hættir í hvurt sinn.
Nú ætla eg ekki að mæða yður á fleiri
spurningum í þetta sinn, því eg veit vel að
þér getið ekki með fáum orðum sagt mér
hið einfaldasta í reglum þeim að setja lit-
ina á uppdráttinn. Því örðugast finnst mér
að ná undirstöðureglunni, en hvað blöndun
litanna snertir er ekki um að tala, því hún
á sér líkliga ekki fasta reglu og getur því
gengið í það óendanliga. Eg sé mér máske
ekki til neins að senda yður málaða mynd
eftir mig og biðja yður um athugasemdir
við feilinn á henni, því þér getið líkliga
ekki séð hvaða aðferð eg hef brúkað, þótt
eg gæti nú sagt yður það um leið. Ef eg
hefði góða hentuglcika mundi eg bregða
mér suður og finna yður og vera syðra svo
sem mánaðartíma og þetta hef eg alla-
jafna í huga, — en best er mér að tala ekki
meira út í þetta, annað verður þó líkliga
upp á. —
Listamaðurinn Arngrímur
Svarfdælingar hafa ugglaust séð eins vel
og Þingeyingar að Arngrímur Gíslason var
ekki mikill búmaður. En þeir lögðu honum
það ekki til lasts eða litu niður á hann
fyrir það. Þvert á móti litu menn upp til
hans og báru virðingu fyrir list hans. Þar
endurtók sig sagan úr Þingeyjarsýslu, og
það jafnvel í ríkara mæli. Svarfdælingar
höfðu ekkert af Arngrími ,að segja eins og
hann hagaði lífi sínu á heimsmennskuár-
unum í Þingeyjarsýslu. Þeir sáu hann sem
tiltölulega ráðsettan kyrrlátan heimilis-
föður og um leið fjölfróðan og skemmtileg-
an mann, en umfram allt mikinn lista-
mann og sumir voru jafnvel nokkuð drjúg-
ir af að hafa slíka gersemi í sínum hópi.
Ég held mönnum hafi fundist hann punta
upp á dalinn. í líkræðu séra Kristjáns er
ekki laust við að votti fyrir þessu og þó
einkum hinu að til sanns vegar megi færa
að árin í Svarfaðardal væru besti tími ævi
hans, bæði sem listamanns og í einkalífi.
Og það var fyrst eftir að þangað kom að til
fulls festist við hann virðingarnafnið mál-
ari.
En það voru ekki aðeins sveitamenn,
snauðir að allri listrænni reynslu, sem litu
upp til Arngríms og fannst mikið til um
persónu hans og list. Skal í því sambandi
látið nægja að vitna til þess sem Benedikt
Gröndal segir í Dægradvöl þar sem hann
fjallar um vetrardvöl sína á Möðruvöllum,
1884-85:
„Ýmsir menn komu til að sjá mig — þar
á meðal Arngrímur málari, sem var í
rauninni útvalið Geni, hann var ekki
ósvipaður Sigurði Breiðfjörð í hátt.“
Margur varð að sætta sig við lélegri ein-
kunn hjá gamla Gröndal.
En hverskonar listamaður var þá þetta
„útvalda sjení“, sem Gröndal kallar svo?
Hvar á Arngrímur málari heima í ís-
lenskri listasögu? Því hefur Björn Th.
Björnsson svarað í góðum ummælum sín-
um um Arngrím þar sem hann segir að af
alþýðumálurum á seinni helmingi 19. ald-
ar sé Arngrímur sá eini sem verðskuldi
listamannsnafn.
Þarna gefur Björn Arngrími kenning-
arheitið „alþýðumálari". Þetta er réttnefni
að því leyti að Arngrímur var ólærður al-
þýðumaður sem fékkst við að mála. Samt
er list hans ekki alþýðulist í venjulegum
skilningi. íslensk alþýðulist var gömul og
rótgróin og fann sér öðru fremur farveg í
tréskurði og kvenlegum hannyrðum ýms-
um. Farið var að halla undan fæti fyrir
þesskonar listum á dögum Arngríms
Gíslasonar enda koma þær ekki við sögu
hans. Til alþýðulistar má hinsvegar telja
tilraunir hans til að mála og teikna útsýn-
ismyndir, bæjamyndir, og fólk að verki,
þótt litlar rætur ætti slíkt í gamalli lista-
viðleitni hérlendis. Þó vottar fyrir slíkri
alþýðulist í skreyttum handritum og
Arngrímur var ekki blindur fyrir því. En
áhuginn á þvílíku hefur verið takmarkað-
ur eða þá honum hefur fundist hann ekki
ná tökum á því, auk þess sem það gaf lítið
eða ekkert í aðra hönd. Mannamyndir og
að lokum altaristöflur urðu viðfangsefni
hans. Og hvorugt verður með réttu flokkað
undir alþýðulist, því að stefnt er vísvitandi
að öðru og hærra marki. Altaristöflur
Hallgríms Jónssonar, sem voru til dæmis á
Upsum og í Glæsibæ, eru réttnefnd al-
þýðulist og þykja nú gersemar einmitt
fyrir þær sakir. Þær hefur Arngrímur séð
og sennilega fundist lítið til um og ef til
vill þótt þær hlægilegar. Hann var að vísu
„alþýðumálari" sjálfur, en takmark hans
átti ekkert skylt við þessa list. Viðleitni
hans var sú að komast eins nærri verkum
fullgildra faglærðra málara og unnt væri.
