Morgunblaðið - 27.11.1983, Qupperneq 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983
Svipmynd á sunnudegi
Turgut Ozal
Turgut Ozal
Turgut Ozal, leiðtogi Föður-
landsflokksins í Tyrklandi og
óumdeilanlegur sigurvegari í kosn-
ingunum þar á dögunum, hefur
iðulega sagt að hann hafi mótað og
þróað stjómmálastefnu sína á
þeim árum sem hann vann sem
opinber starfsmaður og hafði eng-
in afskipti af stjórnmálum. Það var
ekki fyrr en árið 1970, þegar Ozal
var fjörutíu og fjögurra ára, að
hann komst í sviðsljósið. Þáver-
andi forsætisráðherra, Suleiman
Demirel, réði hann sem efnahags-
sérfræðing stjórnarinnar. Verð-
bólgan fór þá hamförum í landinu
og Ozal ráðlagði gengislækkun,
sem bar þá um hríð góðan árangur,
sakir þess að stjórnin fór að tillög-
um Ozals um frekari aðgerðir í
efnahagsmálum.
Turgut Ozal er nú 56 ára gam-
all, hann er lágvaxinn og nokkuð
digur utan um sig, en lagði á sig
allstrangan megrunarkúr áður
en kosningabaráttan nú hófst,
svo að hann ætti hægar um vik
með ferðalög og hvers kyns
vafstur, sem kosningaundirbún-
ingnum fylgdu. Ozal er sagður
maður hæglátur, hefur góða
stjórn á skapi sínu og landar
hans taka jafnan fram, að hann
hafi góða og skemmtilega kímni-
gáfu. Ekki aðeins fyrir því
spaugilega í kringum hann, held-
ur hefur hann aldrei tekið sjálf-
an sig of hátíðlega og hann hefur
gaman af því að sjá skopmyndir
af sér í blöðum, andstætt við
fiesta aðra tyrkneska ráðamenn,
sem hafa sýnt nokkra við-
kvæmni gagnvart slíku. Ozal er
sagður samstarfsfús við blaða-
menn og sýnir í hvívetna, að
honum er ljós áhrifamáttur fjöl-
miðla og að hafa góða samvinnu
við blaðamenn.
Eftir að Suleiman Demirel tók
aftur við stjórnartaumum af
Bulent Ecevit nokkru fyrir
valdarán herforingjastjórnar-
innar, réð hann Ozal á ný sem
ráðgjafa sinn í efnahagsmálum.
Tyrkneska líran stóð þá afar
höllum fæti, framleiðsla hafði
dregizt saman og þar með út-
fiutningur. Þrátt fyrir ýmsar að-
gerðir, sem Ozal vildi að væru
framkvæmdar, tregaðist Demir-
el við, vegna þess að hann óttað-
ist að almenningur í landinu
myndi ekki treysta sér til að
taka aftur á sig ámóta byrðar og
árið 1970. Því varð minna úr
framkvæmdum og þegar herfor-
ingjastjórnin tók völdin í sept-
ember 1980 var Tyrkland á
barmi gjaldþrots í bókstaflegum
skilningi. Kenan Evren, foringi
herforingjastjórnarinnar og nú
forseti, virðist hafa gert sér
grein fyrir því, að hugmyndir
Ozals myndu við breyttar að-
stæður geta náð fram að ganga
og skilað árangri og því var hann
skipaður aðstoðarforsætisráð-
herra. Árangurinn lét ekki á sér
standa. Aðgerðirnar voru vissu-
lega harðar, en almenningur sá
brátt að hér var unnið af festu
og einurð og möglaði ekki. Á til-
tölulega skömmum tíma tókst að
ná verðbólgunni úr 110 prósent-
um niður í 35 prósent. Fram-
leiðsla og framleiðni jókst og
tyrkneski gjaldmiðillinn styrkt-
ist. Atvinnuleysi jókst í kjölfar
aðgerðanna og fyrirtæki urðu
gjaldþrota, þar á meðal nokkrir
bankar. Þar sem starfsemi ým-
issa þessara fyrirtækja og
sumra bankanna hafði stuðlað
að verðbólgu árin á undan,
fannst mörgum sem þessi stefna
myndi engu að síður skila rétt-
um niðurstöðum. En Kenan Evr-
en forseti áleit að með því að
ýmsir úr efnamanna- og milli-
stéttum misstu þar með sparifé
sitt, myndi þetta verða til að
gera stjórn hans óvinsæla. Hann
lét því víkja Ozal frá, enda mun
honum hafa þótt nóg um, hversu
Ozal var vinsæll og naut mikillar
virðingar.
Þegar Ozal ákvað að stofna
Föðurlandsfiokkinn og fylgja
fram stefnu sinni átti hann und-
ir högg að sækja. Það hefði hins
vegar getað verið afdrifaríkt, ef
Föðurlandsflokkurinn hefði ver-
ið bannaður, og Evren hefði þar
með beðið alvarlegan álitshnekki
innanlands og utan.
Evren fór ekki dult með and-
stöðu sína við Föðurlandsfiokk-
inn og hvatti fólk eindregið til að
hafna Ozal í kosningunum. Síð-
an kom á daginn að þrátt fyrir
vinsældir Evrens varð trúnaður
og traust á Ozal því yfirsterkara.
