Morgunblaðið - 27.11.1983, Page 11

Morgunblaðið - 27.11.1983, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983 59 alreyndir vita, hvað raunveru- legur sviðsskjálfti er), hafði hún strax frá fyrsta leikatriði sann- fært hina undrandi áhorfendur og unnið samúð þeirra." (V.M. Dem- etz). — „Valið í aðalhlutverkið hefur tekist með fádæmum vel. Vala Kristjánsson, nýliðinn, stíg- ur inn í hlutverk Elísu Doolittle, sem leikkona í fremstu röð, og sjaldan hefur íslenskri leikkonu verið betur fagnað af leikhúsgest- um. Það hefur ef til vill verið betra fyrir leikstjórann að móta leik þessa glæsilega byrjanda að vild sinni en fastmótaða leikkonu. Framkoma hennar var látlaus og full af yndisþokka. Röddin ekki mikil, en tónninn hreinn og falleg- ur.“ (Tíminn). Sprengjuregn í Hamborg Val Völu í hlutverkið gekk ekki þegjandi og hljóðalaust fyrir sig eins og fram kemur í blaðaskrif- um frá þessum tíma. En áður en lengra er haldið biðjum við hana að segja okkur eitthvað af bernsku sinni og uppvaxtarárum: „Ég fæddist í Þýskalandi, en mamma er af þýskum og grískum ættum og hét Papafoti áður en hún giftist pabba. Þau kynntust þegar hann var við söngnám í Dresden og fyrstu æviár mín bjuggum við í Duisburg í Ruhr- héraðinu og síðar í Hamborg. Þetta var á stríðsárunum og ein fyrsta bernskuminning mín er frá því þegar sprengja féll í garðinn bak við húsið þar sem við bjuggum í Hamborg og lagði heimilið næst- um í rúst. Það sem bjargaði lífi okkar var að við vorum stödd í kjallaranum. Reykháfurinn féll skammt frá þar sem pabbi stóð og ég man að gólfið gekk í bylgjum og allar rúður brotnuðu. Annars man ég ekki mikið frá þessum skelfi- legu tímum, ég var svo ung. Þó man ég óljóst þegar við vorum að leita að dótinu okkar í rústunum og fundum eitt heilt egg í ísskápn- um. Einn morguninn þegar ég kom út fannst mér dagrenningar- roðinn á austurloftinu óvenju THE NEW YORK TIMES, SÍ, GLOBAL ADVENTURE.S OF ‘MY FAIR LADY" Mraa Sr" 1 N«w Tork! Slx Tcara A> "MT FAIR LADT" < I,«N*ks Back on Some Comic Perils * nei Uir M.rk Hemngcr to Lomrr-Frrdorlck Lor'vc a>l mr to ptoy Pl.in >nd F.n- oí Lnck." )UM by way of tlh«- Uw UgnUn* wu too dlm. Mr Ithot cxhitwt thm Imd i "Sortu Urt. who :t*d tobored to rrp. - thln„ t0 *, M.,th ,h!, o_. th. prrclw liKhtlnc of thejtoiltirr. Th« dlmctor of "My ------------Vict.on wu rnt- F.lr Lody" w.s obllgod to rr- i^r^cöprnh.Krn°*8tockhoUn*1 Prrv*ou* «P«rtonc. Ap- wu Mly tlxn thít "u ttawnrd .hoÍ'wllhout «v«r 'tavto? h' Eilco Cltv .ivl M-lbo.im. P»""“y *h« I* th« only younf on hlm wh.t th. troubto wr. , comptot. r-in-throu*h In .p »nd .Mllty to .pnk Trrl.ndic i„ B«rlln. Uto w»U w ThouKh tlto popvil.tlon of Hoy-'up whito th. ' k).vtk to ooly 70.000. tlto lce-'uid durtn( Ul e producUon of "My F.lr oprnln*. __ ________ ___________________________|__ Itody" to «xp«ct«d to run for muetUlng th« Umdy jlttrry Klto., Crtotln. Ro)u, d«m straoón- „Fplr Lady* fuhrunq In *.yk).vlk von d.r rolnnden M)Mt- „qrn Strw.rdrl <tor Loftl.ldlr Id.ndic Alrlmo. (toltadlKh. Luftf.hrtqn.llKh.fi), Vola Krl«»- d\« <to durth . Irqtrn Twl dn .My Palr Lady'-I A.qr I-.itt. (Golta voa laqrld Borqaua) aiuqo- Saga um flugfreyjuna sem varð „My Fair Lady“ flaug víða. Hér er úrklippa úr New York Times og önnur úr þýsku blaði. Þessi mynd er tekin á æfingu skömmu fyrir frumsýningu. Aðalleikararnir Rúrik og Vala ásamt leikstjórunum Sven Age og Benedikt Árnasyni. skær og fallegur. Mér var þá sagt að þetta væri brennandi borgin. Minningarnar frá Kaupmanna- höfn eru öllu skemmtilegri og gleggri, en þangað fluttum við 1947 þar sem pabbi hafði fengið fastráðningu hjá Konunglega leikhúsinu. Ég fór oft með honum í óperuna, bæði á æfingar og sýn- ingar og fékk því snemma áhuga á leiklist og tónlist þótt ég minnist þess ekki að hafa tekið neina ákvörðun þá um að leggja sjálf út á þessa braut. En það var í menntaskólanum á Friðriksbergi sem ég fór fyrst að fást við leiklist og söng, ef undan er skilið eitt skipti í