Morgunblaðið - 27.11.1983, Qupperneq 4
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1983
Hljómsveit Boy George, Culture
Club, á sér ekki langa sögu aö
baki, en þeim mun merkilegri.
Fyrsta lagiö, sem hljómsveitin
sendi frá sér á lítilli plötu var „Do
You Really Want To Hurt Me“ og
sló í gegn, bæöi vestan hafs og
austan á skömmum tíma. Banda-
ríkjamenn, sem til langs tíma hafa
veriö lengi aö meðtaka vinsælustu
lögin í Evrópu, hafa á undanförn-
um árum smám saman veriö aö
átta sig á þeirri staöreynd, að
ferskleikinn í Evrópupoppinu er
margfaldur á viö þaö sem gerist í
heimalandi þeirra. Þetta atriöi á
ríkan þátt í því hversu fljótt Culture
Club náöi aö koma undir sig fótun-
um vestan hafs.
Velgengni
Þrátt fyrir þessa óvæntu vel-
gengni áttu fæstir von á því aö
eitthvert framhald yröi á. Ótal
mörg dæmi eru nefnilega þess, aö
hljómsveitir hafa bariö saman eitt
lag, sem náð hefur vinsældum, og
síðan ekki söguna meir. Flestir
bresku poppgagnrýnendanna voru
líka sannfærðir um aö Culture
Club meö Boy George í broddi
fylkingar væri enn ein loftbólan.
Þegar lagiö „Time“ var svo gefið
út til þess aö fylgja vinsældum „Do
You Really Want To Hurt Me“ eftir,
geröist þaö sem enginn átti von á.
Lagiö sló í gegn rétt eins og forveri
þess og gagnrýnendur sperrtu eyr-
un. Þegar svo lagiö „l’ll Tumble 4
Ya“ lék sama leikinn vestan hafs
var einsýnt aö hér var ekkert
stundarfyrirbrigöi á feröinni.
Fyrsta stóra plata Culture Club
hét Kissing To Be Clever og þótti
ekkert meistaraverk. Áheyrileg vel
og innihélt m.a. lagið vinsæla „Do
You Really Want To Hurt Me“.
Nýja breiöskífan, Colour By Numb-
ers tekur hins vegar af öll tvimæli.
Meö tvö lög innanborös, sem þeg-
ar hafa náö aö slá i gegn og a.m.k.
önnur tvö, sem hafa alla buröi til
vinsælda, efast enginn lengur um
hæfileika Boy George og félaga
hans þriggja í hljómsveitinni.
Þrátt fyrir vinsældirnar hafa viö-
töl viö Boy George ekki veriö á
hverju strái. Söngvarinn er vand-
látur á viömælendur sína og veitir
ekki hverjum er hafa vill viötal. Eitt
slíkt birtist þó í haust í bandaríska
tímaritinu Interview. Þaö fer hér á
eftir stytt, staöfært og aö hluta
endursagt.
„Ég held aö þaö só miklu meira
Meö augum málarans. Mynd úr
bandaríska blaóinu Rolling
Stone.
Nafnið George O’Dowd
dugar tæpast til þess að
kvikni á perunni. Þegar
nafnið Boy George er hins
vegar nefnt á nafn sperra
allir eyrun og það ekki að
ófyrirsynju. Að baki báð-
um þessum nöfnum er þó
einn og sami maðurinn.
Munurinn er sá, að annað
nafnið veit að umheimin-
um, hitt að fjölskyldunni.
Aö David Bowie undanskildum
er sennilega ekki aö finna vinsælli
söngvara en Boy George í popp-
heiminum um þessar mundir. Leita
veröur langt aftur í tímann til þess
aö finna söngvara, sem slegiö hef-
ur jafn rækilega og eftirminnilega í
gegn og Boy George.
Ekki aðeins þykir kauöi syngja
listavel, heldur þykir klæöaburður
hans sérstakur í meira lagi. Útlit
hans og allt fas gera það jafnframt
aö verkum, aö þeir eru sennilega
fleiri en hinir, sem efast um kyn-
feröi hans.
ímyndin
Sjálfur heldur Boy George því
fram, aö hann sé ósvikinn karl-
maöur og sé á engan hátt umhug-
aö um aö leyna þeirri staðreynd.
Klæðaburöinn og andlitsfaröann
segir hann þátt í þeirri imynd, sem
hann hefur skapað sér og því megi
ekki breyta. Aukinheldur kunni
hann vel viö sig í öllum skrúöan-
um.
„Heföi ég áhuga á aö vera virki-
lega kvenlegur myndi ég einfald-
lega klæöa mig þannig,“ sagöi
hann í viðtali viö breska poppblaö-
iö Record Mirror fyrr á þessu ári.
„Annars skil ég ekki hvaö öllum
viröist annt um kynferöi mitt. Ég
gæti staöfest þaö fyrir hverjum og
einum meö því aö ganga meö fæö-
ngarvottoröiö á mór, en get
\>mögulega séö aö þetta komi
\ okkrum viö nema mér.“
viröi aö vera dæmdur út á eigin
persónu fremur en útlitiö eitt,“
svaraöi Boy George, er blaöamaö-
urinn innti hann eftir því hvaö hon-
um fyndist um kjöriö um fegurstu
mannveru Evrópu, sem fram fór
fyrir nokkru. „Persóna fólks lifir
miklu lengur í minningunni en and-
litið. Þaö hlýtur aö vera eftirsóttara
aö vera þekkt persóna heldur en
bara poppstjarna. Þær falla í
gleymskunnar dá á svo skömmum
tíma.“
— Gætiröu þá hugsað þér aö
, eggja kvikmyndaleik fyrir þig?
