Morgunblaðið - 27.11.1983, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.11.1983, Qupperneq 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 Við erum enn aö hugsa um bæn- ina. Viö erum þess fullviss aö bæn- in er mesta afl og mesta blessun og friðargjöf okkar daglega lífs, þess vegna þurfum við að læra að nota hana í lífi okkar. Við höfum beðið séra Frank M. Halldórsson prest í Neskirkju að spjalla við okkur um bænir hversdagsins. Kraftur bænarinnar Bænin er' hinn mesti andlegi kraftur sem við eigum völ á, og því er afar nauðsynlegt að nýta hann rétt hvenær sem því verður við komið. Við getum beðið eða talað við Guð hvar sem við erum stödd og hvað sem við erum að gera, t.d. meðan við bíðum á biðstofum eða í biðröðum eða bíðum eftir „grænu ljósi" til að geta komizt áfram, eða bíðum eftir því að sá, sem við höfum beðið um samtal við, komi í sím- ann. Við þurfum ekki að fara á einhverja ákveðna staði, því Guð er alls staðar. Guö talar í Jesú Kristi Þegar við tölum við Guð þurf- um við ekki að tala með vörun- um. Hann skynjar hugsanir okkar um leið og þær verða til. Það er aðalatriðið að við opnum huga okkar og hjarta, já, líf okkar, fyrir Jesú Kristi. Þegar við biðjum er það ekki einræða okkar. Guð talar líka við okkur. Hann talar við okkur í Jesú Kristi. Orð hans finnum við í Nýja testamentinu. Við fínnum ró og kjark Þegar við höfum talað við Guð, ekki með orðskrúði heldur einföldum orðum eins og okkur eru tömust, og höfum tæmt huga okkar alveg, finnum við nálægð Guðs, sem kannski er bezt að lýsa með því að tilfinningar okkar breytast, yfir okkur færist rósemd, við það skapast nýjar hugsanir, við fáum hugrekki til að takast á við lífið í marg- breytileika sínum og það oft með nýjum aðferðum og frá öðru sjónarhorni. Bænin er ekki verkbeiðni Jesús kenndi okkur hvernig við eigum að tala við Guð. Þegar hann baðst fyrir í Getsemane vissi hann hvað beið hans; krossfesting, óbærilegar kvalir og dauði. En samt bað hann: Tak þennan bikar frá mér, þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt. Við tölum ekki við Guð eins og verktaka, sem við biðjum að vinna fyrir okkur hin og þessi störf hér og þar, lækna einn, iífga annan og leysa alls konar vandamál. Nei, við biðjum um hjálp og styrk til þess að leysa vandann sjálf, til að standast það, sem er óhjákvæmilegt. Við breytum ekki ætlun Guðs Við getum ekki beðið Guð að breyta ætlan sinni með okkur. Við skiljum ekki alltaf lífið, eins og t.d. núna við slysfarirnar, sem hér hafa orðið. Af hverju björg- uðust nokkrir en ekki allir? Veg- ir Guðs eru órannsakanlegir. Hann hefur öll okkar ráð í hendi sér og hvort sem við lifum eða deyjum erum við Drottins. Fyrirbæn Við getum líka beðið fyrir , sjúkum eða bágstöddum granna, en þá á sama hátt. Við biðjum Guð um styrk honum til handa, en ekki að Guð breyti einhverju í ætlan sinni með hann. Með því að biðja fyrir öðrum eflum við samhygð og náungakærleika og lifum samkvæmt því, sem Jesús kenndi. Bænavers Bænin þarf ekki að vera löng. „Góði Guð, fyrirgefðu allt það ljóta, sem ég hugsaði í morgun." „Miskunnsami Faðir, slepptu aldrei af mér hendinni, mig langar svo að finna til nálægðar þinnar." Við getum líka farið með sálmavers eða brot úr versi, t.d. „Mín sál, því örugg sértu, og set á Guð þitt traust," eða „Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni." Aftast í síðustu útgáfu sálmabókarinnar eru nokkrar bænir til nota í ein- rúmi og við hvers konar tæki- færi, sem hr. Sigurbjörn Einars- son, biskup, hefur tekið saman. Ég ráðlegg öllum að kynna sér þessar bænir. Einnig að lesa bænasálmana í Davíðssálmum, en þeir eru innihaldsríkir og uppbyggjandi, veita mönnum hugarró og frið í hjarta. Frá örvæntingu til lífsorku Þegar ég tala um bænavers dettur mér í hug fullorðin kona, sem kom til mín í algjörri ör- vilnan og sá engan tilgang með lífinu. Hún bað mig að biðja fyrir sér. Ég spurði hana hvort hún vildi ekki biðja líka. Nei, þess vegna sagðist hún vera komin til mín, að hún kynni ekki og gæti ekki beðið. Ég ætti að hjálpa henni og biðja fyrir hana. Hún vildi að ég tæki að mér að stjórna Guði eða alla vega að hafa áhrif á hvað hann gerði fyrir hana. Það tók mig langan tíma að útskýra fyrir henni að ég tæki ekki við verkbeiðnum til hans. Þess þyrfti ekki með, hann væri alls staðar og vissi allt. Hann vissi það líka að nú væri hún komin til prestsins af því að öll önnur ráð hefðu brugðizt, þrautalendingin væri að láta hann biðja. Loks kom þar að, að hún skildi hvað ég var að fara. En þá var úr vöndu að ráða. Hvað áttum við að segja við Guð? Ég spurði hana hvort hún hefði ekki lært einhverjar bænir sem barn. Jú, en þær voru löngu gleymdar. Mundi hún alls ekki neitt? Eftir að hafa hugsað sig um í smástund fór hún með fá- ein orð, nóg til þess að ég áttaði mig á að hún myndi hafa lært versið: „Vertu, Guð faðir, faðir minn.