Morgunblaðið - 27.11.1983, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.11.1983, Qupperneq 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 tegund ótta, sem allmargir vest- rænir kremlfræðingar gera sér í hugarlund. Á árunum milli 1930 og 1940 var fyrir hendi réttlætan- legur ótti Sovétmanna við ótví- ræða yfirgangsstefnu nazistarík- isins og við hið árásargjarna stór- veldi Japan. Þessar ytri hættur skópu á sínum tíma eins konar hræðslubandalag innan Sovétríkj- anna — einingu sovétríkisins og þeirra þjóða, sem þetta ríki hafði kúgað undir sitt vald. Af þessari einingu spratt sá óútreiknanlegi og óvænti varnarmáttur Sovét- ríkjanna, sem kom öllum þeirra andstæðingum svo mjög á óvart og allir óinnvígðir undruðust hvað mest. Þrátt fyrir hina ægilegu reynslu hungursáranna og ógnartímanna, styrktist þessi samstaða og eining enn frekar jafnt við ósigra, mik- inn mannskaða og eyðileggingu af völdum stríðsins og eins við sov- ézka sigra og landvinninga. Þessi eining tókst rétt til bráðabirgða sem andsvar við hættulegum kringumstæðum þeirra tíma, fremur en að hún byggðist á innri samstöðugrundvelli sovétþjóð- anna. Samt hafa hugmyndafræð- ingar sovétríkisins eftir stríð haf- ið þjóða-einingu þessara ára upp í eina endalausa, ótímabundna skrautsýningu ríkisvaldinu til dýrðar og beitt í því augnamiði skefjalausum þjóðrembuáróðri og taumlausri stalíndýrkun; þessari einingu fyrrum varð breytt í eins konar sístreymandi færibanda- framreidda goðsögn. En nú á dögum er óttinn við utanaðkomandi hættur — við „bandarísku heimsvaldasinnana" og „vestur-þýzka stríðsæsinga- menn“ ósköp léttvægur og óraun- verulegur; sama má raunar segja um goðsögnina um samstöðu rík- isstjórnar og flokks við alþýðu manna og þá einingu, sem ríkja á á milli þessara aðila. Raunverulegur er aftur á móti sá ótti, sem hinar ráðandi stéttir úr æðri þrepum sovézku nomen- klatúrunnar bera í brjósti varð- andi forréttindi sín, en orsakir einmitt þessa ótta, skálkaskjól hans og þær myndir, sem hann tekur á sig í reynd, eru stöðugt að verða greinilegri og auðsæjari. Það er þessi ótti, sem ræður því, að sífellt er verið að herða ofsókn- irnar á hendur öllum andstöðu- hópum og andófshreyfingum í Sovétríkjunum, að vísindamaður- inn og friðarverðlaunahafinn heimskunni, Andrej Sakharov, var á svo hrottalegan hátt gerður út- lægur úr þjóðfélaginu og hnepptur í einangrun, að handtökum þeirra manna fjölgar jafnt og þétt, sem áræða að snúast til varnar gegn ofríki sovézkra yfirvalda eða gegn því að frumstæðustu mannrétt- indi séu fótum troðin. Það var þessi ótti sovézku yfir- stéttarinnar, sem leiddi til blóð- ugrar kúgunar Ungverjalands árið 1956 og til hernáms Tékkóslóvakíu árið 1968. Innrásin í Afganistan í desember 1979, sem snerist upp í grimmdarlega nýlendustyrjöld, átti einnig rætur sínar að rekja tii ótta sovétforystunnar, sem óttað- ist greinilega, að „islamska byit- ingin" kynni að berast inn yfir sovézku landamærin og grípa um sig í Mið-Asíulýðveldunum. Viðbrögð og viðnám af hálfu vestrænna ríkja Sé litið á hvert einstakt árás- arstríð Sovétmanna út af fyrir sig, er vel unnt að leita skynsamlegra skýringa á hverju og einu þeirra. En á hinn bóginn fæst engin skynsamleg skýring á altækri til- hneigingu Sovétríkjanna til út- þenslu, til nýrra landvinninga, nýrrar valdaaðstöðu. En þetta hefur alla tíð verið reyndin hjá öllum stórveldum veraldarsögunn- ar, og er þá sama hvort litið er á sögu hinna heiðnu Babýloníu- manna, Makedóníumanna, Róm- verja, Mongóia eða hinna kristnu Habsbúrgara, Bónaparta, Hohen- zollerna, Rómanova eða þá guð- leysingja á borð við Stalín og Hitl- er. 9Róttækustu andstæðingar • sovétkerfisins krefjast þess, að Ráðstjórnarríkin og leppríki þeirra verði sniðgengin og bann lagt við öllum