\ „Ég hef í sjálfu sér ekki hugleitt
\ ið svo ýkja náiö. Hins vegar held
t\, aö geti maður á annað borö
sygið sé skemmtilegt aö geta
víA.aö sitt sviö á einhvern hátt, t.d. |
meö því aö fara út í leiklist. Margt
fólk er ákaflega fært á sínu sviöi,
en síðan ekki söguna meir. Þegar
maöur hittir þaö aö máli er þaö
hrútleiöinlegt og nánast ekki viö-
ræöuhæft um neitt nema sjálft
sig.“
Druslulegur
— Ef viö víkjum ögn aö útliti
þínu. Hvaö kom til aö þú fórst aö
klæöa þig á þennan hátt?
„Þetta er nú ekki merkilegt í
samanburöi viö útganginn á mér
hér áöur fyrr. Á mínum yngri árum
höföu foreldrarnir stórkostlegar
áhyggjur vegna útgangsins á mér
og ef dæma má af myndum af mér
þá var ég sennilega nokkuö
druslulegur á þeirra tíma mæli-
kvaröa.“
Boy George notar andlitsfaröa í
sama mæli og flestar konur og
segist gera þaö blygöunarlaust. i
rauninni telji hann, aö karlmenn
þurfi ekki aö nota faröa til þess aö
vera aðlaðanaadi. Þaö sé heldur
ekki þaö sem málið snúist um. „Ég
lít ekki á sjálfan mig sem kyntákn
af einu eöa neinu tagi þótt aörir
kunni aö e.t.v. aö gera það,“ segir
hann. „Meginástæöa þess aö ég
tók aö nota andlitsfaröa var sú, að
ég var ekki fyllilega sáttur viö útlit
mitt.“
— Hvaö um ástalíf þitt meö til-
liti til þess hvernig þú lítur út?
„Þaö er nokkuö, sem ekki
hvarflar aö mér aö ræöa viö einn
eöa neinn. Ég tel aö ástamál og
kynlíf séu einkamál hvers og eins.
Þetta eru ekki hlutir sem maöur
ber á torg fyrir hvern sem hafa vill.
Séu þessir hlutir í góöu lagi þarf
ekkert aö vera aö tala um þá.“
— Er þaö rétt aö þú notir farö-
ann jafnt í þínu einkalífi sem á
sviöi?
Já, ég er alltaf þannig útlits. Mér
finnst þetta einfaldlega vera oröiö
þægilegra en eins og ég var áöur.
Ég vandist þessu smám saman og
kann vel viö þetta. Þaö má í raun
segja, aö hvaö þetta snerti sé ég
orðinn eins og kona, sem kann
ekki aó láta sjá sig án þess aö vera
máluö."
Frumleiki
Umræöurnar beinast inn á ann-
aö sviö og taliö berst aö listalífinu
í Lundúnum um þessar mundir.
„Þaö er fullt af svokölluöum lista-
mönnum í Lundúnum, sem eru aö-
allega að fremja list sína í blööun-
um. Þetta fólk er sumt ekki aö
gera neitt, sem merkilegt getur tal-
ist, en hefur einstakt lag á því aö
vekja á sér athygli. Annars held ég,
aö útilokaö sé aö benda á einn
einn tónlistarmann og segja: hann
er frumlegur þessi. Ég held aö allir
séu aö meira eöa minna leyti aö
apa eftir öörum. Hvaö sjálfan mig
varöar er ég ekki aö gera neitt
frumlegt. Hins vegar má segja aö
afstaöa mín til þess, sem ég er aö
fást viö, sé kannski frumleg. Ég
held aö þaö skipti meginmáli. Dav-
id Bowie held ég t.d. aö sé vinsælli
en nokkru sinni, m.a. fyrir þá sök
aö hann er búinn aö sætta sig viö
þá staöreynd, aö hann getur ekki
ruglaö fólk í ríminu lengur."
— Hvernig er þaö, færöu nokk-
urn friö fyrir aödáendum?
„Ekki í London, nei. Þar er þetta
nánast hryllingur. Ég get helst ekki
fariö út fyrir hússins dyr án þess
þar bíði skari fólks, sem vill fá eig-
inhandaráritun. í New York er allt
einhvern veginn miklu stærra og
ég er ekki nærri því eins vel þekkt-
ur hér (í Bandaríkjunum) og
heima.“
— Hvaöa augum lítur þú
frægöina?
„Þaö er aö sjálfsögöu megin-
markmiö mitt og félaganna í Cul-
ture Club aö selja eins margar
plötur og frekast er unnt. Annars
er ég ekki spenntur fyrir þeirri til-
hugsun aö vera mér allt of meövit-
aöur um frægöina. Þaö er aö
sjálfsögöu gaman aö aka um í
stórum og flottum bílum, en þaö er
í raun ekki annaö en sönnun þess
aö manni vegni vel. Þaö fer enginn
langt á því elnu aö hlusta á aöra
segja sér hversu frábær hann sé.
Máliö er að vera sannfæröur um
eigin hæfileika, sannfærður um aö
geta framkvæmt hlutina vel.“