Morgunblaðið - 27.11.1983, Blaðsíða 10
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983
Vala Kristjánsson blaðar í þykku úrklippusafninu með innlendum og erlend-
um blaðagreinum um uppfsrsluna á „My Fair Lady“. MortcunhlaAið/Kristján.
Svona
gerist bara
einusinni
áævinni
Rætt við Völu Kristjánsson
um ,,My Fair Lady“
og sitthvað fleira
Blómasölustúlkan Elísa Doolittle.
Hefðarmærin Elísa Doolittle.
„Það er ótrúlegt að liðin séu svona mörg ár frá því þetta var
og mér finnst ég ekki vera miklu eldri en ég var þá“, segir
Vala um leið og við tyllum okkur niður í stofunni hjá henni á
Nýlendugötunni, — og ég verð að viðurkenna fyrir henni, að
mér finnst hún líta næstum því nákvæmlega eins út og á
myndunum af „Elísu“ fyrir rúmum tuttugu árum. Vala Krist-
jánsson varð þá fyrir þeirri einstöku reynslu að verða stjarna
á einni nóttu, er söngleikurinn „My Fair Lady“ var frum-
sýndur í Þjóðleikhúsinu hinn 10. mars 1962. Nú er einmitt
verið að sýna þennan sama söngleik við góðar undirtektir
norður á Akureyri og því hefur áðurnefnd sýning Þjóðleik-
hússins óneitanlega rifjast upp fyrir mönnum, svo umtöluð
sem hún varð á sínum tíma. Sjaldan eða aldrei hefur leiksýn-
ing verið rædd af meiri áhuga og spenningi manna á meðal
hér á landi þar sem eftirvænting, efasemdir, söguburður og
jafnvel öfund fóru saman í þéttriðinn hnút. Og miðdepillinn í
umræðunni var leikkonan unga, Vala Kristjánsson.
í leikdómi, sem birtist í Morg-
unblaðinu hinn 13. mars 1962, seg-
ir Sigurður Grímsson m.a.: „Hvar
sem menn komu saman var jafnan
brotið upp á sama umtalsefninu:
Hvernig skyldi takast sýningin á
My Fair Lady? Ræður leikhúsið
við svo veigamikið og fjölþætt
verk? Og ekki dró það úr forvitni
manna og efasemdum, er það vitn-
aðist að í aðalhlutverkið, blóma-
sölustúlkuna Elizu Doolittle, hafði
verið ráðin ung stúlka, sem aldrei
hafði komið á leiksvið áður, en
starfað sem flugfreyja hér að und-
anförnu. En þessi unga stúlka
heitir Vala Kristjánsson dóttir
þeirra hjónanna Einars Kristjáns-
sonar óperusöngvara og frú
Martha Kristjánsson. Það leyndi
sér heldur ekki á frumsýningunni
að eftirvænting leikhúsgesta var
geysimikil." — Og síðar í leik-
dómnum segir: „Margir voru van-
trúaðir á að þessi unga stúlka og
nýliði á leiksviði, mundi ráða við
hlutverkið, en raunin varð þó sú
að hún gerði hlutverkinu alveg
ótrúlega góð skil. — Leikkonan
vann þarna með öðrum orðum
glæsilegan leiksigur. Hef ég aldrei
á þeim áratugum, sem ég hef verið
viðstaddur frumsýningar í leik-
húsum, heyrt leikanda fagnað jafn
ákaft og innilega og þessari ungu
leikkonu, er hún gekk fram á svið-
ið að leikslokum."
Hvernig tilfinning var það að upp-
lifa slíkan leiksigur eftir allar efa-
semdirnar sem á undan höfðu geng-
ið?
„Það var auðvitað stórkostleg
tilfinning að finna viðbrögð og
þakklæti áhorfenda og erfitt að
lýsa slíku með orðum. Þetta skall
á manni eins og bylgja, en í fyrstu
gerði ég mér ekki grein fyrir að
það væri ég sjálf sem þetta beind-
ist að. Ég vissi þó að ég hlaut að
hafa staðið mig sæmilega úr því
að sýningin fékk svona góðar við-
tökur. Að lokinni frumsýningunni
var hóf í Kjallaranum og þegar ég
gekk í salinn gerðist einkennilegt
atvik, — mér fannst ég upplifa
nákvæmlega atriðið úr sálfri sýn-
ingunni, þegar Eliza kemur á ball-
ið: Starfsfélagarnir fögnuðu mér
innilega með miklu klappi, leik-
stjórinn óskaði mér til hamingju
og einhverjir höfðu á orði að ég
hefði slegið í gegn. Og smátt og
smátt rann það upp fyrir mér að
ég hafði unnið sigur. Síðan beið ég
spennt eftir því að sjá hvað gagn-
rýnendur myndu segja og var auð-
vitað afskaplega glöð og þakklát
yfir þvi hvað ég fékk jákvæða
dóma. En þó var aðeins einn gagn-
rýnandi sem ég tók raunverulega
mark á og það var pabbi. Hann og
mamma höfðu komið gagngert frá
Kaupmannahöfn á frumsýning-
una. Hann sagði eitthvað á þá leið
að ég hefði litla rödd en færi vel
með hana og þá vissi ég að þetta
var í lagi. Ég fann það á honum að
ég hafði ekki orðið honum til
skammar og það skipti mestu
máli.“
Varstu ekkert taugaóstyrk fyrir
fnimsýninguna?
„Nei, ég held ég hafi verið furðu
róleg miðað við allar aðstæður. Ég
er ógurlega þrjósk og þar sem
leikstjórarnir höfðu treyst mér til
að leysa þetta af hendi var ég
staðráðin í að bregðast þeim ekki.
Hins vegar neita ég því ekki að
þetta var talsvert álag, og hlut-
verkið er erfitt og vandmeðfarið.
Skiptingar eru mjög tíðar og ég
var á þönum inn og út af sviðinu
svo að segja allan tímann. En ég
var ung og áhugasöm og fann því
lítið fyrir þessu, enda var ánægjan
og leikgleðin í fyrirrúmi."
Og þessi orð Völu endurspeglast
raunar í leikdómum frá þessum
tíma: „Vala Kristjánsson vann
skjótt hug og hjarta áhorfenda,
þróttmikil, lagleg og geðþekk
leikkona og framkoma og hreyf-
ingar svo öruggar að furðu sætir
af algjörum byrjanda ..(Þjóð-
viljinn). — „Þegar Vala Krist-
jánsson birtist á Ascot-skeiðvell-
inum fyrsta kvöldið, hafði hún
þegar unnið sigur. Ung eins og
hún er, lagleg, greind og róleg eins
og sá, sem í sakleysi sínu og
grandaleysi kann ekki að hræðast
(aðeins fullveðja leikarar og gam-
’ -