“ Með það fórum við svo, ekki einu sinni heldur nokkrum sinnum, þar til hún var búin að læra það aftur. En þá sagði hún: Nú líður mér vel. Það er eins og gráa þokan sé horfin og líka þyngslin yfir höfðinu. Það er allt orðið svo bjart og gott eins og alltaf var hjá afa og ömmu þegar ég fékk að vera hjá þeim. Þessi kona fór að lesa í Nýja testa- mentinu og öðlaðist nýja lífssýn vegna þess að hún fann til ná- lægðar Guðs, sem veitti henni manndóm, vizku og kjark og þor til að takast á við stundarerfið- leika. Hún var bænheyrð, þó ekki þannig að hún væri leyst undan erfiðleikunum, heldur Njótum aðventunnar 1. sunnudagur í aðventu Lúkas 4.14—22a Séra Frank M. Halldórsson varð bænin og iestur Guðs orðs henni handleiðsla, fyllti hana lífsorku og færði hana nær vizku og vilja Guðs. Henni varð ljóst, hversu vanmáttug hún var án hjálpar Guðs, sem hún hafði ekki getað veitt viðtöku áður. Guð hlustar á okkur öll Það hefur verið sagt um suma menn að þeir séu bænheitir. En við erum öll jöfn fyrir Guði. Hann hlustar á okkur öll, sem höfum játazt honum í iðrun og trú. Ég er sannfærður um og trúi á mátt bænar og trúar. Og hefur ekki verið sagt að trúin flytji fjöll? „En Jesús sneri aftur til Galí- leu í krafti andans, og fóru fregnir af honum um allt ná- grennið ... og allir lofuðu hann og undruðust þau hugnæmu orð, sem fram gengu af munni hans.“ Það er gott aðhugleiða þessi orð á fyrsta sunnudegi aðventu, þess tíma, sem kirkjan biður okkur að styrkja sálir okkar með bæn um iðrun og nýtt afturhvarf til Drottins. Tökum okkur nú tíma á aðventunni til að lofa Jesúm og undrast þau hugnæmu orð, sem við lesum í Nýja testamentinu og hinu gamla. Lesum Biblíuna á aðventunni, tökum okkur tíma til að biðja, til að syngja, til að gleðjast í daglegu amstri okkar og þeytingi aðventunnar — eða kyrrðinni, sem kannski er hlut- skipti okkar. Njótum aðventunn- ar eins og kirkjan ráðleggur okkur í nafni Drottins okkar og frelsara. Aðventan Biblíulestur 27. nóv. — 3. des. Sunnud. 27. nóv.: Lúkas 4.14—22a — Hlýðum á Jesúm Mánud. 28. nóv.: Jes. 42.1—7 — Spádómur um Krist. Þriðjud. 29. nóv.: Jer. 33.14—16 — Annar spádómur um Krist. Miðvikud. 30. nóv.:Op. 3.29—22 — Opnum hjörtu okkar. Fimmtud. 1. des.: Jóh. 18.33—37 — Jesús er konungur. Föstud. 2. des.: Jes. 2.1—4 — Komum til húss Guðs í trú okkar. Laugard. 3. des.: Róm. 13.11—14 — Vökum á aðventu. RÖKKRIÐ var að síga yfir tjörnina, veðurblíðan faðmaði miðbæinn. Á Dómkirkjutröpp- unum stóð barnakór og söng. Það var upphaf síðustu tónleika Tónlistardaga Dómkirkjunnar, sem stóðu frá 9.—13. nóvember. Dómkirkjuklukkan slær fimm og við fylgjum barnakórnum inn í kirkjuna, inn í birtuna og enn meiri hátíðleika. Voldugur orgel- leikurinn fyllir kirkjuna og svo er frumflutt hið undurfallega verk Jóns Ásgeirssonar „Leyfið börnunum að koma til mín“. Kór Dómkirkjunnar flytur verkið með barnakórnum, sem er kór Kársness- og Þinghólsskóla, undir stjórn Þórunnar Björns- dóttur. Halldór Vilhelmsson syngur einsöng og Marteinn H. Friðriksson leikur á orgelið. Við fáum aftur að heyra þetta verk í lok tónleikanna. Og meira er sungið, kórsöngur og einsöngur, og leikið er á orgelið. Það var gott að sitja þarna í Dómkirkj- unni, sjá og finna hvað hún er falleg og tignarleg og heyra alla þessa fallegu tónlist með hinum, vem eru komnir. í lokin færir Dómkirkjuprestur þeim, sem stóðu fyrir tónlistardögunum blómvendi og við klöppum þeim lof í lófa í þakklæti og gleði. Ó, kirkjan okkar góða, hugsum við, þú gefur okkur mikla gleði. Og því skrifum við um þetta í dag, á fyrsta sunnudegi í aðventu, að nú fer í hönd mikill og góður tími í kirkju okkar, mörg ljós verða tendruð og mikil hljómlist flutt hvarvetna í kirkjum okkar, okkur til hugarfriðar og baráttu- hvatningar í trú okkar. Gleði- lega aðventu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.