Morgunblaðið - 27.11.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.11.1983, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 Leikritið „Guð gaf mér eyra“ um aðskilda heima þeirra sem heyra og hinna sem láðst hefur að veita heyrn, hafa að undanförnu vakið athygli og umræðu um samskipta- möguleika þeirra og samskiptaleiðir. En þar hefur einmitt orðið mikil þróun og við- horfsbreyting í heiminum á einum áratug. Nú er að koma út hér á landi bók sem hafði mikil áhrif, met- sölubókin bandaríska In this sign eða Fingramál eftir skáldkonuna Joanne Greenberg. Og eru bæði leikritið og þessi skáldsaga góðir liðsmenn til að veita innsýn í erfiðleika þeirra sem skortir heyrn, þar sem það eru ekki aðeins hinir heyrnarlausu sem misskilja heldur engu síður heyrandi, eins og segir á bókarkápu. Þýð- andinn Bryndís Víglundsdóttir, skólastjóri Þroska- þjálfaskólans, kynntist bókinni og höfundi hennar um það leyti sem hún kom út 1970, er hún var sjálf að reyna að finna leiðir til samskipta og kennslu blindrar og heyrnarlausrar mormónastúlku við hinn kunna Perkins-skóla í Boston, og ákvað þá að koma bókinni á framfæri hér. En Bryndís hefur lifað í deiglu þessara viðhorfsbreytinga. Það varð tilefni þess að leitað var eftir viðtali við hana. Bryndís Vfglundsdótlir, skólastjóri Þroskaþjálfaskólans. Bókina Fingramál, sem hún heldur á, hefur hún þýtt. En Bryndís hefur lifaó í deiglu mikilla vióhorfsbreytinga á samskiptaleióum heyrnarlausra. Ljóun.: köe Við erum heymarlaus, hvað með það! Elín Pálmadóttir ræðir við Bryndísi Víglundsdóttur í tilefni af útkomu bókar og leikrits á fjölunum um heim þeirra sem ekki heyra Þegar bók Joanne Greenberg kom út og vakti svona mikla athygli í Bandaríkjunum um 1970 var Bryn- dís Víglundsdóttir kennari við Perkins School for the Blind í Bost- on og hafði verið þar frá 1961, með hléi þó. Joanne Greenberg hafði áð- ur hlotið Pulitzer-verðlaunin fyrir bók sína „Ég lofaði þér aldrei rósa- garði“. Höfundurinn kom fram í sjónvarpi og hreif Bryndísi strax með innsýn sinni í málefni heyrnar- lausra. Joanne Greenberg var alin upp á bóndabæ í Ulinois. Næstu nágrannar og vinir var fjölskylda, þar sem maðurinn var heyrnarlaus í heyrandi umhverfi og gat lítið tal- að. Þegar börn hans uxu úr grasi, urðu þau til þess að hann fór að læra mál. Og hún sá að þessi maður átti eftir alit saman hugsanir og gat nú allt í einu farið að koma þeim til skila. Konan, maðurinn og börnin gátu farið að eiga tjáskipti. Þetta varð til þess að Joanne Greenberg fór til náms í Gaullau- det-skólann í Washington, sem er æðsta menntastofnun heyrnar- lausra í Bandaríkjunum með mörg- um háskóladeildum. Þar er nú ís- lendingur við nám, Haukur Vil- hjálmsson, sem ekki hefur heyrn. Og Joanne Greenberg gerðist dóm- túlkur heyrnarlausra. Hún er því til köiluð þegar mál heyrnariausra koma fyrir rétt. Það kemur raunar strax fram í bókinni um heyrnar- lausu hjónin Jennu og Abel að ekki er nóg að kunna táknin til að túlka orð heldur er engu síður mikilvægt að skilja og þekkja hugarheim þeirra sem búa við vangetu til að tjá sig og skilja mál. — Ég var nógu rómantísk til að hrífast af þessari konu og hug- myndum hennar, segir Bryndís. Þá var hún sem fyrr segir að basla við að kenna stúlku sem bæði var blind og heyrnarlaus. í Perkins-skólanum var þá aigerlega bannað að nota fingra- eða merkjamái, en Bryndís