Enginn smávegis metnaður var í slíku
fólginn, eða á máske að kalla það fávíslega
bíræfni? Hvað sem um það er má óhætt
fullyrða að Arngrímur Gíslason lagði sig
allan fram, vandaði til verka sinna af ýtr-
ustu alúð — og hafði áður en yfir lauk
komist svo nærri takmarki sínu að að-
dáanlegt má kalla. Alþýðumálarinn verð-
skuldar það listamannsnafn sem honum
hefur verið gefið bæði fyrr og síðar.
Um mannamyndir Arngríms var fjallað
hér að framan. f þeim var viðmiðunin verk
Sigurðar málara og vekur furðu að bilið
milli þeirra er þó ekki meira himinhróp-
andi en það er í bestu myndum Arngríms.
En altaristöflurnar eru stórvirkin sem
hann glímdi við, kjarninn í ævistarfi hans.
Flestar eru þær gerðar eftir fyrirmyndum,
líklega nokkuð nákvæmlega, þó flestar að-
eins að uppdrættinum til, en litirnir eftir
vali Arngríms sjálfs. Ástæðulaust er að
setja út á þetta, hið sama gerðu margir
altaristöflumálarar, til dæmis í Noregi, og
slíkt hið sama gerðu bæði Sigurður málari
og síðar Þórarinn B. Þorláksson, og þótti
ekki tiltökumál. Farið var eftir kopar-
stungumyndum oft og tíðum. í fyrra bréf-
inu til Benedikts á Auðnum segir hann að
sig vanti „góð myndablöð", en í því seinna
þakkar hann honum fyrir „töblustikk".
En þar kom að sköpunargleði Arngríms
varð ekki fullnægt með því að teikna eftir
fyrirmyndum og velja liti. Hann fór að
langa til að ráða efni og uppdrætti sjálfur,
„hugsa" listaverkið, eins og hann kallaði
það. Til marks um það eru tvenn ómetan-
leg ummæli í bréfum hans til Benedikts á
Auðnum, áður birt hér að framan en nú
endurtekin fyrir verðleika sakir. í sam-
bandi við Stykkishólmstöfluna segir
Arngrímur:
„Aðra gjörði ég í Stykkishólmskirkju
sem ég hugsaði að mestu, og þókti mér það
skemmtiligra en að copiera."
Og um töfluna á Reykjum í Tungusveit,
sem líklega var seinasta verkið sem hann
fullgerði, segir hann afdráttarlaust:
„Hana hugsaði ég sjálfur, á henni var
Gravlagning Krists."
Þetta verður ekki öðruvísi skilið en svo,
að Arngrímur málari hafi verið í þann
veginn að sleppa sér sem skapandi lista-
maður, losa sig af klafa fyrirmyndanna,
þegar andlát hans bar að höndum og
byrgði í einu vetfangi alla sýn til þess sem
virðist hafa verið i uppsiglingu í leitandi
huga hans og hugsanlega hefði borið góðan
ávöxt, ef honum hefði orðið lengri lífdaga
auðið. _ _ _
Nítjánda öldin var heldur rislítill tími í
íslenskri myndlistarsögu. Sem teiknari
gnæfir Sigurður Guðmundsson hátt yfir
alla aðra. Helgi Sigurðsson og Þorsteinn
Guðmundsson voru einnig lærðir lista-
menn, en stóðu honum óralangt að baki og
náðu síður en svo þeim listræna árangri
sem Arngrímur náði, þótt ólærður væri.
Þar með er ekki sagt að honum tækist
nokkurntíma að brjótast úr þeim hlekkj-
um sem tilsagnarleysi á æskuárum voru
honum sem myndlistarmanni. Áhrif hans
á samtíð sína voru þau að vekja hjá
mönnum í nokkrum norðlenskum sveitum
gleði og aðdáun, listræna nautn. Flestir
Tslendingar vissu ekki að hann væri til og
hafa ekki til skamms tíma vitað að hann
hafi nokkurntíma verið það. í sögu ís-
lenskrar myndlistar markaði hann varla
nokkur spor. Enginn tók upp merki hans
eða gerðist lærisveinn hans, utan einn fá-
tækur vinnumaður norður í Kelduhverfi.
Eigi að síður stendur verk hans og standa
mun sem vitnisburður um mann og mann-
líf á einum punkti í sögu vorri.
Altaristafla í
Stykkishólms-
kirkju.