Morgunblaðið - 27.11.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.11.1983, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 Pottarim Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Á þessum árstíma eru veislur og hátíðahöld ofarlegar í hugum okkar en oft ella. Bæði eru jólin framundan, en eins er veturinn kjörinn tími til hvers kyns há- tíða, hvað styttir veturinn meir en góðra vina fundur? Af þessu tilefni er slegið upp vetrarveislu hér í pottarími, sem þið bjóðið ykkur sjálfum í, ef ykkur sýnist svo. Hér er settur saman mat- seðill, en auðvitað fer jafn vel á því að kippa út einstökum rétt- um og nota eftir hentugleikum. Matseðillinn er settur saman með það fyrir augum að hann sé kannski ofurlítið nýstárlegur, réttina megi að hluta til undir- búa með góðum fyrirvara. Það er auðvelt að stækka uppskriftirn- ar og hafa matinn handa fleiri, en hér er sagt, og hann er ekki átakaniega dýr, þó hátíðlegur sé. Matseðillinn er miðaður við sex, en hentar jafnvel handa allt að 20 manns e.t.v. að undanteknum ostaréttinum. I forrétt er boðið upp á fis- létta fiskfroðu, skorna í sneiðar og borna fram með rækjum. Að- alrétturinn er hangikjöt, hvað annað. Það er innbakað og borið fram með rjómakartöflum og rósakáli. Víða hefur verið boðið upp á hangikjöt á hagstæðu verði, og ekki spillir það fyrir. Síðan kemur dalayrja með hesli- hnetufroðu. Eftirréttirnir eru tveir frekar en einn, létt og frískleg sítrónufroða og svo apríkósur í kryddlegi. Þessum matseðli má hagræða á margvíslegan hátt, ábendingar þar að lútandi fyigja síðan hverjum rétti. Það kvarta margir yfir því, að matur sé svo dýr að það sé alls ekki hægt lengur að bjóða gest- um í mat. Það er bæði synd og skömm að líta þannig á málin. Það þarf ekki endilega að bjóða gestum upp á dýrindis nautakjöt og annað ámóta munaðarfæði, það er fleira gott en feitt ket var einu sinni sagt. Veljið ódýrt hrá- efni og matreiðið það á hug- steinseljunni og fengið þannig skrautlegan rétt. Örlítið af ís- köldu, þurru, frönsku vermút eða þurru sérríi á vel við hér, einnig ögn af sítrónusafa. Og svo er að bæta hökkuðum rækjum í hálft farsið, þannig að þið fáið röndótta froðu, eins og lýst er hér að ofan. Það kemur vel til greina að bera fram góða sósu með fars- inu. Það getur verið köld, krydd- uð sósa úr sýrðum rjóma, en fínlega krydduð því fiskbragðið má gjarnan njóta sín sem best. Sósan getur einnig verið volg fisksósa, t.d. löguð úr víni, fisk- soði og rjóma. Nú, og svo getið þið haft fiskfroðuna heita ef vill, með heitri sósu. Af því ég var að tala um mat- artísku um daginn, þá er ekki úr vegi að nefna að fiskfroða, þ.e. létt fiskfars, er svo sannarlega 1. Blandið löginn og hellið hon- um á rækjurnar. Ef ykkur sýnist svo, getið þið blandað löginn daginn áður en rétturinn er bor- inn fram. Setjið um 50 gr af rækjum á disk fyrir hvern og einn, leggið 1—2 fiskfarssneiðar með og berið fram. Innbakað hangikjöt Það hefur þótt nokkuð álitlegt undanfarin ár að baka kjöt og fisk inni í t.d. smjördeigi, líklega ekki síst vegna þess að á yfir- standandi frystikistuöld hefur víða erlendis verið hægt að kaupa smjördeig. En það er reyndar gamall og gegn siður að baka mat í deigi, allt frá því fyrir nokkur hundruð árum að deigið var notað sem form, en Miðsvetrarmáltíð myndaríkan hátt. Annað þarf ekki til. Önnur leið er svo að skipta matseldinni og um leið kostnað- inum á milli boðsgesta, hver leggi eitthvað matar- eða drykkjarkyns með sér á borð. Og menn skyldu ekki halda, að þetta sé eitthvert kreppufyrir- bæri frá síðustu árum. Það tíðk- aðist til forna að sitja í skytn- ingum, en það