barnaskóla, þar sem ég kom fram og söng „Sofðu unga ástin mín“. En í menntaskólanum kom ég meðal annars fram í eins þáttar óperu eftir Mozart, „Basti- en og Bastienne" og mig minnir að það hafi bara tekist vel. í mennta- skólanum bar það annars til tíð- inda að ég var í hópi fyrstu nem- enda sem útskrifuðust með rússn- esku sem sérgrein og var gert talsvert veður út af því og myndir birtar af okkur í blöðum. Að loknu stúdentsprófi 1958 fór ég í tannlæknanám, en fann fljót- lega að það átti ekki við mig og næsta árið var ég í vist hjá sendi- herrahjónum í Stokkhólmi. Síðan kom ég hingað til íslands og ástæðan var fyrst og fremst sú að ég hafði hug á að ljúka hér BA- prófi í tungumálum frá háskólan- um. Ég hóf nám í ensku og kenndi jafnframt þýsku í námsflokkun- um. Síðan fór ég að fljúga hjá Loftleiðum og var í því starfi þeg- ar ég óvænt datt niður á sviðið í Þjóðleikhúsinu. Danska blaðið „Berlingske Tidende" orðaði það svo að ég væri eina „Fair Lady“ veraldar sem hefði verið sótt upp í loftið." Eftirsótt hlutverk Um tildrög þess að hún var val- in í hlutverk Élízu segir Vala m.a. í viðtali við Morgunblaðið í janúar 1962: „Svo bar til í samkvæmi nokkru hér í bæ að einn við- staddra segir við mig: Þú talar ís- lenskuna með sérkennilegum hreim, þú værir líklega upplögð í hlutverk Elízu.“ Ég hló bara og hugsaði ekki meira um það. En einhvern veginn hefur þetta borist þjóðleikhússtjóra til eyrna og viti menn: Einn góðan veðurdag er ég boðuð á hans fund, og það verður úr að ég tek að æfa lögin í byrjun desember. Svo var mér tilkynnt að ég hefði verið valin, — jú óvissan var kveljandi en spennandi. Hlut- verk Elísu er stórt og eftirsótt og margar komu til greina." — Og vissulega var hlutverkið eftirsótt sem marka má af ummælum Guð- laugs Rósinkrans, þjóðleikhús- stjóra, á blaðamannafundi þar sem val Völu var tilkynnt, en þar segir hann að um fimmtíu stúlkur hafi komið til greina, fjölmargir hefðu gefið sér ábendingar og mæður hringt og boðið honum að tala við hæfileikamiklar dætur sínar. Ég spyr Völu nánar út í hvernig það atvikaðist að hún fékk hlutverkið: „Ég veit satt að segja ekki ná- kvæmlega hvernig þetta atvikað- ist. Einhver hafði bent á þessa flugfreyju sem kunni eitthvað að syngja og talaði bjagaða íslensku, en ég hef grun um að það hafi ráðið miklu, að ég talaði með hreim og hafði á þeim tíma ekki mikinn orðaforða í íslensku þar sem danskan var mín tunga. En Benedikt Árnason, sem síðar varð maðurinn minn, fékk einhverjar spurnir af þessu og undirbjó mig eitthvað undir prufuna, en hann hafði verið ráðinn aðstoðarleik- stjóri fyrir sýninguna, sem fyrir- hugað var að sýna þá um veturinn. Ég veit ekki hversu margar voru prófaðar en undir lokin vorum við þrjár sem komum til greina, Snæ- björg Snæbjarnardóttir, Sigurveig Hjaltested og ég. Upphaflega hafði ég ekki gert mér miklar von- ir þar sem ég vissi að margar sviðsvanar stúlkur sóttust eftir hlutverkinu. Ég var því meira en lítið hissa þegar mér var tilkynnt að ég hefði orðið fyrir valinu. Snæbjörg Snæbjarnardóttir var valin sem staðgei\gill minn, ef svo færi að ég forfallaðist, en til þess Á blaöamannafundi ásamt Guðlaugi Rósin- krans Þjóðleikhússtjóra þegar greint var frá því að Vala hefði hreppt hlutverk Elísu Dool- ittle. Til vinstri er Snæbjörg Snæbjarnardóttir, sem valin var staðgengill Völu. Atriði úr „My Fair Lady“ — Vala, Regína og Rúrik. Þessi mynd birtist í „Extrabladed" með þeim texta að flugfreyjan kasti hér einkennisfötunum fyrir leikframann. Uppklappið á frumsýningunni: lengst til vinstri sést í Bessa Bjarnason, þá koma Árni Tryggvason, Erlingur Vigfússon, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Ævar R. Kvaran, Jindrich Rohan hljómsveitarstjóri, Vala, Sven Age Lar.sen leikstjóri, Rúrik Haraldsson, Regína Þórðardóttir og Róbert Arnfinnsson. í frumsýningarhófinu. Vala ásamt foreldrum sínum Martha og Einari Krist- jánssyni óperusöngvara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.