Morgunblaðið - 27.11.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.11.1983, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 Litið inn hjá Ashkenazy hjónunum Viö notum flugvélar eins og aðrir strætisvagna „Við erum íslenskir ríkisborgarar, höfum öll okkar íslensku vegabréf, en þegar tal- að er um hvaða stöð- um við erum nátengd eða hvar börnin muni hugsanlega setjast að, þá verðum við að tala um alla veröldina. Við ferðumst svo mikið og þau hafa farið út um allt. Þau fara reglu- lega til London, Grikk- lands og Bandaríkj- anna og koma til dæm- is og hitta okkur í Ástralíu í vetrarfríinu sínu í febrúar eins og þau gerðu í fyrra. Þessi ferðalög eru eðli- legur hlutur fyrir þau og ekkert merkileg. Þegar við fórum enn af og til í húsið okkar á íslandi þá var það hins vegar sérstakt ferða- lag, við vorum að fara eitthvert. Kannski var það af því að ísland var út úr eða af því að það er ólíkt öðrum stöðum sem við ferð- umst til.“ etta sagði Þórunn Jóhannsdóttir Ash- kenazy, fimm barna móðir, eiginkona og ferðafélagi Vladimir Ashken- azys, píanóleikara. Hún er 44 ára, ljóshærð og ungleg, og sat með krosslagðar fætur uppi í stól, klædd í grænar flauels- buxur og hvítan bol með jap- önskum stöfum. Þau hjónin fluttust frá íslandi til Luzern í Sviss fyrir fimm árum og gáf- ust endanlega upp á að fara til íslands um jól eða páska með alla fjölskylduna fyrir tveimur árum. Húsið sem Bjarni Mart- einsson, arkitekt, teiknaði fyrir þau og stendur við Brekkugerði 8 er nú til sölu og einhverjir þrír hafa sýnt áhuga á því þegar þetta er skrifað. „Okkur finnst í sjálfu sér leitt að selja húsið," sagði Þór- unn, „okkur þykir verulega vænt um það. En það er engin ástæða til að halda í það og láta það standa autt. Solveig, Þórunn og Vladimir Ashk- enazy dást að litlum fugli sem sat uppi í tré fyrir utan húsið þeirra í Luzern í Sviss. systir mín, bjó í því í þrjú ár eftir að við fluttum, en hún er nú komin hingað með tvö yngstu börnin sín og hugsar um heimilið fyrir mig. Elsti sonur hennar hefur verið í lít- illi íbúð sem er í húsinu, en annars hefur það ekki verið notað í tvö ár.“ Ashkenazy-fjölskyldan bjó á íslandi í tíu ár eða á árunum 1968 til 1978. Þau hjónin voru á stöðugum ferðalögum en komu alltaf við á íslandi þegar þau mögulega gátu. Sonia Edda, fjórða barnið, fæddist þar í október 1974 og börnin bjuggu þar. Á endanum reynd- ist þó áætlunarflug flugfélag- anna of takmarkað fyrir þau og þau ákváðu að flytja fjöl- skylduna annað eftir að þau höfðu aðeins dvalið einn mán- uð alls á landinu eitt árið. „Við vildum vera í Evrópu út af skólagöngu barnanna," sagði Ashkenazy, „og vorum með Bretland, Frakkland eða hvaða annað land, sem við Þórunn með kettlingana í eldhúsinu. höfum ekkert á móti, í huga. Vinur vina okkar benti okkur á endanum á Luzern og sagði að það væri gott að búa þar og við settumst hér að. Þrjú yngstu börnin ganga í skóla og þetta er svo miðsvæðis í Evr- ópu að við getum skroppið heim mun oftar en áður og þurfum oft ekki að fara aftur að heiman fyrr en sama dag og ég hef konsert." Ashkenazy spilaði aðeins á fíygilinn. Luzern er afar falleg, gömul, kaþólsk borg. Hún stendur við vatn og gömlu borgarmúrarn- ir með útsýnisturnum standa enn uppi í hæð fyrir ofan elsta hluta borgarinnar. Einbýlis- hús Ashkenazy-fjölskyldunn- ar stendur rétt handan við borgarmúrana, við þrönga, kyrrláta götu, en ég get ekki sagt hvort útsýnið þaðan sé gott, svo dimm var þokan dag- inn sem ég heimsótti þau. Húsið er stórt, stofurnar bjartar og vinnuherbergi Ashkenazys rúmgott þrátt fyrir feikistóran flygilinn. „Það er mjög gott að búa hér,“ sagði Þórunn. „Þetta er viðráðanleg borg og hefur allt það helsta sem stórborgir hafa uppá að bjóða. Nema kannski konserta,“ bætti hún við bros- andi, „en þá sækjum við hvort eð er annars staðar. Flugvöll- urinn í Zúrich er mjög nærri, hann er einn besti flugvöllur í heimi, og það kemur okkur mjög vel því að við notum flugvélar eins og aðrir nota strætisvagna." Ashkenazy var nokkuð þreytulegur. Hann er 46 ára og aðeins tekinn að grána í vöng- um. Þau voru nýkomin frá London og Noregi þar sem hann var með tónleika og áttu að fara til Vínarborgar í nokkra daga eftir helgina. Hann heldur yfir hundrað konserta á ári, spilar auk þess inn á plötur og endurnýjar og bætir við verkefnin sem hann fæst við. Þórunn sagði að ferðalögin hefðu aukist með árunum, honum væri boðið að halda fleiri tónleika en áður og það þyrfti að skipuleggja enn lengra fram í tímann síð- an hann fór að stjórna hljómsveitum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.