reyndi það samt í ákafri leit sinni til að fá Mormónastúlkuna til að skynja málið. — Við vorum nokkrir kennarar við skólann farin að nota tákn í kennsiu okkar í trássi við yfirlýsta kennslustefnu skólans. Yfirkennarinn, mjög mæt kona og duglegur kennari, trúði staðfast- lega eins og mjög margir á þeim tíma að talmálið eitt dygði. Annað yrði aðeins til að auka fötlunina, eins og hún orðaði það. Það er allt í lagi að segja frá því núna, segir Bryndís, af því að það sýnir ljóslega breytinguna á viðhorfunum sem orðið hafa til notkunar fingramáls að yfirkennarinn lagði til við skóla- stjóra minn að ég yrði rekin frá skólanum vegna þess að ég notaði fingramál í kennslu minni og sam- skiptum við telpuna. En ég hafði iíka mína sannfæringu og fékk einkaviötai við skólastjórann, sem veitti mér undanþágu til að nota táknmál við þennan nemanda. Úr því við minnumst á Elísabetu, telp- una sem ég var að kenna og átökin urðu um, þá langar mig til að segja frá því að það var fróðlegt og hríf- andi að sjá hvernig hún hreinlega reif í sig málið. Hún fékk aldrei nóg! Og hún tók gagnfræðapróf (High School) — hið sama og sjá- andi og heyrandi nemendur í Bost- on og var aðeins tveimur árum á eftir jafnöldrum sínum. Við álitum að táknmálið, þ.e. fingramálið, hafi gert þar gæfumuninn. Og nú verða allir kennarar við þennan sama skóla að læra hið kerfisbundna ar- íska táknmál og nota það í kennsl- unni. Kennarar fengu frest til að aðlaga sig þessum breyttu aðstæð- um. Ef þeir ekki vildu það, urðu þeir að fara. Nú er notað í Banda- ríkjunum „American Standard Sign Language", mjög fullkomið mál og málfræðilega rétt merkjamál með sína málfegurð. Alltaf er unniö að því að búa til ný hugtök og setja í kerfi. Viðhorfsbreyting eftir spútnik Mörgu hefur spútnik breytt, segir Bryndís. Og þegar blaðamaðurinn hváir, og skilur ekki samhengið milli þróunar merkjamáls fyrir heyrnarlausa og gervihnattaskota út í geiminn, útskýrir hún það. — Þegar farið var að skjóta gervi- hnöttum út í geiminn, fiæddu áhrif- in um allt og ollu miklum þjóðfé- lagsbreytingum. Þessa gætti ekki síst í skólakerfinu. Alls staðar var farið að endurmeta gamiar aðferð- ir. Gömlum aðferðum var hafnað og nýjar myndaðar. Upp úr þeirri gagnrýni á gömlu aðferðirnar ákváðu kennarar heyrnleysingja að fara að nota fingramál — mál sem komið er til skila með fingrunum, markvisst og kerfisbundið. Um það leyti kom bók Joanne Greenberg út í Bandaríkjunum og varð góður liðsmaður til að fá fólk til að með- taka og sætta sig við þá sem ekki hafa heyrn. Bryndís bendir í þessu sambandi á orð Margrétar dóttur Jennu og Abels í bókinni, sem segir: Allt þetta bjánalega krot út í loftið. Hún skammast sín fyrir foreldrana. Og sama er með hjónin sem ekki hafa náð fullum málþroska af því að þau eru heynarlaus og lenda í óendan- legum erfiðleikum þess vegna. Þau reyna að fara í felur með það þegar þau eru með fingramáli að tala saman á almannafæri. Og hún bendir á það hve heimur þeirra Ab- els og Jennu er efniskenndur. Þegar þau eru að rífast sem oft gerist, því þau þurfa að gera upp sín mál þannig, þá lítur Jenna undan ef hún vill ekki hlusta, en dóttirin Margrét sem talar lokar augunum til að heyra ekki í þeim. Abel kvartar undan því að Jenna sé svo lengi aö þvo upp að hann geti aldrei talað við hana þegar þau eru heima á kvöldin. Sama kemur fram i leikrit- inu „Guð gaf mér eyra“ þegar unga parið er í faðmlögum. Þá segir sá sem heyrir: Við skulum slökkva ljósið. En hún segir: Nei, ekki slökkva, svo við getum talað saman. 