samskiptum við þau. Þeir vilja rjúfa öll tengsl við kommúnistaríkin, bæði á sviði viðskipta, menningarsamskipta og í vísindum. Þessir menn álíta, að því verri sem lífskjör þess fólks séu sem byggja lönd kommúnista, þeim mun fljótar gæti komið til þess, að hinum kommúnísku valdhöfum yrði steypt af stóli. Leiði slík óskhyggja til póli- tískra aðgerða í þessum anda, get- ur hún aðeins komið sovézkum valdhöfum að verulegu gagni. Þaö var Stalín, sem þurfti á órjúfan- legu Járntjaldi" að halda en ekki lýðræðisríki Vesturlanda. Sá sem reisir landamæramúra og landa- mæragirðingar með sjálf’. irkum skotbúnaði verður víst varla upp- næmur eða eitthvað meðfærilegri við að fá á sig viðskiptabann, held- ur kann hann þvert á móti að hljóta við það aukir.n siðferði- legan stuðning allrar alþýðu manna. Það er því ekki tilbúin einangr- un, sem er rétta og viðeigandi póíitiska stefnan gagnvart Sovét- ríkjunum og leppríkjum þeirra — þarna þarf að koma til eðlilegra gagnkvæmra samskipta. En fyrir slík eðlileg samskipti þarf líka að ná fram einhverjum tilslökunum í staðinn. Því það leikur ekki nokkur vafi á því, að sovézku efnahags- og atvinnulífi er það hin brýnasta nauðsyn að vera í verzlunarsamböndum og halda uppi pólitískum tengslum í því augnamiði við önnur lönd — og þá alveg sérstaklega við hin há- þróuðu iðnríki heims. Þess vegna gætu Vesturveldin haft áhrif á gang mála í Sovétríkjunum og í öðrum Austur-Evrópuríkjum með því að ná fram tilslökunum og málamiðlun með „vægum þrýst- ingi“. Að slíta öll tengsl í austur- átt leiðir ekki til neins, af því að fullkomið viðskiptalegt bann er í reynd óframkvæmanlegt eins og reynslan hefur áður leitt í ljós. Að reita sovétforystuna beinlínis til reiði með pólitískum refsiaðgerð- um er hættulegt, en það kynni samt að reynast ennþá hættulegra að veita Sovétmönnum bæði ein- hliða tilslakanir og halda áfram við þá „business as usual", þrátt fyrir það, að þeir tækju að sínu leyti að auka hörku einræðisafl- anna í innanríkis- og utánríkis- málum. Það er ófrávíkjanlegur þáttur i eðlilegum samskiptum við komm- únistaríkin og óaðskiljanlegur hluti af raunverulegri slökunar- stefnu, að ekki komi lengur til brota á mannréttindum á yfir- ráðasvæðum kommúnista. Það yrði sovézkum yfirvöldum hins vegar auðveldara að fallast á slíkt, ef bandarískir stjórnmála- menn gerðust hógværari í hinum frumstæðu áróðursherferðum sín- um gegn Sovétríkjunum og létu með öllu af herskáu orðaskaki sínu. En það, sem aldrei má undir neinum kringumstæðum gerast, er, að halda aðgreindum þeim vandamálum, sem tengjast póli- tískum og efnahagslegum tengsl- um við Sovétríkin frá þeim vanda- málum sem snerta mannréttindi í kommúnistaríkjunum. Fullt frelsi manna á borð við Andrej Sakh- arov, Júrij Orlov og þeirra vina í Sovétríkjunum yrði bezta trygg- ingin fyrir því, að ráðstjórnin ætl- aði sér að standa við alla gerða samninga og eins fyrir því að frið- ur héldist í heiminum. Desember-tilboö frá meöan birgöir endast Oswald Hlýfóöruö rúskinn- og leöurstígvél meö stömum sólum. Tízkulitir gult, rautt, sægrænt. Verð kr. 695,- til 895,- Barnakuldaskór í úrvali. Póstsendum — Kreditkort. TO*sH ~»*^%KÚRINN VELTUSUNDI 1 21212 nálgast Vorum aö fá frábæra sendingu af frönskum gæöaleikföngum og nú dugar ekki aö drolla, því jafnvel heitar lummur renna ekki eins vel út. 27 ára reynsla hefur kennt okkur aö velja aðeins það besta. Við einir bjóðum í heildsölu merki eins og „ SUPERJOUET — KIDDI- KRAFT — NITTENDO — KNOOP — RICO — EKO — DEMUSA og LONE STAR, auk ritfanga frá ASAHAI — og úrval gjafavara — postulíns og kerta. Hafið samband í síma 91-37710 eða komiö og skoðið úrvalið. INGVAR HELGASON HF. VONARLANDI VIÐ SOGAVEG. SÍMI 37710. Metsölutílad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.