þýddi að allir lögðu eitthvað fram. f gömlu, norsku réttarboði eru hvers kyns samdrykkjur eða gildi bannaðar meðal „leiðsögumanna, gull- smiða, járnsmiða, Englandsfara, sveina, vinnumanna, heitu- manna, heimakvenna og aliar aðrar samdrykkjur, útan skytn- ingar viljum vér, að haldist eftir fornum siðvanda". Og svo var einnig til samburðaröl. Siðurinn er því gamall og gegn og sjálf- sagt að hafa hann í heiðri, sem og aðrar fornar dyggðir ... Góða skemmtun! Fiskfroða með rækjum Þetta er ekki venjulegt fisk- fars, því í það er aðeins notaður fiskur og svo rjómi, engin egg eða bindiefni. Galdurinn felst í því, að bæði fiskurinn og rjóm- inn á að vera ískalt. Þegar ískalt hakkið og ískaldur rjóminn er hrærður saman, verður þetta seigt deig, það er eggjahvítan í fiskinum sem sér fyrir því. Það er hægt að nota hvaða nýjan fisk sem er. Ýsa er notuð hér, en það fer vel á að nota t.d. flatfisk eða þá lax. Og svo er hægt að bragðbæta farsið á margvíslegan hátt. Þið getið t.d. bætt fínsaxaðri steinselju eða öðrum jurtum í, e.t.v. aðeins helming farsins, sett þetta í form þar sem annað lagið er hvítt, en hitt grændílótt af tískuréttur um þessar mundir, svo matarhofróður þurfa vart að bera kinnroða fyrir þennan rétt. 500 gr ýsuflak 1—2 msk þurrt, franskt vermút (má sieppa) 1 tsk timjna salt og pipar eftir smekk ögn af nýrifnu múskati. 1. Fínhakkið roðflett flakið og setjið það í kæliskáp. Látið standa í 1 klst., lengur ef vill. 2. Setjið rjómann í frysti og lát- ið hann vera þar um 1 klst. 3. Þegar fiskurinn og rjóminn er hvorttveggja orðið vel kalt, þeyt- ið þá fiskinn og hellið rjómanum út í í mjórri bunu. Hellið ekki hraðar en svo, að hakkiö taki vel í sig rjómann áður en meira er hellt. Dreypið víninu einnig yfir, hafið það gjarnan vel kalt líka. Hakkið nú farsið vel, þannig að það verði eins og svolítið seigt. Kryddið það eftir smekk. Setjið farsið í vel smurt form og látið það standa í nokkrar klst. í kæli- skáp eða um nótt. 4. Stillið ofninn á 175°. Vefjið formið í álpappír, stingið 2—3 göt á pappírinn og setjið það í ofninn. Bakið í 30—45 mín., allt eftir lögun formsins. Prjónn sem er stungið í farsið á að koma þurr upp, þegar farsið er bakað. Látið farsið kólna í forminu. Skerið það í þunnar sneiðar, þegar það er orðið kalt. Það er bezt að búa farsið til sólarhring áður en það er borið fram, svo það nái að jafna sig vel, en það geymist bakað í allt að 2 sólarhringa, en pakkið því vel inn, svo það dragi ekki í sig lykt úr neinu öðru í kæliskápn- Rækjur í kryddlegi Látið rækjurnar liggja í legi í um 30 mín. áður en rétturinn er borinn fram, gjarnan lengur. Rækjurnar eru bestar nýþiðnað- ar. 300 gr rækjur Lögur: 1 msk sítrónusafi 2 msk olífuolía 1 fínsaxað hvítlauksrif 1 tsk timjan 1 tsk basil nýmalaður pipar eftir smekk. ekki borðað. Slíkt deig var úr mjöli og vatni, nokkurs konar trölladeig. Síðan var farið að bæta í það feiti og eggjum og borða það með matnum sem var inni í því. Á svínakjötssvæðum þykir saltað, stundum einnig reykt, svínslæri ómissandi á jólaborðið, líkt og hangikjöt hér hjá okkur. Söltun og reyking eru geymslu- aðferðir, dýrunum var slátrað á haustin eða í vetrarbyrjun, kjöt- ið saltað og e.tv. reykt, og það var síðan tilbúið á jólunum. Þannig var það einmitt líka með hangikjötið. Það var oft saltað og síðan hengt upp í rjáfur í eldhúsinu, þar sem það síðan reyktist við hlóðareykinn. En salt hefur að vísu sjaldnast verið almannagóss hér, það var inn- flutt, var af skornum skammti og dýrt. Svínslæri eru víða bökuð inni í deigi, bæði á Norðurlöndum, í Þýskalandi og svo í Bandaríkj- unum meðal innflytjenda