Evren brást við vel og drengilega
og sagði eftir kosningarnar, að
Ozal myndi sem sigurvegara
kosninganna verða falið að
mynda stjórn. Það er engin
ástæða til að draga það í efa, að
ýmsir stjórnmálafréttaritarar
hafa á hinn bóginn velt því fyrir
sér, hvort Ozal verði leyft að
starfa í samræmi við stefnu
sína, ellegar herforingjaráðið og
forsetinn muni freista þess að
hafa þar áfram óeðlileg ítök og
áhrif. Á þessari stundu er ekkert
sem bendir til að Ozal verði
beittur þvingunum, enda er afar
ósennilegt að hann myndi una
því. Hvort tveggja er að maður-
inn er fastur fyrir og trúir ein-
dregið á að stefna sín muni
verða farsælust Tyrklandi og svo
hitt sem ekki er vert að gera lítið
úr, hversu mikils álits og ást-
sældar hann nýtur með löndum
sínum.
Lýðræðiskennd Ozals dregur
enginn í efa. En hann er engu að
síður raunsær maður og varfær-
inn eins og kom fram í yfirlýs-
ingum hans að loknum kosning-
um er hann benti á að lýðræði
ætti sér ekki langa sögu í Tyrk-
landi og „því skulum við sníða
okkur stakk eftir vexti". Hann
hefur sagt í viðtali við Time ný-
lega að hann sé sannfærður um
að takist að leysa efnahagsörð-
ugleika landsins og draga úr
greiðsluhalla við útlönd, muni
Tyrkir geta komizt hjá pólitísk-
um erfiðleikum í innanlands-
málum og á þar sjálfsagt meðal
annars við hryðjuverkaiðjuna
sem tröllreið Tyrklandi síðustu
árin fyrir valdatöku hersins.
Ozal er hlynntur frjálsu mark-
aðskerfi og opnu. Hann vill úr-
bætur í félagsmálum og er
stuðningsmaður þess að Tyrkir
efli samstarf við Atlantshafs-
bandalagið. Hann er hlynntur
því að efld verði samskipti og
bætt við lönd þriðja heimsins og
hefur sérstaklega nefnt til
Arabalöndin. Honum er umhug-
að um að Tyrkir hafi einhvers
konar milligöngu um að reyna að
sætta stríðandi aðila íraks og ír-
ans, enda bæði löndin grannlönd
Tyrklands. Hann er góður Múha-
meðstrúarmaður en fyrst og
fremst lítur hann á sig sem
raunsæjan nútímamann sem
hefur þá köllun að leysa Tyrk-
land úr þeirri efnahagskreppu
sem hefur hamlað þar öllum
framförum árum saman. Hann
vill auka veg og virðingu Tyrk-
lands út á við og færa tyrkneskt
samfélag nær nútímanum og það
verður vitanlega bezt fram-
kvæmt með umbótum í mennta-
og félagsmálum.
Fái Turgut Ozal frjálsar hend-
ur til að framkvæma þau sín
helztu áhugamál er ekki vafi á
því, að betri tíð ætti að vera í
vændum í Tyrklandi.
(Heimildir: Time,
Economist, Cumhuiyet)
texti: JÓHANNA
KRISTJÓNSDÓTTIR
AIWA
Þrýsta á einn hnapp er allt sem þarf til,
fyrir upptöku eða afspilun frá plötuspilara,
útvarpi eöa ööru. Engar flóknar stillingar á
segulbandi eöa magnara.
Bæöi plötuspilarinn og segulbandiö hafa
automatic „Intro-Play", það er meö því að
styöja á einn hnapp spilar hvort tækiö sem
er 10 fyrstu sek. af hverju lagi á plötunni
eöa kassettunni. Beindrifinn plötuspilarann
er hægt aö stilla til aö hlusta á lögin á
plötunni í þeirri röö sem þú óskar (og
endurtekur ákveöna röö allt að 10 sinnum).
Sért þú aö taka upp frá plötuspilara, sér
segulbandiö um að alltaf sé jafnt bil á milli
laga á kassettunni. Segulbandið er meö
bæöi B og C dolby. Útvarpið er meö LB,
MB og FM stereobylgju og sjálfvirkan
stöðvaleitara, einnig 12 stöðva minni.
Magnarinn er 2x45 RMS wött og tilbúinn
fyrir Lazer plötuspilarann.
Allt þetta ásamt fleiru og sérstaklega fal-
legu útliti.
Kostar aðeins kr.
48.880,- staðgr.
700 Mldl tölvustýröa hljómtækjasamstæöan
frá AIWA býöur upp á ótrúlegar tækninýjungar.
Þá býöur AIWA upp á einn þynnsta og fyrirferöarminnsta og jafnframt einn fullkomnaáta Lazer plötuspilara á
markaönum og á verði sem erfitt er að keppa viö eöa aöeins 900
Þaö borgar sig örugglega aö kynna sér AIWA.
I • i
i r
ARMÚLA 38 (Selmúlamegin) 105 REYKJAVÍK
SÍMAR: 31133 83177 PÓSTHÓLF 1366