Morgunblaðið - 27.11.1983, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983
63
&
4* U> H/l
étríkin eru orðin að þess háttar
stéttskiptu ríki, að hvorki Marx né
Lenín hefði getað órað fyrir þeim
innri og ytri lögmálum, sem leiddu
til þeirrar þróunar. Það er einna
helzt hægt að bera þetta ríki sam-
an við fornkínverskt eða býsanzkt
rikisskipulag.
Stéttaskiptingin
í Sovétríkjunum
Innviðir og gerð þjóðfélags-
stétta í hinu sovézka fjölþjóðaríki
eru allflókin. Hinar ýmsu stéttir
eru byggðar upp í allt að því ein-
angruðum „sellum". Innan herafla
Sovétríkjanna mynda flotinn,
flugherinn, landamærasveitirnar
og aðrar deildir hersins strang-
munandi þrep í stjórnunarkerfi
Kommúnistaflokksins eru hvert
um sig skipuð mönnum úr ólíkum
„nómenklatúrum", allt eftir hér-
uðum, landshlutum, ráðstjórnar-
lýðveldum, stórborgum og höfuð-
borgum. Hið sama er að segja um
stjórnsýslukerfi ríkisins, stjórn
einstakra atvinnufyrirtækja og
atvinnugreina og einnig um ein-
staka starfshópa verkamanna og
menntamanna. Allar þessar stétt-
ir og stéttahópar geta vart talizt
hafa nokkur tengsl sín á milli.
Þeir verkamenn og verkfræðingar,
sem vinna í hergagnaverksmiðj-
um, hljóta óiíkt betri laun og við-
urgerning en allir aðrir verka-
menn í öðrum atvinnugreinum;
lífskjörin í Moskvu og Leníngrad
eru á allan hátt gjörsamlega ólík
þeim lífskjörum, sem fólk býr við í
borgum og bæjum úti á landi og í
höfuðborgum sambandslýðveld-
anna, bæði að því er varðar fram-
boð á matvælum, ýmiss konar
nauðsynjavarning, og eins það
sem snertir alla venjulega opin-
bera þjónustu, svo og menningar-
líf þessara staða.
Sovézkir fjölmiðlar, sem framar
öllu eiga jú að annast samræm-
ingu í hugsanaferli og viðhorfum
allra sovétþegna — blöð, sjónvarp
og hljóðvarp — hafa á síðustu ára-
tugum glatað áhrifamætti sínum í
vaxandi mæli; þessir fjölmiðlar
geta að vísu enn haft viss áhrif á
daglega málnotkun alls almenn-
ings, geta flutt afbakaðar upplýs-
ingar um heimspólitíska viðburði,
en búa hins vegar ekki yfir nein-
um verulegum áhrifamætti við
boðun þeirrar hugmyndafræði
sem ennþá er rekinn áróður fyrir
opinberlega í Sovétríkjunum.
7Hin eiginlega hugmynda-
• fræði hinna dyggustu og
traustustu „linumanna", sem
tróna á efstu þrepum flestra sov-
ézkra þjóðfélagsstétta, hefur á
síðustu áratugum fengið á sig æ
greinilegra yfirbragð rkissinnaðr-
ar, þjóðernissinnaðrar eða öllu
heldur þjóðrembingslegrar stór-
veldis-hugmyndafræði. Aðeins í
opinberum málflutningi er þessi
stórveldis-hugmyndafræði enn
sem komið er blandin hinu við-
tekna, innantóma gjálfri komm-
únískrar orðræðu og þannig falin
að hluta. En hinn ríkjandi andi —
„herranna eiginn andi“ — ein-
kennist framar öðru af íhaldssöm-
um skoðunum og viðhorfum, af
andúð á útlendingum yfirleitt,
einnig af beinu kynþáttahatri,
gyðingahatri, andúð á Kínverjum,
Aröbum og andúð á öllu „vest-
rænu“.