frá þessum löndum. Hugmyndin að réttinum hér á eftir er komin frá slíkri matseld. Hangikjötið er úrbeinað, kryddað með einiberjum, fennel og brennivíni og svo gjarnan lát- ið liggja um hríð. Daginn áður en það er borið fram, eða snemma sama dag, er það soðið til hálfs. Ég kýs að sjóða það í tveimur vötnum, því mér finnst hangikjöt nánast alltaf of salt. Þeir sem kunna að meta það þannig, láta sér nægja að sjóða það aðeins í eitt skipti, þá í um 20 mín. Utan um kalt kjötið er sett gerdeig með rúgmjöli og kryddi í og síðan er kjötið bakað í ofni. Þetta er allt og sumt... Annað krydd, annað vín eða ekkert, öðruvísi deig, allt kemur þetta vel til greina, hver syngur með sínu nefi; eftir smag og be- hag, eins og sagt er á dönsku ... Þið getið keypt úrbeinað læri, en það er ekkert mál að úrbeina sjálfur. Byrjið bara þar sem beinið stendur út og rennið hnífnum niður eftir því, þar sem kjötlagið er þynnst. Síðan rennið þið bara hnífnum eftir beininu eins og þið getið best. Þá kemur þetta allt. Lögunin eftir að þið rúllið kjötið upp verður auðvitað ekki eins nett og þétt og þegar þið kaupið það úrbeinað, en það verður þá bara með sínu lagi, eins og er sagt í músíkinni. 1 vænt hangikjötslæri 2 msk brennivín 1 msk þurrkuð einiber 2 msk fennelfræ 1. Úrbeinið lærið. Grófsteytið kryddið, blandið því í brennivín- ið og nuddið þessari blöndu inn- an í kjötið. Rúllið því síðan sem tryggilegast og þéttast upp og bindið vel um. Þannig getið þið geymt kjötið í 2—3 sólarhringa í kæliskáp, það gerir ekkert nema að batna við það. 2. Setjið upp stóran pott af köldu vatni, setjið kjötið í hann og látið suðuna koma upp. Þegar svo er komið, lækkið þá hitann, þannig að vatnið rétt haggist, bullsjóði ekki. Látið nú kjötið sjóða í um 10 mín. Hellið þá vatninu af, fyllið pottinn aftur af vatni og látið renna af því. Látið það gjarnan standa á grind, svo það renni vei af því og það þorni að utan. Þá er það deigið: 3. 3 dl vatn um 15 gr nýtt ger eða 1—2 tsk þurrger 1 tsk steytt fennelfræ 1 msk hunang 1 dl súrmjólk 2 dl rúgmjöl eða rúgflögur um 8 dl hveiti, eða eftir þörfum. Ef þið notið þurrger, leysið það þá upp eftir leiðbeiningum á umbúðunum. Annars er nýju geri hrært út í vökvann, sem er hafður volgur ef deigið á að vera tilbúið fljótt, annars kaldur. Blandið deigið og hnoðið hveiti í það eftir þörfum, þar til það loð- ir vel saman og er auðhnoðan- legt. Látið það nú lyfta sér í 2 klst., eða lengur, þar til það hef- ur tvöfaldað rúmmál sitt, eða þar um bil. 4. Þegar deigið hefur lyft sér, hnoðið það þá og bætið hveiti í, ef þarf. Fletjið deigið út á hveiti- stráðu borði, leggið kjötið þar á og pakkið því inn í deigið. Það er undir hverjum og einum komið, hvort hann sker út deigafganga, snýr upp á deigræmur eða notar iitlar deigkúlur utan á til skrauts. Látið nú pakkann standa í 15 mín., eða þar um bil, svo deigið jafni sig. 5. Setjið ofninn á 200°. Setjið kjötpakkann í heitan ofninn og bakið í um 40 mín. Ef deigið vil dökkna um of, breiðið þá álpapp- ír yfir það. Að bakstri loknum er það tekið út, fært á fat og skorið fyrir hvern og einn. Það getur beðið, en ekki mikið lengur en um 10 mín., því annars sest gufa úr kjötinu innan á deigið og bleytir það. Athugið að við baksturinn skreppur kjötið sam- an, svo það fyllir að lokum ekki alveg út í deigið. Það er sem sagt ekkert óeðlilegt við það. Brauðið er svo notað sem meðlæti með kjötinu, en meira um meðlætið næsta sunnudag. Hér er gerð kúnstpása í máltíðina, öllu held- ur matseðilinn ... vid fáum hrikalega verölækkun V. á SKODA ’83 JOFUR Nybýiavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.