1 báðum þessum verkum kemur fram á svo margvíslegan hátt hversu dýrmætt er að ná með fingramerkjum sambandi við aðra. Þegar Jenna og Abel loks hafa sig upp í það að fara í kirkju heyrnar- lausra, þá kemur fram að fólkið er ekki bara að koma til guðsþjónust- unnar, heldur miklu fremur af hinni miklu þörf fyrir að hittast. Jenna og Abel eru þarna fulltrúar eldri kynslóðar heyrnarlausra. Abel hefur verið í skóla og lært eftir hefðbundnum aðferðum. Jenna, sem hefur gengið í sérskóla, hefur staðnað af því að hún fyrirverður sig fyrir að vera heyrnarlaus. Margrét dóttir þeirra staðnar líka þótt hún tali af því að hún skamm- ast sín. En Sara í leikritinu Guð gaf mér eyra, sem er fulltrúi nútíma- kynslóðarinnar sem kom eftir geimskotið, vill vera meðtekin eins og hún er og berst fyrir því. — Unga fólkið í dag segir: Við erum heyrnarlaus, hvað með það! Og ég hrópa húrra fyrir því, segir Bryn- dís. Bæði þessi verk, bókin Fingra- mál og leikritið í Iðnó, ættu að geta hjálpað fólki til að skilja þetta. Raunar hefur þegar gætt hér á landi sem annars staðar aukins skilnings. Það eitt að ekki þykir neinum tíðindum sæta að heyrnar- laust barn sé á dagvistarheimili í Breiðholti og nokkrum krökkum þar sé kennt táknmálið með því, bendir til þess að svo sé. Bókin Táknmál, sem Bjallan gaf út, hefur líka selst vel, sem bendir til þess að margir telji sig þurfa og vilji læra táknmál til samskipta við heyrnar- lausa. — Minn draumur er nú að táknmálið verði kennt í skólum allt upp í menntaskóla, segir Bryndís. Áhuga fólks kvaðst hún hafa kynnst þegar hún las þessa sögu í útvarpið síðdegis fyrir nokkrum ár- um. Þá hringdu margir og létu í ljós áhuga sinn. Aðstööumunurinn vex fljótt Bryndís segir það beinlínis ómannúðlegt að neita þeim sem láðst hefur að gefa heyrn að hafa samskipti á sínu máli sem mótað er með fingrunum. — Það sem skilur okkur mannfólkið frá öðrum skepn- um jarðar er að við skiptumst á hugsunum gegn um það kerfi sem heitir mál, segir hún. Enginn getur skýrt hvernig stendur á því að manneskja lærir einmitt svo mikið á þvi og þroskast. Þetta sér maður þó svo vel þegar maður hefur barn sem er líka skert á fleiri vegu og tekist hefur að láta það skilja eina setningu. Þá sést hvernig hver setn- ing hleður utan á sig eins og snjó- bolti og til verður mál. Og þegar við veltum upp þeirri spurningu hvort ekki megi þá allt eins byrja með myndun setninga með talfærunum, eins og áður var talið rétt, þá svar- ar hún. — Þetta er bara svo óend- anlega dýrmætur tími hjá börnun- um meðan þau eru ung. Hætt er við að sá mikli tími sem fer í að kenna þeim varaleikfimi verði á kostnað þess að skilja hugsun, sem þroskar þau. En ef búið er að leggja inn mál, þá kemur málskilningur. Þá hafa þau eitthvað til að tala um, finna þörfina fyrir að tala og þá er miklu auðveldara að kenna þeim talað mál. Þau eru þá þroskaðri og hvat- Leikfélag Reykjavíkur sýnir nú leikritió „Guó gaf mér eyra“, sem getur innaýn í erfióleika sem eru afleióing heyrnarleysis, þar sem þaó eru ekki einungia heyrn- arlausir sem miaskilja heldur og heyrandi. Hér er heyrnarlauaa atúlkan og heyrandi kennari hennar aó tala aaman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.