Andspyrna gegn
Sovétvaldinu
Nú á dögum fer því fólki sífellt
fjölgandi í Sovétríkjunum, sem
snýst af fullum ásetningi gegn
ríkisvaldi og flokknum með dul-
inni andspyrnu, eða menn reyna
líka stundum að veita virka,
ofbeldislausa mótspyrnu. f Úkra-
ínu, Eystrasaltslöndunum, í kák-
asísku lýðveldunum sem og í ráð-
stjórnarlýðveldunum í Mið-Asíu
eru það fyrst og fremst þjóðern-
issinnaðir menntamenn og æsku-
fólk, í rússneskum borgum eru það
bæði lýðræðissinnaðir, frjálslynd-
ir, sósíalískir hópar og íhaldssam-
ir rússneskir þjóðernissinnar, sem
snúast til varnar gegn ráðstjórm-
arvaldinu, og á víð og dreif um hlo
stóra land tekur trúarlegum söfn-
uðum að fjölga jafnt og þétt —
rússneskum rétttrúnaðar-
mönnum, evangelískum — mest
baptistum og hvítasunnumönnum
— kaþólikkum, síonistum, múh-
ameðstrúarmönnum og fleiri trú-
félögum. Sem stendur geta þessi
dreifðu öfl hugmyndafræðilegra
andstæðinga Sovétvaldsins ekki
haft nein teljandi áhrif á pólitíska
stefnu ríkisins, að minnsta kosti
ekki beint og umsvifalaust. f
sjálfu stjórnkerfi flokks og ríkis
er hins vegar ekki fyrir hendi nein
raunveruleg traust og áreiðanleg
hugmyndafræði, sem kallast gæti
samstæð og föst í reipunum; en
þess má raunar líka geta, að ekki
er heldur fyrir hendi nein mark-
tæk innri hygmyndafræðileg and-
staða innan vébanda stjórnkerfis
flokksins né heldur í stjórnsýslu-
kerfi Sovétríkjanna. En bæði á
sviði efnahags- og atvinnulífs Sov-
étríkjanna, í sovézku stjórnkerfi
og í hinu flokkspólitíska stjórnun-
arkerfi eru tveir andstæðir
straumar farnir að gera sífellt
greinilegar vart við sig: Annar
þeirra stefnir að eflingu miðstýr-
ingar eða miðjuveldis, en hinn
stefnir að aukinni dreifingu valds
og hinna ákvarðandi þátta.
Einungis með því að slá vissa
varnagla er unnt að kalla þessa
strauma eða tilhneigingar hug-
myndafræðilegs eðlis, þar sem
fylgismenn beggja þessara
strauma hafa oftast að leiðarljósi
hugsjónir af mismunandi pólitísk-
um og sagnfræðilegum rótum
runnar. Þeir, sem helzt hallast að
eindreginni miðstýringu, eru bæði
úr hópi gamalreyndra stalínista
og einnig pragmatíkar í nýrri út-
gáfu, sem vilja sterkt ríkisvald,
röð og reglu á hlutunum, og svo
eru það margir úr röðum þjóðern-
issinnaðra, íhaldssamra rússn-
eskra menntamanna. Þeir, sem
aðhyllast þróun ríkisvaldsins á
breiðari grundvelli og láta sig
dreyma um víðtæka valddreifingu,
eru ekki einungis menntamenn,
þar af margir innan stjórnunar-
kerfis flokksins og menn, sem
hafa með höndum framkvæmda-
stjórn fyrirtækja víðsvegar um
landið — menn úr öllum ráð-
stjórnarlýðveldunum, heldur eru
einnig fjölmargir frjálslyndir og
lýðræðissinnaðir Stór-Rússar
fylgjandi slíkri þróun mála.
