Morgunblaðið - 27.11.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983
61
Skokkaði
í frelsið
Munrhen, 24. nóvember. AP.
TVÍTUGUR a-Þýskur landa-
mæravördur gerdi sér lítið fyrir í
gær, smcllti sér í trimmgallann
sinn og skokkaði yfir landa-
mærin og til móts við frelsið, án
þess nokkur gerði tilraun til að
stöðva hann.
Engin skýring hefur enn
fengist á því hvernig honum
tókst að sleppa. Honum hefur
verið veitt pólitískt hæli í
V-t>ýskalandi. Landamæra-
vörðurinn er ellefti A-Þjóð-
verjinn, sem sleppur yfir
landamærin til Bæjarlands á
þessu ári. í þeim hópi eru m.a.
tveir starfsbræður hans.
Sænska
sjónvarpið
fær Emmy-
verðlaun
New York, 22. nóvember. AP.
SÆNSKA sjónvarpið vann Emmy-
verðlaunin í flokki heimildamynda
fyrir mynd um upphaf mannsins, en
tilkynnt var í dag hverjum hin árlegu
verðlaun féllu í skaut.
Sænska sjónvarpið beitti mjög
fullkominni ljósmyndatækni við
gerð þáttanna, sem bera heitið
„Undur lífsins", þar sem lýst er
hvernig maðurinn verður til.
Helztu keppinautar sænska sjón-
varpsins í heimildamyndaflokki
voru japanska sjónvarpið og
Thames-stöð óháðu sjónvarps-
stöðvarinnar brezku.
Kanadíska sjónvarpið hlaut
verðlaunin í flokki barnaefnis,
brezka ríkissjónvarpið BBC í
flokki alþýðulistar og Granada-
stöð óháðu sjónvarpsstöðvarinnar
brezku í flokki leiklistar. Samtals
sendu sjónvarpsstöðvar í 22 lönd-
um 140 þætti í keppnina um
Emmy-verðlaunin.
Sog-
uðust
ofan
í djúpið
Manila, 23. nóv. AP.
ÓTTAZT er, að 200 manns kunni
að hafa misst lífið, eftir að ferju
frá Filippseyjum hvolfdi og hún
sökk í hvirfilvindi. Gerðist þetta
um hádegisbil á mánudag um 700
km fyrir austan Manila. Um borð í
ferjunni voru 400 manns. Einn
þeirra, sem lifði skipskaðann af,
segist hafa séð þrjá björgunar-
báta, hvern með mörgu fólki um
borð, sogast niður í djúpið á eftir
ferjunni.
TRYGGING HF Sts°' m