Morgunblaðið - 27.11.1983, Síða 38
86
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983
Þetta er frásögn um örlög manns, sem allir fylgdust með vegna sigra hans, en óhamingja hans í dag
mun snerta hjörtu okkar allra. Ferli Muhammeds Ali er lokið. Stærsti, besti og klókasti maðurinn í
box-íþróttinni, sem spaugaði og lék við hvern sinn fingur, felur sig nú bak við veggi hallar sinnar í
Los Angeles. Hann er gamall, feitur boxari sem yfirsást að hætta leiknum þegar hæst lét.
Hin döpru örlög
Skaddaðist heili hans í hnefaleikunum?
ilncfaleikakappinn Muhammad Ali þurfti að taka mörg og þung höfuðhögg á löngum keppnisferli sínum. Á þcssum
myndum má sjá kappann í kröppum dansi í hringnum. A myndinni til vinstri er það Earnie Shavers sem kemur miklu
hægrihandarhöggi á Ali og á hægri myndinni veitir Trevor Berbick honum þung högg.
Enski fréttamaðurinn
Peter Batt, sem mikið
hefur ritað um box-
íþróttina, sótti hina
föllnu stjörnu heim í
fylgsni sitt — og varð hverft við.
„The Greatest" hefur hitt ofurefli
sitt — lífið. Hann skjögraði nú um
hið íburðarmikla „hnefaleikasvið"
sitt eins og sleginn síðasta rot-
högginu, það eina sem heldur hon-
um uppi er sjálfstraustið og vilj-
inn.
Peter Batt heldur áfram: þessi
frábæri ameríski boxari komst á
frægðartindinn á Ólympíuleikun-
um í Róm 1960 með sigri í úrslita-
leik í léttvigt en þar bar hann, sem
Cassius Clay, sigurorð af Pólverj-
anum Pietrzykowski. I kjölfarið
fylgdu margir sigrar á árunum
’60—’70 er hann keppti við bestu
boxara heims. Hæfileikar hans,
sjálfsálit og stuðningsmenn hans
urðu til þess að hann nældi sér í
heimsmeistaratitil atvinnuboxara.
En stjörnunni var haldið of lengi á
lofti.
Of þungur og 38 ára gamall
reyndi hin fölnandi stjarna sig
enn á ný þann 2. október 1980.
Andstæðingurinn var Larry
Holmes. Muhammed Ali hlustaði
ekki á aðvaranir blaðamanna og
vina sinna fyrir leikinn í Las
Vegas.
Vinurinn Pacheco duldi ekki
ótta sinn:
— Líf hans allt er í hættu. Mér
þykir mjög vænt um manninn og
ég er dauðhræddur um hann.
Og Ali laut í lægra haldi í 10
lotum.
Rúmu ári síðar lagði meistarinn
hanskana á hilluna. Mánuði síðar
svaraði hann í sjónvarpsviðtali
spurningunni um það hvort heili
hans hefði skaddast af boxíþrótt-
inni:
— Já ef til vill.
— Líklega verður það langvar-
andi.
— Ég er stærstur.
— Ég er bestur.
— Ég er fallegastur.
— Ég lúber andstæðinga mína.
Muhammed Ali — Cassius Clay
— kunni að auglýsa sig upp.
Fólki þótti svo sannarlega mat-
ur í orðum hans. Orð sem fólk
drakk í sig af óstjórnlegum þorsta.
Og goðsögnin Muhammed Ali
varð til.
Hver boxarinn féll af öðrum
eins og trén fyrir öxi skógar-
höggsmanns. Peningarnir
streymdu til Ali eins og hann væri
fyrsti heimsmeistari íþróttarinn-
ar. Allir þessir peningar undir-
strikuðu orð meistarans sjálfs.
Muhammed Ali var heimsins besti
boxari.
í dag er íþróttahetjan 41 árs
gömul, gleymd með veika sál í
slöppum líkamanum, líkama sem
alla unga drengi dreymdi um hér
áður fyrr. í dag vegur hann 126 kg.
Blaðamaðurinn Peter Batt er sá
fyrsti sem fékk að eiga blaðaviðtal
við „The Greatest" í draumaheimi
Muhammed Ali. Og Peter Batt
greindi frá þeirri sorglegustu sögu
sem hann hefur nokkru sinni sagt.
— Ég kemst við af að sjá mann-
inn í dag sem á svo glæsilegan
feril að baki. Þessi mesta íþrótta-
hetja aldarinnar er aðeins 41 árs,
en hann talar og gengur eins og
níræður öldungur. Geislarnir frá
augum hans eru huldir þoku,
sprungnar æðar umlykja sljó aug-
un og hendur hans eru þrútnar og
æðaberar.
í fjórar sorglegar stundir sat ég
augliti til auglitis við Muhammed
Ali í íburðarmikilli höll hans í Los
Angeles, segir Peter Batt. Höll
sem er í mikilli mótsögn við eig-
andann — rústirnar af Muhamm-
ed Ali.
í hvert skipti sem talið barst að
boxi, sem ég að sjálfsögðu reyndi
að brydda upp á við og við, urðu
svör Alis í enn minna samhengi.
Umræðuefnið var greinilega mjög
viðkvæmt. Hann vildi miklu held-
ur tala um Allah.
— Til hvers að rifja upp fortíð-
ina umlaði Ali. Mig langar ekki til
að tala meira um box. Boxið var
ekki aðalatriðið í lífi mínu. Það
var aukaatriði.
Titlar eru ekki mikilvægir
— Og mig langar heldur ekki að
tala um þau högg, sem höfuð mitt
mátti þola.
Samt gaf hann, óvænt, lýsingu á
ferli sínum:
— Ég hætti ekki þegar ég átti
að hætta. Ég reyndi of oft að næla
mér í titilinn.
Dauft bros færðist yfir andlit
hans um leið og hann hallaði sér
aftur á bak I sófanum og lyfti upp
sverum, máttleysislegum fingrin-
um:
— Aldrei mun sá maður koma
fram á sjónarsviðið sem mun
vinna þann titil oftar en ég gerði.
Titlar eru aukaatriði fyrir mig í
dag. Einn góðan veðurdag verður
hvort sem er heimsendir.
Meistarinn lifir í dag í drauma-
heimi. Allt hans líf byggist á
draumum sem hann reynir að
draga fram í dagsljósið og gera að
veruleika. Hann saknar þess sáran
að vera í sviðsljósinu og finnst að
vegna nafns síns og peninga eigi
hann að hafa áhrif. En þetta er
draumur sem undirstrikar orð-
róminn um það hræðilega sálar-
lega ástand sem besti boxari sög-
unnar er í.
Líkamleg og
andleg vanneilsa
Sumir vilja halda því fram að
Muhammed Ali hafi skaddast á
heila og nýrum vegna hinna
mörgu miskunnarlausu leikja í lok
ferils hans. Leikir sem hann hefði
án efa viljað sjálfur vera án, en
gammarnir í kringum hann þving-
uðu hann til þátttöku vegna pen-
inga- og frægðarfíknar. í dag eyð-