Hræsnin í fyrirrúmi
Hinum kommúníska ellegar
marxísk-lenínska orðaforða, sem
notaður er í fræðsluritum, í há-
tíðaræðum og annars í hinu fast-
mótaða kommúníska áróðurs-
helgisiðahaldi, er markvisst og
skipulega beitt til þess að ná fram
vissum markmiðum á ríkispóli-
tísku sviði og í sovézkri heims-
valdastefnu.
Opinberlega yfirlýstur stuðn-
ingur við „alþjóðlega samstöðu
með öreigalýðnum" er einn þátt-
urinn í þeim viðtekna, hefðbundna
læðingi, sem á að ná að halda utan
um hinar mismunandi þjóðir og
þjóðabrot Ráðstjórnarríkjanna og
vinna á móti þeim sífellt virkari
þjóðernissinnuðu öflum innan
ríkjasamsteypunnar, sem stefna
að dreifingu Sovétvaldsins. í þjóð-
löndum eins og Eistlandi eða
Úsbekistan leggur enginn lengur
hinn minnsta trúnað á innantómu
goðsagnirnar frá því fyrir bylt-
ingu um föðurlega umhyggju og
ýmiss konar velgjörðir hins stór-
rússneska ríkis, sem hafi alla tíð
haft varðstöðu og menningarlega
forystu fyrir allar hinar smærri
þjóðir samveldisins, en eftir 1945
lagði Stalín allt kapp á að endur-
vekja þessar gömlu goðsagnir.
Hugmyndir og vígorð með
kommúnískum merkimiðum eru
framar öllu þýðingarmikill „út-
flutningsvarningur" sem vopn og
verkfæri sovétstjórnarinnar í
utanríkispólitískum umsvifum
hennar. Með slíku hugmynda-
fræðilegu lostæti úr forðabúri sov-
étforystunnar eru veiddar „nyt-
samar mýs“ erlendis, fórnfúsir
samsærismenn ginntir til dáða,
ódýrir njósnarar og flugumenn
fengnir til starfa fyrir málstaðinn;
forvígismenn og brautryðjendur
fyrir síaukna sovézka nýlendu-
sókn í öllum heimshornum.
Hugmyndafræðilegt yfirvarp
sovétstjórnarinnar hefur líka
reynzt koma að einkar góðum not-
um í mörgum markvissum póli-
tískum aðgerðum, sem hafa áhrif
á gang heimsmálanna. Það gerist
á þann hátt, að þess háttar yfir-
varp nær oft að rugla hina póli-
tísku andstæðinga sovétstefnunn-
ar í ríminu og efla með þeim tví-
eggjaða andkommúníska starf-
semi með þeim afleiðingum, að
Sovétríkjunum hlotnast síaukið
olnbogarými til athafna og stöð-
ugt nýir bandamenn eru beinlínis
reknir, í hinn útbreidda sovézka
faðm.
Síaukinn vígbúnaður
treystir sovézku forrétt-
indastéttirnar í sessi
Hvað er það, sem veldur
• hinni síauknu hervæðingu
Sovétríkjanna? Af hverju heldur
þetta ríki, sem stendur grátt fyrir
járnum, stöðugt áfram að vígbú-
ast enn frekar og af þvílíku ofur-
kappi? í sovézkum áróðri er haldið
fast við þá fullyrðingu, að það séu
eingöngu hinir illa innrættu
bandarisku heimsvaidasinnar,
sem sök eigi á þessu vígbúnaðar-
kapphlaupi. Margir stjórnmála-
menn á Vesturlöndum hafa líka
svipaðar skoðanir á þessu máli, en
það eru þeir, sem helzt leiða hug-
ann að ótta Sovétmanna og
reyndu meira að segja að útskýra
innrásina í Afganistan með því að
benda á, að Salt Il-viðræðurnar
hefðu farið út um þúfur.
Það er að vísu fyrir hendi viss
ótti í Sovétríkjunum, en ekki sú
SJÁ NÆSTU SÍÐU